Alþýðublaðið - 24.11.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.11.1939, Blaðsíða 2
FÖSTUÖAGUB 24. NóV. 1939 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 118) Þar var líka skóaralærlingur á klossum og hann hljóp svo hart, 119) að annar klossinn hrökk af fætinum á honum og leriti á múrveggnum, rétt hjá hermanninum. 120) — Hæ, skó- aralærlingur! Þú þarft ekki að flýta þér svona mikið, sagði her- maðurinn við hann, —> því að ekkert verður gert fyrr en ég kem. 121) En viltu ekki hlaupa heim til mín og sækja eldfærin mín- Þá skaltu fá fjóra skildinga, en þú verður að flýta þér. 122) Skóarinn litli vildi gjarnan eignast aurana og hljóp af stað eftir eldfærunum. Ei E! El 0 i Orðsending til kaupenda út um land. Munið, að Alþýðublaðið á að greiðast fyrirfram ársfjórðungslega. — Sendið greiðslur yðar á réttum gjalddögum, svo sending blaðsins trufl- ist ekki vegna greiðslufalls. Þeir, sem óska, geta fengið blaðverðið krafið með póstkröfu. 0 0 Tónllstawnienn, heitir nýútkomin bók eftir Þórð Kristíeifsson. Er hún um Beethov- en, Brahmis, Jenny Lind, Bern- hard Pfannstiehl og Enrioo Car- uso. Bókar þessarar veröur nán- ar getið siðar. Póstferðir 24/11 1939: Frá R.: Mosfells- sveitar-, Kjalarness-, Reykja- ness-, Ölfuss- og Flóapóstar, Hafnarfjörður, Austanpóstur, Borgarnes. Snæfellsnesspóstar, Stykkishólmspóstur, Norðan- póstur- Til R.: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölf- uss- og Flóapóstar, Laugarvatn, Hafnarfjörður, Barðastrandar- sýslupóstur, Dalasýslupóstur, Borgarnes, Norðanpóstur. S. G. T. Eldri dansarnir. Dansleikur iver'ður í G. T.-húsinu laugardag- inn 25. þ. m. Tryggið yðurmiða í tíma. Útbreiðið Alþýðublaðið. CIIARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnln á Bonnty. 126 Karl ísfeld íslenzkaði. kominn meir en hálfa leið til hússins, þegar ég mætti mið-. aldra manni, tigullegum í framgöngu, sem nam staðar, þegar hann kom auga á mig. Augu okkar mættust og stundarkorn þögðum við báðir. — Tuahu? spurði ég. — Byam! Hann kom til mín og faðmaði mig að sið hinna innfæddu- Það komu tár fram í augu hans, þegar hann sá mig. — Komdu með mér upp í húsið, sagði hann. — Ég var á leiðinni þangað, svaraði ég. — En við skulum stanza hérna stundarkorn, þar sem við getum fengið að vera í næði. Hann skildi vel, hvernig mér var innanbrjósts og beið dapur á svip, meðan ég herti upp hugann, svo að ég gæti borið fram þá spurningu, sem hann hafði þegar svarað greinilega með þögninni- — Hvar er Tehani? — Ua mate — dáin, svaraði hann sorgbitinn. Hún dó þrem mánuðum eftir að þú fórst. — En barnið? spurði ég eftir langa þögn. — Helena lifir, sagði Tuahu. — Hún er nú orðin fullorðin og á barm Maðurinn hennar er sonur Atuanui. Hann verður einhverntíma stórhöfðingi á Taiorapu. Þú færð bráðum að sjá dóttur þína. Bókhaldslðgin og hókhaldseftirlitið. ----» — Orðsending til smáatfinnnrekenda MEÐ bókhaldslögunum nýju, sem öðluðust gildi um síðastliðin áramót, er at- vinnurekendum yfirleitt gert að skyldu að færa bækur sínar eftir reglum tvöfaldrar bók- færslu. Enn fremur eru í lög- unum ýms önnur ákvæði, sem eru til muna strangari og í mörgu frábrugðin þeirn laga- fyrirmælum, sem áður hafa gilt um reikningsfærsíu, og bók- haldsskyldan gerð miklu víð- tækari heldur en áður var. Brot gegn ákvæðum laganna varða sektum, allt að 1C00 kr-, og missi atvinnurekstrarleyfis, eða fangelsi, ef miklar sakir eru. Skattstofu Reykjavíkur hef- ir verið falið að hafa eftirlit með framkvæmd bókhaldslag- laganna í Reykjavík, í umboði lögreglustjóra. Til undirbún- ings þessu eftirliti hafa verið send fyrirspurnareyðublöð til allra þeirra, sem taldir hafa verið bókhaldsskyldir, og þeir beðnir að gera þannig grein fyr- ir bókhaldi sínu. Meginþorrinn af skýrslunum hefir nú borizt skattstofunni og má eftir atvikum telja, að menn hafi yfirleitt brugðist vel við og útfyllt skýrsluformin eft- ir því sem efni stóðu til. Þó eru þeir allmargir, sem engri greinargerð hafa skilað, og liggur beinast við að líta á það sem játningu um ófullnægjandi bókhald, þótt enn hafi engar sérstakar ráðstafanir verið gerðar í því sambandi. Athugun á bókhaldsskýrslun- um hefir leitt það í ljós, að meirihluti þeirra, sem skýrslur hafa gefið, eða meira en helm- ingur allra bókhaldsskyldra at- vinnurekenda í bænum, hefir eigi enn breytt bókhaldinu í það horf, að ákvæðum laganna sé fullnægt. Má þar greina milli þriggja aðalflokka. í fyrsta lagi eru þeir, sem að vísu færa tvöfalt bókhald, en á ýmsan hátt í ósamræmi viö lögin- I öðrum flokknum eru þeir, sem færa meira eða minna fullnægj- andi einfalt bókhald. Og í þriðja flokki má telja þá, sem hafa svo lélegt reikningshald, að varla getur talist til bókfærslu. í þessu sambandi skal vakin athygli á því, að auk ánnarra sekta og viðurlaga, sem bók- haldslögin ákveða, er svo fyrir mælt í 17. gr. laganna, að „reynist bókhaldið eigi lögum þessum samkvæmt, má ákveða hlutaðeiganda dagsektir, allt að kr- 25,00, uns hann hefir komið því í lag.“ Sektarákvæðum laganna hef- ir hingað til ekki verið beitt og fjölda atvinnurekenda í bænum þannig hlíft við fjárút- látum. Þótti sanngjarnt að mönnum yrði veittur ársfrestur til þess að koma í kring þeim breytingum og endurbótum á bókhaldinu, sem lögin krefjast. En þeir, sem eigi hafa komið bókfærslu sinni í viðunandi horf frá næstu áramótum, mega búast við, að þeim verði sett aðhald í því efni. Undanfarna mánuði hafa mörg fyrirtæki hér í bæ, smá og stór, sótt um margvíslegar undanþágur frá bókhaldslög- unum, ýmist um leyfi til þess að færa einfalt bókhald eða víkja á ýmsan hátt frá ákvæð- unum um tvöfalda bókfærslu o- s. frv. Hafa þessi fyrirtæki tilheyrt flestum tegundum framleiðslu, iðnaðarr og verzl- unarrekstrar í bænum. Margir hafa sótt mál þetta allfast, — sumir hverjir talið sig lítt megnuga þess að bera aukinn kostnað, og um ýmsa þeirra vitað, að þeir hafa vandað til bókfærslu siimar, þótt hún sé eigi nú að öllu lögum sam- kvæmt, — og finnst þeim gæta óþarfa vantrausts eða tor- tryggni í sinn garð, með því að binda þá við bókstaf laganna. Vegna þess að eigi er unnt að verða við þessum undanþágu- beiðnum nema að litlu leiti, og þá varla nema um stundarsak- ir, skal gerð nokkur grein fyrir þeirri afstöðu. Aðalerfiðleikarnir. sem und- anþágunum fylgja, eru fólgnir í því að draga takmörkin milli þeirra, sem undanþágu geta hlotið, og hinna, sem synja skal- Mörgum finnst ekkert geta verið því til fyrirstöðu, að ýmsum smáum atvinnurekend- um og jafnvel einhverjum flokkum fyrirtækja, sem hafa fáþættan rekstur og einföld viðskipti, sé heimilað að færa einfalt bókhald eða víkja frá lögunum á annan hátt. En þeg- ar einu sinni er gengið nokkuð að ráði inn á þá braut, að veita undanþágu frá lögunum í ein- hverri mynd, hvort sem er einstökum fyrirtækjum eða vissum atvinnugreinum, skap- ast margskonar fordæmi, sem óteljandi' nýir aðilar, meira og minna skyld fyrirtæki eða hliðstæðar atvinnugreinar, geta haldið sér að. Ef vel á að vera, þyrfti bókhaldseftirlitið, þ. e. skattstofan, að kynna sér til hlítar og meta í hverju einstöku tilfelli ástæður aðila, og ákveða hvað réttmætt væri eða verj- andi í samanburði við aðrar undanþágur og gagnvart hin- um, sem synjað hefði verið. — Auk þess mætti eigi leyfa þeim, sem undanþágur fá, alveg ó- bundnar hendur um það, hve langt þeir megi víkja frá á- kvæði laganna, heldur yrði oft- ast að setja hlutaðeigendum bindandi reglur til þess að girða fyrir misnotkun. Þá kemur til greina hve bók- haldsform fyrirtækja hlýtur að vera breytilegt. Atvinnurekend- ur yfirleitt. jafnvel innan sömu atvinnugreinar, haga sjaldan reikningsfærslu sinni að öllu á sama hátt, heldur er formið lagað og sniðið eftir eðli og þörfum hvers atvinnurekstrar. En af því leiðir óhjákvæmilega að undanþáguheimildir og þær reglur, sem mönnum eru settar í því sambandi, geta sjaldnast haft almennt gildi, heldur verð- ur að miða þær við sérástæður í hvert skipti, eða hjá hverjum einstökum aðila- Myndi slíkt valda miklum glundroða og ó- samræmi í framkvæmd lag- anna og torvelda allt eftirlit. Þeir atvinnurekendur, sem ennþá færa einfalt bókhald, — mega því yfirleitt búast við, að þeir komist ekki hjá því að breyta bókhaldinu um næstu áramót. En sá ótti, sem orðið hefir vart við hjá mörgum smáatvinnurekendum, um að tvöfalt bókhald verði þeim miklu þyngra í vöfum og kostn- aðarsamara heldur en það reikningshald, sem þeir hafa nú, mun oftast vera ástæðulít- ill, ef rétt er að farið. Hjá öll- um þorra smáatvinnurekenda eru viðskiptin svo fábreytt, að bókfærslan þarf ekki að vera margbrotin, hvað sem bókhalds kerfinu líður. Til þess að geta fært tvöfalt bókhald hjá flest- um smáfyrirtækjum, er það ekki skilyrði að iðnaðarmaður- inn, smásalinn o- s. frv., eða aðstoðarmenn þeirra við reikn- ingshaldið, læri tvöfalt bókhald yfirleitt, heldur aðeins fáeinar undirstöðureglur og þær færslu- aðferðir, sem eru nauðsynlegar og viðeigandi hjá hverjum ein- stökum. Hjá flestum hinna smærri fyrirtækja ætti málið að geta orðið viðunanlega leyst á eftir- farandi hátt: Atvinnurekandinn fær sér til aðstoðar endurskoð- anda eða vanan bókhaldara til þess að koma breytingunni á. Þessi aðstoðarmaður kynnir sér rekstur aðila og bókfærsluþarf- ir, ákveður í samráði við hann það reikningsform, sem hæfi- legast þykir, og velur hentugar bækur. Aðstoðarmaðurinn (end- urskoðandinn) færir allar nauð- synlegar byrjunarfærslur í bókunum og að því loknu bók- færir hann viðskipti fyrirtækis- ins yfir einhvern ákveðinn tíma, t- d. fyrir eina viku, eða sýnir á annan hátt með nokkr- um innfærslum, hvernig bók- færa skal helztu viðskipti, sem fyrir koma. Þegar hlutaðeig- andi hefir þannig fyrir sér þær bækur og það bókhaldsform, sem honum hentar bezt, alla nauðsynlega reikninga upp- færða, og auk þess fyrirmyndir eða sýnishorn af öllum venju- legum viðskiptainnfærslum, — sem fyrir kunna að koma, ætti fæstum að verða skotaskuld úr því að útfylla reikningana á- fram í sama formi, enda þótt frábrugðið sé því, sem þeir hafa áður vanist. , Til þess að gera mönnum auð- veldara fyrir, hefir skattstofan samið þannig um við Félag lög- giltra endurskoðenda í Reykja- vík, að vissir menn, sem stjórn félagsins tilnefnir, taka að sér að breyta bókhaldi smáfyrir- tækja í löglegt form og kenna mönnum að hagnýta sér það á þann hátt, sem að framan ter lýst, gegn föstu, tiltöllega mjög lágu gjaldi. Þeir, sem vilja not- færa sér þetta, eru beðnir að snúa sér til formanns félagsins, hr. Björns E. Árnasonar, endur- skoðanda, sem veitir frekari upplýsingar- 21/11 1939. Halldór Sigfússon skattstjóri. Útbreiðið Alþýðublaðið. ################################## RIDER HAGGARD: íf p 'T KYNJALANDIÐ Spennandi frá upphafi til enda, 528 bls. í stóru broti. KOSTAR AÐEINS KR. 3,00. Rider Haggard er heimsfrægur fyrir Afríkusögur sínar. Margir kannast við Náma Salómons og Hvítramannaland, sem báðar hafa komið út á íslenzku. Kynjalandið er ein af beztu sögum Rider Haggards. Fæst í afgreiðslu Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8, Rvík. — Tuahu beið þess með lotningu og nærgætni, að ég tæki til máls. — Gamli vinur, sagði ég að lokum. ■— Þú veizt, hversu heitt ég elskaði hana- Öll þessi ár, meðan þjóð mín hefir staðið í styrjöldum, hefir mig dreymt um, að koma hingað. Þessi stað- ur er kirkjugarður minninganna, og ég er mjög hrærður. Mig langar til að sjá dóttur mína, en ég vil ekki gefa mig fram við hana. Ég get ekki sagt henni, að ég sé faðir hennar og talað um móður hennar. Þú skilur það, er ekki svo? Tuahu brosti dapurlega: — Ég skil, sagði hann- í sömu andránni heyrði ég mannamál uppi á stígnum, og hann greip um handlegg mér. — Hún er að koma, Byam, hvíslaði hann. Há og grönn kona nálgaðist og var þerna í fylgd með henni. Hún leiddi lítið barn. Auugn voru dimmblá, eins og hafið. Kjóllinn var úr snjóhvítu efni og féll í tígulegum fellingum niður af öxlum hennar, Um hálsinn bar hún gullfesti. Það var einkennilegt smíði, sem líktist hárfléttu sjómanns. — Tehani, sagði Tuahu- Ég stóð á öndinni, þgar hún snéri sér við, því að hún var jafnfögur og móðir hennar — og mér sýndist hún ennfremur líkjast móður minni. — Þetta er enski skipstjórinn frá Matavai, heyrði ég Tuahu segja, og hún tók ástúðlega í hönd mér, Dótturdóttir mín horfði undrandi á mig. Ég snéri mér undan og augu mín fylltust tárum. — Við verðum víst að halda áfram, sagði Tehani við Tuahu- Ég lofaði telpunni, að hún skyldi fá að sjá enska bátinn. — Já, haltu áfram, sagði Tuahu. Þegar við fórum frá Tahiti, stefndum við suðvestur, þar til við vorum komnir út úr sundinu. Þegar komið var á 25 gráðu suðlægrar lengdar, sneri ég við og stefndi austur eftir. Að morgni þess 15. maí var kallað að land sæist fyrir stafni, og það væri í aðeins 24 kvartmílna fjarlægð. Þetta orsakaði mik- inn óróa um borð, og bæði ég og foringjar mínir álitum, að við hefðum fundið nýja ey, sem enginn hefði fundið áður. Á þeim kortum, sem ég hafði, var engin eyja merkt á þessum slóðum. Næsta eyja var Pitcairn-eyjan, sem Carteret skipstjóri fann árið 1767. Carteret hafði reiknað legu eyjarinnar um 150 mílur frá þeim stað, sem við vorum nú á- Ég hafði ástæðu til að ætla, að við hefðum fundið ennþá eina eyju, sem við vissum að var nóg af í þessu lítt kannaða hafi. Um hádegi vorum við komnir mjög nálægt eyjunni. Það var gott veður allan morguninn, en klukkan tólf kom skúr, sem hindraði rannsóknir mínar. En samt sem áður komst ég að því, hver lega eyjarinnar var. Fegurri og gróðursælli ey var naumast hægt að hugsa sér. Mér virtist hún ekki meir en tvær mílur á breidd, þar sem hún var breiðust. Ströndin var mjög klettótt. Há björg risu lóðrétt upp frá sjónum og þar var mjög brimasamt. Þegar við nálguðumst komum við auga á skörð og dali, hálflukta bak við lauffléttur skógarins. Öll eyjan var skógi vaxin og fögur og var hin mesta andstaða hins eyðilega úthafs, sem umlukti hana á alla vegu. Þessi eyja var svo lítil, sæbrött og fjarlæg öllum öðrum byggðum eyjum, að ég efaðist ekki um, að hún hlyti að vera með öllu óbyggð og óþekkt af öðrum en sjófuglunum, sem sveimuðu yfir trjátoppunum. Enda þótt við sigldum nærri því umhverfis alla eyjuna, fundum við hvergi lendingarstað. Gríð- arstór björg lágu stráð um alla fjöruna og braut sjórinn á þeim. Okkur til mikillar undrunar sáum við skyndilega báti ýtt; frá landi, og stefndi hann til okkar. Við stöðvuðum þegar í stað ferð skipsins, svo að báturinn gæti komist upp að hlið- inni á okkur. Það voru tveir menn í bátnurn og reru knálega.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.