Alþýðublaðið - 27.11.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.11.1939, Blaðsíða 2
mmj'DAGuii fí. nóv. ím 126) Hermaðurinn var kominn upp í stigann, 127) en þegar þeir ætluðu að bregða snörunni um háls hans, 128) sagði hann að sig langaði til að reykja eina pípu. 129) Og konungurinn gat ekki •ynjað honum þess. 130) Og svo tók hermaðurinn eldfærin sín ., , og kveikti. Orðsending til kaupenda út um land. M«nið, að Alþýðublaðið á að greiðast fyrirfram ársfjórðungslega. — Sendið greiðslur yðar á réttum gjalddögum, svo sending blaðsins trufl- ist ekki vegna greiðslufalls. Þeir, s«m óska, geta fengið blaðverðið krafið Bfieð póstkröfu. Dansk-islandsk Samfund UMRÆÐUEFNI í Kaupmannahöfn gefur á ári hverju út íslenzka árbók, og er bókiiv fyrir 1939 nýlega komin út. Hefst hún á yfirlitsgrein urn ís- laind á árinu 1938 eftir Tryggva Sveinbjömsson sendiherraritara í Kauiimannahöfn. Þvi næst kernur grein ©ftir prófessor Haanmerich am flugi'er'ð til Þingvalla. Vega- málastjóri, Geir G. Zoega, skrifar grein með miöngum myndum um vegi og ferðalög á Islandi. Mag. «rt. Chriistian Westergaard Niel- s*n sluifar um íslenzkar bók- menntir á árinu 1938, og fylgja greinirmi myndir af höfundum þeim, sem greinin fjallar um. Steinþór Gu&mwndsson ikennari skrifar um islenzka sjálfboðaliða, sem féllu í styrjöldhmi í Slésvík og byggir á upplýsiingum, sem hann hefir fengið hjá danska landvarnarmálaráðuneytinU. Krist- inn Ármannsson menntiaskóla- kennari ritar um hugsanleg kenn- araskipti milli mienntaskóla á ís- landi og annars staðar á Norður- löndum. Skúli Þórðarson sagn- fræðimgur ritar um doktorsritgerð Aage Gregersens um þjóðréttar- stöðu Isiands. Fleiri skrifa í ibók- ina, þar á meðal frú Hildur Blöndal, endurminningar frá is- tenzkum bóndabæ, og loks er greinargferð um starfsemi félags- ins. FO. Fjársöfnun danska norræna félagsins til Finnlands er komin upp í 412 þúsund krónur. F.Ú. Kunningi minn spyr um á á hverju fátæklingar lifi! Dálitlar umræður um það mál. Spurningar og svör. Bréf frá verkamannskonu. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. MAÐUR, sem hefir 800 krónur á mánuði í kaup, en hefir að vísu stórt heimili, sagði við mig fyrir nokkrum dögum: „Geturðu sagt mér — hvernig í ósköpunum fólk fer að lifa, sem litlar eða eng- ar tekjur hefir? Ég hefi hugsað mikið um þetta og ég er engu nær.“ Þessi maður er kunnur í- haldsmaður. Ég þekki hann ekki að öðru en drengskap, en hann er mjög íhaldssamur og hefir oft bar- ist hart fyrir sínum málstað. VIÐ RÆDDCM þetta mál nokk- uð. Ég sagði: „Ég er enginn sér- fræðingur í skínandi fátækt, þó að ég hafi varla haft nóg að borða eða klæðast í, þegar ég var ungur. En segðu mér: Gefurðu börnunum þínum alltaf bita, þegar þau biðja um?“ Hann svaraði: Vitanlega maður?“ „Gefurðu þeim það, sem þau biðja um?“ „Já, ef það er ekki sífelt sælgæti.“ „Vantar þau nokk- urntíma nokkuð til klæða.“ „Nei,“. „Þau verða því aldrei að vera í rúmunum af klæðleysi?“ „Nei, sem betur fer.“ „Þau vantar því aldrei sokka, skó, húfu eða föt yfirleitt?" „Nei.“ „Þau gráta aldrei út af því, að leikfélagi þeirra eigi leikfang, sem þau geti ekki fengið?“ „Nei, ekki get ég sagt það.“ „Það er aldrei lokað fyrir rafmagnið hjá þér?“ „Nei,“ svaraði hann og hló. „Konan þín er aldrei í vandræðum með þvottarefni, og börnin þ.n verða aldrei að vera í rúmunum meðan þvegið er?“ „Nei, ekki heldur.“ „Þú getur yfirleitt allt, sem þig langar til og konuna þína og börnin þín?“ „Já, svo að segja“. „Allt, sem ég hefi nefnt, berjast fátæklingarnir við á hverjum degi.“ SVO SAGÐI ÉG HONUM frá því, að fyrir nokkru hefði ég kom- ið á heimili, þar sem voru 5 börn. Það var um matmálstíma. Á borð- um voru soðnar „gellur" — ekkert annað, bókstaflega ekkert annað — og þær hafði heimilisfaðirinn á einhvern hátt fengið fyrir að i hjálpa fisksala. Börnin sögðu: „Ég vil fá kartöflur." Þær voru ekki til. „Mamma, gefðu mér hálfa brauðsneið með.“ Það var heldur ekki til. Þá sagði kunningi minn: „Finnur Jónsson má vara sig á fullyrðingum sínum í Alþýðublað- inu um afstöðu okkar til verka- lýðsmálanna. Hvað segir þú, ef allir atvinnurekendur neita að semja við félögin, sem eru í Al- þýðusambandinu?" — Og eftir að ég hafði horft á hann dálítið undr- andi, sagði ég: „Þetta höfum við heyrt og séð fyrr. Þó að fátækling- ar séu fátækir, þá eiga þeir þó stolt, kunningi, og samtökin verða ekki lögð í rústir.“ DAGSINS. OG HÉR ER RÖDD frá verka- mannskonu, sem vonandi gerir kunningja minn ekki andvaka, enda á hann gott með svefn, því að þetta er hraustur maður: „Ég er aðeins fátæk verkamannskona og hefi ekki fengizt mikið við að rita í blöð, en mig langar nú samt til að reyna það og ég finn mig blátt áfram knúða til þess, þar sem voðalegt atvinnuleysi og dýrtíð er framundan. Mig langar til að leggja nokkrar spurningar fyrir þá háttsettu menn, sem eiga að stjórna x landinu og það er, hvað þeir ætla að gera fyrir okkur at- vinnulausan og sveltandi verka- lýð.“ „EF EKKI VERÐUR gert eitt- hvað mikið til bjargar, þá er voð- inn vís, en það þarf mikið fé og mikið vit til að ráða fram úr þeim vandræðum, en ég efast ekki um að þeir hafi það, ef eining og bræðralag má ráða. Eitt er, sem þeir þyrftu að gera, og það er að kynna sér betur ástæður verka- lýðsins en þeir gera, og ef þeir gerðu það, þá myndu þeir gera meira fyrir fátækustu stétt lands- ins. Það eru til dæmis þeir menn, sem hafa lægst mánaðarlaun um 300 kr. og geta ekki lifað nema að fá dýrtíðaruppbót, hvernig ættu þá verkamenn að geta séð fyrir sér og sínum, sem hafa svona í mesta lagi vinnu í 3—4 mánuði á árinu þegar bezt gengur, og af þessu eiga þeir að fæða og klæða sig og sína.“ „SKYLDI EKKI ÞEIM, sem lifa við allsnægtir, bregða í brún ef þeir sæju alla þá miklu vöntun og fátækt? Það er að minnsta kosti sárt fyrir foreldrana að horfa á börnin sín klæðlítil og svöng. Ég get ekki búizt við að þeir vildu skipta á kjörum sínum og kjörum okkar. Nei, það er víst og satt. Þá, sem aldrei vantar neitt, þeir geta ekki sett sig inn í kjör þeirra, sem bágt eiga, og ekki býst ég við að það batni nú, þegar allt er stigið upp, sem nauðsynlegast er og mað- ur getur ekki verið án.“ „ÞAÐ ER GERT allt, sem hægt er fyrir sveitabændur og þeim er hjálpað til að ná góðu verði fyrir afurðir sínar, sem okkur hér við sjóinn er ómögulegt að kaupa. Það er aðeins fyrir efnaða fólkið og það fólk, sem hefir atvinnu, sem getur látið eftir sér að borða ís- lenzkt smjör og skyr, mjólk og osta, og það er víst óhætt að telja kjötið líka. Við höfum ekki leyfi eða ástæður til að fæða börnin okkar á svona góðgæti, sem öllum er þó lífsnauðsynlegt að hafa til þess að ala upp hrausta þjóð. Við eigum heimtingu á því að bætt verði kjör okkar, því ekki trúi ég því, að landið okkar sé ekki nógu gott til að fæða og klæða börnin sín, ef þeir, sem ráða eiga fram úr vandamálum þjóðarinnar, gerðu allt, sem unnt væri fyrir hinn vinnandi lýð. Því ekki að láta atvinnuleysingjana rækta landið, þar sem svo mikil vöntun er á allri framleiðslu íslenzkra af- urða, gera þeim kleift að koma sér upp skepnum með hagkvæmum lánum og styrk frá ríkinu, sem mætti reiknast sem atvinnubótafé? Það væri víst ekki vanþörf á að fækka svolítið atvinnuleysingjun- um í Reykjavík og Hafnarfirði, þar sem atvinnuleysi og eymd er. Það er sárt fyrir alla dugandi menn, sem óska eftir að geta bjargað sér sjálfir, en er það ó- mögulegt vegna þess, að þeir hafa ekki neitt handa milli til að byrja með.“ ____ „ÉG SKIL EKKI í öðru en að sá, sem vill hafa augun opin, finni að þetta er satt og rétt, sem hér er haldið fram, og að þetta er nú á tímum stærsta vandamál þjóð- arinnar, að allir geti haft eitthvað að starfa. Nú ætti alþingi og rík- isstjórn að taka saman höndum með einingu og bræðralagi og ráða fram úr þessu. Ég trúi því og treysti, að það góða og rétta fái nú að ráða, og allir þeir verkamenn, sem vilja taka sig upp nú á næsta vori, fái tækifæri til að rækta jörðina, og ég veit að þeir verða margir, og sömuleiðis verða þær margar verkamannskonurnar, sem fagna frelsinu og taka undir með skáldinu og segja: „Sú kemur tíð, að sárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa, menningin vex í lundum nýrra skóga.” ÞETTA SEGIR verkamanns- koná í bréfi til mín í gær. Hannes á horninu. 1EJM ■ 9S0 Hver hlistir? EIR, sem kunnugir eru við höfnina, hljóta að hafa veitt þvi eftirtekt, að engu minni hneyöng hefir verið á fiskiflotan- (úm í haust en undanfarin haust. Á tímabili var meira að segja ó- venjuleg mergð smábáta á veið- um, ailt miður í örlitlar kænur. Öilum landsmönnum hlýtur að vera það áhugamál, að stuðla að velferð þessa smábátaflota, og því vakna spumingamar: Hvað verður um þennan smiábátahóp ef skellur á snöggt veður og vélbiiwn ber að höndum hjá ein- uim eða öðmm? Hver hlustar á neyðarkall hinna hættkomnu sjó- manna? Var ekki skip keypt, skip til eftirlits í Faxaflóa, sem átti stöðugt að yera til taks, ef bátar kölluðu á hjálp? Var ekki upp- runalega reiknað með því af meðlimum Siysavamafélags Is- lands, að áhöfn þessa björgunar- skips yrði vökumen.n í björjgtunar- málum hér við Faxaflóa •— vöku- menn, sem stöðiugt hlustuðu og svöruðu hverjum þeim, sem á hjálp þyrfti að halda? Þetta mun hafa verið meining S- V. F. I., með starfræksiu 0301®- unarslkipsins „Sæbjiörgu'1. „Sæbjörg" hefir nú starfað eána heila vetmrvertíð, og má segja, að áramgur þess starfs hafi verið ágætur og fullikiom- lega eins og gert var ráð fyrir í upphafi. Björgunarskútan dró um 20 stærri véibáta tíl haEnar, þar af tvö sextíu smálesta skip. Allir þessir bátar voru algerlega vél- vana. Þá kom hún til hjálpar á- höfninni af togaranum Hannesi ráðherxa. Ötalmargt fleira hefir hún unnið i þágu sjómannanna, sem þeám hefir komið vel. 1 Mætti i þessu sambandi minna á áskorun ' miörg hundruð sjó- manna, er þeir skoruðu á ríkis^- stjómina að láta reisa miðunaiv stöð á Reykjanesi eða Garðskaga, sem öll skip, er ekki hefðu mið- unartæki um borð, gætu fengið miiðanir frá, til þess að rétta sig eftir i dimmviðrum. Við jxessari láskorun hefir ríkisstjómin ekki séð sér fært að verða, en Slysa- vamafélag fslands hefir af veik- um fjárhagslegum mætti haldið björgunarskipinu úti, og hefir það haldið sig mikið á svæðinu um Garðskaga sökurn þess, að þar er það mest miðsvæðis í fló- anum og getur einnig gefið bát- unum, sem hafa talstöðvar, mið- anir. B/S „$æbjörg“ er annað af tveim sikipum hér við land, sem hefir háhylgju og lágbylgju mið- unartæki. Þó hér sé aðeins um byrjunarstarf BS. „Sæbjargar" að ræða, hefir þó fengist reynsla fyrir þvi, að hér er á ferðinni mikilsvert menningarstarf, sem allir þeir, er vilja stuðla að ör- yggismálwm sjómanna, ættu að styðja- Það er þvi skaðlegra en menn gera sér ljóst í fljótu bragði, að sjá hið unga björgun- arskip bundið við Hauksbryggju, alveg ótilbúið til þess að veita hjálp, ef hennar þarfnast. Og enn vakna spumingarnar: Hver hlustar? Hvað er framwndan? Sennilega er þáð fjárhagur Slysa- vamafélagsins, sem segir: hingað og ekki lengrn. En væri þá ekki reynandi að leita á náðir núver- andi þings um hjálp? Óhugsandi er það ekki, að fulltrúar íslenzku þjóðarinnar, sem þingið sitja, sæu sér fært að veita þessu vel- ferðarmáli sjómannanna þann styrk, sem nægði tíl þess að halda þessu starfi áfram í rétta bg ömgga átt, til heilla fyrir land og þjóð. Sjómaður. Kdnw Útbreiðið Alþýðublaðið. mmmæm^mmi «HAH.IyES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnin á Bounty. 128 Karl ísfeld íslenzkaði. eislega við matborðið, enda þótt auðséð væri, að þeir voru ó- vanir að matast með hnífum og göfflum. Áður en þeir settust lutu þeir höfði og lásu borðbæn. Þeir lásu borðbænina svo eðlilega, að bersýnilegt var, að þeir voru því vanir frá barn- æsku. , Báðir piltarnir töluðu um „föður sinn“ á þann hátt, að hægt var að álíta, að þeir væru bræður, enda þótt þeir hefðu sitt ættarnafnið hvor. En samt sem áður komst ég að raun um, að þeir áttu ekki við hina raunverulegu feður sína. — Við eigum við Alexander Smith, sagði Christian, — hann er faðir okkar núna. Ég man ekki eftir föður mínum. — Hverjir eldri menn eru fleiri á eyjunni?- — Aðeins faðir okkar, svaraði Christian. Ég varð undrandi, þegar ég heyrði þetta. Hvar voru þeir Mills og Brown, Isaac Martin, McCoy, John Williams og Matt- hew Quintal? John Mills var eini miðaldra maðurinn, sem hafði farið með Christian. Isaac Martin var um þrítugt, en allir hinir voru um tvítugt. Mig langaði mjög mikið til þess að-fá fregnir af hinum, en ég spurði ekki gesti mína. Smám saman varð mér það ljóst, að þeir þekktu ekki svo mikið sem nöfíiín á þessum mönnum. Þegar máltíðinni var lokið, breyttum við stefnunni og sigld- um að eyjunni. Ég hafði ákveðið að fara í land, en þegar ég hafði rannsakað hinn eina mögulega lendingarstað, sá ég að það var mjög áhættusamt að reyna að komast í land í ein- hverjum skipsbátnum. Lendingin var stórgrýtt og þar var mjög brimasamt. Ég fór þess vegna í bát piltanna. Þegar við nálguðumst land, hrósaði ég happi yfir því, að hafa fengið svona vana menn til þess að róa mér á land. Piltarnir reru bátnum mjög fimlega. Ég hefi aldrei á ævi minni komið að erfiðari lendingarstað en þessum. Lendingarstaðurinn var naumast nógu breiður fyrir bátinn. Piltarnir lyftu bátnum upp á axlir sér, báðu mig að fylgja sér eftir og lögðu af stað upp stiginn, sem lá upp að bústað þeirra. Sums staðar var svo bratt, að stígurinn lá í ótal hlykkj- um upp eftir fjallinu. Það var með naumindum, að ég gat klöngrast upp, enda þótt ég bæri engar byrðar. Ég varð að undrast fimi þeirra Christians og Youngs, sem hvað eftir ann- að færðu bátinn af annarri öxlinni á hina, án þess að missa fótfestuna, og án þess að stanza nokkru sinni til þess að nvíla sig. Eftir stundarkorn komum við upp á brúnina og þá blasti við sjónum svo fagurt og friðsælt umhverfi, að það var áreið- anlega vel þess virði að leggja á sig það erfiði að klöngrast upp. Flatlendið var vaxið grænu grasi og lá í skugga gamalla brauðávaxtatrjáa og bananatrjáa. Sléttunni hallaði ofurlítið í norðurátt, þar til kom að klettabrúninni. í þessum halla stóðu hús þessarar fátæklegu nýlendu. Það voru fjórir traustbyggðir kofar úr óhefluðum borðum. Þeir voru tveggja hæða háir, þaktir kókosblöðum. Umhverfis kofana voru girðingar fyrir grísi, geitur og alifugla. Norðan og norðvestan við kofana sé ég holt, vaxið kókospálmum, en að baki þeim tók við skógur. Vestast á eynni var hátt fjall, snarbratt ofan að sjónum. Þar var krökt af holum, þar sem sjófuglar gátu óáreittir hreiðrað sig, en af þeim var hin mesta mergð. í austurátt sást sjón- deildarhringurinn milli pálmanan, og svalur vindurnn gáraði hafflötinn. Ég veitti öllu þessu etirtekt seinna-. Fyrst um sinn beindist athygli mín að litlum hópi manna, sem kom til þess að bjóða mig velkominn, en í fararbroddi var þrekvaxinn, miðaldra maður. Hann var snoturlega klæddur, eins og brezkir sjómenn voru í gamla daga, enda þótt efnið í fötunum væri heimaunn- ið þar á eynni. Hann bar hattinn í hendinni og strauk hár sitt, þegar hann nálgaðist. Ég þekkti hann þegar í stað. Það var Alexander Smith, gamli káetufélaginn minn frá Bounty. Um varir hans lék vingjarnlegt bros, og þegar hann kom til mín brá hann hönd fyrir auga, eins og siður hans hafði verið í gamla daga. •— Velkominn hingað, skipstjóri, sagði hann. Við Skulu,m reyna að gera yður dvölina hér svo ánægjulega, sem kostur er á. —- Ég rétti fram höndina. — Smith, þekkið þér mig ekki aftur? spurði ég. Maðurinn steig eitt skref aftur á bak og horfði á mig ótta- sleginn. — Nei, skipstjóri, ekki minnist ég þesS . .. Hamingjan góða, það er þó ekki ... það skyldi þó aldrei vera herra Byam? Hin hjartanlega gleði hans snart mig mjög. Hann greip um

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.