Alþýðublaðið - 28.11.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.11.1939, Blaðsíða 4
MIÐIUCABCB 25. NóV. 1935. GAMLA BIO Mannequin Áhrifamikil og listavel Iieikin amerísk kvikmynd, gerð eftir skáldsögu Kat- harine Bnush. Aðalhlut- verkin leika hinir vinsælu leikarar: Joan Crawford og Spencer Tracy. I. O. 6. T. w '3* ST. EININGIN nr. 14. Fundur annaö kvölid kl. 8V2- Tekið á móti nýjum félögum. Ræða, . einleikur á píanó og fleira. Æt. Útbreiðið Alþýðublaðið. SJÓHERNAÐURINN Frh. af 1. síðu. Flutningaskipin vora „Borkum" 3700 smálestir, og „Heinrioh Fis- ser", 4400 smálestir. Pegar „Bor- kum" var herlekið og flutt til hiafnar, hafði áhöfn af brezku Herskipi tekið við stjórn á skip- iinu, og er það var á leið til hafnar, gerði kafbátur árás á pað og skaut á pað. Fjórir memn af hinni pýzku áhöfn biðu bana, en enginn af hinni brezku. Skipið vár yfirgefið. Skipið „Heinrich Fisser" var flutt til hafnar heilu og höldnu. Þýzkur togari fórt á tumdur- flufli í morgun við Langeland i Danmörku, par sem pýzkt eftir- litsskip fórst fyrir skemmstu. Sjiö menin af áhöfninni biðu bana. Sagt er, að 7 eða 8 tundurdufl hafi sprungið parna samtímis. — Mikið af tundurduflum hefir rek- ið á lamid Danmerkurströndum nýlega. Tvð mlkil listaverk fir eign Frakkakonnnga til Islands. .... ♦... Gefatidinn er Yilhelm Jörgensen í Khöfn, en hann er fæddnr hér í bæmim. ¥ J HSMIDAFÉLAGIÐ hef- ir nýlega gert Vilhelm Jörgensen úrsmið í Kaup- mannahöfn að heiðursfélaga sínum, af tilefni áttræðisaf- mælis hans, 11.. nóvember síðastliðinn. Vilhelm Jörgensen var og' í haust gerður riddari af fálkaorðunni. Jörgensen er Reykvíking- ur. Hann var sonur Jörgen- sens þess, er hér var þjónn hjá Trampe greifa, en síðar byggði hann Hótel ísland og var hótelhaldari hér í Reykjavík. Vilhelm Jörgensen dvaldi hér á landi til 12 ára aldurs, en fór þá til Danmerkur. Hóf hann síðan nám í úrsmíði, en dvaldi síðan við framhaldsnám í iðn sinni í Þýzkalandi og Sviss í upp undir 30 ár. Jörgensen hefir á þessu ári gefið hingað tvær stórgjafir. í sumar gaf hann alþingi forn- fræga og forláta klukku og fyr- ir skömmu ákvað hann að gefa háskólanum aðra klukku, sem er álíka listaverk. Er talið að báðar þessar klukkur séu um 12 þúsund króna virði. Guðbrandur Jónsson pró- fessor kynntist þessum manni af tilviljun í sumar er hann var ytra. Kom hann í klukkuverzl- un Jörgensens, s«m er full af fágætum dýrum listaverkum á þessu sviði, og talaðist svo til milli þeirra, að Jörgensen sendi alþingi að gjöf eitt af listaverk- um sínum, enda ann Jörgensen íslandi. Gaf Jörgensen Guð- brandi sjálfsval um klukkuna. Guðbrandur valdi hina feg- urstu klukku safnsins og er hún hinn merkasti gripur. Kassinn er úr mislitum marmara með gylltum bronsileggingum og fögrum bronsimyndum. Sjálft verkið er hin mesta völundar- smíð. Þessi klukka var áður eign greifans af Charobord í Frakklandi, en hann var son- arsonur Lúðvíks Filips Frakka- konungs, er ríkti á árunum 1830—1848 og Jónas Hall- grímsson kallaði séra Filippus, en faðir hans var einn af stjórn- arbyltingarmönnunum og var hálshöggvinn 1794. Jörgensen keypti klukkuna úr dánarbúi greifans, en seldi hana síðan Gluckstadt, hinum kunna bankastjóra Landmannsbank- ans, en hann dó eins og kunn- ugt er eftir að upp komst um hin gífurlegu fjársvik hans. Á uppboðinu á búi Gluckstadts keypti Jörgensen klukkuna síð- an aftur. Klukkan, sem Jörgen- sen hefir nú gefið háskólanum, var búin til af hirðsmið Lúð- víks XIV. Frakkakonungs, Carl Andres Bouille. Er kassinn meira en meter á hæð og allur settur mislitum skelplötum, sem inn í milli eru lagðar fogr- um smámyndum. Vilhelm Jörgensen er ríkur maður. Hefir hann komið hing- að til lands þremur sinnum síð- an hann fór héðan alfarinn 12 ára gamall. Skó- og gúmmívinnustofu hefir Hjalti Jörundsson skó- smiður opnað á Bergstaðastræti 55. Áherzla lögð á vandaða vinnu og efni. Jón ívarsion leggir til að samkomsdag- or alþingis verði 1. október. JÓN ÍVARSSON, þingmað- ur Austur-Skaftfellinga flytur frumvarp á Alþingi um breytingu á samkomudegi AI- þingis. Leggur hann til, að sam- komudagur þingsins verði á- kveðinn 1. október. Jón ívarsson rökstyður þessa tillögu sína með þessari grein- argerð: „Samkv. núgildandi stjórn- arskrá er samkomudagur reglu- legs Alþýngis 15. febr. ár hvert, . og hefir svo verið síðan árið 1920. Þetta ákvæði stjórnar- skrárinnar er þó eitt af þeim, sem breyta má með lögum. Með frumvarpi þessu er lagt til, að Alþingi komi hér eftir sam- an til reglulegs fundar 1. okt. ár hvert. Ástæður til þess eru einkum þær, að reynsla hefir sýnt, að síðan 1933 hefir þing- hald færzt yfir á haustið öll ár- in, nema 1936 og 1938, þótt þing hafi ætíð verið kvatt sam- an á hinum ákveðna tíma. Aðal- þingstörfum, svo sem afgreiðslu fjárlaga o. fL, hefir verið frest- að til haustsins — síðara þings hvert ár. Þessar staðreyndir virðast benda í þá átt, að fjár- lagaafgreiðsla sé heppilegar sett að haustinu heldur en fyrri hluta ársins, enda má telja eðlilegast, að fjárlög séu af- greidd sem næst byrjun þess fjárhagsárs, er þau eiga að gilda fyrir. Að haustinu, eða á síð- ustu mánuðum ársins, er það oftast komið greinilega í ljós, hversu atvinnuvegunum hefir farnazt á því ári, og er það þá auðveldara að gera þess grein, hvers vænta megi um ríkis- tekjurnar árið á eftir. Breyting þessi á þingtímanum ætti og að leiða til minni kostn- aðar og stæði skemrmi tíma, ef það er háð á þeim tíma, sem hér er farið fram á, heldur en verið hefir að undanförnu. — Ætlazt er til, ef frumvarp þetta verður að lögum, að næsta reglulegt Alþingi komi saman 1. október næstk., en þinghald í vetur falli niður.“ FnllveMlshátíðabðldin næstkomandl fðstudag. STÚDENTAFÉLAG HÁ- SKÓLANS stendur fyrir hátíðahöldum á fullveldisdag- inn, fyrsta desember. Hafa stúdentar tekið að sér að halda þann dag hátíðlegan. Byrja hátíðahö'.din á. skrúð- göngu stúdenta frá S.údentagarð- inum til alpingisbússins. Bárður Jakobsson stud. jur„ formaður stúdentaráðsins, flytur ávarp af svölum alpiingishússins, en aðairæðuna flytur Ölafur Thors atvinnumálaráðherra. Klukkan prjú eftir hádegi hefst skemmtun í Gamla Bíó. Par flyt- ur Magnús Jónsson prófessor ræðu, Karlakór Reykjavíkur syng- ur, enn fremur verðiur einsöngur og eiinleikur á píanó. Fleira verð- ur par til skemmtunar. Kiukkain 71/2 um kvöldið verð- ur samboma stúdenta að Hótel Borg. Hefst hún með sameigin- legu borðhaldi, og verður margt til skemmtunar meðan borðhald fer fram- Pálmi rektor Hannes- son flytur ræðu, Ágúst Bjarnason og Jakob Hafstein syngja ein- söngva, M. A. kvartettinn syng- ur, HaHgrímur Iielgason leiikur á píanó og að lokum verður dans- að. Stúdentablaðið kemur út penn- an dag. Rita í pað prófesisorarnir Aléxander Jóhannesson og Niels Dunigal- Auk pess eru í blaðinu kvæði og sögur eftir stúdenta. Útvarpað verður frá útihátíða- höldum stúdenta. Um kvöldið flytja ræður í útvarpið prír for- setar alpinigis, peir Finnur Jóns- son, Jörandur Brynjólfsson og Pétur Ottesen. Pá flytur útvarpið ættjarðar- kvæði og söng. I í afturelding annars lífs heitir ný bók, pýdd af Einari H. Kvaran og fleirum. Útgeíandi er „Leiftur". Er petta myndar- ieg bók og fróðleg og fjaliar um spíritismann. f DAfi Næturlæknir er Eyþór Gunn- arsson, Laugavegi 98, sími 2111. Næturvörður er í Reykjavík- ur- og Iðunnar-Apóteki. Útvarpið: 19,20 Þingfréttir. 19,50 Fréttir. 20,15 Erindi Búnaðarfélagsins: Um sauðfjárbaðanir, II. Halldór Pálsson ráðu- nautur. 20,30 Erindi: Meðal Vestur-ís- lendinga (Árni G. Ey- lands forstjóri). 21,00 Tónleikar Tónlistarskól- ans: Tríó í c-moll, Op. 101, eftir Brahms. 21,35 Hljómplötur: Fiðlu- sert nr. 1, g-moll, eftir Max Bruch. 22,00 Fréttir. Dagskrárlok. iDabrot þrjár astar í röð í söDið geymslina INNBROT hefir verið fram- ið þrjár undanfarnar næt- ur í sömu geymsluna. Er hún bak við verzlun Guðjóns Jóns- sonar, Hverfisgötu 50. Var stol- jð hangikjöti og saltkjöti. Á sunmadgsnóttina var fyrst brotizt iinn í geymsluna. Var pá Sitolið töluverðu af saltkjöti. Á mánudagsnóttina var aftur þrotizt inn í sömu geymslu, en í annan klefa. Var par hangikjöt og var stolið af pví 60—70 kg. I nótt hélt lögreglan vörð við geymisluna. Komu pá tveir menn, Steingrímur Þorkelsson og Frið- mar Sædal Markússon. Fór annar inn í geymsluna, en hinn beið úti á meðan. Tók lögreglan pá fasta, en peir hafa ekki ennpá játað að hafa framið innbrotin á sunnudags- og mánudagsnóttina. Ef einhverjir hafa keypt kjöt af pessum miönnum, eru peir beðnir að gera löigreglunni aðvart strax, áð öðrum kosti verður pað skoðað sem hilmiing. Steingrímur Þorkelsson fékk 12 mánaða dóm síðastliðinn laug- ardag. Fókk hann pví næst tveggja daga frí til pess að taka saman dót sitt, og vora pað sunnudagurinn og mánudagurinn 50 ára er í dag Bergsteinn Kristj- ánsson, Baldursgötu 15. Aðgöngumiðar að hófi stúdenta að Hótel Borg 1. desember verða seldir í Há sfeólanum í dag kl. 5—6 oig í morgun kl. 2—3. Manntequin heitir myndin, sem Gamla Bíó sýnir núna. Aðalhlutvérkin leika Joan Crawford og Spencer Tracy. F.U.J F.U.J.-félagar! Munið eftir mánskeiðinu í slysavömum og hjálp í viðlögum í kvöld. Hefst stundvíslega kl. 9. Söngfélagið Harpa hefir æfingu annað kvöld kl. 8V2 í Þjóðleikhúsinu, og verða öll að rnæta. Akranessbátar era nú farnir að róa meÖ Mnu og allir hættir neknetaveiðum. Á föstudag réra fyrstu bátarnir og fiskuðu sæmilega. NYJA bio ðrlagaleiðio Útbreiðið Alþýðublaðið! Amerísk kvikmynd frá Fox, er túlkar á fagran og hugðnæman hátt sögu um móðurást og móður- fórn. Aðalhlutverk leika: Barbara Stanwyck og Herbert Marshall. Myndin gerist í New York — París og um borð í risa- skipinu Normandie. Aukamynd: MINNJNGAR um SHAKE- SPEARE, ensk menningarmynd. Það tilkynnist ættingjum og vinum, að móðir mín, tengda- móðir og amma, Vilhelmína Lovísa Jónsdóttir,. andaðist að Landakotsspítala í nótt. Alfúed Þórðarson, Theodóra Eyjólfsdóttir, og börn. Vegna Jariarfarar verðnK* skrlfstotn vorri og heildsðln lokað á morgusa frá kl. 12 á hádegi. Sláturfélag Suðurlands. Sk e m mt i k lú b bur inn 99 Good night sweethart/* Dansleikur í Alþýðuhúsinu við Hverfisgfötu annað kvöld klukkan 10. Hljómsveit nndir stjórn F. Welsshappels. RÚSSAR OG FINNAR Frh. af 1. síðu. að gerzt hafi á landamærum Finnlands og Rússlands, er fjórir Rússar voru drepnir en níu særð- fust, er notáður til pess að æsa menn í RÚBslaindi upp gegn Finn- um. Fregnir hafa borizt um, að í verksmiðjum Rússlauds halidi vertcamenn TUndi og mótmæli at- ferli Finna, en ályktanir eru sam- pykktar og skorað á stjómina að láta ekki hlut sinn fyrir Finn- um. I einni slikri ályktun er pess krafizt, að Finnar kalli á brott allt herlið sitt á landamærunium næst Leningrad. í annari tilkynn- ingu segir, að poilinmæði Rússa sé á protum. Erkko, utanríkismálaráðherra Finnlands, endurtók í dag fyrri yfirlýsingar og sagði, að allt væri með kyrrum kjöram á landa- mærum Finnlands, og Finnar hefðu iekki gert neitt til pess að reita Rússa til reiði, og ékki skot- ið á rússneska herinn. Hins vegar hefðu Rússar sjálfir vérið að sfeo'tæfingum sín megin landa- mæranna og notað bæði fallbyss- ur og sprengikúlur, og sé líkleg- ast að slys hafi oirðið, en Finnar hafi ekkert til saka unnið. Háskólafyrirlestur á frönsku. Frakkneski ræðismaðurinn H. Voillery flytur annan fyrir- lestur sinn um Frakkland hand- an við höfin í Háskólanum í kvöld kl. 8,05. Verður þessi fyr- irlestur um Algier. Skugga- myndir verða sýndar. K Dtsvor ~ Dráttarvextir -- Lögtö Ná um mánaðamótin falla dráttarvextir á siðasta hluta átsvara til bæjarsjóðs Reykjavíkur árið 1939. Lðgtðk verða gerð án frekari aðvðrunar, fyrst ©g fremsf hjá þeim, sem enn hafa ekkert greitt áf úfsvari ársins Raykjavik, 27. nóvember 1939. Borgarrltarlnn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.