Alþýðublaðið - 29.11.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.11.1939, Blaðsíða 2
MWVHIUÐASUH W. N6V. lS3f. Skipulag jafnrétU vinna Friður frelsi framjarir Hveraig notar gð tómstundirnar? -----4----- HÉR á pessarí síðu nnunu á uæstunni birtast moikkrar smágreinar um þetta margþvælda efni, hverniig niotaðar séu eða mota beri tómstundimar. Skal það nú þegar fram tekið, að þær ver'ða hvorki eintóm siðavendni né heldur lofgjörð um lífernið heldur a'ðeins bollaleggingar, sem hverjum æskumanni og konu ætti að vera ljúft að taka þátt í og gæti orðið til góðs að hugsa sjiálfstætt um mieð hliðsjón af annarrn sjónarmiðum. Ekki verður því neitað, að um margt af því, sem hér verður drepið á, hefir áður verið ritað, en vonandi verð- uir þó ekki í línum þessum um tóma Upptiuggu að ræða, og reynt verður að drepa á sem flesta þætti tómstundavinnu eða eyðslu. I. SKEMMTANALIF Hjé mörgum munu tómstund- írnar flestar fara til skemmtunar, burtséð frá því, að menn reyna , maigir og vilja ailir finna skemmtun í hverri stund lífsins. En hér skal inngangi lokið og vikið að efninu og tekið fyrir að- eins eit-t í einu. Margt er hér í Reykjavík, sem glfipur og ginnir, heillar, laðar, iokkar, dregur, seiðir. Eitt af því eru bifreiðar til fólksflutninga. Þetta er ímynd tæknii og hraða, tæki, sem gljáir og þýtur milli ■húsa sem örsk'ot, tæki, sem oft tcemur fyrir. á tjaldinu í kvik- myndunum, tæki, sem er til stórra þæginda í skemmtana- og viðskiptaiifi og þess vegna dreymir marga um að eiga þessa „fínu vagna". Unglingarnir byrja að „grípa í“ undir eins og hæðin leyfir þeim ttð biðja bílstjórann um þann ',,lúksUs“, — áður — rnéðan þeir em börn — þá er allt niotað sem bíll, borfið bara á barnaleikina hér í bænum. Bílstjórans er freistað með við- skiptum, „ef að ég má taka í“. Unglingurinn sigrar oftast, fer að „taka í“, jafnvel læra akstur. Þetta er heillandi, að hafa vald yfir vél og stáli. Það myndar vel- liðan manndómskenndar á mis- munandi stigi. Unglingarnir hóp- ast saman, kunningjahópurinn tekur bílinn saman á leiigu til aksturs, stundium með bílstjóra, oft án hans, því oft hefir ein- hver náð prófi. Þetta þykir sérlega heillandi, að leigja bifreið fyrir ákveðið gjald um klukkustund og lóna um bæinn jafnvel aka- „smátúra“ um útjaðra og næsta nágrenni. Er þetta ekki skaðlaus skemmt- un? munu sumir spyrja. Er verra að eyða tómstundum sínum í bif- reið en á bíó eða einhverjium öðrum skemmtistað? Því skai eigi svarað nú, hvar verra er að eyða tómstundum, einda ber að leita að því betra, keppast eftir því bezta. Það á að vera markið. En hitt skal drepið á fáum orð- tum, hvort þetta -sé alltaf svo sak- liaust iog meinlaust, sem í fljótu bragði virðist. Víst er, að leigu- bifreiðar þarf að borga, hvort sem bíistjóri fylgir eða ekki. En einmitt það atriði er mikils um vert. Fæstir unglingar hafa háar tekjur, margir eru sendisveinar, iðnnemar, aðstoðarmenn eða hjáipardrengir hér og hvar, allir með lág laun; margir eru atvinnu lausir, fjöldinn á fátæka foreldra. Hvað þola þessir drengir að kaupa sér dýra skemmtun? Ér ekki pyngju þeirra ofvaxið að leigja bifreið á hverju kvöldi, lengri og skemmri tíma. — Sex krónur á klukkustund — takk! Nú verður vart um það deilt, að unglingum er hollt að vinna fyrir sér. Þeim er betra að borga uppihald sitt strax, er atvinnu- tékjur leyfa, heldur en að fá kaupið til frjálsra umráða og standa svo einn góðan veðurdag frammi fyrir þeirri staðreynd, að æskuheimilið er horfið vegna dauðsfalls eða annara ástæðna, — og nfú er fæði, húsnæði og klæði ekki lengur greitt af öðr- um. En burt séð frá því, hvaða vit ier í því að „skemmta sér“ svona dýrt, og til hvers hefir þetta oft á tíðum leitt? Hversu margir unglingar hafa ekki fallið fyrir freistni auðgun- arhyggjunniar vegna „bíladell- Unnar“? Ég hefi ekki leitað upplýstnga hjá löflfreglunni, en ég þekki dæmi þess, að akstursástríðan hefir lengt fingur unglinganna Um of. Ánægjan af bílvistinni hefir freistað lengri tíma en gjald þolið Leyfði. Aðrir gallar fylgja þessu enn- fremur, eða m. Ö. o. í bílhornr unum leynast tveir vágestir, sem mörgum hafa oröið fótakefli, þ. e. áfengi og léttúöugt kvenfölk, sérstaklega mun þó Bakkus kon- ungur hafa reynzt skeinuhættúr þar, sem viðia annars staðar. Af þessum ástæðum er full á- stæða til aö vara vi'ð aksturs- ástríðunni, sem á Reykjavíkur- máli er kölluð „bíladella", og mætti gjarnan herða á eftirliti méð þessari tómstundaeyðslu, sem er til lýta á æsku bæjarins, leiðir oft til lögbrota og lauslæt- is og er þjóðhagslega skaðleg, þar sem þessi óþarfa akstur hef- ír mjög ýtt undir bílafjölgun, og eru þeir því orðnir óþarflega maiigir. Ekki verður heldur sagt að þessl bílveiki sé holl eða heil- næm, miklu freimur eru bílar til óhollustu í bænum, og ekki er toftið í bílunum sjálfum eftir- sóknarvert. Þið, sem eruð í hættu vegna akstursástríðunnar, hugleiðið sjálf að stöðva, áður en þ,að er of sernt, leitið fremur hjálpar gegn þessum ófögnuði, en hrindið ekki frá ýkkur vel meintum' aðvörun- um foreldra eða annara. Úr dagbók æskumanns. ---4-- V EÐURBLÍÐAN hélzt lengi, og var sumarið orðið næstum z/i ársins, sjávarhitinn vex og Árni Friðriksson upplýsir, að þorsíkgangan muni máske hverfullii vegna þessa, og hafið sé að verða heitara umhverfis Is- land, en svo, að það geti talizt heppilegt fyrir þorskinn til hrygningar. En þetta er ekki á mínu dag- bókarfæri, slíkt viðfangsefni er visindanna og athafnanna, en hitt kiom mér til hugar, að mjög gæti þetta breytt atvinnutíma og hátt- um, eða m- ö. o. lengt starfstíma daglaunafólksins og athafnatíma fyrirtækjanna; en þess er full- nauðsyn. Vissulega hefir árstíðaatvinnu- leysi verið miklu tilfinnanlegra fyrir eins og 2 áratugum en nú er, en aftur á rnóti er nú meira um atvinrmleysi af þeim sökum, að atvinnutækin eru stærri og á færri höndum. Viðfangsefni uppvaxandi æsku verður áreiðanlega að hafa þau áhrif í þjóðlífinu að lengja starfs- ' tíma fólks og fyrirtækja.“ * merkjiasöludaginn fyrir skömmu. Sölutelpa víik'ur sér að okkur og býður mierki. „Nei takk!“ segjum við iog höldum áfram. „Sviona eru þessir helvítis strákar; þeir tíma ékki að kaupa neitt“. Kunn- ingi minn snéri sér við og svar- aði: „Ertu viss um það, telpa mín?‘ og fietti upp jakkahominu, en innan á það var merkið fest. Það sem mér finnst eftirtektar- vert við þetta atriði er muinn- söfnuður telpunnar. óhefluð ís- lenzk framkoma; þjóðarvani og ósiður, sem allir uppalendur eiga iað leggja sig í framkróka um að útrýma og nota til þess öll upp- eldistæki og rneðul, sem hæf eru. Burt með þessa skinhelgiskurt- eisi, og vei þessum villimennsku- síð, að hella úr sér ókvæðisorð- Um og jafnvel illkvittnisihrópum. ístendingar þurfa að titei'nka sér af lífi oig sál þessu líkt orð- tæki; „Með hattinn í hendínni Remst þú teíðar þinnar." Striðskimni. „Ég heyrði unga konu vera að tala um það í dag, að mikil skömm væri það, að hvergi fengjust nothæfir íslienzkir sokk- lar. 1 því sámtali. kom fram m. a. að ekki væri von á því, þar sem fcvenþjóðin hefði ekki viljað nota slíka vöru undanfarið, en tekið erlenda framleiðslu langt fram yfir, en sannarlega væri vonandi að úr þessu rættist nú, þegar að kreppti og þjóðin lærði að nota sinn eigin auð. Oft hefir neyðin kennt naktri konu að spinna, og óskandi væri, að svo færi nú, að þjóðin lærði að notfæra sér eigin framleiðslu að þessari styrjöld lokinni.“ „Kunningi minn og ég vorum á gangi hér í miðbænum einn Snáðinn spyr föður sinn: — Hvaða munur er á stríðinu 1914 og 1939? — Og hann er mikill, anzar faðirinn. — 1914 var nóg vín og' whisky, ungar stúlkur, dans og landgönguleyfi, en nú — nú er það öl, mamma þín og —- og útvarpið. Fögur ensk leikkona heim- sótti hermannaspítala. Hún spyr þann særða í fyrsta rúminu, sem hún kom að: — Hafið þér skotið nokkurn þýzk- an fjandmann? —- Já, fröken. — Með hvorri hendinni gerð- uð þér það? — Hægri hendinni, fröken. Ármann Halldórsson: Um fræðsluflokka. ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefir fengið leyfi Ármanns Halldórs- sonar til þess að birta eftirfarandi erindi um fræðslu- flokka, sem hann flutti í útvarpinu fyrir nokkrum dögum, en eins og kunnugt er, er útvarpið nú að koma á slíku fræðsluflokkanámi. UTVARPSRÁÐ hefir sýnt af sér þá virbmgarverðu við- leitni að vilja aðstoða fróðleiks- fúsa hlustendur við sjálfsnám. I því skyni hefir veri'ð fallizt á að korna á fót fræðsiuflokkastarf- semi með líku sniði og tíðkast á Norðurlöndum. En áður en sú starfsemi hefst, hefir þótt æski- legt, að skýrt verði fyrir væntan- legum þátttakendum, í hverju þéssi námsaðferð sé fólgin, svo að þeir geti fært sér fræðsluna betur í nyt. Þessu verkefni er mér ætlað að gera skil í eriindi mitnu. Áður en ég lýsi beinlínis fyrirkomulagi og starfsháttum fræðsluflokkanna, ætla ég að fara nokkmm orðum um þá þekking- arþörf, sem þeir em runnir upp úr og hlutverk þeirra í alþýðu- frwðsiunni. Sú menntunarþörf, sem er und- irrótin að þessari fræðslustarf- s*mi, *r m*ð tvenns konar móti. Það er í fyrsta liagi hin almenna, vdtsmunaiega þörf mannsins, að vita meira og skilja betur það, sern kringum hann gerist. Og í Öðm lagi þörf á hagnýtri þekk- ingu, þekkingu, sem kemur bein- línis að gagnj í dagtegu lífi. Hin almenna menningarþörf verður hvorki vegin né metin, en hún er efalaust ein af heilbrigðustu þáttunum í eðli marmsins. Að afla sér fróðteiks og öðlast dýpri skilning hefir persónutegt giidi, sern eftir er sótt af ýmsum mönn- um eins og djúpri nautn. Það getur valdið vanliðan og jafnvel sámstu kvölum, ef rnenn fá ekki fullnægt þessari þörf. Að vísu er hún mjög misjafnlega rík. Ýms- um virðist hvergi nærri óbæri- tegt að lifa í fullkomnu þekking- arfeysi. En alit um það verður það að teljiast skykla hvers menn- ingarþjóðfélags að stuðla að því, að þekkingarþráin ftflist, og bú* þanniig um, að sem ftestum gefist kostur á að afla sér almennrar menntunar. Eitt frægasta íslenzkt dæmi um ríka þekkingarþörf er líf Stefáns G. Stefánssoinar. Sig- urbur Nordai prófessor lýsti því mjög rækilega í útvarpserindum hér fyrir skemmstu, hversu snar þáttur menntunarþörfin var í . lífi Stefáns og þvílíka hamra hann kleif til þess að svala henni, „meðan þreyttur makrátt svaf, meðan kátur lék sér.“ Lífsspeki Stefáns er líka afar- athyglisverð í þessu sambandi. Það var ekki ákveðið magn þekk- ingar, sem hann keppti að afla sér og taldi hafa gildi, heldur það, að vaxa stöðugt að viti og þekkingu. „Sæla reynast sönn á storð sú mun ein að gróa.“ Stefán staðnaði aidrei í þekk- ingarleit sinni. Að vísu miunu þess því miður fá dæmi, að hin vitsmunalega þörf sé svo rík eins og með bonum, en marigur al- þýðumaðurinn á eflaust eitthvert brot úr honum í sér, og það er einmitt til þeirra manna, sem fræðsluflokkastarfsemin á erindi. Hún er hin heppitegasta náms- aðferð þeim alþýðumönnum, sem finna sáran til menntunarskorts og vildu nokkuð á sig leggja til þess að bæta úr honum. Þó er ekki svo að skilja, að skólagengn- ir menn þurfi ekki einnig að bæta við þekkingu sína, fjarri því, en það *r þó dálítið öðru- vísi farið um þá. Þeim, sem stundað hafa langt skólanám af alúð og dugnaði, veitist mikl- um mun auðveldara að tileinka sér fræðslu á eigiin spýtur. At- hyglin temst, oig það kostar þá minni orku að beita henni. Þeir þurfa því síður á þeárri örvun að halda, sem stafar af félags- skap við nám. Þetta var um hina almennu menntun. En hér er einnig á fleira að líta. Mennt er máttur. Þekkingin hefir einnig hagnýtt gildi. Það fær alþýða manna oft að reyna. Hún finnur oft til, að hana slkortir, og það einkum þeg- ar lýðfrelsishugsjónin er farin að ryðja sér ttl rúrns í þjóðfélögun- um. Það er því engin tiiviljun, að fræðsluflokkastarfsemiu hafi átt upptök sín í lýðfrjálsustu löndum hfiims, Norðurlöndum. Lýðræðishugsjóinin felUr í sér, að allir eigi að standa jafnt að vígi um áhrif á gang þjóðmála. Vit- anlega er þessi hugsjón draum- sýn ein, að minnsta kosti jafn- fjarri veruleikanum og flug ti! annarra hnatta. En það e-r langt bil á milli þess, hvort hún er fiamkvæmd út í yztu æsar, eða hvort öll völd eru lögð í hendur örfáum mönnum. Og í þessum löndurn, sem lengst eru kouiin á bmut lýðræðisiins, eru alþýðu manna falin margvísleg trúnað- arstörf í þjó'ðfélaginu og það nokkuð undir hennar ráðum komið, hvernig mál eru til lykta leidd. En þeim vanda, að gegna trúnaðarstörfum og hafa áhrif á lausn mála, fylgir krafa til sjálfs sín um mieiri þekkingu. Menn þurfa að kynnast skipun þjóðfé- lagsins, og hvaða leiðir þar séu færar til þess að fcoma fram mál- um, rekstri ríkisbúsins og ýmiss konar löggjöf og reglugerðarat- riðum. Á þeiiman hátt rís upp þörf á að kynna sér þjóðfélags- fræði. Menn nema heldur ekki staðar við það, sem er, heldur vilja vita, hvernig það hefir ver- ið, og þá eru menn farnir aö kynna sér sögu. Menn staðnæm- ast heldur ekki við sitt eigið land, heldur langar til að vita um önn- ur lönd o. s. frv. Til þess að lnafa áhrif verða menn að geta látið sikoðanir sínar í ijós, en það get- ur ©nginn, sem ekki hefir nokkur tök á móburmáli sínu. Ræða, sem er iklaufalega orðuð, er miklu á- hrifaminni en vel orðuð, sköru- leiga flutt ræða, jafnvel þótt hugsunin sé hin sama. Hér skap- ast því þörf á að læra betur máðurmálið, og móðurmálið verður bezt lært á því aö lesa rit góðra rithöfunda. Þar með skapast þörf á að kynna sér bókmenntir. Þannig ieiðir þekking í einni grein af sér þörf á þekkingu í annarri. Við höfum nú litið á málið frá sjónarmiði einstáklinganna. Frá sjónanniði iýðræðisþjóðfélags er nauðsyn á þiekkingu ekki síður aðkalkndi. Ef slíkt þjóðfélag vill Hún tók hægri hendi hans og þrýsti á hana kossi. Síðan gekk hún að næsta rúmi og spurði um það sama. — Já, já, fröken, ég hefi drepið þá í hundraðatali, og hinn særði leit bláu augunum sínum fullum trúnaði á leikkon- una. — Með hvorri hendinni? spurði hún og brosti yndislega. — Hendi? Ég beit þá til bana, svaraði Tomray. Eins og öllum er kunnugt, hafa mörg börn verið flutt út í smáþorp og sveitir úr stórborg- um styrjaldarþjóðanna. Meðal þeirra var litli Lund- únaborgarinn, sem hagaði sér illa hjá stjúpföðurnum og var refsað með því að hátta hann án þess að gefa honum kvöld- mat. Þegar snáðinn átti að biðja kvöldbæn sína, bað hann fyrir foreldrum sínum, frændum og frænkum, stjúpmóður sinni, hvolpinum og kisu. Að því loknu sneri hann sér að stjúp- föðurnum og sagði: — Ég vona að þú hafir tekið eftir því, að þú varst ekki talinn með. j Þannig eru sýnishornin af enskri kímni, en ekki eru fyrir hendi nú slík sýnishorn af franskri eða þýzkri. En oss ís- lendingum mun fæstum þykja líklegt að einræðisþjóðirnar hafi mikla fyndni til um þessa hluti, þar sem einvaldarnir reka fólkið í fylkingar og skipa því til bræðravíga, eins og þeir Hit- ler og Stalin gera nú, og þeirra aðfarir eru oss minnisstæðast- ar. Hér eru íslenzk sýnishorn af styrjaldardómum: MÆLT AF MUNNI FRAM. Víða heilar þjóðir þjá þrælstök fárra manna. Frh. á 4. síðu. eflast eða jafnvel aðeins halda vielli, verður það að treysta greimd og nnenntun þegna sinna, því að hugmyndasnauður almenn- ingur er auöveiðanlegasta bráð hvers konar lýðskrumurum. Við þurfum ekki langt aftur í tímianm til að finna þess ótvíræð dæmi. Þegar btekkingum ér haldið að mönnum, er ekkert vopn gegn þeim mfimiá þekkingin og rökrétt hugsun. Ég hfifi hér að framan teitazt við að sýna fram á það, «ð meðal fullorðtns ahnennings sé knýjandi þörf fyrir fræðslu bæ'ði frá sjónarmiði einstakiinganna og þjóðfé.'agsins. Og þegar þessi einfalda staðreynd er orðin okk- ur ijós, stöndum við gagnvart því viðfangsefni; hvernig úr þess- ari þörf yrði bætt, hvaða að- ferðir séu til þess hentugastar. Aðrar Norðurlandaþjoðir hafa einnig staðið gaignvart þessum verkefnum og ein af aðallausnum þeirra er fræðsluflokkastarfsemin. En hvað er þá fræðsluflokkur ? Það eru samtök nokkurra manna um að tiieinka sér ákveðið náms- efni í sameiningu. Starfshættir geta verið mieð nokkuð mismun- andi móti. Hin elzta og einfald- asta tegund fræðsliuflokka er ies- hringurinn. Þátttakendurnir hafa orðið ásáttir um að veljia eina á- kveðna bók, sem þeir teggja til gmndvallar í því efni, sem þeir ætla að kynna sér. Þeir skipta þessari bók í hæfitega kafla,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.