Alþýðublaðið - 29.11.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.11.1939, Blaðsíða 3
MIBVIKUDAGUK 29. NðV. 1939. ALÞÝDUBLADIÐ fieta Finnar varizt inrás Rússa? ♦ -----------------------A ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. I fjarveru han*: STEFÁN PÉTURSS0N. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðúprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN ♦ -------------—---------♦ Hvað vill Pétnr Hall- dórsson gera i bygg- ingarmálunnm? BORGARSTJÓRINN í Reykjavík sagði á alþingi í fyrradag: Það er allt annað, sern á að gera fyrir fátækling- ana í Reykjavík en að byggja verkamannabústaði eins og þá, sem byggðir hafa verið. Þessi maður er einhver mesti valdamaður í Reykjavík. Ef hann vildi beita sér fyrir fram- kvæmdum ,,fyrir fátækling- ana“ í bænum, eins og hann orðar það, þá myndi það áreið- anlega ná fram að ganga. Alþýðuflokknum er það eins ljóst og Pétur Hallórsson segir að sér sé það ljóst, að það er fleira, sem- þarf að gera til að bæta kjör fátækra manna hér í bænum eh að byggja verka- mannabústaði, en þrátt fyrir það er bygging vérkamannabú- staðanna geysileg framför frá því, sem er og hefir verið. Á fundum bæjarstjórnar Reykjavíkur hefir oft og mörgum sinnum á undanförn- um árum verið rætt um þessi mál. Og fundargerðabækur bæjarstjórnar sýna það, að borgarstjóri hefir beitt sér af sinni alkunnu þrákelkni gegn öllu því, sem miðaði að umbót- um. Alþýðuflokkurinn hefir flutt tillögur um það. að bærinn hefði byggingar á smáíbúðahúsum. Hann hefir bent á þá leið, að vinnufærir styrkþegar yrðu látnir vinna öll þau verk, sem algengir verkamenn gætu unn- ið að byggingunum og að bær- inn leigði fátæku fólki íbúðir þessara húsa og tæki þær fyrir styrkþega sína, sem bærinn borgar nú tugi þúsunda króna fyrir á hverju ári í húsum ein- staklinga. Er þetta jafnvel far- ið að ganga svo langt, að ein- stakir skrifstofumenn á borg- arstjóraskrifstofunni telji sér það gróðabragð að næla sér í timburhjall til að leigja síðan bænum fyrir styrkþega hans. Höfðuborgir nágrannalanda okkar, og raunar fjölda margar aðrar borgir í þessum löndum, hafa byggt slík íbúðarhús í stórum stíl, eiga þær heil hverfi af slíkum íbúðarhúsum. Engum borgarstjóra dettur 1 hug að hætta þessum byggingum eða að minnka slíkar framkvæmd- ir. Borgarstjórinn í Reykjavík hefir áreiðanlega haft tækifæri til að kynna sér þessar bygg- ingar 1 hinum löngu og ströngu ferðalögum sínum til annarra landa — að minnsta kosti hefði ekki verið vanþörf á því að hann reyndi að fá einhverja nasasjón af borgarstjórn í menningarlandi. En það er eins og rekinn hafi verið hnífur í viðkvæmt hold Péturs Halldórssonar, þegar það hefir verið nefnt á nafn að byggja slík íbúðarhús. „Það er að grípa fram fyrir hendur ein- staklingsframtaksins í bænum,“ hefir hann sagt með sínum al- kunna spekingssvip — og í sinni hyldjúpu vanþekkingu. Borgarstjórinn hefir ekkert gert og ekkert viljað gera. Þau einu afskipti, sem hann hefir haft af byggingamálunum í bænum, eru að berjast á móti því af öllu afli, að nokkuð væri gert. Hann hefir ekki bent á það, hvað það væri, sem þyrfti að gera fyrir fátæklingana í Reykjavík í byggingarmálunum — og hann hefir ekki ráðizt í neitt. Þess vegna taka menn ekki AÞESSUM órólegu tímum, þegar Finnland á við ógnanir að búa af hálfu Rússa, munu margir velta þeirri spurningu fyrir sér, hvaða möguleikar séu á því, að þetta litla land með 31Ú milljón íbúa geti varizt árás þjóðar, sem er fimmtíu sinnum stærri. Eru nokkrar vonir til þess að þjóð- in geti varið sig, þegar þjóð, jafnfjölmenn og Pólverjar, varð að lút'a í lægra haldi eftir örfárra vikna styrjöld? í eftirfarandi grein mun það koma í ljós, að óþarfi er að vera mjög svartsýnn í þessu efni. Eftirfarandi atriði verður að taka til greina: 1) herstyrk árásarþjóðarinnar og hernaðar- aðferðir, 2) landfræðilega legu Finnlands, 3) skipun finnska hersins og útbúnað og 4) efna- hag finnsku þjóðarinnar. Hvað viðvíkur fyrsta liðnum, þá er Finnum það fullkomlega ljóst, hve voldugum her Rúss- ar hafa á að skipa. En að því er menn bezt vita, þá er rúss- neska herskipunin eftir mið-ev- rópiskri fyrirmynd, þannig, að mest áherzla er lögð á bryn- varðar herdeildir með véla- vopnum. Slíkar herdeildir njóta sín bezt á opnu svæði og slétt- lendi. Við höfum nýlega orðið vitni að því, hve þýzku her- sveitunum varð vel ágengt á mark á því, þó að hann slái um sig á alþingi með slagorðum um það, að það sé eitthvað allt ann- að, sem eigi að gera en þetta eða hitt. Pétur Halldórsson er andvígur öllum opinberum af- skiptum af byggingarmálum. Hann vill engan styðja til neins. Hann vill að bæjarsjóður greiði tugi þúsunda króna árlega í húsaleigu fyrir styrkþega bæj- arins í kjöllurum og hana- bjálkaloftum einstakra íhalds- manna. Það er víst ekki skattlagning á borgarana(H). *% ----------*---------- pólsku sléttunni. Við höfum séð þýzku flugvélabáknin sveima yfir þessu svæði. Við þekkjum ekki hernaðaraðferðir Rússa, en við getum búizt við því, að þeir hafi sömu hernaðar aðferðir og Þjóðverjar, þar sem hægt er að koma því við. En nú komum við að því at- riðinu, sem mest er undir kom- ið. Það er hin landfræðilega lega Finnlands. Þegar við lít- um á kortið, tökum við strax eftir hinni löngu landamæra- línu í austri. Þessi landamæri rýfur Ladogavatnið að suðaust- an. Milli Ladogavatnsins og Finnska flóans er Kyrjálanesið, en það er 70—80 km. breið landræma. Frá fræðilegu sjón- armiði séð er lega Finnlands hin óþægilegasta í hernaði. En í raun og veru er það ekki svo. Finnska landrýmið er alls ekki opið svæði, eins og það pólska. Þvert á móti er finnska land- rýmið sundurskorið af um 60 000 vötnum, auk fjölda skóga. Á Kyrjálanesinu er landslag- ið einkénnandi finnskt. Lands- lagið er öldótt og skógivaxið. En á milli hæðanna eru vötn og fljót. Hinar mjóu landræmur milli vatnanna gera það að verkum, að auðveldara er fyrir Finna að verjast, en Rússum veitist erfitt að koma þar við hinum þungfæru skriðdrekum sínum og öðrum vopnum. Bif- reiða- og bifhjóladeildirnar verða að mestu að ferðast eftir þjóðvegunum. En þjóðvegirnir eru vel varðir. Það má því gera ráð fyrir því, að innrásarher verði ógreiðfært um Kyrjála- nesið. Þegar um er að ræða árás fyrir norðan Ladogavatnið, þá er það að segja, að þar eru víð- lendar, skógiklæddar merkur. Árásarherinn verður að ferðast um margra mílna svæði eftir slæmum skógarstígum, áður en hann nær fram að mannabyggð- um. Til þess að verja þetta svæði hafa Finnar komið sér upp léttvopnuðum liðssveitum, vopnuðum vélbyssum og skammbyssum. Og þessar her- sveitir eru sérstaklega æfðar með það fyrir augum að inna þetta verk af hendi. Og tví mælalaust mun óvinaherinn misstíga sig — ef hann gerir innrásina á þessu svæði. Þessar herdeildir eiga hægt með að fela sig í skógunum og gera árás, þegar verst gegnir fyrir óvinunum. Og ómögulegt er að koma við flugvélum á þessu svæði. Og þegar óvinaherinn nálgast mannabústaði, þá verð- ur finnski herinn á vegi hans og að lokum óteljandi vötn og skógar og mjóar landræmur, sem auðvelt er að verja og eru vel víggirtar. Um finnsku strandlengjuna gegnir sama máli. Hún er nærri því alls staðar varin af skerja- garði. Milli hólmanna og skerj- anna er að vísu hægt að komast á litlum strandferðaskipum, en þessum leiðum er hægur leikur að loka í hernaði. Öll strand- lengjan er enn fremur víggirt, svo að örðugt mun reynast að koma her á land. Og mörg dæmi er hægt að nefna um hug- rekki og hreysti Finna. Og auk þess má gera ráð fyrir því, að þeir hafi ekki beðið með hend- urnar í vösunum eftir því að Rússar byrjuðu árásina, heldur munu þeir hafa unnið að því að víggirða land sitt eins og kostur var á. Það má óhætt gera ráð fyrir því, að herskipun Finna sé góð, og að þeir séu vel vopnum bún- ir. Herforingjarnir flestir eru reyndir í hernaði frá síðasta stríði. Má þar nefna einn þekkt- an mann á því sviði, Manner- heim marskálk. Um vopnabirgðirnar er það að segja, að Finnar munu eiga gnægð vopna. Eigi færri en sjö milljónir hermannabyssna og geysimikið af skotfærum féll í þeirra hendur þegar Rússar voru hraktir burtu árið 1918. Ekki eiga þeir hlutfallslega minna af vélbyssum. Finnar hafa komið sér upp á síðustu árum mörgum skotfæraverk- smiðjum. Auk þess eiga þeir flugvélaverksmiðju, sem nú er unnið í eins og framast má verða. Flugfloti þeirra er miklu minni en flugfloti Rússa. En enda þótt ekki verði hægt að nota finnska flugflotann til annars en fljúga njósnarflug, þá er það herþjónusta líka. Finnska riddaraliðið er lítið, en menn hafa komizt að raun um, að riddaraliðshernaður á ekki við lengur. Þá má nef'na bif- hjólahersveitir og bifreiðaher sveitir o. s. frv. Finnski herinn virðist því vera vel útbúinn. Þess má geta, að eftir að snjó hefir lagt á vetrum, klæðast hermennirnir hvítum búningi, og gerir það ó- vinunum erfitt fyrir að koma auga á þá. Þá er finnski herinn mjög vel æfður. Sérhver hermaður er æfður í því að kasta hand- sprengjum, leggja vírgirðingar, grafa skotgrafir, ganga með gasgrímur, skjóta í mark með vélbyssum o. s. frv. Finnsku hermennirnir munu því ekki vera síður æfðir en þeir rúss- nesku, enda þótt herskyldutím- inn sé lengri í Rússlandi en Finnlandi. Við höfum séð það í blöðun- um, að Finnar eru fastákveðn- ir í því að verja sig til hins ítr- asta. Föðurlandsást Finna nálg- ast að vera trúarlegt atriði. Fjárhagur finnska lýðveldis- ins er ágætur. Finnar eru eina þjóðin, sem borgaði stríðs- skuldir sínar frá heimsstyrjöld- inni, og geta þeir því búizt við að fá ný lán. Finnar geta sjálf- ir framleitt helztu nauðsynja- vörur sínar, og það eru aðeins fáeinar vörutegundir, sem alls ekki eru lífsnauðsynlegar, sem þeir verða að flytja inn, svo sem sykur, kaffi, tóbak og því um líkt. Og það er gert ráð fyrir því, að Svíar birgi þá upp að þessum vörum. Við höfum nú komizt að þeirri niðurstöðu, að Finnum sé ekki um megn að verjast árás stórrar hernaðarþjóðar. En það .Frh. á 4- sí&u. þannig a'ð þeir geti tekið hvern einstakan kafla til meðferðar á kvöldstund. Síðan skiptast þeir á að lesa hægt og gœinilega. Nuim- ið ©r staðar við hvert atriði, sem ekki er þegar augljióst, og það rætt og því velt fyrir 'ser, u:nz allir þátttakendur hafa komizt til botns í því. Þetta eru undir- stöðuskilyrði: að leggja ákveðna bók til grundvallar og ganga þannig frá hverju atriði, að það sé fullskilið. Ég hygg að þetta sé sú tegund fræðsluflokka, sem áhugamenn hér á landi ættu að byrja á. Hún er langviðráðan- legust, og þegar menn hafa náð nokkrum tökum á henni, geta. menin tekið upp flóknari aðferðir. Og þó áð þessi aðferð virðist feinföld í fljótu braigði, getur hún samt farið í handaskolum, ef vissra hluta er ekki gætt. Þátttak- endur mega til dæmis ekki vera 'of margir í hverjum flokki, helzt ekki fleiri en 6—8. Ef fleiri eru, er hætt við, að einhverjir dragi ,s,ig í hlé, en það má ekki eiga sér stað. 1 floikkunum verður að rikja hinn bezti félagsandi, þar sem hver styður annan til sikiln- ings á því efni, sem við er feng- izt- Flokkurinn má heldur ekki ætla sér of miikið verkefni. Að- alatriiðið er að vinna af vand- virkni. Það er því ekki heppilegt að hafa fundi fiokksins of marga, heldur leggja á það alla áherzlu, að hver fundur komi að sem heztu haldi, að hver niaður fari þaðan nokkru fróöari en hann kom. Ágætlega hefir það reynzt, að þátttakendurnir geri eitthvað fleira til þess að lífga upp á fé- lagsskapinn, t. d. drekka káffi saman, syngja, fara saman í ldk- hús eða söfn, svo að umræður geti snúizt um eitthvað annað, þegar námistímanum er lofcið. Við þetta verða samvistir þeirra auðugri. Til er einnig önnur tegund af fræðsluflokkum, sem mjög tíðk- ast í þeim löndum, þar sem fræðsiuflokkastarfsemin er kom- in á fastan grundvöll. Þessi flokkur er nokkurs konar fram- haldsskóli eða eldri deild les- hringsins. Á íslenzku mætti nefna þetta erindaflokk. Honum er ætlað að fjalla um hvert efni Iengri tíma en leshringnum. Og þátttakendurnir kynna sér efnið rækilegar. Eins o(g í leshringnum er sérstö'k bók Iögð hér til grund- vallar og efni úeranar skipt i hæfllega langa kafla, en síðan er verkum skipt milli þátttakend- anna, þannig að hverjum einum er ætlað að kynna sér allt það af bókmenntum, sem hann nær til um efni hv-ers kafla ög flytja svo um það erindi í upphafi fundarins. Aðrir þátttakendur hafi fyrir fundinn kynnt sér það, sem undirstöðubókin hefir til málanna að leggja, en erindinu er ætla'ð við þetta að bæta. Að þes,su loknu hefjast sv-o urnræð- ur, og fyrirspurnum er beint til þess, sem bezt hefir búið sig undir. Það er augljóst mál, að þessi aðferð er flóknari og varla við því að búast, að aðrir en þeir, sem náð háfa tökum á starfsem- [inni í leshringnum og tamið sér það að ræða mál, geti unnið sér til gagns í erindaflO'kkunum, því að það krefst nokkurrar þjélfunar að setja fram efni, svo að skipu- legt sé, jiafnvel þótt manni sé ijióst livert einstakt atriði þess. Það mætti nefna fleiri dæmi um fræðsluflokkana, en ég sé ekki ástæðu til þess hér. Má benda þeim, sem frekari vitneskju vildu afla sér, á bók Friðriks Brekkans um alþýðlega sjálfsfræðslu. Fram að þiessu hefi ég talaÖ um fræ'ðsluflokka sem samtök nokkurra áhugasamra einstaklinga um atí kynna sér ákveðið náms- efni, án þess að þeir hljóti raokkra aðst-oð sér fróðari marana, -og það eru möguleiikar á því að haga starfsemirani þannig, en venjian er sú, að hún sé skipulögð af fé- lagsskap, sem einstaklingarnir heyra til, og þess er varla að vænta, að hún nái mikilli út- breiðslu að öðrum kosti. Það geta verið ríki og bæjiarfélög, stúkur, unigmennafélöig eða verka- lýðsfélög, sem hafa forgöngu um að skipuleggja starisemina, en á Norðurlöndum eru það aðallega fræðslusambönd, sem eru samtök margra aðilja. T. d. í Svíþjóð eru það verkalýðsfélögin, stúk- umar og ýmis æsfculýðs- og kirkjufélög á landsbyggðinni, sem mynda eina samtakaheild, Menn- ingarsamband alþýðu, og annast þíetta samband hvers konar fræðslústarfsemi, svo sem út-gáfu bóka, fyrirlestrakvöld og fræðslu- flokkastarfsemi. Það lið, sem fé- lagsskapurinn getur lagt þessari starfsemi, er fólgið í leiðbeining- um, húsnæði og styrkjium til þ-ess að standast straum af fcostnaði og enn fremur útgáfu hentugra bóka til námsins. Leiðbeiningarnareru I því fólgnar, áð útvegaður er fróð- ur maöur um það efni, sem fræðsluflokkurinn hefir til með- ferðar. Hlutverk þessa leiðbein- anda í hinum eiginlegu fræðslu- flokkum er nokkuð annað en tíðk- ast um kennara. Hann á einkum að sjá um að starfsemira fari skipu'.ega fram. A'ðalatriðið er, að þátttakendurnir starfi sjálfir, en þegar þá ber upp á sker eða um- ræður taka að dreifast, þá á leið- beinandinn að beina þeim inn á rétta braut aftur. Sömuleiðis aÖ svara spurníngum og yfirleitt að gefa bendingar um, hvernig starf- semi'nni skuli hagað. Það er hvergi nærri nau'ðsynlegt, að leiðbeinandinn sé sérfræðingur í því efni, sem fræðslufl'Okkurinn fjallar um, heldur er hitt miklu nauðsynlegra, að hann kunni tök á þessari starfsaðferð. Aðrar leið- beiningar, sem fræðslusamböndin 'hafa annazt, eru í því fólgnar, að gefnir eru út sérstakir bæk- lingar, bæði um fræðsluflokka al- mennt og jafnfíamt um bækur, sem heratugar eru til starfsem- linnar. 1 bæklingunum eru gerðar tillögur um skiptíngu á námsefn- inu, bent á hver séu aðalatriði þess og nefndar aðrar bækur, sem frekari fræðslu veiti uni efnið. En eitt er það, sem enginn félagsskapur getur lagt til, það er menntunaráhuginn. Hann verð- ur að feoma' frá eiinstaklingiunum sjálfum. Ef við lítum svo á það, hvað sé unnið við að haga námsaðferð- um þannig fram yfir það ,að hver og einn annist sína fræðslu sjálf- ur, þá verður okkur ljóst, að sú örvun, sem stafar af því að starfa saman, er einn aðalkosturinn. Hver á þama að styðja annan 'Og kenna ö'ðrum eftir föngum. Hver og einn skuldbindur sig einnig til starfs, og hann hverfur síður .frá því, heldur en ef hann á aðeins að starada sjálfum sér reiknings- skapar á því. Enn fremur koma ýmis praktisk atriÖi hér til greina. Heimilishættir margra eru þannig íagaðir, að erfitt er að fá næði og tóm til náms, en ef margir menn taka höndum saman, geta þeir ef til vill útvegað sér her- bergi til þess a'ð koma samain í, þá eiga þeir auðveldara með að útvega sér bækur, þegar þeir hafa samtök um það. Þegar félags- skapur stendur að baki fræðslu- starfseminni, þá er betur hægt að koma við leiðbeiningum og styrk, ef menn vinna saman í flokkum. Þá kemur áð þeirri spurningu, hvaða námsgreinar sé hægt að leggja stund á í .fræðsl'uflokkum. Henni má svara með þvi, að þar megi taka til meðferðar flestar hinar algengustu fræðigreinar. En þó ber þess að gæta, að í hiinum eiginlegu fræðslufloikkum, sent starfa eftir þeim aðferðum, sem hér hefir verið lýst, er varla hægt að tafca fyrir undirstöðugreinar skólanna eins og móðurmálið og reikning. Nám í þessum greinum er erfitt að haga með öðru móti en tíðkast í skólum. Þar veröur sem sé að vera fceranari, sem bein- línis stjórnar néminu. En hins vegar er engin frágangssöfc fyrir það fólk, sem getur ekki sótt skóla, að stofna með sér náms- flokka og fá kennara, en starfs- tilhöigun ver'ður alltaf líkari skóla námi en fræðsluflofcki. En aftur á nióti fræðigreiraar eins og saga (bæði veraldarsaga og saga landsins), þjóðfélags- fræði, bæði um þjóðskipuiag og stjórn bæjar- og sveitarfélaga o. s. frv., hagfræði, viðskiptalanda- fræði, bókmenntir, náttúrufræði- leg efni og uppeldismál. Þetta eru allt saman efni, sem tilvalin eru til að leggja stund á í fræðsluflokkum. Því miður eru ekki til hentug rit á ísienzka tungu í öllum þessum greinum, len í raokkrum þó. Og vil ég leyfa Frh. á 4- siðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.