Alþýðublaðið - 04.12.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.12.1939, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 4. DES. 1039 ALÞYÐUBLAÐBÐ •--------—-------------—® ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hanst: STEFÁN PÉTURSS0N. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINO (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906 f Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN ♦----------------------- Lærlsveinar Knnsineis. ÍJ'fNN ömurlegi þáttur finnsku k'Oinmúnistanna í Moskva í hinni lævisu og ödrengilegu árás Rússíands á ættland þeirra hefir nú svipt síðustu blekking-- arlvuiunni af hlutvejiki og starf- semi Mo'skvabommúnistanna úti um heim. Eftir að finnsku komm- únistarnir, sem undanfarin ár hafa lifað austur í Moskva hafa látiíð flytja sig þaðan inn fyrir finnsku lándamærin á KyrjáLa- nesi til þess að mynda þar í skjóli rússnesku byssustingjanna rússneska leppstjórn undir for- sæti finnska kommúnistans Kuúsinen, getur enginn, ekki einu sinni þeir, sem hingað tii hafa látið blekkjast af hinum rússnesfcu erindrekum, verið í neinum vafa um það lengur, að forsprakkar kommúnistafl'Okkanna úti um heim érU vísvitandi lánd- ráðamenn, hver í sínu landi, í þjónustu Rússlands. Moldvörpustarf þessara manna hefir allstaðar byrjað á ósköp sakleysislegan lvátt. Þeir hafa bara þókzt vera „að útbreiða sannleikann um Sovétríkin", éins og ikommúnistablaðið hér komst að orði á döigunum til þess að afsafca áróðursskeytin hingað frá Mo/skva. En Rússiand leggur ekki fram stórfé fyrir skeytasendingar út um hfeim ti'l þess „að útbreiða sannleikann ,um Sovétríkin", held- ur til þess að leggja undir sig ný lönd eða tryggja siér flota- stöðvar, flugstöðvar og aðrar slík ar bækisitöðvar á landvinninga-' braut sinni. 'Á éftir símskeytunum með „sannleikann um Sovétrikin*' korna flugvélarnar með eld- sprengjurnar eins o|g 'heim- Urinn er nu sjönarv,ottur að á Finnlandi, og um leið eru landráÖamiennirnar dubbaðir Upp sem leppstjiórn fyrir hið rúss- neska árásarríki til þiess að semja við það og uppfylla kröfur þess á sama hátt og Kuusinen og fé- laigar hans eru nú látnir gera að baki liins rússneska árásarhers í finnska landamæraþorpinu Teri- joki austur á Kyrjálanesl Hinn finnski Kuusinen er ekk- ert sér.stakt fyrirbrigði hjá komm- únistaflokkunium úti um hieim. Þeir eiga allir sína Kuusinen, einn eða fleiri, enda er hinn finnski Kuusinen ekki óþekktur á mieðal þeirra. Hann hefir á- samt Rússunum Manuilski og Pjiatnitzki sietið í æðstu stjórn alþ jó ðasiamhands kommúnista laustur í Mioiskvia í mieira en ára- tug. Það er hann, sem þeir Ein- ar og Brynjólfur hafa farið að finna á ferðalögum sínum aust- ur þangað. Það er finnski komm,- únlstaforinginn og föðurlands- svikarinn Kuusinen, sem hefir lagt á ráðiin um mioildvörpustarf þieirra hér heima. í hans skóla eru þeir uipp aldir. Sigríður Eyiafjarð- arsél. rv"' ; SAFOLDARPRENTSMIÐJA ihefir nýlega gefið út þjóð- söiguna um Sigríði Eyjaf jarðarsól sem bamabók. Er sagan tekin upp úr þjöð- sögum Jóns Árnasonar, skreytt ágætum teikningum eftir Jóhann Briem listmálara. Letrið er stórt, við hæfi yngstu Iesendanna, og er frágangurinn ágætur. For- síðumyndin er af íslenzkum sveitabæ. Auglýsið í Alþýðublaðinu! Bezta vorn sjálfstæðisins er bætt Iffskjðr og menning alðfðnnnar. ----—4---- Þá fær landráðastarf kommúnista engan byr. .' .♦... Útvarpsræða Finns Jónssonar á fullveldisdaginn M ARGT HEFIR SKEÐ, margt ■*■ ■*• ihtefir verið framkvæmit á því tuttugu og eina ári, ,sem liðin eru í dag, síöan vér fenigum aft- ur fullt sjálfstæði; en þó er fleira óunnið. Ekki er þó ástæða til að æðrast þess vegna. Fyrstu tuttugu og eitt ár manns æfinnar eru oftast undirbúnings- ár úndir lífsstarfið. Maigir hiafa jafnvel tekki lokið undirbúningn- um á þeim aldri. Og hversu skemmri tími eru 21 ár eigi í söigu heillar þjóðar, en í lífi hvers einstaklings. Þessi skammi txmi hefir þó fært 'O'ss heim sanniinn um, að vér erum færir um að ráða vor- um eigin málum sjálfir. Engin önnluir þjóð myndi betur f,ær um að ráða málum vorum. Það er vor þjóðarmetnaöur. Vér böfum á þessum árum unn- að að því að byggja landið og mennta þjóðina. Vegir hafa verið lagðir, brýr byggðar, loftskeyta- sambandi hefir verið fcomið á við önnur lönd, sími hefir verið lagð- Ur á hvern útkjólka, útvarpsstöð reist, rafstöðvar byggðar, vitar eru reistir umhverfis strendurnar og slysavamir aúknar stórkost- lega. Landið hefir verið ræktað, sikip 'hafa verið byggð til milli- landaferða, fiskifiotinn aukinn, þó enn vanti þar á endurnýjun tog- arainna, hús hafa verið reist í sveitum og kaupstööum, skólar hafa verið reistir, hásfcóli settur á stofn. Sérstök áherzla hefir verið lögð á að auka menniugu Þjöðar vorrár. Herferð hefir ver- ið hafim gegn hvers konar. sjúk- dómum, svo sem berklaveiki og öðrum þjóðhættulegum og skæð- úm 'drepsöttúm. ------------».........— Margt iaf þessu var byrjað að gera wokkru eftir að vér fengum fjárstjórn vora sjálfir, en þó var eims og nýtt fjör færðist í allar framfarir, þegar vér femgum fullt sjólfstæði. Á þessum árum hefir verið sett ný löggjöf til verndar smælingjunum í landi voru. Löig- gjöfin gerir ekki lenigur miun á fótækum og ríkum. Ungu fólki hefir verið. veittur kosningarrétt- ur 21 árs að aldri. Allir hafa jafn- an rétt til að ráða málum þjóðfé- lagsins með atkvæðisrétti sínum. Sett hafa verið lög um fram- færslu sjúkra manna og örfcmnla. Slysabætur stórkostlega auknar, sfukratryggingar settar á stofn og ellitryggingar kiomniar á góð- an rekspöl- Gerðar hafa verið með löigum ráðstafanir til að tryggja sem bezt útflutnings- verzlunina, jafnhliða því, sem samvinna hefir þröast meðal neytenda um innflutningsverzlun- ina. Allt eru þetta ávextir þess, að vér fengum fullkomið sjálf- stæði. Sökum fámeunis og fá- tæktar vorrar er margt af þessu að vísu ennþá ófullfcomið, enn er mikið atvinnuleysi og mikil fá- tækt í Tanidinu, og enn búa menn viða við léleg húsakynni í sveit- Um og bæjum. Og vegna þess, hve atvinnuvegir vorir eru háðir ástanidinu í umheiminum, neyð- Umst vér oft til að fresta eða draga úr ýmsum framkvæmdum, er vér hefðum viljað og þurft áð vinna að. Af þessum ástæöum stafar meðal annars hið geigvænlega böl atvinnuleysisins, sem öll þjóðin þarf að vera samtaka um áð reyna að útrýma. Þáð á að vera eitt af vorum helztu metn- a'ðarmólum. Störu þjóðiimar leggja mietnað ,sinn i vígbúnáð og landvinninga Dg í það að berja hver á annari. Metnaður vor er á öðrum svið- um. Vér viljium leggja hann í það, að berjast gegn sjúkdómum, berjast gegn atvinnuleysinu, berj- ast gegn fátæktínni, gegn menn- íngarleysinu og gegn kúguninni í hvaða mynd, sem hún birtist. tOgjöldin í þes&ari baráttu eru vor herkostnaður. Herkostnaður stórþjóðanna er ótrúlegur, og öllu því fé er var- ið til þes,s að auka hiörmungamar hatrið, villimennskuna og bág- indin í heiminum. Þó' telja stórþjóðimar að þær geti tekki án þessa herkostnaðar verið. Her- koistnaði vomm er varið til þess að útrýma bágindunum, útrýma menningarleysinu og villimennsk- unni úr vom þjóðfélagi, og jafna 'kjörin milli þegnanna. Fyrst stór- þjóðimar telja sig ekki geta án síns herkostnaðar verið í hinum vonda tilgangi, hvemig gætum vér þá verið án vors herfcostn- aðar fyrir hinum góðu málefnum. Sjálfstæði vort hefir gert oss feleift að gera , stórfelklar ráði- stafanir á vom mœlikvarða, til þess að tryggja hag þegnanna innbyrðis. Tryggingarlöggjöf vor og félagsmálalöggjöf, þó eigi sé fullkomin, hefir vakið heimsat- hygli. Hinn 17. júní í siumar hélt La Guardia, borgarstjórinn í stærstu borig heimsins, ræðu á iheimssýningunni í New York og færði kveðju frá stærstu borginini í heiminum til merkustu þjóðar- innar í heiminum, er hann svo nefndi. Ætla mætti að La Guar- dia hafi talið oss nxerkilega vegna fiomrar fræigðar, og af því að einn af oss fann fyrstur Ameriku, en þó fcom það fram í ræðu hlans, að hann taldi hitt engu ómerfcara, hvem grúndvöll þessi unga full- valda þjóð hefði lagt að sam- eiginlegum hagsmunum þegn- anna xneð meikiiegri félagismála- löggjöf, eftir að hún öÖlaðist sjálfstæði sitt á ný. Vera má, að engin þjóð noti tiltölulega við mannfjölda meira fé til menningarstarfa og félags- mála en vér íslendingar, en eftir- tektarvert er það, að einmitt þau útgjöld og sú löggjöf, eru þess valdandi að merkustu menn er- lendis telja oss eága rétt á sjálf- stæði voru og veita oss sérstaka athygli fyrst og fremst af þeim orsökum. Tryggingarstarfsemi hefir frá öndverðu verið einn þáttur í sjálfstæði landsins og landsmanna. Fommenn höfðu svo sem kunnugt er bæði húsatrygg- ingar og búfjórtryggmgar. Þessi síarfsemi féll niður eftir að vér glötuðum sjálfstæði voru. Fom- menn höfðu einnig, að þvf er Grágás hermir þegar í byrjiun tólftu aldar fcomið á hjá sér vit- urlegri fátækralöggjöf, sem vakið hefir undrun og aðdáun erlendra fræðimanna. Þegar vér uinnum aftur sjálfstæði vort, hófst öld trygginganna á ný, og því öflugri sem þjóðskipulag vort er fiull- fcomnara en hinna fyrstu land- námsmanna. Einnig var þá upp tekin framfærslulöggjöf, er tók með meiri skilningi og samúð á málum íátæklinga en gert hafði verið ó árum ófrelisisins. Einstaklingsþrek, einstaklings- hyggja er á vissrnn sviðum nauð- synleg hverri þjóð, en hversu sterkir, sem menn era hver í sínu homi, koma þau atvik ætíð fyrir, að lífið verður einstaklingnum of örðúgt, ef hann í engu fær notið aðstoðar annara. Þess vtegna verður samúð, samvinna og fé- lagshyggja, sem jafnframt tekur fullt tillit til þarfa einstakling- anna, öflugasti hyrningarsteinn hvers þjóðfélags. Landnámsmennirnrr, sem lögðu út hingað til Íslands á litlu skip- unum sínum, voru djarfir og stór- huga. Ýmsir munu hafa spáð illa fyrir þeim. Hið sama hefir kom- ið fyrir um sjálfstæði landsins. Á öllum tímum hafa verið til einhverjir hér á landi, sem töldu Irh. á 4. si'Su. launagreiðslur til vinnufólks í sveitum yfirleitt, þar sem hér er um svo sárafátt fólk að ræða, að einskis getur gætt í því efni. Atvinnudeild Háskólans. Það er annað rógsmál J. P., að ég beri ábyrgð á fjárhags- legum rekstri atvinnudeildar Háskólans, sem hann telur illa í-æktan. Hér er J. P. sá ódreng- ur að fara með brigzlyrði, sem hann veit sjálfur, að eru með öllu tilhæfulaus. Mér hefir aldr- ei borið að koma nálægt. enda aldrei komið nálægt fjárhags- legum rekstri þessarar stofnun- ar. Til hins eins var ég settur í nefnd gegn vilja mínum — og að vísu í trássi við vernd stjórnarskrárinnar — að sýsla við að koma á framfæri óskum atvinnuveganna um það, hver rannsóknarefni atvinnudeildin tæki til meðferðar. Nefndin átti reyndar kost á að fá miklu víðtækari umráð stofnuharinnar, og stóð vissu- iega ekki á greiðslum fyrir. En ég var ófáanlegur til að koma þar nærri, og er jafngírugum manni og J. P. vorkunnarmál að lá það. Þessi afstaða mín og nefndarinnar var þegar til- kynnt ráðuneytinu bréflega, og er mér reyndist, að hin tilskildu nefndarstörf hlytu að verða húmbúk eitt, baðst ég undan þeim, jafnframt með nokkru tilliti til þess, að ég vildi ekki eiga á hættu að verða orðaður við fjárhagslegan rekstur stofnunarinnar, sem ég kom hvergi nærri. En því segi ég, að J. P. sé málið til hlítar kunnugt. að fyr- ir nefnd hans, fjárveitinga- nefndinni, liggur erindi frá mér, sem hann hefir vitnað til og skýrir afstöðu mína til fulln- ustu, auk þess sem í nefndinni situr flokksbróðir hans, Sigurð- ur E. Hlíðar, sem með mér átti sæti í hinni umræddu atvinnu- deildarnefnd og kann um þetta manna bezt að bera. Ætla ég, að svo fari fleirum en mér að telja hann hinn vandaðasta mann, er ekki sé líklegur til að halla málum vísvitandi. Skora ég hér með á J. P. að fá þenna flokksbróður sinn til að segja þó að ekki væri nema eitt orð til stuðnings þessum brigzlum í minn garð eða heita minni mað- úr ella. Nema ég eigi að skilja J. P. svo, að með því að skorast undan að taka að mér umsjón þessarar stofnunar hafi ég valdið henni fjárhagslegu tjóni, og þakka ég þá fyrir þau vingjarnlegu komplíment. Lyfsalamálið. Það er hið þriðja rógsmál J. P., að ég hafi staðið fyrir víð- tækum málaferlum á hendur öllum lyfsölunum í landinu, er kostuðu of f jár og til lítils urðu. Veit ég, að þetta hefir mjög verið breitt út, en engu síður er það tilhæfulaust. Ég átti þar þann eina hlut að að gera þá skyldu mína að senda áfram til dómsmálaráðuneytisins kæru, er mér hafði borizt um leyni- vínsölu eins lyfsalans, sem við fyrstu rannsókn og fyrirhafn- arlítið reyndist sannur að sök. Að öðru leyti kom ég ekki nærri þessum málatilbúningi hvorki í orðum. né athöfnum, enda aldrei minna ráða leitað honum víðvíkjandi. Ég hefi boðið J. P, að leggja fyrir hann öll gögn, er hér að lúta, en hann hefir reynzt mér sá dreng- ur að þiggja það ekkir en halda róginum því betur til streitu. Skrifstofan, sem er ekki til. Hér að framan hefi ég tínt úr dreifinni ljámýs einar, kusk og kvisti, en kem nú að hinum eig- inlegu óþrifum, sem sJ.áttumað- urinn hefir látið effiir sig í teignum. Ég hafði ljóstað því upp, að jafnframt tendurskoðure ríkis- reikninganna hefði J. P. tekizt að koma upp niikiHi starf- rækslu og „stofna. til heimar nýja skrifstofu“, er a hefðu „unnið meira óg minna í sumar ekki færri en fimm efldir Þessu svarar J. P. á þá leið, að hann þrætir fyrir, að þessi skrifstofa eða starfræksla sé til og fer um það svofelldum orð- um: „Um þessa 5 manna skrif- stofu, sem ég á að hafa stofnað fyrir hönd fjárveitinganefnd- ar, er það að segja, að allt, sem hann tilgreinir um það efni, er þvættingur og ósannindi, og gerist ekki frekara svars þörf.“ Jú, karl minn, og það því fremur því nær sem það kann að vera sannleikanum, að skrif- stofan sé ekki til að öðru leyti en því, að hún hefir þegar kost- að ríkissjóð drjúgar fjárhæðir teknar í heimildarleysi og þó lítt séð fyrir endann á. Samkvæmt heimild skrif- stofustjóra alþings í gær (30. nóv.) hafa þegar verið greidd af alþingiskostnaði laun til þess- arar starfrækslu sem hér segir: Skrifstofustjóri (Jón Pálma- son) *) 16/10 440,00 440,00 Fulltrúi 14/4 270,00 14/8 400,00 12/10 375,00 6/11 325,00 1370,00 1. skrifari 12/10 324,00 6/11 96,00 30/11 312,00 732,00 *) Auk 1250 kr. þóknunar fyrir endurskoðun ríkisreikninganna, auk 400 kr. heimildarlausrar upp- bótar á þá þóknun, auk ca. 800 kr. fyrir landbúnaðarnefndarstörf 2. skrifari 1/6 75,00 30/6 150,00 31/7 150,00 1/9 150,00 525,00 3. skrifari 12/10 300,00 300,00 Samtals kr. 3367,00 Er nú auðgert að telja, hverju skeikar um fjölda skrifstofu- mannanna, en geta má sér til, hversu efldir þeir hljóta að vera, er slíkur fer fyrir. Hér er ekki því að heilsa, að staðar sé numið, og falla enn drjúgar greiðslur til um þessi mánaðamót, hvað sem síðar verður. Ég vek að nýju athygli á því, að greiðslur þessar eru hvergi heimilaðar í fjárlögum, starf- rækslan, sem heyrir til venju- legum umboðsstörfum — ef starfræksla væri — alls -ekki gerð að undirlagi ríkisstjórnar- innar, enn síður að tilhlutan al- þingis og hefir aldrei verið bor- in undir fjárveitinganefndina, sem að vísu gat aldrei átt ann- að né meira en tillögurétt um — og þó stundað í blóra við hana. Er sízt ofsögum af því sagt, (heimild: búnaðarmálastjóri), auk dagpeninga fyrir fjárveitinga- nefndarstörf áður en þing hófst, áuk þingfararkaups og auk snot- urlegs ferðakostnaðar til og frá al- þingi — allt rækt af ýtrustu hag- sýni með tilliti til tímasparnaðar og sem erilminnstra ferðalaga. hve vel og frjálslega — að ekki sé sagt dyggilega — J. P. hefir þegar ávaxtað sitt litla pund: 1250 kr. drýgðar um 400,00+ 440,00=840 kr. eða rúmlega 67%, en ef allur skrifstofu- kostnaðurinn er talinn með um rúmlega 300% auk þess, sem von er á til viðbótar. Og þetta fyrir starf, sem J. P. hefir rækt af þeirri kunnáttu, trúmennsku og drengskap, sem alþjóð er nú kunnugt, og fyrir skrifstofu, sem að sjálfs hans sögn er ekki til. Mundi nokkur bjóða betúr? Og mundi slíkur maður ekki vera vel til þess falHnn að halda öðrum til „skikkelsis“ um sparlega meðferð ríkisfjár? Vilm. Jónsson. M altin í jóla ölið Bjúgu Reykt síld Smjðr Ostar Egg Komið, símlð, sendið! BREKKA Símar 1678 og 2148. Tjamarbúðin. - Sfmi 3570.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.