Alþýðublaðið - 05.12.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.12.1939, Blaðsíða 2
MöÐJUDAGUB 9. DES. 1939. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9) Og ferðamenn komu frá öllum löndum heimsins til þess að dást að höll keisarans og garðinum hans. 10) En þegar þeir heyrðu til næturgalans sögðu þeir: — Hann syngur dásamlega. 11) Og ferðamennirnir sögðu frá þessu, þegar þeir komu heim, og lærðu mennimir skrifuðu margar bækur um höllina, garðinn, vatnið og næturgalann. 12) Og skáldin ortu kvæði um næturgalann í skóginum við djúpa vatnið. HjAkrunarnðmskeið kf enf élags Alpýðu- flokksins. KVENFÉLAG Al'þýðuflokksins hefir nýlega gengist fyrir tnárnskeiði í hiúkrun fyrir félags- kanur við allgóða þátttöku. — Kennari var frk. Siigríður Bach- mann hjúkrunarkona. Námskeiðið var að öllu leyti hið prýðilegasta, og vorum við koinurnar, sem tókum þátt í því, mjög ánægðar með það. Var það auðvitað fyrst og fremst að þakka hinni ljósu og ágætu til- sögn frk. Bachmann, sem við kunnum hinar beztu þakkir fyrir. Kvenfélag Alþýðuftokksins verð skuMar einnig mikið þakklæti fyr ir að koma þessu ágæta máli í framkvæmd. Ég álít að einmitt ýmisleg hagnýt fræðsla muni vera eitthvað það nauðsynlegasta og jafnframt vinsælasta, semslík félög geti starfað að, enda er það trú mín áð þetta eigi eftir lað sannast í framtíðinni. Giuðný Helgadóttir. i j Þérður Krlstlelfsson: Náttfötj Náttfataefni j* 51.1 r ur Ok« au(i Jaqiá f mm Ftteyr, mánaðarblaiÞum landbúnað, gefið út af Búnaðarfélagi íslands, nóvemberhefti yfirstandandi ár- gangs er nýkomið út. Efni: Á. E. G.: Strið, sami: Lækkuð segl? Nýr búnaðarskóli, Veðrið 'og mjóMn, Að treysta tíðinni. P. Z. Æiljók. Gíslí Kristjánsson: Þang og þammjöl til fóðurs, Sveinn Tryggvason: Flokkun mjiólkur, Ól. Sigurðsson: Smáu bergvatns- árnar og göngubleikjan o. m. fl. Útbreiðið Alþýðublaðið. TénlisíarœeiB T* AÐ eru raunalega litlar bók- menntir til um tÖnlist hér á landi, og er það ekki með öllu vanzalaust, þegar um er að ræða eina af hinurn æðstu listum, ef ekki þá æðstu. Þessi bók Þórðar Kristledfssonar er því gleðilegur vottur um vaknandi áhuga manna á þessari tegund listar. 1 bókinni em fimm ritgerðir um tönlistannenn, þau tónskáldin Beethoven og Brahmis, oigel- meistarann Pfannenstiehl, sænsku ópemsöngkonuna Jenny Lind og ítalska lóperusöngvarann Camso, söngmeistara allra tima. Ýtarlegust er ritgerðin umi Beethoven, enda ómögulegt að gera hionum nokkur skil í stuttri grein. Þá em og bæði skemmti- legar og fræðandi ritgerðir um Jenny Lind og Caruso. Greinarnar em prýðilega skrifaíar, stíllinn látlaus og nota- l^gur, og er göður femgur að þessari bók. En ennþá vantar okkur margar bækur um tóinlist og þá ekki sízt tónfræði. íslenzkt skip, sem mýlega kom öl Þýzka- lamds þurfti áð fá vistir þar til heimferðarlmnar. En svo illagekk að fá vistimar að það gat aðeins fengið 10 mjólkurdósir. Skipið hafði í fyrstu ætlað til Englands og hafði verið beðið fyrir svo- lítið af hangikjöti þangað, en þar sem það hætti við að fara þang- að gátu skipsverjar étið hangi- kjötið á heimleiðinni og vildi þeim það til. — Skipsverjar urðu áþreifanlega varir við það, að mikill skortur er á mat í Þýzka- landi. Hjónaband. Nýlega vom gefin saman í hjömaband unigfrú Kristín Bjarna- idóttir frá Brún í Austux-Húnia- vtatnssýslu og Guðmundur Ög- mundisson bifreiðastjóri frá Syðri .Reykjum í Bisklupstungum. Heim- ili ungu hjónanna verður á Vifils- götu 10. Oscar Clausen: AÐ em hinar skemmtileg- ustu sögur, sem Oscar Clau- sen sagnaritari hefir safnað og skráð um íslenzku prestana fyrr á tímum. Þar er sagt frá ýmsium prest- um, merkum og ómerkum, sem að einhverju leyti vom ekki eins og fólk er flest. En langflestar sagnirnar eru úm presta, sem dmkku meira en góðu hófi gegmdi og hefðu því þessi ein- kunnarorð séra Gunnars Pálsson- ar í Hjarðarholti, sem hann mælti við biskupinn, mátt vera einkunnarorð bókarinnar: prakk ég í jgær og drekk ég enn, quia — því að — sumus — erum — homines — menn. Oscar Clausen er oxðinin af- kastamikill rithöfundur og hefir ágætt auga fyrir því, hviað ©r frásagnarvert og hvað ekki. Póstferðir á miðvikudag. Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalamess-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar, Laugarvatn, Hafn- arfjörðiur, Álftanesspóstur. Þing- vellir. Til Reykjavíkur: Mo'sfells- sveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar, Laugar- vatn, Hafnarfjörðtfi', Þinjgvellir, Snæfellsnesspóstur, Húnavatns- sýslupóstur, Skagafjarðarsýslu- póstur. Borgames, Akranes. Matrósfötin úr FATABÚÐINNI. Frú Curie Bókin um frú Curie hefir á örskömmum tíma verið þýdd á fjöldamörg tungumál, og alls stað- ar verið talin meðal beztu bóka ársins. Nú er bókin komin út á íslenzku í ágætri þýðingu eftir frú Kristínu Ólafsdóttur lækni. Frú Curie var ein þeirra fáu manneskja, sem offraði öllu lífi sínu til þess að bæta hag mann- kynsins. — Hún starfaði við hlið manns síns, meðan honum entist aldur til, og að honum látnum, með þeim árangri, að milljónir manna l hafa fengið bót meina sinna. Og á ókomnum tímum munu þeir margfaldast, sem blessa minn- ingu hennar. Menn eru ekki að jafnaði vanir því, að vera fljótir að skilja mikilmenni og viðurkenna þau. Þó fékk frú Curie tvisvar verðlaun Nobels, og er hún eina manneskjan, sem þann heiður hefir hlotið. Það er óhætt að mæla með þessari bók til jóla- gjafa og við önnur tækifæri. Hún er svo skemmti- lega rituð og vel þýdd, að óblandin ánægja er að lesa hana. Enskur ritdómari sagði um bók- ina: „Æfi frú Curie er svo fögur fyrirmynd, að frásögnin um hana vekur og glæðir það bezta í hverjum manni.“ — Dr. Símon Jóh. Ágústsson sagði: „Þetta er ógleymanleg bók um eitt hið göfugasta mikilmenni, sem nokkru sinni hefir lifað.“ — Kristinn Björnsson læknir segir: „Þetta er að minni hyggju merkasta bókin, sem þýdd hefir verið á íslenzku á þessu ári; hún er hríf- andi og skemmtileg aflestrar og hún skilur eftir hjá lesandanum að lestrinum loknum hvöt til starfs og dáða.“ Bókin fæst hjá öllum bóksölum. Bókaverzlun fsafoMarpreaBt@£iiI5|ii Athygli skal vakin á því. að vegna pappírsleysis var upplag af bókunum María Antoinetta og Frú Curie mjög lítið, svo að þeir, sem hefðu hugsað sér að gefa þær í jólagjöf, ættu að hafa fyrra fallið á að kaupa þær. 1---------------------------------------------------------------■------♦ JOHN DICKSON CARR: fea. HorðiB í vaxnyfldasafiiifl. mmMim I. KAFLI DRAUGUR MEÐ BRÚNAN HATT —o— Ipg E N C O L I N var ekki kvöldklæddur, svo að allir vissu, að engin hætta var á ferðum. Því að það ganga sögusagnir um þennan mannaveiðara, sem er slægasti maður Parísarlögreglunnar og þekkir hvern krók og kima í öllum næturknæpum Parísarborgar. Hann sást oft á kvöldin sitja yfir vínglasi og hlusta á danslög 1 einhverri knæp- unni. Og hann segir, að sér geðjist ágætlega að þessu. Hann talar ekki mikið við slík tækifæri. Hann bara situr brosandi og reykir alla nóttina. Sagt er, að þegar hann er í sínum venjulegu fötum, þá sé hann úti að skemmta sér. Og þegar eigendur knæpnanna sjá hann ósamkvæmisklæddan, hneigja þeir sig djúpt. hvort sem þeim geðjast að honum eða ekki og bjóða honum kampavín. En þegar hann er í samkvæmisfötum, þá er hann á manna- veiðum og eigendur knæpnanna bjóða honum aðeins eitt staup af koníaki. Ég hefi str Jfi^Innum fylgst með honum á þessum kvöldferð- um hans, £ |PJg| ns einu sinni, þegar hann var samkvæmis- klæddur. Það mikið á þessa nótt, þangað til hann hafði komið handjárnunum á sökudólginn. Það voru komin tvö skotgöt á nýja silkihattinn minn, ég formæltí, en Bencolin hló. Þessa októbernótt gengum við eftir strætinu, þangað til við komúm að Porte St. Martin. Um miðnætti sátum við inni í næturknæpu, þar sem drukkið var fast. Meðal útlendinga er sú skoðun ríkjandi, að Frakkar verði aldrei drukknir. Það er hin furðulegasta skoðun. Við Bencolin settumst við eitt borðið og báðum um brennivín. Það var mjög fjörugt þarna inni. —• Hvers vegna er þessi staður valinn fremur en einhver annar? spurði ég. Bencolin leit ekki upp, þegar hann svaraði: Líttu ekki upp, en taktu eftir mannlnum, sem situr þarna í horninu, mann- inn, sem varast að líta á mig, Ég leit t \ hornið. Það var svo dimmt þar, að ég sá aðeins ógreinilega. Þar sat maður milli tveggja kvenna og hló og gerði að gamni sínu. Hár hans var gljákembt og fituborið. Hann hafði bogið nef og sterklega kjálka. Ég þóttist þess fullviss, að ég þekkti hann aftur. ■— Ég er að bíða hér eftir manni, sagði Bencolin. — Og þarna kemur hann. Ljúktu úr glasinu. Maðurinn, sem hann átti von á, var að brjóta sér braut gegn um mannþröngina. Hann virtist mjög truflaður á svipinn. Þegar grænu ljósin skinu í andlit hans, lokaði hann augunum. Hann virtist mjög órólegur og taugaóstyrkur og leitaði að Bencolin. Leynilögreglumaðurimn gaf mér merki og við stóðum á fætur, og litli maðurinn elti okkur. Ég leit sem snöggvast á manninn með bogna nefið. Hann hafði hallað vanga annarrar stúlkunnar að brjósti sér og fingraði við hár hennar. Hann virtist fjar- huga, en starði þó á eftir okkur. Rétt fyrir aftan hljómsveit- ina voru dyr, sem Bencolin stefndi að. Nú vorum við staddir í löngum, hvítkölkuðum gangi, sem var lýstur með rafljósum. Litli maðurinn stóð fyrir framan okkur, hallaði undir flatt og deplaði augunum. — Ég veit ekki, hvað herrann vill mér, sagði hann skræk- róma. — En hér er ég kominn. Ég er búinn að loka safninu. — Þessi maður, Jeff, sagði Bencolin við mig — er herra Augustin. Hann á elzta vaxmyndasafnið í París. , — Það er Augustin-safnið, sagði litli maðurinn til skýr- ingar. — Ég bý til allar vaxmyndirnar sjálfur. Þér hljótið að hafa heyrt getið um Augustinsafnið, er ekki svo? Hann deplaði augunum ótt og títt framan í mig, og ég kinkaði kolli, þó að ég hefði raunar aldrei heyrt þess getið. — Það koma ekki jafnmargir að skoða safnið nú, eins og í gamla daga, sagði Augistin. Það er af því að ég vil ekki flytja það þangað sem umferðin er mest. En myndirnar eru lista- verk. Ég vinn, eins og faðir minn, fyrir listina. Margir mikils- virtir menn hrósuðu föður mínum fyrir listaverk hans. Hann ætlaði að láta dæluna ganga, en Becolin tók í hand- legginn á honum og leiddi hann eftir ganginum, þangað til aðrar dyr urðu á vegi okkar. Bencolin opnaði hurðina. Við komum inn í skuggalegt herbergi. Þar sat ungur maður við borð og spratt á fætur, þgar við komum inn. Ungi maðurinn hafði reykt vindlinga þangað til loftið var orðið nærri því svart, og virtist ekki eiga heima í þessu umhverfi. Hann var veð- urbitinn í andliti, dökkhærður og í hermannabúningi. Þið verðið að afsaka það, sagði Bencolin, að ég verð að nota þennan stað, til þess að ræða við ykkur. En ég þurfti að ræða við ykkur leyndarmál. Leyfið mér að kynna, Chaumont liðs- foringi, herra Marle, kunningi minn, og herra Augustin. Ungi maðurinn hneigði sig alvarlegur á svip. Hann færði hendina upp og ofan eftir hliðinni á sér. Hann horfði framan í Augustin og gretti sig. — Ágætt, sagði hann — þetta er maðurinn.---------Ég skil ekki, sagði Augustin. — Þér talið, eins og ég hafi framið ein- hvern glæp. Ég krefst þess, að þér gefið skýringu. — Fáið yður sæti, sagði Bencolin. Við færðum stóla upp að borðinu og settumst allir nema Chaumont liðsforingi, Hann stóð kyrr og þreifaði á mjöðm sér, eins og hann væri að leita að sverði. — Jæja þá, sagði Bencolin. — Mig langaði aðeins til þess að leggja fyrir yður fáeinar spurningar. Er yður það nokkuð á móti skapi,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.