Alþýðublaðið - 05.12.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.12.1939, Blaðsíða 4
ÞRISIUDAGUB 5. DES. 1939. ■ OAMLA Bfð H Ameriskí stúdent inn í Oxford. Bráðskemmtileg og spenn- andi stúdentamynd tekin af Metrofélaginu í Eng- landi. Aðalhlutverk leika: Robert Taylor, Vivian Leigh og Mavreen O’SuIlivan. Fundur rjtSFFT ' T í Kvennadeild Slysavarnafé- lagsins miðvikudag 6. desem- ber kl. 8V> í Oddfellowhúsinu niðri. STJÓRNIN. Hænsnafóðnr Bætiefnarík varp-blanda Hf. FISKUR Sími 5472. Maðurínn minn heitír amerísk kvikmyind frá Fox-félajgintu, sem Nýjia Bíó sýn- ir núna. Aðalhlutverkin leika Al- ioa Faye, Tyrone Power og gam- anvísnasöngvarinn Al. Jolson. Auglýsið í Alþýðublaðinu! L O. e. T. IÞOKUFUNDUR í kvöld. Emb- ættismenn st. „Víkingur“ heimsækja. íþökufélagar fjöl- mennið. Æ.T. ST. EININGIN NR. 14. Fund- ur annað kvöld kl. 8. Inn- sækjendur og félagar beðnrr að mæta stundvíslega. Æ.T. -mm - '* ST. VÍKINGUR NR. 104 til- kynnir: Embættismenn. mun- ið heimsóknina í kvöld til st. íþöku. Mætið kl. 8V2 í kvöld í G.T.-húsinu stundvíslega. ST. MÍNERVA nr. 172 heldur skemmtifimd annað kvöld kl. 8 stundvíslega. Kl. 9Vz verð- ur fundurinn opnaður. *— Skemmtiatriði: Ræða: Hend- rik J. S. Ottósson. — Ein- söngur: Vilhj. S. V. Sigur- jónsson. — Harmonikuleik- ur: Sv. Víkingur Guðjónsson. — ?? — Sjónleikur: Hann drekkur, eftir Conradi o. fl. Mætið stundvíslega. Skemmtinefndin. S.R.F.I Sálarrannsóknafélagið held ur fund í Guðspekihúsinu fimtudagskvöid kl. 8V2 Að- sent erindi um merkilega reynslu, Stjórnin. fiott svell á Tjðrninni. UNDANFARNA daga hefir verið ágætt skautasvell á Tjörninni og hefir þar verið mannmargt. Hefir verið músík þar á kvöldin og hefir Skautafélag Reykjavíkur séð um að svell- inu væri haldið í góðu lagi, eins og kostur er á. Hvers vegna Héðni Valdimars- syni var vikið úr Alþýðuflokknum I Skýrsla frá stjórn Alþýðusambands íslands. Skýrslan inniheldur m. a. kröfur kommúnista um lög- reglu vopnaða skotvopnum og kröfur þeirra um skilyrðis- lausa afstöðu með Sovét-Rússlandi. Skýrslan fæst í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Trésmiðifélag Reyklavikur 40 ára. Wt' wpi, - ■".‘K&é.-, m vV Afmælisfagnaður verður haldinn að Hótel Borg laugardaginn 9. des. 1939 og hefst með sameig- inlegu borðhaldi kl. 7V2 e. h. Til skemmtunar verður: , RÆÐUR, SÖNGUR, GAMANVÍSUR. Aðgöngumiðar verða seldir í skrifstofu félagsins Kirkjuhvoli, Járnvörudeild Jes Zimsen og Brynju. KÁPUBÚÐIN, LAUGAVEGI 35. Kápu- og Frakkaefni nýkomið. Einnig skinn á kápur: Blárefir og Silfur- refir með lágu verði. Enn fremur Peysufataefni. Breyti skinnkápum (modernisera). Vönduð og fljót vinna. — Smekklegar Skinnlúffur og fóðraðir Kven- hanskar. — Skinn-Dömutöskur fyrir 12 krónur. TAUBÚTASALA aðeins í nokkra daga. SIGURÐUR GUÐMUNDSSON. Sími 4278. FINNAR OG RCSSAR Frh. af 1. síðu. nota eiturgas í : tríðinu. Styðst sá grunur einkum við það, að útvarpið í Moskva hefir breitt út þau ósannindi, að Finnar hafi þtegar notað eiturgas og geta menn ekki skýrt þann fréttaburð fyrir sér á annan hátt en að Rússar ætli sér með honum að afsaka fyrir fram eiturgasnotkun í stríðinu af sinni hálfu. Kvenréttindafélag íslands heldur fund í Thorváldsensstræti 6 kl. 81/2 í kvöld. Rætt verður um framfærzlulöigin og önnur fé- laigsmál. Konur fjölmennið. Samnligaumleitanir um gjóðstjórn i Sví- llóð. LONDON í gærkveldi. FÚ. Fréttastofufregnir frá Stokkhólmi herma, að samkomulagsxunleitanir milli stjórnmálaflokkanna um mynd- un þjóðstjórnar fari nú fram. Rússnesk blöð ráðast á Sand- ler utanríkismálaráðherra Svía og kenna honum um tregðu Finna að semja við Rússa, og einnig saka þau hann fyrir að hafa samband við Breta, sem illt hafi af leitt. FUNDURINN I EYJUM Frh. af 1. síðiu. á landinu að snúa algerlega baki við flokknum og útiloka for- ystumenn hans frá öllum áhrif- um á verkalýðs- og þjóðmál.“ Þá kom fram svohljóðandi tillaga undirrituð af formanni Alþýðuflokksfélagsins í Eyjum, form. félags Sjálfstæðismanna og form, Framsóknarfélagsins. Var hún samþykkt með 500 at- kvæðum gegn 18: ,,Fundurinn lýsir yfir megn- ustu óbeit sinni á framkomu kommúnista á íslandi 1 sam- bandi við hernaðarárás Sovét- ríkisins á Finnland og telur um- boðsmennsku þeirra fyrir hönd Sovétríkisins þjóðhættulega. í þessu sambandi skorar fundur- inn á þingmennina Brynjólf Bjarnason, Einar Olgeirsson, ísleif Högnason og Héðin Valdi- marsson að léggja tafarlaust niður þingmennskuumboð sín, þar eð seta þeirra áfram á Al- þingi er í algeru ósamræmi við þjóðarvilja og réttlætiskennd allra sannra ísledinga.” Þá kom fram eftirfarandi til- laga frá verkamanni, samþykkt með á 5. hundrað atkvæðum gegn 18. „Fundurinn lýsir þeirri skoð- un sinni, að nú þegar verði að vera lokið áhrifum kommúnista á verkalýðsmál Eyjanna og skorar á allan verkalýð 3$ taka höndum saman um sfoí«un verkalýðsfélags, er starfi að hagsmunamálum verkalýðsins, en ekki aðeins sem pólitísk á- róðurstæki fyrir ákveðna stjórn málaflokka, eins og Drífandi hefir gert að undanförnu.“ Að lokum bað fundarstjóri fundarmenn að votta Finnum samúð sína með því að rísa úr sætum sínum. Gerðu það allir nema örfáar kommúnistahræð- ur. Bæklingiur Alþýöusambandsstjórnarinnar um brottiiekstur HéÖins Valdi- marssonar, sem meðal margs ann ars hefir inni að halda upplýsing- ar um tillögur kommúnista fyrir tveimur árum síÖan um að auka lögregluna og vopna hana, fæst nú í békaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar. < £ I DA Næturlæknir er Ólafur Þ. Þorsteinsson, Mángötu 4, sími 2255. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19,20 Þingfréttlr. 20,15 Vegna stríðsins: Erindi. 20.30 Fræðsluflokkur: Hráefni og heimsyfirráð, I: Lönd og saga (Gylfi Þ. Gísla- son). 20.55 Tónleikar Tónlistarskól- ans: a) Haydn: Tríó 1 D- dúr. b) Mozart Tríó í G- dúr. 21.30 Hljómplötur: Symfónía í C-dúr, eftir Mozart. 21.55 Fréttir. Dagskrárlok. Hverfisstj órafundur verður í kvöild kl. 81/2 í Al- þýðuhúsinu við Hverfisigöitu, geng ið inn frá Hverfisgötunni. Áríð- andi að allir hverfisstjiórar mæti. Fyrst verða til umræðiu bæjar- mál, en að því loknu verða fyr- Srspumír um þingmál til fulltrúa frá miðstjórn flokksins. í kvöld hefst kennsla í slysavörnum og hjálp í viðlögum kl. 8 í Tryggvagötu 28. Söngfélagið Harpa. Æfing annáð kvöld á venjuleg- um sitað og tíma. ísléifur Höginiason 'saigði á fundi Islandsdeildar norræna þinigmanniasambandsins, þegar hann og féliagar hans voru reknir úr henni í gær, að þegar Kuusinen væri kominn til Hels- ingfors skylidi verða munað eft- ir þeim, sem hefðu skrifað undir samúðarávarpið hér með Finnum! Skagfirðiugafélagið helidiur fund annað kvöld, mið- vikudag kl. 8,15 að Hótel Borg. F.U.J. SkemmtifiDdir verður haldinn í Alþýðuhús- inu við Hverfisgötu kl. 9 e. h. á morgun. Mörg skemmtiat- riði. Nánar auglýst á morg- un. Verð aðgöngumiða kr. 1,25. SKEMMTINEFNDIN. I Keykjavíkur Skátar. | Ilffll Kodossoh Æfintýraleikur í 5 þáttum, eftir Óskar Kjartansson. Frumsýning fyrir Skáta og gesti þeirra í Iðnó þriðju- daginn 5. þ. m. kl. 8 eftir hádegi. Aðgöngum. seld- ir í Iðnó í dag frá kl. 2. Útbreiðið Alþýðublaðið. NÝJA BIO ■ Maðurinn minn. Amerísk kvikmynd frá FOX, sem talin er í fremstu röð amerískra músíkmynda. — AðaUilut- verkin leika: Alice Faye, Tyrone Power og langfrægasti jazzsöngv- ari Ameríku, AL JOLSON, er hér syngur hið fræga lag Mammy og fleira. Unglingspiltur vel uppalinn óskast á gott sveitaheimili. Upplýsingar á Ránargötu 7 A. Jarðarför móður minnar, tengdamóður og ömmu, ekkjunnar Vilhelmínu Lovísu Jónsdóttur, fer fram frá dómkirkjunni miðvikudaginn 6. þ. m. og h'efst með húskveðju að heimili hennar, Grjótagötu 14 B. kl. 2 e. h. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum, Theodóra Eyjólfsdóttir. Alfreð Þórðarson og börn. Nýstárleg bók Fðramenn, I. bindi, Dimmuborgia* eftir Elinborgu Lárusdóttur. Bókin lýsir íslenzku fólki í íslenzkri sveitabyggð — högum þess og háttum á síðari hluta 19. aldar. Inn í frásögnina fléttast þjóð- trúin samhliða hinum sérkennilegu og harla ólíku myndum förumanna. FÖRUMENN er áreiðanlega sú bók, sem mest vferður keypt til jólagjafa. Vðrnbill með stöðvarplássi ÓSKAST. Tilgreina þarf tegund, núm- er og borgunarskilmála. Tilboð merkt ,,Bíll“ sendist afgreiðslu blaðsins fyrir laugardagskvöld. . t Kerrupokar Verð frá kr. 15.75. fyrirliggjandi margar gerðir. VERKSMIÐJAN Mafgni h. f. Þingholtsstræti 23. Sími 2088. M©¥lllOJR, ilrwal ilr kvœðom OTDFIIANS 6. STEPHANSSONM kemur M f dag. Bókin er 400 blaðsíður að stærð í Skírnisbroti. Prófessor Sigurður Nordal hefir ráðið vaii kvæðanna og séð um útgáfuna. Jafnframt skrifar hann framan við úrvaiið mjög ítarlega og stórmerka rit- gerð um höfundinn. í raun og veru er Stephan G. Stephansson og kveðskapur hans ennþá ónum- ið land fyrir hina íslenzku þjóð, miklu ókunnara en nokkurt af höfuðskáld- f l um hennar. Þessi útgáfa, með úrvali hins bezta af kvæðum skáldsins og hinni skýru og snjöllu túlkun Sigurðar Nordals, hlýtur að veita þjóðinni nýjan og fyllri skilning á Stephani G. Stephanssyni. Þó að öll kvæðin í þessari bók séu áður til prentuð, mun hún, eins og frá henni er gengið, verða þjóðinni mikil nýjung, langmesta nýjungin í bók- menntum þessa árs. Vegna pappírsskorts fékkst aðeins mjög takmarkað upplag af Andvökum, eða lítið eitt fram yfir tölu félagsmanna í Máli og menningu, sem nú eri 4 nærri 5000. Nýir félagsmenn, sem vilja eignast bókina, verða því að gefa sig fram strax. í lausasölu verða aðeins seld 200 eintök, í vönduðu skinn- bandi á 25 kr. eintakið. mál oe MENNisre, Laugavegi 38. — Sími 5055.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.