Alþýðublaðið - 07.12.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.12.1939, Blaðsíða 3
ALÞÝPUBLAÐB Samtal um Finnlands Ánægð þjóð og nægjusöm í friðsömu starfi - —---- ■». Lýsiii® Oimiiars ffilarmasonar, s@an ©r njrkominn ffrá FinMlandi. -—■—•—«-- "O KKEET LAND er nú eins mikið umtalað og Finnland, og ekkert land nýtur um þessar mundir annarar eins samúðar og það. Þetta er eðlilegt. Hér er um litla þjóð að ræða, sem skarar fram úr á mörgum sviðum í menningu, andlegri og líkamlegri. Hér er um þjóð að ræða, sem held- ur nú hraðfari á sömu lýðræðisbraut og aðrar Norðurlanda- þjóðir, en sú braut er mörkuð af alhliða þjóðfélagslegu umbótastarfi, batnandi kjörum alþýðustéttanna og minnk- andi munar milli stéttanna. Það er sjálfsagt að viður- íenna, að margir jafnaðarmenn óska þess, að þessi þróun FIMMTUDAGUR 7. DES. 1939 *•------------------------- ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hana: STEFÁN PÉTURSS0N. AF0REIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðj an. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN ♦-------5------------------♦ II er tapað ann að en olían. ÉÐINN VALDIMARSSON er orðinn sú grátbróslegasta fígúra, sem nokkurn tíma hefir sézt á sviði íslenzkra stjémmála. Að aflokinni skólagöngu gekk hann ungur í Alþýðúflokkinn og ávann sér þar mikið traust sakir dugna'öar síns og áhuga. Það leið ekki á löngu þar til hann var jk'Ominn í fremstu röð rneðal for- ystunranna flokksins og verka- 1 ýðshreifingarinnar. En þegar fram liðu stundir feom í ljós, að honum nægði ekki að vera trúnaðarmaður verkalýðsins og flokks hans. Hann vildi líka fá að vera burgeis qg byrjaði að selja hér olíu sem umboðs- maður eins af stærstu olíufélög- um heimsins og arðræna á þann hátt sjálfur þá alþýðu, sem hann sem verkamannaforingi þóttizt vera að vinna fyrir. Upp frá þeim tima fór þ,að traust mjiög að þverra, sem menn höfðu borið til Héðins Valdimarssonar í Alþýðuflokkn- um og verkalýðsfélöigunum, enda kom það með ári hverju betur foíg betur í Ijós, hve ósamrýman-, leg þau tvö hlutverk voru, sem hann hafði valið sér, hve erfitt verkalýðurinn og flokkur hans átti með að taka á sig ábyrgð- ina gagnvart alþýðú manna áol- íubralli og arðráni eins þiókkt- asta forystumanms síns og hve bágt olíuburigeisinn átti með að berjast af heilum hug fyrir hags- munum almennings. Héðinn Valdimarsson fékk fljótt vionda samvizku gagnvart verkalýðnum í þessu tvöfalda hiutvierki. Hann var sér þess með- vitandi, að verkamannaforinginn hlyti fyrr eða síðar að fá óorð af olíusalanum, og af ótta við það tók hann að leggja eyiun við sérhvierri rödd úr rö'ðum verkalýðsins, sem einhverja vís- bendingu ga'f í þá átt, og hlaupa eftir hverjum þeim auignabliksr hrifum, siem þar gerðu vart við sig, án nokkurs tillits til þess, hvort þau byggðust á skynsemi og nauðsyn eða voru sköpuð af blekkinigum aðskoíadýra og æv- intýramanna. Á þann hátt ætlabi olíubuiigeisinin að reyna að lafa á því fylgi, sem verkamannafor- inginn hafði einu sinni áunnið sér. ; Óðagot, vanstilling og hringl ýmist tii vinstri eða hægri hefir af þessum ástæðum alla tíð síð- an verið einkennandi fyrir Héð- in Valdimarssom sem stjórnmála- niann. Éftir siðustu alþingisbosn- ingar, þegar Alþýðuflokkurinn varð fyrir noikkru atkvæðatapi hér í Reykjavík og kommúnistar virt- ust vera í Uppgangi, missti hann íóksihs alla stjérn á sér. Hann þóttist sjá að straumurinn lægi til kommúnista og bjargráðið fyr- ir hann væri falið í því að gera bandalag við þá. *Hann varð allt í einu „'sameiningarmaður", heimt aði að Alþýðuflokkurinn samein- aðist Kommúinistaflokknum og var sjálfur reiðubúiinn til þess að gleypa við hvaða skilyrði, sem ikommúnistar settu fyrir slíkri sam- einingu, þar á meðal einnighinni „sfeilyrðislausu afstöðu með Sov- ét-Rússlandi“, sem þeir heimtuðu. Sjálfur ætlaði olíuburgeisinin sér vitanlega að verða foringi hins sameinaða flokks. Og með slíkum tálvonum lét hann kommúnista ginna sig til þess að gerast svik- ari við sinn gamla flokk. En endirinn á þessu valdabrölti varð iainnar en ætlað var. Alþýðu- flokkurinn lét ekki hafa sig út af braut lýðræðisins. Héðinn Valdimarssoin kom fáliðaður yfir í herbúðir kommúnista og varð að láta sér nægja það, að heita for- maður hins endurskírða kornmún- istaflokks, „Sameiningarflokks al- þýðu, sósíaUstaflokksins“, út á við. í raun og veru var hann þar frá upphafi ekkert annað en valdalaus og áhrifalaus undir- tylla. Nú, eftir aðeins eitt ár, er Héð- inn Valdimiarssion búinn að fá nóg af „sameiningunni“. Hann sér að straumurinn liggur ekki leng- ur til fconxmúnista, heldiur burt frá þeim. Verkalýðurimn flýrþann flokk, sem hefir tekið að sér að verja svik Sovét-Rússlands við friðinn, vináttusamning Stalins við Hitler, árásina að baki Pól- verjum, kúgun Eystrasaltsríkj- anna og nú siðast hina blöðugu og ódrengilegu árás á Finnland. Héðinn vill ekki lengur taka „skil yrðislausa afstöðu :með Sovét- Rússlandi", eins og fyrir ári síð- an. Það er ekki vinsælt. Og nú reynir hamn að bjarga sér með því að yfirgefa á seinustu stundu sjálfur hið sökkvandi skip. En Héðinn Vaidimarsson hefir líka aðra, ennþá alvarlegri á- stæðu til þess. Það samrýmist ekki heldur hagsmunum brezka olíuauðvaldsins, sem hann er um- boðsmaður fyrir, að hann fylli þann flokk, sem haldið er úti af Sovét-Rússlandi, bandamanni Hitlers, sem Bretland á nú í styrjöld við upp á líf og dauða. Hann vieit, að það er ekki seinna vænna, ef hann vill halda stöð- unni, en að segja skilið við slík- an flokk. Héðinn Valdimarsson er x sann- leiika orðinn grátbrosleg fígúra á sviði stjómmálamna. Fyrirhálfu öðriu ári síðan sveik hann Al- þýðuflokkinn í því skyni að slá sér upp á „sameiningunni" við ikoixxmúnista. í dag eða næstu da,ga hrökklast hann einnig út úr flokki þeirra, fylgilaus og fyrir- iitinn áf öllum, eftir að hafa ver- 5íð hafður að ginningarfífli þar í heilt ár. Það eru endalokin á vaidadraumium Héðins Valdi- marssionar. Allt er tapað annað en olían. M altin í jóla ölið BJHgsa Reybt sfld SSmfSr Ostar Egg komið, símið, sendið! BREKKA Símar 1678 og 2148. Tiarnarbúðin. — Sími 3579. Útbreiðið Alþýðublaðið! geti verið sem stórstígust og óó í samræmi við þróun at- vinnulífsins og þjóðfélagsins yfirleitt, og hún er stórstíg og hefir verið í Noregi, Dan- mörku og Svíþjóð — og síð- ustu árin í Finnlandi, en það land hefir um langan aldur verið undirokað og alltaf orðið að vera á verði gegn grimmum ásælnisherjum, en síðan landið fékk sjálfstæði sitt og innra frelsi og fyrir vaxandi mátt finnska Al- þýðuflokksins hafa einmitt á þessu sviði verið unnin kraftaverk á Finnlandi. Menn fýsir mjög að heyra um Finnland og þjóðina. Með- al annars þess vegna hafði Al- þýðublaðið í gær tal af ungum íslendingi, sem mun vera síð- asti íslendingurinn, sem dvalið hefir í Finnlandi, áður en Rúss- ar réðust inn í landið. Þessi maður er GUNNAR BJARNA- SON frá Húsavík, sem nú hefir verið ráðinn ráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands í hrossa- rækt. Gunnar er glöggur maður og hann er fullur af hrifni af Finnlandi og finnsku þjóðinni. Hann hef- ir dvalið ytra síðan 1936 og stundað landbúnaðarfræði við landhúnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn, en hrossaræktina tók hann sem sérgrein. Hann útskrifaðist' af landbúnaðarhá- skólanum í sumar og fór að því loknu til Noregs, Svíþjóðar og Finnlands. En í Finnlandi er margt að sjá og læra fyrir sér- fræðinga í hrossarækt, því að Finnar éru taldir einhverjir beztu hrossaræktarmenn heims- ins. Veltur líka mikið á því fyr- ir þá að hesturinn þeirra sé góður, þar sem hann er svo nauðsynlegur liður í aðalat- vinnuvegi landsins, trjáfram- leiðslunni, en tré og tréafurðir nema um 80% af útflutnings- verðmæti landsins. Helsinki — borg hinna glæsilegu nýbygginga. Gunnar Bjarnason sagði þannig frá: Ég kom til Helsinki 1. sept- ember, þegar stríðið brauzt út. Þá vissi ég ekki að stríðið væri byrjað og mér kom því alger- lega á óvart, að sjá svo mikið af mönnum vera á járnbrautar- stöðinni, en ég fékk fljótt að vita af fregnmiðum blaðanna hvað á seiði var — og mér virt- ist Finnar taka tíðindunum með mikilli ró. Helsinki er mjög falleg borg og á síðustu tímum hefir hver stórbyggingin eftir aðra risið þar upp, sem munu eiga fáa sína líka um fegurð. FÍest- ar þessar byggingar hefir teikn- að Finni, sem býr í Ameríku og er orðinn heimsfrægur arkitekt. Mér var sagt að hann teiknaði margar þessar fögru byggingar fyrir þjóð sína, án nokkurs end- urgjalds og yfirleitt má í þessu sjá alla afstöðu finnsku þjóð- arinnar til finnska ríkisins, en ég skal koma síðar að því. Feg- urstu byggingarnar eru Þing- húsið, pósthúsið, járnbrautar- stöðin og iðnaðarmannhúsið, sem ég sé af skeytum að eld- sprengjur Moskvakommúnism- ans hafa nú skotið í rúst. Þá má ekki gleyma hinum stór- kostlega Olympiuleikvangi með öllum þeim byggingum, sem honum tilheyra. Með þeirri byggingu hefir bæði ríkið og einshaklingar lagt í sameiningu fram fé og krafta vegna hinn- ar alþjóðlegu íþróttamenning- ar. Þessar glæsilegu byggingar hafa mjög mikil áhrif á mann undir eins og maður kemur til borgarinnar. Þær lýsa sókn finnsku þjóðarinnar frá gamla tímanum og minningum um hörmungarnar, sem fáar þjóðir eiga aðrar eins, og til nútímans, framfaranna og umbótanna á öllum sviðum, Gerbreyting síðan fasisminn og kommúnisminn voru kveðnir niður. Sá maður, sem ég var mest með, var yfirráðunautur Finna í hrossarækt, Sihvola að nafni. Hann var íxxjög frjálslyndur í skoðunum. Hann skýrði mér frá því, og ég varð líka var við 1 það úr fleiri áttum, að þjóðin hefði gerbreytzt á síðustu 20 ár- um, en mest hafði breytingin orðið á allra síðustu árum. — Eftir að fasistahreyfing Lappó- manna og kommúnistaflokkur- inn höfðu hvorttveggja orðið að þoka fyrir ákveðnum ráðstöfun- um allra lýðræðisflokkanna, ríkisvaldsins og menningar- stofnananna, þar á meðal í- þróttafélaganna, hafði andinn gerbreytzt. Fólkið hætti að kasta öllum áhyggjum sínum upp á ríkisstjórn og sveita- stjórnir, það hóf sjálfstæða bar- áttu, barðist við jörðina og vann, vann og stundaði íþrótt- ir og andlegt nám. Hins vegar gætti ríkisvaldið þess, að heild- in ynni í takt við fólkið, það er að ríkið væri vakandi um for- ystu og að það ryddi brautina um nýjungar í atvinnu- og fjármálalífinu, án þess þó að binda hendur fólksins um of og áherzla er á það lögð, að gamalt fólk og farlama og yfirleitt all- ir, sem ekki geta séð fyrir sér sjálfir, þurfi ekki að líða skort og einmitt nú eru í undirbún- ingi ýmsar stórkostlegar fram- farir faldar í umbótalöggjöf. og stríði. Gunnar Bjarnason. Innrás kommúnistahersins mun vitanlega fresta þeirri löggjöf. Ég varð ekki var við annað en að finnska þjóðin væri glöð og ánægð, nægjusöm og full af ýmis konar áhugaefnum. Skömm að lifa undir rúss- nesku oki. Eins og aðrar Norðurlanda- þjóðir eru hugsjónir lýðræðis- ins mjög sterkar meðal Finna. Þess vegna óska þeir einskis frekar en að mega lifa í landi sínu í friði við allar nágranna- þjóðir sínar, án nokkurrar á- sælni gagnvart þeim. Og þrátt fyrir nokkra bliku á austurloft- inu, þegar ég dvaldi í Finn- landi, var alltaf skrifað í vin- samlegum tón um Rússa. Ég las t. d. forystugrein í einu helzta blaði í Helsinki, sem var um það, að eðlilegt væri að gerður yrði verzlunarsamning- ur við Rússa, þetta væru ná- grannaþjóðir, sem sjálfsagt væri að lifðu í sátt og samlyndi — en báðar frjálsar og óháðar hvor gagnvart annarri. En und- ir niðri veit ég að Finnar höt- uðu kommúnismann og hina rússnesku yfirdrottnun og fleiri en einn maður sagði við mig, að ef Rússar réðust á land þeirra, myndi verða tekið á móti þeim af fullum krafti. — „Okkur þykir skömm að því að lifa ef Rússar brjóta Finnland aftur undir ok sitt. Það verður gamau að sýna þeim að við lát- um ekki svæla okkur inni eins og tófur í greni.“ Slíkar setn- ingar heyrði ég oft. Finnar munu vera bezt æfðir á hern- aðarvísu allra Norðurlanda- þjóðanna, þeir eru miklir her- menn og grimmir í stríði, það er þeirra lyndiseinkunn, enda kynslóðirnar orðið að þola margt illt. Ég er sannfærður um, að Rússar munu bíða mikið afhroð áður en þeim tekst að kúga þessa þjóð undir okið. Stælt þjóð — og ánægð. Þjóðin er ákaflega stælt. Finnar virtust mér vera heldur smærri vexti en aðrir Norður- landabúar. Þeir eru hinsvegar samanreknir, kvikir í hreyfing- um og léttir, brúneygðir og skarpleitir og yfirleitt virðist líkami þeirra fjaðurmagnaður. Þeir eru líka uppaldir við í- þróttir og grípa íþróttirnar inn í allt menningarlíf þeirra. Þeir æfa íþróttir á öllum aldri og all- ir, allt frá háskólaprófessorn- um og ráðherranum upp í kúa- hirðirinn, eða hvernig þú vilt raða mönnum í mannfélagsstig- ann. Eitt sinn kom ég á ferð minni um landið, að búgarði. Þegar ég steig út úr bílnum sá ég skammt frá allstórt vatn. Ég sá þar mann, sem virtist vera alls nakinn hlaupa hratt og látlaust hringinn í kring um vatnið. Ég spurði hvað maður- inn væri að gera. Það var kúa- hirðirinn að æfa sig undir 01- ympíuleikana! Þannig var þetta á öllum sviðum. Helztu leikar- arnir eru íþróttagarpar og flestar eða allar finnskar kvik- myndir, sem ég sá, fjölluðu um íþróttir og hljómlist. Finnar eru líka mjög söngelskir og syngja vel, þeir eru yfirleitt allt af syngjandi, enda eiga þeir marga fræga lagasmiði. Flestir söngvar þeirra eru hetjuljóð eða þjóðsagnaljóð, og flestir fjalla söngvar þeirra um baráttu þeirra fyrir frelsi sínu — og hinir nýjustu um framfarirnar og umbæturnar og um íþrótt- irnar. Þjóðsögur virtust mér lifa góðu lífi meðal Finna og marg- ar góðar venjur hafa þeir aftan úr forneskju. Þeim hefir tekizt dásamlega að halda því sem bezt var 1 fortíðinni. Til gam- ans skal ég geta þess, að eitt sinn sem oftar kom ég á bónda- oæ. Þar, eins og alls staðar ann- ars staðar, var gufubað. Ég xekkti nokkuð til gufubaða en ekki þó finnskra, og ég fór á- samt fleirum í bað. Finnar kasta vatni á glóandi grjót í baðstofunni og gufan gýs yfir mann, hitinn er afskaplegur, en Finnar skvetta á sig köldu vatni til þess að kæla sig, og berja sig utan með hrísi, til þess að styrkja húðina. Ég flýði út og þoldi ekki hitann. Húsbóndinn kom á eftir mér og sagði eitt- hvað við mig, sem ég skyldi ekki, af því að hann talaði finnsku. Þá var mér sagt, að það væri siður í Finnlandi að húsbóndinn þvæi gesti sínum um bakið, þegar hann kæmi úr baði, og væri það gert til þess að koma í veg fyrir að honum fygldu úr hlaði illir andar. Lág laun, en allt ótrúlega ódýrt. Laun eru yfirleitt lág í Finn- landi, en verðið mun að lík- indum hvergi vera eins lágt. Ég lifði vitanlega sem ferða- maður í Finnlandi og þekki því bezt það, sem að ferðamannin- um snýr. Finnar hafa þegar reist mörg góð gistihús, vegna hinna fyrirhuguðu Olympíu- leika næsta ár. Herbergi, sem kostaði 8 krónur í Stokkhólmi — kostaði um kr. 4,00 í Hel- sinki. Vindlingar, sem kostuðu kr. 1,50 í Stokkhólmi, kostuðu 60 aura í Helsinki. Matur, sem kostaði kr. 2,50 í Stokkhólmi, kostaði 1,10 í Helsinki. Mér var sagt að svona væri það á öllum sviðum. Eins og kunnugt er, er síldin nokkurs konar þjóðar- réttur í Finnlandi, enda eta Finnar mikið af síld. Ég sat oft til borðs þar sem voru tveir og þrír síldarréttir og Finnar kunna að matreiða síld. Atvinnu leysi er ekkert í landinu. Marg- ir eru það, sem kallaðir eru fátækir, en engir líða skort og fáir eru ríkir. Flestir eiga sínar björtu vonir, sitt ákveðna mark að keppa að, bæði sjómennirn- ir í hafnarborgunum og verka- mennirnir þar og skógarhöggs- mennirnir. Verkalýðshreyfingin og Alþýðuflokkurinn vinna markvisst að umbótum og verð- ur geysimikið ágengt, þrátt fyrir það, þó að allur kommún- istaáróður sé útilokaður úr þeim samtökum, enda hefir það verið gæfa þeirra. Landbúnað- Frk. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.