Alþýðublaðið - 08.12.1939, Side 1

Alþýðublaðið - 08.12.1939, Side 1
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XX. ÁRGANGUR FÖSTUDAGUR 8. DES. 1939. 287. TÖLUBLAÐ KommAnlstaflokknrinii er f upplausn um alt land —--».- Héðinn og meirlhlnti miðstjórnarinnar sagði sig úr flokknum seinnipartinn í gær -- Helmingur flokksfélagsins í Reykjavík og flokksfélög- in á Siglufirði og Norðfirði sögð munu fara á eftir. Hðggormur er á ferðipni! Ástæða til ai vera vel ð verði! r \ FRUMVARP um nokkrar ráðstafanir vegna styrj- aldarástandsins er flutt á al- þingi af þeim fjárveitinga- nefndarmönnunum Jónasi, Þor- steini og Bernharð. Kennir þar margra grasa og kemur ekki allt við styrjöldinni. Er frumvarp þetta líkast lög- ijm þeim, sem kölluð eru band- ormurinn, en þar voru þrædd á eitt band ýms sparnaðarmál. Þingmenn höfðu almennt búizt við að fjárveitinganefnd myndi nú gera tillögu um að bæta nokkrum liðum við þessi lög og halda sér við þau atriði, sem varða fjárhaginn. En raunin hefir orðið önnur. Nokkrir fjár- veítinganefndarmenn virðast nú standa í þeirri meiningu, að nefndin sé nokkurs konar alls- herjarnefnd eða jafnvel ríkis- stjórnarnefnd, og fara nú út á þá braut að ætla að breyta möfgum almennum lögum í at- riðum, sem ekkert koma við fjárlögum, með einu frumvarpi. Hér er farið út á hættulega braut og heggur nærri stjórn- arskránni. Þar er svo fyrir mælt, að almennum lögum megi ekki breyta með fjárlaga- ákvæði. Þessi nýi bandorms- bróðir hefir meðal þingmanna verið skírður: höggormurinn. * TZ’ OMMÚNISTAFLOKKURINN, eða Sameiningarflokk- r I' ur alþýðu — sósíalistaflokkurinn, eins og hann hefir kallað sig síðan í fyrrahaust, er nú að liðast í sundur. Sex af 11 meðlimum miðstjórnar hans sögðu sig úr flokknum í gær. Voru það þeir Héðinn Valdimarsson, Pét- ur G. Guðmundsson, Þorlákur G. Ottesen, Ólafur H. Ein- arsson, Arnór Sigurjónsson og Þorsteinn Pétursson. Þetta er aðeins byrjunin. Samkvæmt áreiðanlegum upp- lýsingum, sem Álþýðublaðinu hafa borizt í morgun, mun um helmingur flokksfélagsins hér í Reykjavík segja sig úr flokknum í dag eða einhvern næstu daga. Þá hefir flokks- félagið á Norðfirði samþykkt mótmæli gegn afstöðu flokks- stjórnarinnar til árásarinnar á Finnland og gefið stjórn félagsins heimild til þess að segja allt félagið úr flokkn- um. Búizt er við að flokksfélagið á Siglufirði muni fara sömu leið. Frá þessum tíðindum var lít- illega skýrt hér í blaðinu í gær, en í útvarpinu var birt í gær- kveldi greinargerð frá hinum 6 miðstjórnarmeðlimum flokks- ins, sem í gær sögðu sig úr hon- um. Var í greinargerðinni skýrt frá því, að fyrir helgina hefði Héðinn Valdimarsson gert kröfu til þess að flokkurinn breytti um afstöðu til Rúss- lands vegna árásar þess á Finn- land og gæfi út opinbera sam- úðaryfirlýsingu með Finnum. Var tillaga hans svohljóða- andi: „Miðstjórn Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins — ályktar að lýsa samúð flokksins með fimísku þjóðinni og baráttu hennar fyrir sjálf- stæði og sjálfsákvörðunarrétti gegn árás þeirri, er gerð hefir Fraegasta skáldsaga ársins* Bækur MFA koma nú hver af annari. 1 'j* ÉLAGAR MFA og aðrir, "*• sem ætla að fá bækur sambandsins í ár, geta nú sótt Borgarvirki, hina glæsilegu, heimsfrægu skáldsögu A. J. Cronins í þýðingu Vilmundar Jónssonar á skrifstofu sam- bandsins í Alþýðuhúsinu, G. harð. Bókin kom út í gær. Þetta er tvímælalaust bezta og mik- ilfenglegasta skáldsagan, sem út kemur á íslenzku á þessu ári. MFA gaf út fyrstu bók sína á þessu ári á sjómannadaginn í vor: „í sjávarháska.“ Vakti hún mjög mikla athygli og fékk geysimikla útbreiðslu. Bækur MFA verða alls 5 á þessu ári, en enn er ekki hægt að ákveða með vissu hvenær hinar bæk- urnar koma. Stafar það af erf- Frh. á 4- síðu. verið á hana af núverandi stjórnendum Sovétlýðveldanna og herafla þeirra og telur árás þessa um leið vera árás á finnsku verkalýðshreyfinguna og brot á grundvallaratriðum sósíalistiskra baráttuaðferða. Miðstjórnin felur ritstjórum flokksblaðanna að stjóma þeim samkvæmt þessu og formanni flokksins að birta yfirlýsingu þessa í þeim og útvarpinu nú þegar.“ Að sjálfsögðu máttu Moskóv- ítarnir ekki heyra slíka yfirlýs- ingu nefnda af hálfu flokksins. Hún var ekki samrýmanleg hinni skilyrðislausu afstöðu með Sovét-Rússlandi. Fór allt í bál og brand á fundinum og hótuðu báðir aðilar að kljúfa flokkinn ef þeir hefðu ekki sitt fram. Bar þá Sigfús Sigurhjart- arson f ram tillögu til rök- studdrar dagskrár, að þar sem það væri sýnilegt, að það myndi valda klofningi flokksins, hvort sem tillaga Héðins yrði sam- þykkt eða felld, þá væri henni vísað frá, en hins vegar lagt fyrir blöð flokksins, að vera al- gerlega hlutlaus gagnvart styrj- öldinni á Finnlandi. Þessa hlutleysistillögu(!) vildu Moskóvítarnir styðja, en þegar til atkvæðagreiðslu (kom um hana, var hún felld í miðstjórn- inni með 6 atkv. á móti’ 5. — Síðan var greitt atkvæði um til- lögu H. V. og hún samþykkt með 6 atkvæðum á móti 5. Með tillögunni greiddu atkvæði þeir sömu 6 miðstjórnarmeðlimir, sem nú hafa sagt sig úr flokkn- um, en á móti henni: Brynjólf- ur Bjarnason. Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson, Ársæll Sigurðsson og Guðbrandur Guð mundsson. Við þessi málalok vildi minnihlutinn ekki una og heimtaði atkvæðagreiðslu í allri flokksstjórninni, þ. e. a. s. einn- ig meðal meðlimanna úti um land, en í henni eiga sæti auk miðstjórnarmeðlimanna 11 hér í Reykjavík 22 menn, samtals 33. Voru báðar tillögurnar lagð- ar fyrir flokksstjórnina til að velja á milli þeirra, og fór sú atkvæðagreiðsla svo, að tillaga Sigfúsar fékk 18 atkvæði, en Héðins ekki nema 14, einn sat hjá. Frh. á 4. síðu. Aftur í stríði eftir 21 ár: Franskir hermenn á bæn við hermannæ grafir úr heimsstyrjöldinni á 21. afmælisdegi vopnahlésins, sem samið var 11. nóv. 1918. Rússar nota eitnrgas! 11 finnskir hermenn liggja I gaseitrnn eftir stórskotaárás norðan við Ladoga. -.—....4- Suðurströnd Finnlands lýst í hafnbann. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins, KHÖFN í morgun. * SAMKVÆMT opinberri tilkynningu frá Helsingfors eru Rússar byrjaðir að nota eiturgas í bardögunum við Finna. Rússneskt stórskotalið á vígstöðvunum við austur- landamæri Fnnlands norðan við Ladogavatnið skaut á miðvikudaginn eiturgassprengjum á varnarstöðvar Finna og liggja ellefu finnskir hermenn, sem þar voru, nú á sjúkra- húsi með gaseitrun. Rússum hefir hvergi miðað neitt til muria áfram á víg- stöðvunum og sú frétt, sem þeir sendu út í gær um að þeir hefðu brotizt í gegnum Mannerheimlínuna á Kyrjálanesi, hefir reynst vera uppspuni einn. Hins vegar hefir sovétstjórnin nú lýst yfir hafnbanni á Finn- landi, og á það að koma til framkvæmda strax um hádegi í dag. Er ætlun Rússa að hindra alla aðflutninga til Finnlands á vopn- um og vistum um Eystrasalt, en frá Norður-Svíþjóð geta þeir 'ekki hindrað slíka aðflutninga, þar eð rússneski flotinn kemst ekki inn í Botneska flóann fram hjá Álandseyjum. Samúðaraldan með Finnlandi 4________________________• Monið AWnflokksfélags- ins annað kvðld. A LÞÝÐUFLOKKSFÉLAG- IÐ heldur eitt af sínum venjulegu, vinsælu skemmti- kvöldum annað kvöld kl. 8%. Meðal skemmtiatriða, meðan setið verður undir borðum, er ræða, sem Einar Magnússon menntaskólakennari flytur. Þá les Tómas Guðmundsson skáld upp kvæði, en Sigfús Halldórs- son syngur. Á eftir verður svo dansað fram eftir nóttu. Frh. á 4- sí&u. rís stöðugt hærra og hærra úti um allan heim. Stórkostleg fjársöfnun fer fram handa Finnum um öll Norðurlönd. Landssamband norsku verka- lýðsfélaganna samþykkti í gær að gefa 25 000 krónur. Norska sjómannasambandið gaf 10 000 krónur. Þá hefir og fé verið safnað til þess í Svíþjóð, að kosta sænskan sjúkraleiðangur tli Finnlands um þriggja mán- aða skeið. Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði iieldur skemmti- fund annað kvöld með sameigin- legri kaffidrykkju. Allt Alþýðu- flokksfóik, konur og karlar, vel- komið. Taka Bretar og Frakkar op- inbera afstððn með Finnnm Háværar kröfur um það í Frakklandi. LONDON í morgun. FÚ. ÞAÐ vekur mikla athygli. að frakknesk blöð eru far- in að lýsa yfir þeirri skoðun sinni, að bandamenn ættu að hallast alveg á sveif með Finn- um^ og aðstoða þá á hverja lund gegn Rússiun, Yfirlýsingar eru væntanleg- ar um afstöðu Bretlands og Frakklands, og er það lcunnugt, að brezka stjórnin hefir haft til íhugunar, hvort hún skuli breyta afstöðu sinni gagnvart Sovét-Rússlandi, vegna innrás- arinnar í Finnland.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.