Alþýðublaðið - 08.12.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.12.1939, Blaðsíða 4
■ GAMLA BIO Eí ég væri koi- flngnr. Stórfengleg og spennandi söguleg amerísk kvikmynd um einhvern frægasta æv- intýramann veraldarsög- unnar, franska skáldið Francois Villon. Aðalhlut- verkin leika: Konald Colman, Frances Dee og Basil Kathbone. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. Áttræ&ur ver'öur í dag Jón ólafsson verkamaður frá Neðra-Dal í Mýrdal, bróðir Lofts pósts á Hörgslandi og peirra systkina. Jón er ennþá hnglegur og ern á sál og líkama, fylgist vel með atburðum tímanna og hugsar mik ið um ýmsar hinar flóknari ráð- gátur lífsxns. Heimili Jóns er á Bergþórugötu 16. Hefir hann dval ið um. 40 ár hér í bænum. Jón er Alpýðuflokksmaður og hefir verið það, frá fwí flokkurinn var stofnaður. Alpýðuflokkurinn ósk- ar honum tíl hamingju á afmæl- inu. HVAÐ ERU KALASRÚLLUR? Bökaútsala Núna fyrir jólin sel ég hinar gullfallegu og vin- sælu hækur Einars H. Kvaran’s með þessu lága verði: Sveitasögur innb. 4,00 —. óinnb. 3,00 Stuttar sögur óinnb. 3,00 Sögur Rannveigar I & II 4,00 II innb. 1,75 — I &II óinnb. 2,75 — II óinnb. 1,00 Sálin vaknar innb. 3,50 — óinnb. 2,50 Syndir annara óinnb. 1,50 Trú og sannanir óinnb. 1,50 Líf og dauði óinnb. 0,75 Enn fremur þessar bækur: Með báli og brandi I & II óinnb. 5,00 — II óinnb. 1,50 Þrjár sögur óinnb. 0,50 VERZLUN ísleifs Jónssonar, Aðalstræti 9. Reykjavík. Á.V.R. Rommdropar. Vanilludropar. Citrondropar. Möndludropar. Cardemommudropar. Smásöluverð er tilgreint á hverju glasi. Öll glcws með áskrúfaðri hettu. Áfengisverzlnn rikisins Eafmagnsklukkur mjög hentugar fyrir verzlunarfyrirtæki og samkomusali nýkomnar. JÓN SIGMUNDSSON, Laugavegi 8. KOMMÚNISTAFLOKKURLNN 1 UPPLAUSN Frh- af 1. síðu. Héðlnn segir, að knmm- ðnistar hafi svikið hann. Eftir þessa niðurstöðu af at- kvæðagreiðslunni í flokks- stjórninni ákváðu Héðinn og fylgismenn hans að segja sig úr flokknum, eins og þeir hafa nú gert. Létu þeir í gærkveldi birta eftirfarandi greinargerð fyrir úrsögnum sínum: „Okkur er orðið það Ijóst, að nokkur hluti forustumanna gamla kommúnistaflokksins, er komizt hafa í trúnaðarstöður Sameiningarflokks alþýðu, hafa ekki gengið til samstarfs í ein- um flokki af einlægni, heldur hafa þeir notað sér það að við höfum sýnt þeim fult traust og aðstöðu innan flokksins til að breyta svip hans frá grundvell- inum þannig, að hann lagist eftir stefnu og geðþótta núver- andi valdhafa Sovétríkjanna í hvert sinn, en ekki eftir óskum og þörfum íslenzkrar alþýðu og hafa fórnað hagsmunamálum hennar fyrir það að verja mál- stað hinnar breyttu utanríkis- pólitíkur Sovétlýðveldanna. — Þetta er ekki einungis gagn- stætt grundvelli flokksins og stefnuskrá og óþolandi yfír- gangur gagnvart miklum hluta flokksmanna, heldur fyrirbygg- ir að flokkurinn geti orðið sam- einingarflokkur íslenzkrar al- þýðu. Þess er engin von, að sá flokkur, sem hefir að leiðar- stjörnu utanríkispólitík Sovét- lýðveldanna, breytilega eftir að- stöðu þeirra einna og nú jafn- vel stórveldissinnaða og yfir- gangssama, geti sameinað ís- lenzka alþýðu undir merki sínu og fylkt henni sameinaðri til baráttu og enn síður, að það yrði henni til farsældar. Krafa okkar nú sem fyrr er, að for- ustuflokkur alþýðunnar sé eng- um háður öðrum en íslenzkri al- þýðu og vinni fyrir hana.“ Þetta er það, sem Héðinn og náflustu fylgismenn hans hafa opinberlega að segja um úrsögn sína. Þjóðviljinn hefir í morgun ekki annað að segja en það, .,að 6 menn hafi gefizt upp,“ eins og hann kemst að orði. Sú skýring á að nægja fyrir kommúnista. Um hitt er þagað, að flokkur- inn er um allt land að falla í rústir. Heyrst hefir, að það flokks- brotið, sem nú hefir farið úr flokknum hafi í hyggju að hefja útgáfu blaðs innan skamms, en um heiti þess og stefnuskrá er ekkert kunnugt. fliR« dfiri orsakir. Ýmsir eru að vona það, að Héðinn Valdimarsson hafi nú vit á því að draga sig út úr stjórnmálunum, en hvort hann gerir það eða ekki, er alveg ó- víst. Engum, sem kunnugt var, hvemig stofnað var til hins svonefnda „Sameiningarflokks alþýðu — sósíalistaflokksins,“ af kommúnistum og Héðni Valdimarssyni mun koma það á óvart, hvernig komið er. Flokk- urinn var dauðadæmdur þegar frá upphafi, og ekki byggður á neinu öðru en blekkingum og botnlausum óheilindum nokk- urra manna, sem eitt augnablik sameinuðust í hatri sínu til Al- þýðuflokksins og þó að Héðinn Valdimarsson lýsi því nú yfir, að það hafi verið út af Finnlands- málunum, sem flokkurinn klofnaði, þá er það ekki nema lítill hluti sannleikans. Hvorki hann né nokkur annar mun hafa getað gert ráð fyrir því, að hinir keyptu erindrekar sovét- stjórnarinnar hér á landi myndu taka nokkra aðra afstöðu til þeirra mála en þeir hafa tekið. En það var annað, sem meira máli skiptir fyrir Héðin: Olían var í hættu, vegna þátttöku hans í flokki, sem tekið hefir opinbera afstöðu með fjand- mönnum Bretaveldis. Fyrir fjöldan allan af þeim mönnum, sem nú segja sig úr flokknum með Héðni, er allt öðru máli að gegna. Þeir hafa á- stæðu til þess að álíta sig svikna af kommúnistum. Þeir trúðu því á sínum tíma að hér væri um einlæga sameiningar- tilraun að ræða og hafa nú séð í gegn um svikavefinn. tSLENZKA GLfMAN , Frh. af 2. síðw. ekki sízt skylda skólanna að vinna að endurreisn þjóðaríþrótt- arinnar, íslenzku glímunnar. t DA Næturlæknir er Bergsveinn Ólafsson, Hringbraut 183, sími 1985. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAGIÐ Frh. af 1. síðu. Félagar eru áminntir um að hafa með sér töfl og spil. Aðgöngumiðar eru seldir í af- greiðslu Alþýðublaðsins. Félagar ættu að fjölmenna, því að þetta eru ódýrustu og beztu skemmtanirnar, sem al- þýðufólk á kost á. M. F. A.-bækumar Frh. af 1. síðu. iðleikum með pappír. Þær þrjár bækur, sem enn eru ókomnar, eru: „Hrunadans heimsveld- anna“, eftir enska blaðamann- inn Reed og fjallar hún um heimsstjórnmálin. Er þetta stórfræg bók og fróðleg mjög. Þá er „Fluglistin“, en hún seg- ir sögu fluglistarinnar og lýsir henni. í bókinni er mikill fjöldi mynda. Er hún skrifuð af norsk- um prófessor í aflfræði, Schiel- drop að nafni — og loks er bók Stefan Zweigs: „Undir örlaga- stjörnum“. Eru í henni söguleg- ar ritgerðir eftir þennan heims- fræga höfund. HVAÐ ERU KALASRÚLLUR? Nikill afsláttnr á tilbúnum Ejélum, Blðssum, Pllsum Nokkuð af kjólum selt fyrir hálfvirði. SAUMASTOFA QuðrAnar trngrimsðéttur Bankastræti 11. — Sími 2725. I. O. 6. T. ST. FREYJA NR. 218. Fundur í kvöld kl. 8Y2. Inntaka nýrra félaga. Venjuleg fundarstörf. Hagnefndaratriði: Erindi og einleikur á orgel. Félagar fjölmennið. Æ.T. ■ NYJA bio ■ Beztn þakkir mr. ffloto. Amerísk kvikmýnd frá Fox, er sýnir nýjustu klæki og skörungsskap hins snjalla leynilögreglu- manns Mr. Moto. Aðal- hlutvrkið, Mr. Moto, leikur Peter Lorre. Aukamynd: BLÁA FLJÓTBE). Stórmerkileg fræðimynd frá Kína. Böm fá ekki aögang. Útbreiðið Alþýðublaðið! F.U.J. Munið slysavarnanámskeiðið i kvöld kl. 8 í Trygjgvagötu 28- * Fimleikaflokkar félagsins taka til starfa á morgun. Verða æfing- ar framvegis á laugardögum eins og hér segir: Flokkur stúlkna frá kl. 8—9. Ftokkur pilta frá kl. 9—10. Þeír félagar, sem ætla að verða þátttakendur, mæti til viðtals í afgreiðslu Alþýðublaðsins í kvöld M. 9-10. ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR. I!I. fræðslu- og skemtiMd Alþýðuflokksfélagsins verður annað kvöld kl. 8Ý2 í sam- kvæmissölum Alþýðuhússins við Hverfisgötu. ... á SKEMMTIATRIÐI m. a.: 1 ? 1. Ræða: Einar Magnússon menntaskólakennari. 2. Einsöngur með undirleik: Sigfús Halldórsson. 3. Upplestur: Tómas Guðmundsson, skáld. Skemmtiatriði þessi fara fram undir borðum. ; D A N S frá kl. 11. Aðgöngumiðar með sama lága verðinu (1,75, kaffi innifal- ið) fást í afgreiðslu Alþýðublaðsins á morgun eftir kl. 1. Hafið með ykkur spil og töfl. SKEMMTINEFNDIN. S.G.T. eingðnon eldri dansarnir. verða í G.T.-húsinu á morgun, laugardag, 9. des. kl. 9Ý2 e. h. Áskriftarlisti og aðgöngumiðar frá kl. 2 e. h. á sama stað. Sími 3355. -— Hljómsveit S, G. T. (5 menn.) Dansleikurinn er haldinn til ágóða fyrir Finna-hjálpina. CARIOCA-DANSLEIKUR verður í Iðnó annað kvðld. Hljómsveit undir stjéru Weisshappels og Hljömsvelt Hótel fislands. Aðgöngumiðar á kr. 2,50 verða seldir á morgun frá klukkan 6—9 eftir pann tima verðnr venjuiegt verð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.