Alþýðublaðið - 11.12.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.12.1939, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR 11. DEZ. 1939. ALÞVÐUBLAÐIÐ E L D F Æ R IN 25) Svo hljóp hirðmaðurinn aftur um alla höllina 26) og loksins hitti hann litla fátæka stúlku í eldhúsinu og hún hafði heyrt til næturgalans. 27) Á hverju kvöldi færði hún móður sinni mat 28) og þá heryði hún næturgalann syngja. Bökunarvðrnr Flestar á gamla, lága verð- inu, til dæmis kostar hveiti ennþá 0,45 kgr. 5\ í nðttbui • , (ökaupfélaqid Hin nýja bók Elinborgar Lárusdóttur: Förnmenn I: Dimmnbornir. Peningagjafir til Vetrarhjálpar- inniar: Ragnh. Sigur'ðard., Öld. 5, kr. 5,00, B. B. kr. 50,00, M. S. kr. 25,00, Bjarni Sæmundsson kr. 10,00, Anna og Árni Jóhannss'on kr. 10,00. Kærar þakkir. F. h. Vetrarhjálparinnar. Stefán A. Páisson. Að gefnu tilefni skal paö tekið fram að rak- arastofa öskars Árnasonar á Barónisstíg 27 er mér að öilu ó- viðkomandi. Virðmgarfyllst Ósk- ar Árnason hárskeri, Kirkjutorgi 6, við dómkirkjuna. Útbreiðið Alþýðublaðið! EG HEFI LESIÐ hina nýju bók frú Elinborgar Lárus- dóttur, „Förumenn“, með mikilli ánægju. Fer hvort tveggja saman, efni og frásögn á þann hátt, að maður les bökina með eftirvænt- ingu frá upphafi til enda og h'akkar til að fá framhaldið. Hún er samsafn af lifandi myndum úr æfi fólks, sem nútímakynslóð- in innan 40—45 ára aldurs þekkir ekki til, af því að jarðvegurinn, sem það óx upp í, er ekki leng- ur til- Þó eru þessar ýmsu mynd- ir tengdar saman föstum sögu- þræði, þar sem heimilið á Bjargi er miðdepillinn og Andrés mal- ari í 'öllum sinum lítilmótleik, á- samt hinni tignu húsfreyju á Bjargi, uppistöðupersiónumar, og verða bæði lesandanum ógleym- anlegar, hvert á sinn hátt. Annars hefir bókin frá mínu sjðnarmiði tvö aðaleinkenni og tvenns konar tilgang. Hún er byggð á gamalli þjóðtrú, þjóð- háttum og þjóðsöignum. Er þar um mjög mikilsverðan fróðleik að ræða, og veit ég að höf. byggir þar á hinum beztu heim- ildum og hefir hvorki til sparað tíma né fyrirhöfn, að afla sér hans. Fróðleikur þessi er að visu geymdur í heimildarritum og bókum, en er að gleymast alþýðu þessa lands meir og meir, og er það því mikill fengur að fá hann nú dreginn fram á alþýð- legan hátt og í skáldsögufomii, ofinn inn í hversdagslíf fólksins, sem sagan segir frá. Minnir þessi aðferð á skáldskap Selmu Lager- löf, sem orðin er heimsfræg fyrst og fremist fyrir skáldsögur, byggðar á munnmælum og þjóð- sögnum um einkennilega menn 0|g atburði í átthögum skáldkoin- unnar. Annar tiigangur bókarinnar er að segja frá því kynlega fólki, sem hún ber nafr. eftir: föru- miönniunum. Það em dregnar upp myndir af ýinsum tegundum föru manna, hver myndin annari ólík, og sýna þær bezt um hve margs kónar fólk hér hefir veriö að ræða og óiíkar ástæður til þess, að líf þeirra varð svo lánlaust. Reyndar er jafnvel á meðal föru- manna fólk, sem telja má allt annað en lánlaust, af því að það liifir í friði við sjálft sig og aðra, í sátt við guð og menn og alla tilvemna, s. b. Þórlaugu bein- ingakonu, sem ég mun minnast hánar síðar í þessum línum. Allt það farandfólk, sem frú Elinborg segir frá, mun eiga sér fyiirmyndir í veruleikanum. Mér skilist jafnvel að hún þræði að miklu leyti rétt höfuöatri'ðin í æfisöigum þeirra, ef þeirra er get- i'ð. Þetta hefi ég einmitt heyrt notað tii þesis að draga í efa skáldskapargildi bókarinnar. En það er hinn mesti misskilningur; ég tel bókina einmitt á allan hátt miklu mieira virði af þessari ástæðu. Við kynnumst hér undix nýjum nöfnum fóiki, sem við höf- um heyrt ýmislegt um áður, svo sem eins og Sölva Helgasyni og Jóhanni bera. En þeir birtast manni alveg á nýjan hátt, vegna hinnar ríku samúðar og skilnings, siem höf -fylgir þeim með úr garði. Ég verð hneinskilnislega að játa það, að þær sagnir, siem ég hefi haft af föramönnunum og lífi þeirra, hafa aldrei verið mér hugnæmar. Sjálf hefi ég aldrei kyninzt neinum’ þeirra. Þeir vora ©kki lengur til í minni sveit, þeg- ar ég var að alast upp. En al- mennlngsálitið hafði dregið upp af þeim alveg ákveðna mynd, og hana ekki sérlega aðlaðandi. Þeir voru iatir, stundum þjóf- gefnir, illmálgir og illgjamir, fluttu Gróusögur milli bæja og sköpuðu á þann hátt oft óvild og illindi manna á meðal. Þetta fcom þó ekfci í veg fyrir að það vom oft iilmælin og kviksögurn- ar, sém bezt var borgað á bæjun- uim ,enda vitanlega þess vegna flutt á milli. í bók frú Elinborgar er aðeins eian fulltrúi þesisa almennings- álits, enida var það óhjákvæmi- legt að benda á, hvernig það hefir or'ðið til. Þessi persóna er Þrúður farandkona. Lesarinn fær með henni litla samúð og fylgir henni og matarpinkium hennar með gleði út af leiksvið- inu. En állir hinir föramennirnir hafa sinn boðskap til hvers ein- asta lesanda. Þeir eru allir sér- kennilegir kvistir á okkar krækl- ótta þjóðarmeið; sumir gáfaðir menn og aðrir göðir, sumir sund- uikramdir af sálarangist og myrkri eigin æfiskapa, aðrir ber- andi með sér frið og einfaldleik sálar, sem alla æfi verður sál bamsins. Höf. fer sömu nákvæmu móðurhiöndunum um sálarlíf allra þessara vesalinga, svo að líklega hafa þeir aldrei áður hér á landi verið meðhöndiaðir með slikri skygni iog kærleika og hér er gert- Spá min er það, að þessd bók muni gera það að verkum, að orðið „föramaður“ fái fram- vegis aðra og betri .meikingu i meðvitund þjóðarinnar. Mig langar að lokum til að taka tvö eða þrjú dæmi úr bók- inni til sönnunar því, sem ég hér hefi sagt: Kærastur mér af öllum persónum bókarinnar er Andrés malari, umskiftingurinn og fáráðlingurinn, sem ékkert veifc getur lært til hlýtar annáð en það að snúa kvðminni. En í allrl sinni fáfræði er hann spek- ingurinn, sem allir treysta ósjálf- nátt, af því aÖ hann er svo góð- ur, að hann getur engu unnið mein. I hans munni verða illmæli húsfreyjanna hverrar um aðra að viðuikenningar- og aðdáunarorð- um, sem hann flytur þeim á réttri stundu, því það er nú einu sinni hans skilningi ofvaxið, hvers vegna mennirnir lifta ekki í friði Og sátt hverjir við aðra. Þá er það Þórlaug beininga- kona, sem ég hefi áður nefnt. Hún betlar til þess að geta réðr- að ketti og fugla, því sjálf þarf hún ekki mikils með. Auk þess lifir hún á minningunni um dáinn bróður sinn, sem lika var betlari, en aÖ mér skilst næstum því að hætti helgra Austurlandamanna, því við systur sína hafði hann sagt: „Ég geng í tötrum föm- mannsins til þess að vekja til lífs i brjóstum mannanna það bezta, sem þeir eiga til,“ og hún veit að honum tókst það, að mennirnir urðu betri við að mæta honum, horfa í augu hans og liðsinna honum; hann þúrfti víst ekki einu sinni að biðja neins; honum gafst án þess. Þórlaug hefir þann sið, að minna á bróð- ur sinn, þegar henni gefst eitt- hvað, með þvi að segja: „Mig iangar til þess að hiðja þig að gefa mér lika það, sem þú hefðir gefið honum bróður minum, ef hann hefðí lifað.'' Saga þessi muu vera sönn og orðatiltæki Þór- iaugar rétt tilfært; það var af flestum skoðað sem ágengni og tilraun txl að nota nafn látins bróður til þess að fá meiri gjafir, en hjá frú Elinborgu esr skiln- ingurinn allur annar. Þegar ég las þennan kafla finnst mér ég sjá gömlu beiningakonuna krjúpa á Imé og snúa bænum sínum til himnaföðurins, en ekki til nofck- urs manns, og bænin, sem lá á bak við hin tilfærðu orð, hljóð- aði eitthvað á þessa leið: „Góði guð, gefðu mér það, sem þú gafst hionum bróður inínum, það að geta gert þá menn, sem gefa mér, áö betri mönnum.“ Svo ólík er sjón skáldkonunnar og skilningúr hennar þeím dómum, sem al~ menningsálitið kveður upp. Að síðustu örfá orð um lista- manninn Sólon Sókrates, sem mun vera hinn landsþekkti Sölvi Helgason. Gáfur hians og list- hæfileikar hafa löngu verið við- urkennd. Saga hans er ef til vill meira eu nokkurs annars förii- manns saga stórbrotna hæfileika- miannsins ,sem varð úti í lífsins „DimmuboigUm". En þjóðsagn- imar minnast meir galla hans en fcosta. Hann er ofstopafullur og stórorður, fullur af fyrirlitningu á öðrum mönnum og sannfærður um listfengi sitt og yfirburði yfir aðra menn. Þessu lýsir skáld- konan ágætlega i viðtali Sólons Sókratesar við bóndann á Brekku, þar sem koma fram draumar hans um það, hvemig hann muni ná sér niðri á ðllum þeím, sem hafa óvirt list hans. Það gerist þannig: Sólon Sökrates hefir sent drotthingunni málverit, 'Og ein- hvem tíma mun hún senda eftir honum og láta hann koma til sín, og hún mun gera veg hans mik- inn. Hinum fáu vinum hans, sem hafa skilið hann, mun hún launa höfðinglega, en álla hina, sem ekki kunna að meta hann, setur (nún í fangelsi, kastar þedrn í yztq myrkur, því siíkir þegnar, sem ekki kunna að meta lístina, erii skaðlegir í hverju þjóðfélagi, segir drottningin. En hversu lengi eiga þeir þá að vera í fanigels- inu? Það ©r svarið Upp á þá spiumingu, sem sérstaklega varp- ar skýra Ijósí yfir listelsku SóL- ons Sókratesar og fegurðarþrá hans. Hann Iætur drottninguna Frh. á 4. síðu. JOHN DICKSON CARR: Norðía I vaxmyBdasafniflu. 6. safninu. En það er ekki vegna þess, að ég hafi nokkuð að fela. — Hafið þér síma, herra Augustin? — Hann er í vinnustofu minni. Ég skal fylgja yður þangað. — Gott, ég þarf að fá lánaðan síma. En ég verð að leggja eina spurnignu fyrir yður. Þér sögðuð okkur, að þegar ungfrú Duchéne hafi komið í gær, hafi hún spurt, hvar hafurfætling- urinn væri. Hvað átti hún við með því? Augustin vitrist móðgaður. —• Hefir herrann aldrei heyrt getið um hið fræga listaverk mitt, skógargoðið, eða hafur- fætlinginn? —Nei. — Það er eitthvert bezta listaverkið mitt. Það er gert eftir munnmælasögn. Það er byggt á þjóðsögn, sem gengur um það, að í ánni Signu sé skrímsli, sem líkist manni, og að það dragi konur til sín ofan í ána. — Og hvar er líkneskið? — Það er við innganginn að salnum, sem hryllingamynd- irnar eru í, við stigafótinn. — Vísið mér á símann. Þið getið skoðað safnið á meðan, sagði hann við okkur hina. — Ég kem bráðum. Ungfrú Augustin settist á stól rétt hjá lampanum og tók körfu með hannyrðum sínum í undan skrifborðinu. Hún horfði á nálina, sem hún var að þræða og sagði kuldalega: — Þið ratið, herrar mínir, látið mig ekki trufla yður. Við Chaumont gengum inn í safnið. Chaumont tók upp vindlingaveski sitt og bauð mér vindling. Við litum hvor á annan meðan við kveiktum í vindlingunum. Chaumont hafði dregið hattinn niður fyrir augu og var þungur á brúnina. Alt í einu sagði hann: — Eruð þér kvæntur? — Nei. — En trúlofaður? — Já. — Þá skiljið þér ef til vill, hvernig mér er innanbrjósts. Ég er ekki með sjálfum mér. Þér verðið að afsaka mig, ef ég ég taugaóstyrkur. Við skulum fara inn. Hann gekk hægt og þreytulega inn í safnið. Það fór hroll- ur um mig, þegar ég varð þess var. hve allt var dauðahljótt og þögult á safninu. Við vorum staddir í stórum, hvelfdum sal, og hvíldi loftið á steinsúlum. Græn glæta lýsti upp hvelfing- una. Vaxmynd af lögregluþjóni stóð við dyrnar og maður gat álitið, að hann væri lifandi, þangað til maður talaði við hann. Myndirnar stóðu fram með veggjunum. Og okkur virtust þær stara á okkur. Þar stóðu myndir af Doumergue, Mussolini, prinsinum af Wales, Alfonso konungi, Hoover. Þá voru myndir af íþróttamönnum, leikurum og listamönnum. En þetta virtist í raun og veru vera móttöuksalurinn. Ég hrökk við, þegar ég kom auga á mynd af konu, sitjandi á bekk, en rétt hjá henni lá maður í hnipri, eins og hann væri drukkinn. Fótatak mitt bergmálaði, þegar ég gekk inn gólfið. Ég gekk að myndinni. Konan hallaði sér aftur á bak í bekknum og strá- hattur slútti fram yfir augu hennar. Ég fékk óviðráðanlega löngun til þess að snerta myndina, til þess að fullvissa mig um það, hvort myndin gæti ekki talað. Það er jafn óþægilegt að augu úr gleri stari á mann og að venjuleg, mannleg augu stari á mann. Ég heyrði Chaumont ganga um gólfið, og þegar ég leit við, sá ég hann athuga gaumgæfilega myndina af drukkna manninum í horninu. Út frá salnum var ofurlítil hvelfing, og var þar nærri því aldimmt. Glottandi, grett andlit starði á mig ofan af bita. Það var mynd af aflraunamanni. Dauðaþögn ríkti í þessari hvelf- ingu. Risi í svörtum herklæðum stóð þar og hóf öxi á loft. Þá kom ég auga á stiga, sem lá niður í hinar hvelfingarnar, þar sem hryllingarmyndirnar voru. í þessum stiga sagðist Augustin gamli hafa séð Odette Duchéne, og hann kvaS sér hafa sýnst ganga á eftir henni vax- mynd af hinum fræga morðvargi, konunni með brúna hattinn. Allt í einu fannst mér ég vera einmana. Ég snéri við. Það var kröpp beygja á stiganum. Ég sá skugga falla á grænleitan vegginn og hjartað sló ótt 1 brjósti mér. Það var skuggi mannskrímslisins, hafurfætlingsins. í fanginu bar hann mynd af konu, en niður undan skikkjunni gægðist klof- inn hófur. Ég flýtti mér ofan stigann og inn í hvelfinguna. Þar voru margar myndir, listavel gerðar. Liðnir tímar liðu fyrir sjónir manns. Þar lá Marat aftur á bak í baðkerinu og blóðugur hnífurinn var á kafi í brjósti hans. Allar ógnir frönsku stjórn- arbyltingarinnar stóðu þarna ljóslifandi fyrir sjónum manns. Ég hyrði dropahljóð. Skelfingin greip mig. Ég starði í kringum mig og sá böðla spanska rannsóknarréttarins standa með glóandi tengur og kvelja fórnardýr sín, og sá Lúðvík sextánda undir fallöx- inni. Og þetta umhverfi var ennþá draugalegra vegna þess, að enginn gat talað. Það var ekki ímyndun mín. Eitthvað vott féll í dropatali, hægt og hægt. Ég flýtti mér upp stigann og bergmálið af fótataki mínu heyrðist um allar hvelfingarnar. Þegar ég var kominn upp í efsta þrep stigans, reyndi ég að átta mig. Ég blygðaðist míp fyrir að láta ímyndaðan ótta ná tökum á mér. Ég vissi, að við Bencolin myndum hlægja að þessu seinna meir yfir vínglös- um. Þar uppi hitti ég þá Bencolin, Augustin og Chaumont. Ég kallaði til þeirra, en eitthvað hefir þeim fundist ég vera kynd- ugur á svipinn, því að Ieynilögreglumaðurinn kallaði upp yfir sig: — Hver skollinn er að yður, Jeff? — Ekkert, sagði ég. En málrómur minn hefir víst komið upp um mig. — Ég var að dást að vaxmyndunum þarna niðri, mynd-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.