Alþýðublaðið - 12.12.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.12.1939, Blaðsíða 2
/ ÞRIÐJUDAGUR 12. D'UZ. 1939. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Næturgalinn. 29) — Ég læt litlu eldabuskuna fá fast embætti í eldhúsinu, eí hún getur vísað mér á næturgalann, sagði hirðamðurinn. 30) Og svo fóru þaú öll út í skóginn, þar sem næturgalinn var vanur að syngja. En allt í einu fór kýr að baula. 31) -— Ó, sagði hirð- maðurinn, þarna er næturgalinn. Það eru meiri hljóðin í hon- um. — Nei, það er kýr, sagði litla eldabuskan. 32.) Froskarnir kvökkuðu. 33) — Yndislegt, sagði kírtverski hirðpresturinn. Þetta hlýtur þó að vera næturgalinn. — Nei, það eru froskarnir, sagði litla eldabuskan. UMRÆÐUEFNI Karlmainaskðr gott úrval. Tekjuafgangur eftir árið. ©kaupfélacjié Þióöbankinn danski ihefir sett nýjar reglur uin gjaldeyrisverzlun, aUmiklu strang ari en fyrri reglur. Til dæmis er nú ekki heimilt að selja neinum manni útlendan gjaldeyri til ferða laga fyrir meira en 500 danskar krónur á 6 mánaða fresti. Eftir- lit með gjáldeyrisverzluninni verður strangara en hingað til. Gjaldeyrisskuldir danska þjóð- í bankans við önnur lönd em nú orðnar 421/2 milljón kr. FO.' Útbreiðið Alþýðublaðið! Kaupstaðabúar og áhugamál þeirra. Tilboð frá mér. Bréf frá sjómanni á Akranesi. Lýsing á aðstöðu sjómanna- við höfnina þar. Verðhækk- un á kindabjúgum. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. G HEFI minnst á það hér í dálki mínum, að ég vildi gjarna láta hann ná víðar um land- ið en hér í Reykjavík. Það er að segja: Ég vildi hirta bréf frá mönnum um ýms áhugamál þeirra eða athugasemdir, þó að þeir eigi heima utan Reykjavíkur. Þetta myndi verða vel séð af fólki um land allt, því að Alþýðublaðið muu vera útbreiddasta dagblaðið í sjávarþorpunum. EN SJÁLFUR er ég ekki kunn- ugur nema hér í Reykjavík, svo að ég geti tekið til athugunar mál nema hér. Hins vegar virðist erfitt, að fá íbúa kaupstaðanna til að skrifa mér um sín áhugamál eða sínar athugasemdir. Nú ættu þeir að gera það. Bréfin þurfa að vera stutt, en menn þurfa ekki að hugsa um það, þó að þau séu ekki að öllu leyti rétt skrifuð, því það mun ég laga, eins og ég hef lagað í hendi minni flest þau bréf, sem ég fæ. Hér er bréf frá „Sjómanni á Altranesi", sem ég þakka honum fyrir og tel sjálfsagt að birta. Þar eru margvísl. athugasemdir, sem áreiðanlega eru nauðsynlegar. Bréfið er svohljóðandi: „EF SEGJA ÆTTI frá framtaki ráðandi manna á Akranesi í mál- um þeim, sem sjómenn og aðra, sem það þorp byggja snertir, þá væri það eitthvað á þessa leið: — Á sunnanverðum skaganum er hafnargarður, sem öll þau skip, sem til Akraness koma eru af- greidd við. Því mannvirki er nú haldið í svo góðu lagi, að þar er ekki hægt að fara um án þess að vera í hnéháum stígvélum, til þess að komast þurrum fótum yfir þau stöðuvötn, sem myndast, ef regn er eða sjór slettist upp á garðinn." „Á GARÐINUM eru náttúrlega hringir, sem skipum er fest í eða að minnsta kosti eiga þeir að vera í lagi, én þollar þeir, sem alls staðar annars staðar á slíkum stöðum eru hafðir fastir við hringana, eru í fæstum tilfellum á sínum stöðum og líklegast alls ekki til, að minnsta kosti ekki sjá- anlegir. Á fremsta ljósastaurnum hefir undanfarandi verið haft grænt ljós til mikils hægðarauka fyrir skip þau, sem að garðinum koma, en þetta er nú horfið — líkast til af sparnaði eða af trassaskap. Til slysavarna eru þar bjarghringar oftast nær, en vana- lega í því ástandi, að ónothæfir eru með öllu, til dæmis engin lína við þá o. s, frv. Til þess að kom- DAGSINS. ast upp úr bátum og öðrum skip- um, eru stigar utan i garðinum, en svo stuttir, að seilingarhæð full- orðins manns er upp í neðstu tröppuna á þeim, auk þess all- flestar tröppurnar svo bognar og skældar, að illmögulegt er að fóta sig x þeim, og má nærri geta — hversu gott er að ferðast um slíka stiga.“ „HELMINGUR bátaflota þess, sem á heima á staðnum, hefir legið á víkinni út af garðinum og hafa þeir smábátauppsátur í Teiga- vör rétt inn af garðinum, þar varð hið sorglega slys síðastliðinn vetur. Þar hagar svo til, að tveir stein- steypugarðar liggja niður miðja vörina og má nærri geta, hversu gott er að lenda á slíkum stað í stormi og náttmyrkri, þó á þar að vera ljós, til að lýsa upp vör- ina, en kemur bara að engum not- um, svo vel er því fyrir komið.“ „VIÐ VÖRINA er skúrgarmur, sem björgunarbátur sá, er Slysa- varnafélag íslands hefir lagt til er geymdur í. Þar er svo umbúið, að eiigum manni er unnt að komast inn í skúr þennan til að ná til báts- ins, án þess að hafa til þess verk- færi, til dæmis járnkarl eða önnur slík verkfæri, og sjá allir, hve hægt er um hönd að ná til báts- ins, ef slys ber að með þessu fyrir- komulagi, því sækja þyrfti verk- færin langar leiðir og gæti þá orð ið nokkuð seint að nota bátinn, þegar komist væri í skúrinn og sjálfsagt ekki til ætlazt af þeim, sem bátinn lögðu til, að þannig sé frá geymslu hans gengið.“ „EITT ER ÞAÐ, sem sjómönnun- um má kenna sjálfum, og það er, að allir þeir bátar, sem hotaðir eru til að fara um borð í vélbátana á, skuli ávalt vera ára- og ræðalausir í vörunum, og hefði að líkindum öðruvísi farið þá er slysið varð við Teigavör síðastliðinn vetur, ef svo hefði ekki verið, en sjómenn kenna hvers annars gripdeildum um og kannske ekki að ástæðu- lausu, og er leitt til þéss að vita, að slíkt siðleysi skuli til vera með- al svo góðra drengja, sem Akur- nesingar eru og ekki sízt sjómenn- irnir." „ÞÁ ER UM LAMBHÚSASUND, hina bátaleguna, að ræða. Þar hagar svo til, að tvær eru innsigl- ingar á sundið, syðra og vestra sund. Innsiglingarvörður eða merki eru við bæði sundin með ljósum á, en svo er nú þar vel um hugsað, að á öðrum sundmérkjun- um var ekki um þriggja vikna tíma í haust kveikt og því ekki hægt að komast það sundið hættu- laust í dimmu og kemur fyrir að brugðizt getur svona dag og dag að á báðum sundmerkjum logi og altítt að rauðu ljósin séu hvít eða mjög hvítleit, enda notaðar rauð- ar ljósaperur, sem fljótlega lýsast, og götuljós í nær sömu línu og Ijósmerkin, en bót er í máli að sá ljósastaur hefir átt að færast ár eftir ár og verður sjálfsagt færður þá er slys hefir orðið af þeim und- andrætti.“ „EITT ÆTLA ÉG AÐ MINNAST á ennþá, þó að margt fleira sé eftir. Það eru hafnsögumálin. Þá er ókunnug skip koma til Akra- ness, sem þurfa á leiðsögu að halda, er það algild venja að þau þurfi að bíða þess að leiðsögumað- urinn komi um borð í þau í tvo til þrjá klukkutíma eða jafnvel lengur, ef þá ekki einhver góð- viljuð sál fer óbeðin og leiðbeinir skipinu til hafnar. Komið getur líka fyrir, að leiðsögumaðurinn sé ekki á staðnum, í Reykjavík, norð- ur á Siglufirði eða hver veit hvar, og þá ekki jafnfærum mönnum á að skipa, enda enginn varamaður tilnefndur og kannske líka álitið að óþarfi sé að flýta fyrir skipum með því að losa þau við að bíða leiðsögu tímum saman.“ „ÞAÐ, SEM ÓTALIÐ ER af framtaki ráðandi manna hrepps- nefndar og hafnarnefndar, gæti kannske einhver bent þeim á þá er þeir vakna af þeim syndasvefni, sem þeir sofa nú og hafa sofið und- anfarin ár.“ HÚSMÓÐIR skrifar mér: „Kindabjúgu eru mesti uppáhalds- matur á heimili mínu og þau eru handhæg til matreiðslu, — en þau eru dýr matur, — kílóið hefir kostað kr. 2,20. í gær var hug- Mtavélar með öllu tilheyrandi til sölu nú þegar. Iigólfor JénssM, Sími 3656. Bankastr. 7. Viðtalstími 4—6. myndin að hafa bjúgu í matinn og átti að kaupa þau í Matardeild Sláturfélagsins eins og venjulega, — en það urðu hlaup en ekki kaup, því nú kostuðu þau skyndi- lega 3 krónur kílóið. Höfðu með öðrum orðum hækkað um rúmlega 35%. Hvernig stendur nú á þessu?“ „í BJÚGUM ER ÞÓ alíslenzkt efni, aðallega kjöt, sem lögum samkvæmt hefir ekkert hækkað síðan í vor. Vinnulaun hafa held- ur ekki hækkað og af sömu á- stæðu.. Mér skilst, að þetta sé smjörsagan endurtekin, en bara í verri mynd. Mér þykir furðulegt, hvernig framleiðendur hinnar al- íslenzku framleiðslu sýna þegn- skap sinn, sem svo mjög er nú krafizt af allri alþýðu manna. Bók- stafur gengislaganna frá því í vor bannaði hvorki verðhækkun á smjöri né bjúgum, en andi þeirra laga fyrirbýður áreiðanlega svo gengdarlausa verðhækkun ís- lenzkra afurða, sem hér hefir átt sér stað. En er hér ekki verkefni Veðlagsnefndar, eða hvað? Ég bara spyr.“ *•/ ^ r-r-vvv ) ÆTLI ÞAÐ SÉ EKKI um þessa óhæfu verðhækkxin alveg eins og verðhækkunina á smjörinu? Hannes á horninu. „Berlingske Aítenavis“ í Kaupmannahöfn birtir grein úm ikliofninginn í íslenzka kiomm- únistaflokkmnn og hinn stórkost- lega áróÖur, sem Rússar reki á íslandi. FÚ. kemnr fðor i ] JOHN DICKSON CARR: Morðín í vaxmyidasaffliBD. 7. unum umhverfis Marat. Svo fór ég að skoða hafurfætlinginn, og konuna, sem hvílir í fangi hans. Augustin hrissti höfuðið. — Hvað sögðuð þér? -— Ég sagði. að mér þætti goðmyndin af hafurfætlingnum og konunni, sem hvílir í fangi hans. Augustin stóð, eins og hann væri dáleiddur. — Þér hljótið sjláfur að vra brjálaður. Það er engin kona í fangi hafur- fætlingsins. II. KAFLI BLÓÐIÐ í GANGINUM. En þar er kona núna, sagði Bencolin, og það er ekki vax- mynd, heldur raunveruleg kona og hún er dáin. Hann beindi Ijósinu að hafurfætlingnum, en við stóðum þögulir í kring um hann. Vaxmyndin af hafturfætlingnum var fast við vegginn, rétt hjá stiganum. Armar myndarinnar voru hálfkrepptir og hafði lík konunnar verið lagt í fang myndarinnar. Ég komst seinna að því, að innan í vaxmyndunum er stálgrind. Aðalþungi líks- ins hvíldi á hægri armi og brjósti myndarinnar. Bencolin beindi ljósinu að gólfinu. Fótur hafurfætlingsins var litaður blóði. Takið líkið úr fangi myndarinnar, sagði Bencolin. — En farið varlega og brjótið ekkert. Við losuðum líkið úr fangi hafurfætlingsins og lögðum það á gólfið. Líkið var ennþá volgt. Því næst beindi Bencolin ljósinu að andliti líksins. Augun voru opin, þau voru brún. Við hlið mína heyrði ég mann draga þungt andann. Chaumont sagði og röddin skalf. — Ég þekki þessa konu. — Einmitt það, sagði Bencolin. — Það er Claudine Martel, bezta vinkona Odette, stúlkan, sem við ætluðum að drekka teið með. jlg^j — Önnur dóttir fyrrverandi ráðherra. Er ekki svo? Hann leit rólega á Chaumont. — Jú, einmitt. sagði Chaumont. — Hvernig dó hún? — Hún hefir verið stungin í bakið. Bencolin lyfti líkinu, svo að við gætum séð bakið. Hnífurinn hefir hlotið að koma við hjartað. Það hefði ekki blætt svona mikið eftir kúlu. En það verður erfitt að fást við þetta mál. Og ekki sjást nein merki eftir ryskingar. Klæði hennar hafa ekki aflagast, að öðru leyti en þessu. Hann benti á mjóa gullkeðju um hálsinn á líkinu. Við þessa festi hafði bersýnilega verið fest men, sem stúlkan hafði borið á brjóstinu innan við kjólinn, en þetta men hafði verið skilið frá festinni. — Nei, hér hafa engar ryskingar átt sér stað. Fingurnir eru ókrepptir. En hvar er handtaskan hennar? Skollinn sjláfur! Mig vantar handtöskuna! Þær hafa allar handtöskur. Hvar er hún? Hann beindi ljósinu í allar áttir og ljóskeilan féll í andlit Augustins. Um leið og ljósið féll í andlit hans hrópaði hann upp yfir sig. — Ætlið þið nú að taka mig fastan? — Ég á engan þátt í þessu. — Þegið þér, sagði Bencolin. — Bíðið við. Þessi stúlka hefir ekki getað verið myrt fyrir meir en tveim tímum. Hvenær fóruð þér? — Ég fór rétt fyrir hálf tólf. Rétt eftir að þér hringduð til mín. — Og komuð þér hingað niður áður en þér fóruð? — Já, það varð ég að gera. Sum ljósin er ekki hægt að slökkva nema hér niðri. — Og var enginn hér þá? — Nei, enginn. Bencolin leit á úrið sitt. Tólf fjörutíu og fimm. Það er að- eins rúmur klukkutími síðan þér voruð hérna niðri. Ég hygg að þessi stúlka hafi ekki getað komið inn um aðaldyrnar? ,— Nei, það er útilokað. Dóttir mín hefði ekki opnað fyrir öðrum en mér. En annars getið þér spurt hana sjálfur. Bencolin lét Ijóskeiluna leika um vegginn. Sást þá á ein- um stað tréhurð, sem var máluð þannig, að hún líktist steini. — Einmitt, tautaði Bencolin. Þarna hygg ég að sé hinn inn- gangurinn í húsið. — Já, herra! Það er þröngur gangur, sem liggur að hryll- ingasafninu bak við vegginn. Þangað þarf ég að fara til þess að slökkva ljósin. Og svo eru aðrar dyr. Bencolin sneri sér snögglega við. — Hvert liggja þær? — Þær liggja að gangi, sem liggur út að Boulevard de Sebastopol En ég opna aldrei dyrnar að þeim gangi. Sú hurð er alltaf lokuð. Bencolin gekk hægt að tréhurðinni og opnaði hana. Ég sá glytta þar í stiga, sem lá ofan að hryllingadeildinni. Beint á móti dyrunum voru aðrar dyr. Ég fann titrandi hönd Au-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.