Alþýðublaðið - 13.12.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.12.1939, Blaðsíða 4
MJÐVIKUDAGUR 13. DEZ. 1939. ■ GAMLA Blð ■ Vlnirnir. Tiikomumikil og hrífandi fögur kvikmynd um sanna vináttu og fórnfúsa ást. Aðalhlutverkin leika fjórir heimsfrægir leikarar: Robert Taylor, Franchot Tone, Robert Young og Margaret Sullivan, hin glæsilega leikkona, sem öllum mun ógleymanleg, er sáu myndina „Aðeins ein nótt.“ Ns. Helgi fer frá .Reykjavík til Vest- mannaeyja næstkomandi laug- ardag. Flutningi veitt móttaka til hádegis sama dag. L O. G. T. ST. EININGIN nr. 14: Fundur í kvöld klukkan 8V2. Böggla- uppboðinu frestað. Skugga- myndasýning, upplestur og söngur. ÆT. AFMÆLISFAGNAÐUR. St. FRÓN NR. 2 2 7. — Fundur í loftsal Góðtemplarahússins annað kvöld kl. 8. DAG- SKRÁ: 1. Upptaka nýrra fé- laga. 2. Reglumál. — Að loknum fundi, klukkan 9, hefst í aðalsalnum AFMÆL- ISFAGNAÐUR stúkunnar, með kaffisamdrykkju, og verða skemmtiatriði þessi: a) Ávarp. b) Karlakórsöngur. c) Leiksýning. Að þessu loknu h'efst dans fyrir Reglufélaga þá og gesti þeirra, sem sitja afmælisfagnaðinn. — Reglu- félagar, fjölmennið og mætið annað kvöld klukkan 8. Sænski sendikennarinn flytur í kvöld kl. 8 fyrirlestur í háskólanum. Fyrirlesturinn fjall- ar um Eisa Bxándström og starf hennar meðal herfanganna í Si beríu í heimisstyrjö Idinni 1914 til 1918 og eftir hana. Tilkynning nm sinlingahættn. Samkvæmt tilkynningu frá flotamálaráðuneytinu brezka, dags. 18. nóvember síðastliðinn, er öllum skipum öðrum en her- skipum og spítalaskipum algjörlega bannað að viðhafa innan brezkrar landhelgi bendingar þær með ljósblossum (Flare-up- Lights), sem fyrirskipaðar eru í alþjóðasiglingareglum og í regl- um um neyðarbendingar skipa í sjávarháska. Þar sem margvíslegar hömlur hafa verið lagðar á siglingar um Ermarsund og strangar reglur settar um siglingar um sund- ið, eru skipstjórar alvarlega áminntir um, að afla sér rækilegra upplýsinga um allt, er að þessu lýtur, eigi þeir leið um sundið. ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAGS- FUNDURINN i GÆR Frh. af 1. síðu. nokkrir, sem áður voru í hin- um svokallaða „Sameiningar- flokki.“ Ríkti mikill áhugi á f undinum fyrir framgangi flokksins. Fundurinn hófst með erindi Ólafs Hanssonar sögukennara við Menntaskólann um sögu Finna. Þá lék útvarpstríóið nokkur finnsk lög, en síðan las Sigurður Einarsson upp kvæði Runebergs um Döbeln, sem var ein af frelsishetjum Finna. Að þessu loknu hófust um- ræðurnar um þingmál og var aðallega rætt um höggorms- frumvarpið. Fundurinn sýndi Ijóslega hinn mikla vöxt, sem nú er í Al- þýðuflokknum. Hafa menn nú séð hve rétta afstöðu Alþýðu- flokkurinn hafði, þegar komm- únistar unnu að því að kljúfa Alþýðuflokkinn — og hefir það sín miklu áhrif. Síefanó Islandi var einn meðal margra lista- manna, sem tóku þátt í stórum hljióniieikum nýlega á ráðhúsinu í Kaupmannahöfn, og á sunnudag- inn kemur er ákveðið, að hann verði fulltrúi íslands á jólahljóm- leikutn Kaupmannahafnarblaðsins Politiken. FO. Útbreiðið Alþýðublaðið. Lögreslufrnmvarpið samgykkt við 2. um- ræðu í efri deild. Alpýöuflokksmeonirnir greiddn atkvæði gegn frnmvarpinn. \T IÐ atkvæðagreiðslu um ® frumvarp Hermanns Jónasscvnar um lögreglu- menn í efri deild í gær við 2. umræðu voru breytingartil- lögur þær, sem meirihluti allsherjarnefndar, þeir Sig- urjón Á. Ólafsson og Ingvar Pálmason, höfðu gert við frumvarpið, felldar. Minni- hluti nefndarinnar, Magnús Gíslason, vildi hins vegar að frumvarpið yrði samþykkt ó- breytt. Þegar svo var komið, að búið væri að fella þær breytingartil- lögur, sem* Alþýðuflokkurinn vildi fá fram við frumvarpið, greiddu Alþýðuflokksmennirn- ir í efri deild atkvæði gegn frumvarpinu. Sömu aístöðu munu Alþýðuflokksmenn taka í neðri deild, ef ekki fást við- unandi breytingar á frumvarp- inu. Morgunblaðið (og Þjóðvilj- inn) reka í morgun upp mikinn skræk út af þessu og halda því fram, að þessi afstaða Alþýðu- flokksþingmannanna sé ekki í samræmi við skrif Alþýðu- blaðsins um lögreglufrumvarp- ið. Þetta er tilhæfulaus þvætt- ingur. Alþýðublaðið skrifaði þ. 28. nóvember í ritstjórnargrein um lögreglufrumvarpið: „Hitt er annað mál, hvort það nægði ekki alveg til þess að ná þeim tilgangi, að lögleiða aðeins heimild til þess að flytja lögreglu frá einum stað til ann- ars, þegar svo sérstaklega stendur á. Það er aðalatriði frumvarpsins og hefði fullkom- lega nægt í Hafnarfirði í fyrra vetur. Hitt virðist óþarft, að baka ríkissjóði á þessum erfiðu tímum aukinn kostnað með fjölgun varalögreglumanna um- fram það, sem leyft er í gildandi lögum, svo og það, að veita dómsmálaráðherra einum svo ótakmarkað vald yfir lögregl- unni eins og fyrirhugað er 1 frumvarpinu. En það eru gall- ar, sem með samkomulagi ætti að mega sníða af því.“ Þetta sagði Alþýðublaðið og þær breytingar, sem hér er bent f DAG Næturlæknir er Björgvin Finns- son, Garðastræti 4, simi 2415. Næturvör'ður er i Laugavegs- og Ingólfsapóteki. OTVARPIÐ: 20,15 Spumingar og svör. 20,30 Kvöldvaka: a) Ei'nar Magn- úsison: Roald Amxmdsen og ferðir hans, IV. Erindi. b) 21,05 Þórarinn Guðnason stud. med.: „Baráttan gegn dauðanum“. Upplestur. c) 21,30 Tvísöngur með undir- leik á gítar (frú Elísabet Einarsdöttir og frú Nína Sveinsdóttir). Merkur tónlistarvið- viðbnrðnríBeykjavík ÞANN 18. þ. m. efnir Tón- listarféiagið til stórfeng- legustu tónleika, sem hér hafa Verið haldnir. Verður flutt Sköpunin, oratorium eftir Haydn. Syngur 70 manna kór auk einsöngvara, en 35 manna hljómsveit leikur undir. Verður hljómleikurinn hald- inn í bifreiðaskála Steindórs við Seljaveg. Leikfðng- (!.■■•) leikfðng á FHTfiBÚflHRINNflR SANITAS kaupir hæsta verði sultuigl'ös, Vl Va og 1/4 flöskur, whiskypeia, fægilögsflöskur og brúsa, tómatflöskur, soyuglös og 50 gr. glös. Komið strax með 'flöskurnar og glösin til okkar. Hærra verð en áðiur. — Sanitas, Lindargötu 1, sími 3190. Útbreiðið Alþýðublaðið! Bffl NÝJA BIO n Ouli hershðftinginu Ensk kvikmynd er sýnir harðvítuga baráttu enskra leyniþjónustumanna í Kína gegn ofbeldi upp- reisnarforingjans Wu Ling. Aðalhlutverkin leika: Adrianne Renn, Griffith Jones og hinn heimsfrægi mon- gólski „karakter“-leikari Inkijinoff. Aukamynd: Hnefaleikur um heims- meistaratign. Joe Louis gegn Max Schmeling, sem er mest umræddi hnefaleikur, sem háður hefir verið í heim- inum. Börn fá ekki aðgang. Ferðafélag íslands efnir til Finnlandskvölds að Hótel Borg á fimmtudagskvöld- ið þann 14. desember. Húsið opnað klukkan 8V2. Sigurður Einarsson docent flytur erindi um Finnland og sýnir skugga- myndir. Dans til klukkan 1. Á- góði kvöldsins rennur til Finn- landssamskota. Aðgöngumiðar seldir í bókaverzlunum Sig- fúsar Eymundssonar og ísa- foldarprentsmiðju til klukkan 6 á fimtudag. Jólixi nálgast. Eins og að undanförnu tekur M æ'ðrasíyrksnef ndin á móti gjöf- um til jólaglaðninigs handa fá- tækum mæðnum og bömum þeirra. Skrifstofa nefndarinnar í Þinghoitsstræti 18 er opin dag- Iega frá kl. 4—7. Þeir ,sem vilja styrikja þessa starfsemi nefndar- innar eru vinsamlega beðnir að beiina gjöfum sínum þanigað. Oft er þörf, en nú er nauðsyn. á að nauðsynlegar séu að gera á frv., hafa nú verið felldar. Hins vegar mun Alþýðuflokk- urinn freista að fá enn þær breytingar á frv., sem hann tel- ur nauðsynlegar og eðlilegar. Það tilkynnist hér með vinum og vandamönnum, að faðir minn, Sigurður Bjarnason, Urðarstíg 11 A, andaðist á Landsspítalanum 11. þ. m. Fyrir hönd systkina minna og annarra vandamanna. Ólöf Sigui’ðardóttir Goodman. , Spilin gefa lenn með ánægjn. Jólabækur baraa. Dragið ekki til síðustu stundar að kaupa jólabækurnar handa litlu börnunum: Mjallhvít — Hans og Gréta — Rauðhetta — Þyrnirós (Kóngsdóttirin, sem svaf í hundrað ár) — Öskubuska — allt eru þetta úrvals jólabækur. Ennfremur: Búri bragðai’efur — Einn dagur úr æfi Shirley Temple — Kötturinn, sem fór sinna eigin ferða — Alfinnur álfa- kóngur — Dvergurinn Rauðgrani — Litla drottningin. JÓLABÆKUR UNGLINGA: Margt býr í sjónum, eftir Árna Friðriksson. Nokkur eintök af þessari óvenjulega vel rituðu barnabók fást enn. Jörðin okkar og við, eftir A. G. Whyte, Stórfróðleg bók og af- burðaskemmtilega skrifuð bók um stjörnurnar úti í geimnum, sig- urför lífsins á jörðunni og síðast en ekki síst sögu náttúruvísind- anna um sköpun „konung konunganna11 — mannsins. Ford. Þýðing Freysteins Gunnarssonar skólastjóra. Mjög skemmtileg og lærdómsrík drengjabók. Kappflugið umhverfis jörðina. Spennandi og skemmtileg saga um kappflug kringum hnöttinn, sem margar þjóðir taka þátt í. Um sumarkvöld, eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson. Safn af smá- sögum, sumar sögurnar eru prýðisvel skrifaðar. Grimms æfintýri, 1.—5. hefti. Heimsfræg æfintýri í vandaðri útgáfu. ALLAR ÞESSAR BÆKUR ERU MEÐ MYNDUM. Til Jólanna ÖL GOSDRYKKIR frá H.f. OLGERÐIN EGILL SKALLAGRIMSSON SÍMI 1390. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.