Alþýðublaðið - 14.12.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.12.1939, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 14. DEZ. 1939. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Næíurgalinn. 38) Það er einkennilegt, að við skulum ekki hafa heyrt til hans fyrr, sagði hirðmaðurinn. 39) Á ég að syngja eitt lag enn fyrir keisarann, sagði næturgalinn, því að hann hélt, að keisarinn væri með. 40) Litli næturgali, sagði hirðmaðurinn. Yður er boðið til hirðveizlu í kvöld og þar fáið þér að syngja fyrir keisarann. 41) Ég kann nú varla við mig annars staðar en í skóginum, sagði næturgalinn, en hann fór nú samt með þeim, þegar hann frétti, að keisarinn óskaði þess. Konfektöskjur til jólagjafa. Tekjuafgangur eftir árið. ©kaupíélaqid Ný bðb: Bókarireqn: Grámann SJALDAN hefir komið út hér á landi jafnmikill urmull bamabóka á jafn skömmum tíma og núna fyrir jólin. En mat'ka'ður fyrir barnabækur er lika mjög að glæðast hér og sýn- ir það góðáh skilning foreldra og uppalenda, að velja börnunum jafn holla dægrastyttingu og baekur eru. Ein barnabökanna, sem nýlega er út komin, er Grámann, en út- gefandi er bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar. Grámann er sfcemmtilegt ævin- týri, vel við barna hæfi og eru í útgáfunni góðar myndir til sikrauts og skýringar. Myndirnar eru eftir Jóhann Briem listmál- ara. Dulrænar gáfnr. Eftir Horace Leaf. Jafoob J. Smári íslenzkaði. ÞEGAR styrjöldin brauzt ' út á liðnu hausti varð eðlilega margt að engu, sem menn höfðu ætlað að koma í framkvæmd. Eitt af því var íslandsferð hins víðíkunna miðils og fyrirlesara, Mr. Horaoe Leaf, sem var vænt- anlegur til Reykjavíkur um þær mundir, en varð að hætta við þá ferð sína. Nokkrar sárabætur má þó telja það, að komin er út i ísienzkri þýðingu hin ágæta bók hans um miðilsgáfumar og þroskun þeirra. Mr. Leaf er flestra manna bezt fallinn til að skrifa slíka bök, því að hann er allt í senn: frábær miðill, víðmenntaður maður og ritfær í bezta lagi. Þess vegna verður bók hans bæði skemmtileg aflestrar og fræðandi. Sú er margra sfcoðun, að miðl- arnir þurfi í rauninni ekkert að læra, því að ýmist þroskist gáfa þeirra sjálfkrafa eftir sínum eigin lögmálum eða þá að hún brjótist fullþroskUð fram, eins og Pallas Aþena, sem Forn-Grikkir trúðu að stokkið hefði fullsköpuð og með alvæpni út úr höfði Seifs. Þetta er mikill ntísskilningur, og honum er einkum um að kenna, hversu mörgum miðlum verður ráunalega lítið úr gáfu sinni og hve árangurinn af starfi þeirra verður oft nauða ómerkilegur, miklu ómerkilegri en efni hefðu staðið til, ef skynsamlega hefði verið á þeim haldið. Bók Mr. Leaf er mjög eftir- tektarverð. Hún sýnir berlega, að fjarri fer því, að á sama standi um siðferöilegt líf miðilsins og að það er svo langt frá því áð einu gildi um menntun hans, að það er brýn nauðsyn að hann sé sæmilega menntaður. I því sambandi þyfoir mér hvað merk- astur kaflinn „Tal undir áhrif- um og ósjálfrátt tal“. Nokkrir áhugamenn um sálræn efni í Rvík hafa myndað með sér útgáfufé'ag, sem þeir nefna Áx- blik, og hefir þeim viturlega tek- izt vaiið á fyrstu bókinni. Svo margir eru farnir að fást við sál- rænar tilraunir og svo hæpið er sannarlega starf sumra miðlanna, að míkil þörf var á slíkri bók sem þessaii. Væntanlega verður hún mikið lesin, og ekki skil ég að meinum leiðist lesturinn, því að bðkin er hin fjölbreyttasta að efni til, en. efnisskiptingin er þessi: Mannssálin •.-?* Draumvit- undin — Ráðning drauma — Að finna vatn og málma — Hlut- skyggni — Fjarhrif — Skyggni — Dulheym — Undirvitundin — Andlegar lækningar — Segul- magnslækningar — Líkamleg fyr- irbrigði — Firðhreifingar — Lí'k- amningar _ ósjálfráð skrift — Tal undir áhrifum og ósjálfrátt tal — Stjórnendur og verndarar Sálfarir — Sálrænar ijösmyndir — Söngur og hljóðfærasláttur — Mataræði. Hverjum þessara kafla fylgja leiðbeiningar um ræktun hæfileik- ans og flestum þeirra merkilegar og fræðandi frásagnir. íslenzku þýðinguna liefir mag. art. Jakob J. Smári gert á vönd- uðu og fáguðu máli eins og vænta mátti af hendi hans. Ég vil eindregið hvetja alla þá, sem áhuga hafa á þessum efn- um, og alla, sem fræðast vilja um furðulega hluti, til*að kaupa þessa bók og Iesa hana. Sálar- rannsóknirnar eru orðnar svo veigamikill þáttur í meuningarlífi nútímans, að enginn má vera ó- fróður um þær. Jón Au&uns. EvaCurte: Frú Curie Kristíu ólafsdóttir læknir íslenzkaði, útgefandi Isa- foldarprentsmiðja. ISAFOLDARPRENTSMIÐJA h.f. gefur nú út hverja bókina annarri stærri og merkilegri. Um daginn fcom út Marie Antoinette, eftir hinn heimsfræga höfund Stefan Zweig, og nú er nýkomin á bókamarkaðinn asvisaga hinnar merku kowu, frú Curie, sem fræg er i vísindaheiminum, eftir dótt- ur hennar, Evu Curie. Otgáfan er prýdd fjöilda mynda og vönd- uð svo að af ber. Þær eru ekki svo ýkjamargar, konurnar, sem hafa getið sér orð- stír í heimi vísindanna, en frú Curie hefir bætt upp fæðina miöð því að vinna sér tvisvar inn Nobelsverðlauuin fyrir vísinda- starfsemi, í fyrra skiptið í fé- lagi við mann sinn, Pierre Curie, en í seinna skiptið einsömul. Eins og kunnugt er, urðU Cu- riehjónin heimsfræg fyrir að finna upp fmmefnið radíum, sem varð grundvö'Ilur nýrra vísinda, auk þess sem það er notað til lækninga á einum hættulegasta sjúkdómi, sem þjáir mannkynið, krabbameini. Eva Curie segir sögu þessarar merkilegu konu mjiög látlaust og blátt áfram. Auk minninga sinna um. móður sína hefir hún haft við að styðjast einkaskjöl hennar, Lækkið jólaeyðsluna með því að gefa nytsama hluti, sem síðar spara ann- ars óhjákvæmileg útgjöld, t. d.: Fyrir dömur: Fyrir börn: Sportpeysur, Alls konar peysur. Golftreyjur. Úti- og inniföt, Jumpera. Samfestingar. Vesti. Treyjur. Náttermar. Húfur og treflar. Nátttreyjur. Skíðahettur. Nærföt. Sokkar. Skíðahettur. Háleistar. Treflar. Drengjavesti o. fl. Silki og Satin. Fyrir herra: Náttkjólar og undirföt. Alls konar peysur. Silkisokkar. Háleistar, Georgette-slæður Treflar. klútar o. fl. Sokkar o. fl. Skinntöskur, hanskar og lúffur, fjölbreytt úrval pg lágt verð. Ýmiskonar smávörur á fatnaði, svo sein: Tölur, spennur, hnappar, rennilásar, mölin, blúndur, silkibönd, nælur, , kjólablóm o fl. í úrvali. Jólagjöfin gleður jafnt þó hún einnig komi að fullu gagni. Laugaveg 40. ^ glj| ^ ££ Skólavörðustíg 2. Útsölumenn AlþýðuMaðsins! Munið að ársckýrslu um útsölu blaðsins árið 1939 ber að senda afgreiðslunni í Reykjavík í síðasta lagi með fyrstu póstferð eftir áramótin. drög til ævisögu, sem hún lét eftir sig, og ýms kunningjabréf. Bókin er mjög aðlaðandi til lestmr. Þýðing frú Kristínar ólafsdótt- ur er mjög samvizkusamlega gerð, málið ágætt og prófarka- iestur í bezta lagi. Fríðrih Hallgyrimsscn: Sðlver bonungnr og aðrar sðgnr. ÞETTA eru sextán smásögur 'handa bömum og ungling- um, sagðar af séra Friðriki Hall- grímssyni. Frásögnin er ljómandi falleg, sögumar líklegar til að vekja at- hygli og umhugsun bamanna og þess gætt, að þær séu ekki svo Hveiti, bezta teg. 0,50 kg. — 7 Ibs. pokum, 2,00. — 10 lbs. pokum, 2,50. Flórsykur. Skrautsykur. Möndlur. Súkkat. Kókosmjöl. Gerduft. Gerið innkaup yðar í BREKKA Símar 1678 óg 2148. Tjanrmrbúðin. _ sími 3570. langar, að þær þreyti hina ungu lesendur. I bókinni eru teikningar eftir Halldór Pötursson, en útgefamli er Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar. yfk/' Til Jolaaina OOSDRYKKIR •• frá H.f. OLGERÐIN EGILL SKALLAGRIMSSON SÍMI 1390.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.