Alþýðublaðið - 14.12.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.12.1939, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 14. DEZ. 1939. ALÞÝÐUBLAÐIÐ -----——----------------- ALÞYÐUBLAÐIÐ HITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. t fjarveru ban>: STEFÁN PÉTURSSON- AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). StMAR. 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4002: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN *-----------------—-------♦ Tvð mál, sem mibið veltur á. VERKAMENN, sjómenn, iðnaðarmenn og yfirleitt allár vinnandi stéttir, ekki að eins hér í Reykjavík, heldur og um land allt, bíða nú í óvissu eftir úrslitum tveggja þýðingar- mikilla mála, sem liggja fyrir alþingi til úrlausnar. Þessi mál eru breytingarnar á gengislög- unum og frumvarp það, sem kallað hefir verið höggormur- inn. Það hlýtur að vera öllum flokkum á alþingi ljóst, að und- ir úrslitum þessara tveggja mála er ákaflega mikið komið. Það sýndi sig í vor, þegar lög- in um lækkun gengis ísl. krónu voru sett, að þjóðin skildi, að það var nauðsyn, sem knúði fram setningu þessara laga. Þá reyndi á þegnskap íslendinga, og þá fyrst og fremst á þegn- skap hinna vinnandi stétta, sem verst hafa kjörin, og það kom í ljós, að þær stóðust þá raun. Þessi lög komu nokkuð við afkomu verkamanna,. þó að það væri ekki nándax nærri eins mikið og reynt hafði verið að halda fram af þeim mönn- uín, sem allt af reyna að skapa óróa og úlfúð út úr hverju máli. Verkalýðurinn skyldi það, að hér var um nauðsyn að ræða. J áfnvel verkalýðsféjlögin, sem urðu að þola það, að þeim væri skorinn allþröngur stakkur og barátta þeirra fyrir bættum kjörum heft að nokkru leyti í heilt ár, sættu sig við það, eins og á stóð, þvert ofan í spár márgra. Að reynslan varð sú, var eingöngu vegna þess, að menn vildu bíða átekta í þeirri von, að það niýndi köma í ljós við frekari stjómarframkvæmd- ir þinnar nýju ríkisstjórnar, að hún gætti þess, að láta eitt ganga yfir alla, að engin stétt fengi að ganga á rétt annarrar, að stjómin væri þjóðstjóm í orðsins beztu merkihgu. Dýrtíðin óx ekki svo mikið vegna gengislækkunarinnar, að káup verkamanna hækkaði af þéirýi sök, enda var dýrtíðar- aukningin sáralítil. En svo brauzt ófriðurinn út og dýr tíðin hefir síðan farið síyáxandi. Það gjörbreytti öllu viðhorfi frá því, sem var, þegar gengislög- in voru sett, og langsamlega mest óx dýrtíðin í nóvember og svq það sem af er þessum mán- uði, Það er vegna þessa ger- bréytta ástands, sem Alþýðu- flokkurinn hefir borið fram þær breytingartillögur við gengis- skráningarlögin, að verkamenn, sjómenn og aðrir láglauna- menn skuli fá kaupuppbót í fullu samræmi við verðhækk- unina, og verðhækkunin skuli rtiknuð út eftír veöðlaginu: síðustu tvo mánuði ársins af því, að hún hefir ekki að fullu komið fram fyrr en þá. Þetta mál er höfuðmál þess alþingis, sem nn situr. Undir lausn þess er það komið, hvort stórkost- legur fjöldi verkamanna. sjó- manna, iðnaðarmanna og ann- arra starfsstétta getur litið á þjóðstjórnina sem sína stjórn engu síður en annarra stétta þjóðarinnar. Ef alþingi gengur á rétt verkalýðsins í þessu máli, þá bakar það sér þunga ábyrgð gagnvart þjóðinni með því að spilla þannig því trausti, sem verkalýður landsins hefir sýnt núverandi stjórnarsamvinnu hingað til. Það er víst, að það er langt síðan stjórn hefir setið í þessu landi, sem hefir átt við svo lé- lega og veika andstöðu að etja og núverandi ríkisstjórn. Menn hafa yfirleitt treyst því, að hún gerði það sem frekast væri unnt á þeim geysilegu erfiðleikatím- um, sem yfir okkur hafa dun- ið og fullyrða má, að séu að- eins að byrja. Andstaða komm- únista gegn ríkisstjórniimi hefir bókstaflega engan hljómgrunn fengið; það hefir verið ráðandi skoðun, að íslendingum væri eins og öðrum þjóðum, nauð- synlegt að auka samstarf sitt á hættutímum, og fjöldi manna hefir horft með ugg og kvíða á þær deilur, sem geisað hafa á undanförnum árum. Hins vegar þolir engin stétt það, að á henn- ar rétt sé gengið. Það hefir heldur ekki verið gert hingað til á þann hátt, að tilfinnanlegt geti kallast. En nú á næstu dög- um liggur fyrir að fá reynslu af því, hvort það verður gert. Það er nauðsyn, að alþingi taki fullt tillit til þeirra mála- leitana um breytingar á gengis- lögunum, sem því hafa borizt undanfarið frá flest öllum verka lýðsfélögum á landinu, því að það verður að telja æskilegast og réttast eins og tímamir eru nú, að það samstarf, sem hefir átt sér stað síðan í vor milli stjórnmálaflokkanna, geti hald- ið áfram í fullri eindrægni. Það veltur því ákaflega mikið á afstöðu aíþingis til breyting- artillagnanna, sem gerðar hafa verið við gengislögin. Hitt málið er höggormurinn. Það er dálítið einkennilegt, að pinn af flutningsmönnum frum- varpsins, Bemharð Stefánsson, sem er orðhagur maður, hefir valið frumvarpinu þetta nafn. Það sýnir, að honum hefir , fundizt vera hætta á ferðum, þegar hann skrifaði nafn sitt undir þetta frumvarp, og gefur til kynna, að hugur hans hafi hvergi nærri verið heill við það. í fmmvarpinu er að vísu drepið á mörg vandamál okkar nú. En sú lausn, sem þar er fyrirhuguð á þeim, er hnefa- högg framan í verkalýðinn, framan í fátæklingana í þessu landi og framan í alla vini mannúðar og menningar. Það stefnir raunverulega að því, að afnema eða draga stórkostlega úr allri þeirri umbótalöggjöf, sem sett hefir verið — og þá fyrst og fremst fyrir atbeina Alþýðuflokksins og verkalýðs- félaganna — á síðastliðnum áratug. Um afstöðu Alþýðuflokksins til þessa frumvarps liggur fyrir skýr og skorinorð yfirlýsing frá foringja flokksins, Stefáni Jóh. Stefánssyni, sem hann gaf yið fyrstu umræðu um frumvarpið í efri deild. Alþýðuflokkurinn er andvígur frumvarpinu í heild, þó að hann gæti sætt sig við það, að nokkrar greinar þess næðu fram að ganga í öðru formi. En ef frumvarp þetta Ástandlð i ÞýzkalandL Blirg'erbraukjallarinn í Miinchen eftir sprenginguna 8. nóvember: Loftlð hefir hmnið yfir ræðu- pallinum, sem Hitler stóð á. Hin leyndardómsfulla árás á Iiitler liefir vakið meiri ugg i - nazistaflokkmnn þýzka en flestir aðrir pólitiskir og hemaðarlegir viðburðir, -sem orðdð hafa siðan striðið hófst;. ög þar sem aðeins lítill hópur innan ftokksins og Gestapo liefir hugmynd um gang máLstms, og fjöLdafangelsanirnar í Munohen og Berlin hafa vakið álíka steimn- ingu og hin frægu 30.-júní-morð, þá er ekki að furða, þótt ýmis konar fregnir og sögusagnir gangi í Berlin. Það er því ó- hrögulegt í ratm og veru að-gera sér grein fyiir því, hvað það var, sem skeði 8. nóvember. Jafnvel í Berlín eru tvær skoðanir ríkj- andi um þetta mál. önnur sfooö- unin er súj að hinna raunverulegu árásarmanna sé að leita í hinni róttækari álmu nazistaftokksins, en hin skoðunin er sú, að Gesta- po ihafi sett árásina á svið á sama hátt og rikisþinghússbrun- ann. En engum dettur það í húg í alvöru. áð Englendíngar eða Gyð- ingar hiafi staðið að árásinni. Árásin i Milnchen er að því leyti Ólík öðmm árásartilraunum á Hitler, að það er fyrsta árásin, sem Gestapo hiefir viðurkennt. Ef okkur skjöplaist ekki þvi meir, þá ihafa tvisvar áður verið gerð- ar árásir á Hitler á þessu ári. önnur tiiraunin var gerð í janú- ar. en hSn í ágúst. Báðsr vom gerðar rétt áður en Hitler gengi á fund annara leiðtoga flokksins. | Aúnar fúndUrinn var haldinn 15. jamúar, en hdnn 27. ágúst. Það varð að flytja rikiisþingið frá Krollóperunni til rfkisráðhússins, skyldi verða knúið fram gegn vilja Alþýðuflokksins, þá er það alveg víst, að verkamenn, sjómenn, iðnaðarmenn og flest allar hinar fátækari og vinnandi stéttir munu telja slíkt svo mik- il svik og ranglæti við sig; að við það verði ekki unað. Það er alltaf nauðsynlegt, að réttlæti sé viðhaft gagnvart hinum vinnandi stéttum þjóð- félagsins, en það hefir ef til vill aldrei verið nauðsynlegra en á tímum eins og þeim, sem við lifum nú á. Og ef alþingi gengur þannig frá þeim tveimur málum, sem hér hafa verið gerð að umtals- efni, að verkamenn, ísjómenn og iðnaðarmenn geti vel við unað, þá þarf ekki að ausa út stórfé 1 ríkislögreglu í landinu — þá er alveg óhætt að sam- þykkja þær breytingartillögur,, sem Alþýðuflokkurinn hefir borið fram við lögreglufrum- varp Hermanns Jónassonar. þar eð sprengiefni og bombur höröu íundist í Kiiollóperuhúsinu. I janúar voru um 70 teknir fast- ir, en í ágúst um 100. I bæði skiptin vora hinir handteknu S.S.- SA.-menn og meðlimir Hitlers- æskunnar. Andstaðan innan flokksins gef- ur Gestapo nóg verkefni. Jafn- vel meðal S.S.-manna, sem eru undir stjóm Himmlers sjálfs, og erm era álitnir tryggastir af fylg- ismönnum Hitlers. Og jafnvel innan Gestapo hafa þeir atburðir gerst, sem hafa valdið bæði Himmler og Heidrich heilabrotum Á siðustu vikum hafa fjölda margir Gestapoinenn verið á- kærðir fyrir flokkssvik, en það era þau mestu afbrot, sem naz- isti getur gert sig sekan um. 1 október og nóvember hefir orðið uppvist um marga SS-menn úr lífverði Hitlers, að þeir hafa neitað að hlýða skipumim og jafnvel ráðist á yfirmenn sina. Ennfiemur hefir allt verið i báli og brandi meðal S S.-manna inn- byrðis og fjöldi morða verið fram inn, og ennfiemur sjálfsmorð, sem vakið hafa ýmdskonar umtal. I byrjun nóvember var hald- inn í Berlín ráðherra- og full- trúafundur. Göring stjómaði þess um fundi. Himmler og Heidrioh tóku þátt í fundinum sem full- trúar S.S.-marma og Gestapo. Fulltrúamir voru valdir af Gör- ing og Himmler í sameiningu. Það er einungus héraðsstjórar, sem vinna að því að vemda frið- imn innan flokksins. Þáð vekur strax athýgli, að fulltrúi fyrir Ber- lín er ekki héraðsstjóri Berlínar, Göbbel's, og dkki heldur stað- gengill hans, Görlitzer, heldur hinn óþekkti héraðsstjóri í Kur- mark, Sttlrtz. Ennfremur vantaði á þetta þing fleiri háttstandandi ipienn í flokknum, sem ekki munu njóta trausts lengur. Fulltrúamir fiengu fyrirskipanir frá Göring og Himmler og gáfu því næst skýrslur tun ástandið jhver í sínu umdæmi. Almennast var fovartað yfír óróleika innan hinna yngri félaga. Kauffmann frá Hamburg og Wagner frá Schlesíu skýrðu frá því að mikil ókyrrð væri í bændunum. Bænd- umir áttu að nota vinnufcraft hinna atvinnulausu frá borgunum og póLskra, tékkneskra og slóv- akískra fanga og þessir menn Unmu ekki verk sín með nokkurri ánægju. Og það þvi síður sem bændumir geta ekki séð þeim fyrir nægilegu viðurværi. Og þó að bændum hafi verið stungið í fangabúðir, hefir það ekki nægt til þess að bæla niður óróleikann. Mútsohmann frá Dresden og T*rbov«n frá Issau kvörtuöu Georg Elser, sem játa&I á slg tilræðið i MUnchta. ekki einasta yfir andstöðu verka- lýðsins heldur einnig yfir and- stöðu iðnleiðtoganna. Það hefir einnig sín áhrif, að atvinnuleys- ingjum meðal iðnaðarmanna hef- ir f jö-lgað stórkostLega, sem kem- ur af þvi að hrávörur vantar og fyrirtækin verða að hætta. Sturtz, Wagner og Sancikel frá Weimar kvörtuðU mjög yfir andstöðu nuenntamannanna. Þá vex kon- ungssinnum líka fiskur um hrygg, enda þótt þeir hafí ekki ennþá komið sér saman um bonungs- efnið. Þár hefir hver hópur inn- an flokksiins simn kandídat: Otto af Habsbuig i Austurriki, Rupp- recht krónprins í Bayem, Oskar prins, Louis-Ferdinand prins, Ernst August eirfðaprins af Braun schiweig. Þá var einnig skýrt frá því á þessum fundi, að ftokksfé- lagi August Wilhelm prins hefði ætlað sér að verða keisari í Þýzkálandi eftir leiðum; nazism- ans. Göring lét í ljósi um hann, aö ekki væri hægt að taka hann álvarlega og að hann væri miklu fremur August en Wilhelm. Þá voru rædd hin auknu áhrif Svart- íiða Otto Strasser. Það kom frans á fundintrm, áð þeir hefðu mikil áhrif á hin óánægðu yngri fé- jl’ög i flokknum. Það hefir orðið uppvfst, að flugriti ’Svartliða með ítiivitnunum I orð Gregor Strass- ers er dreift út um allt Þýzka- 'aned. Gregor Strasser var myrt- ur 30. júní 1934. Hann var leið- togi andheimsveldissinna innan f lokksins og árið 1932 kærðu Gör- ing, Göbbels -og Himmier hann fyiir Hitler. Sú staðreynd, að flug lit þetta, sem heitir „Arfur Gre- gor Síras,ser“, heör fundist viða. um landsbyggðina, hefir komið Himmler og Heidrich á þá skoðun að hreyfíing Svartliðanna sé mjög öflug. Einnig hafa andstöðumar magn ast í innsta hring flokksins, en það er vakað yfir því, að ekkert berist út um það meðal almenn- ings, .svo ekld falli skuggi á ein- inguna í flokkimrm. Göbbels ræður litlu nú orðið, jafnvel í sínu eigin ráðunejdi. Hin raunveralegu völd þessa ráðu heytis era í höndum fulltrúanna Dr. Diietrich og Esser. Dr. Diet- fich sér um blöðin, en Esser sér um önnur útbreiðslumál og Ribb- entrop sér um áróðiurinn út á við. Aftur á móti hefir Göbbels sætt ákæru fyrir að liafa misnot- að embætti sitt og brotið af sér gegn ftokknum á ýmisan hátt. Erlenda og innlenda áróðrin- um er aðallega beiint gegn Eng- lendingum. Þá má telja það tii nýlundu, að nýlega hafa kvik- myndimar verið teknar í þjón- ustu þessa áróðurs. Fyrsta mynd- in um þetta efni er frá Ufa o,g fjallar um baráttu Ira gegn Bret- um. óvinsælasti maðurimi í Þýzka- landi um þessiar mundir er Ribb- entrop. Sumir kalla hann hinn illa anda Hitlers, því að hann hafi spýtt því i Hitler, að Eng- Iendingar færa aldrei i stríð útaf Póllandi. Og ennfremur beri hann ábyrgð á landvimningum Rússia við Eystrasált. Einkum em S.S.- menn æstir gegn Rlbbentrop. Enn- fremur em fyligismenn Rosen- bergs andvígir honium. Þá era margir æöstu menn hersins og flotans andvígir Ribbentrop vegaa Viðvaningsháttar hans í utanrík- ismálum. Utan Þýzfoalands gera menn sér ýmsar hugmyndir um hemaðarfyr irætlanir Hitlers. Sumir álíta, að hann hafi i hyggju að setja fier á land í Englandi, auka kafbáta- hemaðinn eða gera árás á Hol- land o;g Belgiu. Þó er ómögulegt að gera sér grein fyrir þvi, hvað næst verður. SANITAS kaupir hæsta verði sultuglös, Vi. Va Og Vi flöskur, whiskypela, fægilögsflöskur iog brúsa, tómatflöskur, soyuglös og 50 gr. glös. Komið strax með flöskumar og glösin til okkar. Hærra verð en áður. — Sanitas, Lindaigötu 1, sími 3190. Hýfræaasti rithðfuðn imnikn i islenzka. Kátir voru karlar.. Eftir John Steinbeck. Karl isfeld blaðamaður íslenzkaði Þessi saga gerist í Mont'erey, sem er smáborg á hinni sólgylltu strönd Kaliforníu. Segir hún á hnyttinn og skemmtilegan hátt frá nokkrum glaðlyndum náungum, er þar eiga heima — frá ástarævintýrum þeirra, því að þarna eru kátar og fjörugar kon- ur, sem setja sunnudagsandlitið oftar upp en tvisvar í viku, — frá drykkjuskap þeirra og róstum — frá því hvernig þeir tengd- ust vinaböndum og hvernig leiðir þeirra skildust að lokum. —- Þetta eru heiðingjar með sólblik í augum, og öllum þykir vænt um þá, sem kynnast þeim. Það leiðist engum um jólin, sem les þessa bók. Hún w tilvalin jólagjöf handa kunningjunum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.