Alþýðublaðið - 15.12.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.12.1939, Blaðsíða 1
AiHfðuflokksfaiid- nr fyrir almenn- inp í kvðld. RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURHÍN XX. ÁRGANGUR FÖSTUDAGUR 15. DEZ. 1939. 293. TÖLUBLAÐ 4 ðllum heimill aðgang- hí meðan húsrúm leyfir Alþýðuflokkurinn og Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur boða til opin- bers fundar um þingmál í kvöld kl. 8 y2 í Iðnó. Verður rætt um ýmiss helztu þingmálin á fundin- um, þar á meðal og fyrst og fremst um breytingarnar á gengislögunum og um högg- ormsf rum varpið. Áhugi manna fyrir þessum málum er ákaflega mikill og er yfirleitt lítið um annað talað nú í innanlandsmálum en þessi tvö mál. Þá mun verða rætt um lög- reglumálin og mörg fleiri mál. • Þingmenn Alþýðuf lokksins munu hefja umræður á fundin- um, en öllum er heimill að- gangur meðan . húsrúm leyfir. Er ráðlegast fyrir fólk að koma stundvíslega, því að húsrúm er mjög takmarkað. Hinir fræknu finnsku skotmenn við eina vélbyssuna. Þeir eru hviíklæddir til þess að þeir skuli síður sjást í snjónum. Rússland var reklð úr ÞJóðabandalaglnu I gær •- ' Bretar lofa að senda Finnum hergögn. Þrfr íslendiDpor enn heiðnrsborparar f New York. 'C'NN Á NÝ hafa þrír ístenid' ■*■** ingar verið gerðir heiðurs- borgarar New-York-borgar og enm • fremur verið sæmdlr virð- ingiarmierkjum borgarinnar. Thor Thors álþm. var gerður heiðursborgari og sæmdur gull- medáiíu boigarúmar. Haraldur Árnason kaupmáður og Haukur Snorrason, er var fuílltrúi á sýningu okkar, voru gerðir heiðursborgarar og SEemdir sllfurmedalíu borgarinnar. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. Kaupmannahöfn í morgun. ÚSSLANDI var vikið úr Þjóðabandalaginu í gær fyrir árás þess á Finnland. Var það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í ráði Þjóðabandalagsins, en fjögur ríki sátu hjá við atkvæðagreiðsluna: Finnland, vegna þess að kæran hafði komið frá því, Grikkland, Júgó- slavía og Kína. Áður en brottrekstur Rúss- lands var samþykktur í landinu, hafði þing Þjóðabandalagsins samþykkt ályktun Finnlands- nefndarinnar, einnig með öllum greiddum atkvæðum. En níu ríki sátu hjá við þá atkvæða- greiðslu, þar á meðal Danmörk, No^egur og Svíþjóð, vegna þess að þau vilja ekki skuld- binda sig til þess að taka þátt í neinum refsiráðstöfunum, ef til þeirra skyldi koma. í ályktuninni er árás Rúss- Fnmrpið nm lOgreglo- mem sampykkt í efri deild —."" ... Tvær mikilsverðar breytingar til béta voru gerðar á þvi við 3« umr, FRUMVARPIÐ um lögreglu- menn var samþykkt við 3. amræðu I efri dellýd i gær og fer nú tU ueðrj deildar. Meiri hluti allsherjarnefndar, Sigurjón Á Ólafsson og Ingvar Pálmasom, báru fram nýjar breyt- ingarti'IIögúr við þessa umræðu á þá leið, að kiostnaðurinn megi ekki' fara yfir V3 aí venjulegum lögreglukostnaði. Þá var önnur breytiingartililaga þeirra á þá leið, áð vald dómismálaráðherra er takmarkaðra um útbúnað lög- reglunnar. Forsætisráðherra lýsti því yf- ir, að hann sætti sig við þess- ar breytingartillöguf. Síðan var frumvarpið samþykkt úr deiMinni. Hæstiréttnr: Dómur í skuIdamáU T MORGUN var kveðinn upp dómur í hæstarétti í skuldamálinu Friðrik Gunnars- son f.h. h/f Ásgarðs gegn Guð- mundi Guðmundssyni. Málavextir eru þeir, að stefn- andi og stefndur höfðu um lengri tíma haft viðskipti saman þannig, Frh. á 4. síðu. lands á Finnland fordæmd og skorað á öll ríki Þjóðabanda- lagsins, að veita Finnlandi all- an þann stuðning, sem þau geti. Ennfremur er því lýst yfir, að ráð Þjóðabandalagsins hafi rétt til þess, samkvæmt grein Þjóða- bandalagssáttmálans um refsi- ráðstafanir, að taka hverja þá ákvörðun, sem það telji nauð- synlega Vegna þess ástands, sem 4 skapast hafi með árás Rússlands á Finnland. Butler, fulltirúi Breta á þingi Þjóðabandalagsins, kvað brezku stjórnina algeriega samþýkka á- lyktun þingsins og lýsti yfir, að verið væri að gera ráðstafanir til þess að Finnar gætu fengið her- gögn frá Bretiandi til laindvarna. Ennfremur sagði Butier, að þing- ið mætti vera. viast um það, að þrátt fyrir það, að Bretland ætti í styrjöM við Þýzkaland, muindi það ekki neyina að komast hjá því að styðja Finnland. Því myndi vierða látin í té öll sú hjálp, sem urant væri. Meðan þingfundur bandalags- iins stóð yfir, var Chamberlain forsætisráðherra Bretl'ands að halda ræðu í neðri málstiofunni um Finniand. Hann kvað Rússa hafa framið hinn mesta órétt og ofbeldi og með því vakið hinn mesta óhuig með öllum þjóðum, en jafnframt samúð í garð Fiinna, sem berðust þolnir, hugrakkir og ákveðnir gegn ofureflinu. Þeir hefðu þegar sýnt, sagði Chamber- lain, að þeir væru betri hermenn en Rússar. Her Rússa hefði að- eins eitt fram yfir her Finna, það, að hann væri fjölmennari. Chamberlain kvað hafa verið ákveðið, áður en þing Þjóða- Rússar fá ekki að vita nm brott- rekstorinn. LONDON í morgun. FÚ. UTVARPIÐ í Moskva tilkynnti ekki, að Þjóðabandalagið hefði sam þykkt brottvikningu Sov- ét-Rússlands úr bandalag- inu. Hefir þjóðinni heldur ekki verið tilkynnt þetta með öðru móti. banidaiagsins fcom saman, að leyfa útfiutning á allmörgum flugvélum til Finnlands, og út- flutningsleyfi á öðrum hergögn- uni yrði bráðiega veitt. OifurleQt manntjén Bússa ú Finulandi. LONDON 1 morgun. FÚ. Frá Finnlandi berast þær fregnir, að Rússar bíði gífurlegt manntjón, þar sem þeim hefir tekizt að sækja eitthvað fram. Á einum stað á miðlanda- mærunum er sagt, að 5000 Rússar hafi stráfallið í þriggja daga orustum, í gagnáhlaupi, sem Finnar gerðu fyrir norðan Ladoga, misstu Rússar ellefu skriðdreka. Þrátt fyrir þtetta, halda Rússar fram, að þeim miði á- fram bæði á suður- og norður- vígstöðvunum og segjast vera komnir lengst um 95 km. inn í Finnland. Seinustu fregnir frá Finn- laridi herma, að á Petsamovíg- stöðvunum, þar sem Rússar gerðu tilraun til þess að hefja sókn í gærmorgun, hafi bar- Frh. á 4. sfðu. Almenni fnndurinn í kvðid um breytinp- aruar á geBpislðpHH- nm og ,bðggorminn‘. Þýzka ornstnskipíð er nli króað inni i Nontevideo. -----». Verður að láta kyrsetja sig eða ieggja út í voniausa viðureign við fimm brezk herskip, sem bíða úti fyrir! LONDON í morgun. FÚ. Tf IMM BREZK HERSKIP eru nú á verði úti fyrir Mon- -®- tevideo, þar sem þýzka vasa-orustuskipið „Admiral Graf von Spee“ leitaði hælis. Virðist ekki vera nema um tvennt að velja fyrir áhöfn herskipsins, halda kyrru fyrir á herskipinu í Montevideo það sem eftir er stríðsins, eða sigla því úr höfn, en þá þarf engu að spá hvernig fer. Það myndi að öllum líkindum verða gereyðilagt í sjóorustu. Brezka stjórnin hefir sett sig í samband við stjórnina í Uru- guay til þess að spyrjast fyrir um, hversu lengi hinu þýzka herskipi vérði heimilað að vera í höfn í Urpguay. Það er leidd athygli að því, að herskipum er leyft að leita í hlutlausa höfn undir vissum kringum- stæðum, svo sem vegna tjóns af völdum ofviðris o. s. frv., en eiga að hverfa á brott innan sólarhrings. Herskip mega einn- ing leita hafna til þess að fá viðgerð, sem þá á að fara fram eins fljótt og unnt 'er og að henni lokinni eiga herskipin að halda á brott. Ríkisstjórnin í Uruguay hefir ekki enn tekið ákvörðun um afstöðu sína, en í óstaðfestri fregn segir, að yfirvöldin muni Ieyfa hinu þýzka herskipi að vera í höfn í Uruguay, þar til viðgerð á þvi hefir farið fram. 62 brezkir sjómenn, s'em voru fangar á „Admiral Graf von Spee“, hafa nú verið settir á land í Montevideo. Eru þetta á- hafnir skipa, sem herskipið sökkti, og hefir ekki áður verið tilkynnt mn tvö þeirra, þ. e. „StreonshaI“ og „Tiroa“. Sjó- mennirnir segja, að þeir hafi verið hafðir í læstum vistarver- um niðri í skipinu meðan or- ustan fór fram og segja þeir, að seytján skot hafi hæft h'er- skipið. Ein kúlan sprakk fyrir utan hurðina á klefa þeirra. Herskipið „Exeter“, sem varð fyrir skemmdum í orustunni, er nú á leið til hafnar til bráða- birgðaviðgerðar. Manntjónslisti Breta hefir enn ekki verið birtur. Sjóornitan i fymiag. Nokkru nánari fregnir hafa nú borizt um sjóorustuna og til- drög hennar. Brezku herskipin höfðu elt „Admiral Graf von Spee“ í 15 klst., en hið þýzka skip er sem kunnugt er hraS- skreiðara en hin brezku og fall- byssur þess langdrægari. í fyrradag stefndi herskipið í átt- ina til stranda Uruguay. Ho- ward flotaforingi Suður-At- lantshafsflotadeildarinnar brezku sendi flotamálaráðu- neytinu fyrstu tilkynninguna um að hgpzk herskip væru að leggja til atlögu við „Admiral Graf von Spee“. Barst sú fregn til London um miðnætti s.l. nótt. Herskipið „Ajax“ lagði fyrst eitt til atlögu við þýzka her- skipið. Hafði „Ajax“ tekizt að komast milli lands og herskiþs- ins og var blásið reykjarmekki frá „Ajax“ til hlífðar fyrir árán- um þýzka herskipsins. Fór „A- jax“ krókaleiðir í reyknum til þess að komast nær þýzka her skipinu, sem reyndi tvívegis að komast undan, en hin herskip- in tvö voru nú komin nærri, og heppnaðist það ekki. Er bar- dagaaðferð skipshafnarinnar á „Ajax“ talin hin djarflegasta. Fjöldi fólks, sem dvaldi í þorp- unum við ströndina, var vitni áð orustunni, en hún fór fram nærri landi. Loks undir mið- Frh. 4 4- síðu. Bretar elta nppi þýzkar flnpélar yfir Norðarsjðnain ----—.» --- Margar loftorustur síðasta sólarhring. LONDON í morgun. FÚ. NDANGENGINN SÓLAR- HRING hafa fjölda mangar brezkar hemaðarfliugvélar verið á sveimi yfir Norðursjó og þýzba eyjuiwim, þar sem Þjóðverjar hafa flugbátastöðvar. Leitað hefir verið að þýzkum herskipum, sem vera kynnu á Noröursjó. Ein brezk flugvéladeild gerði atlögu að þýzkri flugvéladeild. Fjórar þýzkar fiugvélar voru skotnar niður og 3 brezkar. Allar aðrar brezkar flugvélar hafii feomið heim heilu og höldnu. Nánari fregniir hnfa nú borizt um viðureign tveggja brezkrsi hernaðarflugvéia við tvær þýzkar Dornierwal sprengjuflugvélar. Brezlku flugvélamar vom ekki iangt frá ströndum Noregs, ef þær sáu Dornier-flugvél og gerðu árás á hana. Bardagimn var háður iágt yfir sjó, og tókst brezku fiugvélunum aö hæfa hina þýzku Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.