Alþýðublaðið - 15.12.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.12.1939, Blaðsíða 4
) FÖSTUDAGUR 15. DEZ. 1939. ■ GAMLA BlðH Vinirnlr. Tilkomumikil og hrífandi fögur kvikmynd um sanna vináttu og fórnfúsa ást. Aðalhlutverkin leika fjórir heimsfrægir leikarar: Robert Taylor, Franchot Tone, Robert Young og Margaret Sullivan, hin glæsilega leikkona, sem öllum mun ógleymanleg, er sáu myndina „Aðeins ein nótt.“ Lifur mm Saltkjöt Frosið dilkakjöt Ný reykt sauðakjöt. Kjötverslanir HaSta Lýðssonar Skip frá Sameinaða hleður Kaupmannahöfn í dag og á morgun til Reykjavíkur og Vestur- og Norðurlandsins. Skipaafgr. Jes Zimsen, Tryggvagötu. — Sími 3025. I. O. 6. T. FREYJUFUNDUR í kvöld kl. , 8,30 í salnum luppi i Gó'ðtempl' arahúsinu. — Innta'ka nýliða. Önwir venjuleg fundarstörf. Meðal skemmtiatrföa verða sungnar gamanvísur. Allir fé- lagar, sem taka ætla þátt í sjálfbioðaliðsstarfinu næsta sunnudag, eru sérstaklega beðnir að mæta. Mætið öll .stiundvislega. Helgi Sveinsson. ’Æt. Jón Engilberts 'hefir máiverkasýningu um þessar mundir á Skálholtsstíg 7 (i Landshöfðingjahúsinu). Tónlistartélagið. Hljómleikar mánudaginn 18. des. kl. 8Mi e.h. í bifreiðaskála Steindórs við Sellandsstíg. „Sköpunln“ Óratorium eftir JOSEPH HAYDN. Stjórnandi: Páll ísólfsson. Kór Tónlistarfélagsins og „Kátir félagar.“ Illjómsveit Reykjavíkur. Einsöngvarar: Elísabet Einars- dóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Arnór Halldórsson, Gunnar Pálsson og Sigurður Markan. Flygill: ANNA PÉTURSS. Upplestur texta: Arndís Björnsdóttir l’eikkona. Hljómleikarnir verða ekki endurteknir. Aðgöngumiðar hjá Eymundsen — Sigríði Helgadóttur og Hljóð- færahúsinu. Forðist ðsina síðnstn daga fyr ir Jól. Komið strax í dag á FHTRBÚÐÍlRlfÍíifiR REYKJAVÍKUR SKATAR. HUnl kongsson verður leikinn í Iðnó n.k., sunnudag kl. 4 e. h. — Aðgöngu- miðar seldir í dag frá kl. 1 e.h. og eftir kl. 1 e.h. á morgun. Allir krakkar vilja sjá Hlina kóngsson. Stærstl bókmenntaviðburður ársins: i Ný skáldsaga HAs skáldslns eftir Halldór Kiljan Laxness kemur út á morgun. Þetta er saga andstæðnanna í brjósti mannsins. Höfundurinn lýsir á nýjan og áhrifamikinn hátt baráttunni milli ástarinnar og skyldunnar. 7 BÓKAVERZLUN HEIMSKRINGLU. Laugavegi 38. Sími 5055. Ný stjórn í Pjóö- vinafélaginn. "O FTIR langan og strang- an aðalfund í Þjóðvina- félaginu var honum loks lok- ið í gær. Aðalfundur Þjóðvinafélags- ins er raunverulega fundur í Sameinuðu alþingi og voru þrír fundir haldnir. Mikil átök munu hafa orðið á þessum fundum, vegna þess að Jónas Jónsson og fleiri báru fram á fyrsta fundinum tillögu þess efnis, að leggja Þjóðvina- félagið undir Menningarsjóð, og mun hafa vakað fyrir tillögu- mönnum að sameina þar með bókaútgáfu beggja þessara fyr- irtækja, en samtals ráða þau yfir allmiklu fé. Loks mun hafa orðið sam- komulag um það, að Þjóðvina- félagið skyldi ekki lagt niður, en fullkomið samstarf skuli vera milli þess og Menntamála- ráðs. Virðist og kosning for- seta Þjóðvinafélagsins ganga út frá þessu, þar sem Jónas Jónsson, sem jafnframt er for- maður Menntamálaráðs var kosinn forseti þess. Fekk hann 21 atkvæði, en Bogi Ólafsson adjunkt 18 — og var hann kos- inn varaforseti með 38 atkvæð- um. í ritnefndina voru kosnir: Barði Guðmundsson þjóð- skjalavörður, Guðmundur Finnbogason landsbókavörður og dr. Þorkell Jóhannesson. HÆSTARÉTTARDÓMUR Frh. af í. síðu. að stefndur hafði fengið vörur að láni hjá stefnanda <og greiddi þær ýmist í peningum eða með ávís- unum á skuldunauta sína. 1 september 1937 lét stefndur stefnda fá 3 ávísanir á bæjarsjóð Hafnarfjarðar, samtals að upp- hæð kr. 624,56. Reis nú deilan út af því, hvern- ig skilja træri afhendingu stefnds á þe .su n ávísunum og greiðslu- beiðrum. Hélt stefnandi því fram, að hann hefði aðeins tekið við á- vísu.iunum til innheimtu. En stefndur heldur því fram, að hann hafi fenigið stefnanda ávís- anirnar sem greiðslu, og að stefnandi hafi tekið við þeim á þann veg. I undirrétti var stefndur sýkn- aður, en ýiæstiréttur dæmdi stefnda til að greiða upphæðina og borga málskostnað. f D A Næturlæknir er Grímur Magn- ússou, Hringbraut 202, sími 3974. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfs-apóteki. OTVARPIÐ: 19,20 Þingfréttir. 19,50 Fréttir. 20,15 Vegna stríðsins: Erin'di. 20,30 Útvarpssagau: „Ljiósið, sem hvarf,“ eftir Kipliug. 21,00 Dagskrárlok. (Endurvarp á Grænlaudskveðjum) HVAÐ ERU KALASRÚLLUR? Stjórn V. K. F. Framsókn tilikynnir, að skemmtifundinum, sem átti að vera i dezember, verðuir frestað þangað til fyrst í janúar. Trúlofun. Síðast liðinn laugardag opin- uOu trúlofun sína ungfrú Agnes Gísladóttir, Lindargötu 21, og Maignús Pálsson, sjóm., Vatns- stíg 12. HVAÐ ERU KALASRÚLLUR? STRIÐIÐ Á FINNLANDI Frh. af 1. síðu. dagar nú dottið niður. Fimm þorp nálægt landamærum Nor- egs, eru í björtu báli, og var talið vafasamt, hvort Finnar hefðu kveikt í þeim eða eldur- inn komið upp eftir loftárásir Rússa. En það voru Finnar, sem kveiktu í húsunum, er þeir óttuðust að þau myndi falla í hendur Rússa. Rússlánd eiga enn 300 km. ófarna til Botneska flóans. SJÓORUSTAN Frh. af 1. síðu. nætti tókst þýzka herskipinu að komast í höfn. Var það þá mik- ið skemmt, 36 menn af skips- höfninni fallnir og 60 særðir, þeirra meðal skipherrann. Vasaorustuskip þetta hefir verið um 2 mánuði á höfunum og hafa mörg brezk herskip og flugvélar leitað þess. Miðað við afrek þýzka herskipsins „Em- den“ í heimsstyrjöldinni telja Bretar „Admiral Graf von Spee“ hafa orðið lítið ágengt að granda skipum bandamanna. Islenzk fyndni VII. bindi er nýkomið út. í því eru 150 sikopsögnr. Gunnar frá Seialæk hefir safmað sögun- um og skráð þ,ær. Danska fjársöfnunin ihanda Finnlandi er komin upp í eina milljón og 2 þúsund krón- ur. F0. Braugahúsið hei'tir myndin, sem Nýja Bíó sýnir núna. Aðalihlutverkin leika Oonstance Moore og Paul Kelly. Útbreiðið Alþýðublaðið. LOFTSTRIÐ YFIR NORÐURSJÓ Frh. af 1. síðu. flugvél, og kom olía og mikill reykur úr henini, er hún lagði á flótta inn í skýjaþykkni. Sömu brezku flugvélar sáu aðra Domjerwalfluigvél á heim- Ieið, réðúst á hana og tiókst einn- ig að hæfa hana. Allir, sem vilja kynn- j ast sálarrannsóknum nútímans ættu að lesa Dnlræaar gðfnr hvernig með þær ber að fara og þroska þær. í flestum hinna 22. kafla, þar sem rætt er um ýmsar tegundir dulrænna hæfileika, eru merkilegar og fræðandi frásagnir um ýms dularfull fyrir- brigði. Fæst hjá öllum bók- sölum. Verð 5 kr. hft. 6.50 ib. NÝJA BIO Drauga* húslð. Dularfuli og spennaudi amerfsk kvikmynd, er sýnir hamramma drauga- sögu og klæki og snarræði blaðamanns, er tókst að lokum að leysa ráðgátu reim'leikanna. — Aðaihlut- verkin leika: Constance Moore og Paul Kelly. Böm fá ekki aðgang. Útbreiðið Alþýðublaðið! Nýtt trippakiöt, . \ Frosið dilkakjöt. Nýtt ærkjöt. Mör. t Tólg. Ný di'lkasvið, aðeins kr. 1,25 hausinn. KJðtbúðin. Njálsgötu 23. Sími 5265. Opinber fnndnr, að tilhlutun Aiþýðuflokksins verður í Iðnó hl. 8,30 í kvold. UMRÆÐUEFNI: 1. Kaupgjaldsmálin á alþingi og dýrtíðin í landinu. 2. „Hðggormurinn44 og önnur skað- ræðismál, sem borin eru fram gegn al- þýðunni í landinu. Margir ræðumenn. Vtasælaste jóIaipfiD þín verðnr Ritsafn Jðns Trausta. Fðrninenn er jólabókin. Förumenn er vinsælasta bók ársins. Magnús Magnússon ritstjóri skrifar um bókina: „Auk þess, sem bókin er vel skrifuð sem skáldverk, hefir hún og menningarsögulegt gildi, því að hún bregður upp glöggri mynd af sumum þáttum 1 lífi, menning og háttum þjóðarinn- ar á liðinni öld. Förumenn er nýstárlegasta bók ársiris. ' Fæst nú í vönduðu shirting- og skinnbandi og munu síðari bindi fást í samskonar bandi. Tilkynning. Með því að í ráði er að leigja varðskipið Þór til framleiðslu, eru þeir, sem kynnu að hafa áhuga fyrir að leigja skipið, beðnir að gera tilboð í leiguna. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri kl. 14 hinn 20. þ. m. Allar nánari upplýsingar varðandi skipið er hægt að fá á skrifstofu vorri. Skipaútgerð ríkisins. Saga EIffleyJar~HJalta Ci er komin. — Bókaverzlnn ísafoldarprentsmiðju.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.