Alþýðublaðið - 18.12.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.12.1939, Blaðsíða 3
MANUDAGUR 18. DES. 1939. ALf»?©UBLAÐI£> ALÞÝÐUBLAÐIÐ RrTSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjóm (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. * 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN firsðgn Héðios að- eins skripaleikur? URSÖGN Héðins úr Komm- únistaflokknum verður með degi hverjum, sem líður, dularfyllri. Úrsögnin var á sín- um tíma birt með miklum gauragangi í útvarpiriu hér og daginn eftir vildi svo einkenni- lega til, að einnig var skýrt frá henni í enska útvarþinu. Hvort Héðinn hefir sent því úrsögn- ina'eins'.og útvarpinu hér, skal ósagt látið, en nærri liggur að hugsa, að einhver hafi fundið hvöt hjá sér til þess að koma fréttinni um hana á framfæri í enska útvarpinu, því að ekki getur úrsögn Héðins úr Komm- únistaflokknum talizt svo mik- ill viðburður á heimsmæli- kvarða, að enska útvarpið færi af sjálfsdáðum að segja frá henni. í blaði því, „Nýjum tímum",. sem Héðinn og félagar hans gáfu út tveimur dögum eftir úr- sögnina, var einnig reynt að gera sem mest úr brottför þeirra úr Kommúnistaflokkn- um og boðað, að nýr, „óháður verkamannaflokkur" yrði stofn aður. En það hefir verið ein- kennilega hljótt um þá flokks- stpfnun síðan og heldur ekki orðið vart við það, að þau flókksfélög Kommúnistaflokks- irís úti um land, sem Héðinn tfeídi sig hafa merihluta í, hafi fáfið úr flokknum, þó að boðað væri með miklum hávaða að ^au myndu gera það. Og hér í Reykjavík hefir ekki einu sinni systir hans, Laufey, sagt sig úr flökknum. Það er þvert á móti flillyrt, að hún hafi sem vara- maður tekið það sæti í mið- stjórn flokksins, sem autt varð við úrsögn Héðins! Má það mik- ið vera, ef það er alveg gert á móti vilja bróður hennar. Að minnsta kosti lét hún ekki á sér síanda að fara með honum úr Alþýðuflokknum í fyrra. En það, sem- gerir úrsögn Héðins grunsamlegasta, er þó sú staðreynd, að hann heldur samvinnu sinni við kommúnista áfram í „vfernarbandalaginu", eða „landssambandi íslenzkra stéttarfélaga" eins og það er nú kallað, eins og -ekkert hafi í skorizt, og er ekki sjáanlegt, að um nokkurn ágreining sé þar að rseða milli hans og þeirra. Blað, sero „varnarbandalagið" gaf út á laugardaginn, var skrifað af Héðni og kommúnistum í full- kpmnu bróðerni, og á opinber- úrn fundi, sem það boðaði til í gæv, töluðu auk Héðins og nokkurra nánustu fýlgifiska hans, hreinræktaðir kommún- istar, án þess að nokkuð bæri í milli. Menn eru nú farnir að spyrja sjálfa sig: Var úrsögn Héðins úr Kommúnistaflokknum ekk- ert annað en skrípaleikur, ætl- aður til þess að blekkja British Petroleum og bjarga olíuum- boði Héðins hér heima? Þá fer maður að skilja, hvecs vegna nauðsynlegt þótti að koma fréttinni um úrsögn hans á framfæri í enska útvarpinu! Arnór Sigurjónsson gerði að vísu tilraun til þess í „Nýjum tímum" að þagga niður þann grun, sem Alþýðublaðið hafði þá þegar látið í ljós um það, að hin raunverulega orsök þess, að Héðinn sagði sig úr Kommún- istaflokknum, hefði verið ótti hans við það, að hann myndi að öðrum kosti missa olíuumboð- ið. En í sama blaðinu og Arnór var að reyna að breiða yfir sannleikann í þessu efni, kom það mjög greinilega fram í ann- arri smágrein, hve mjög Héð- inn og félagar hans hafa óttazt það, að lengri vist hans í Kom- múnistaflokknum myndi kosta hann olíuna. Þar er sú skoðun látin í ljós, að tilgangurinn með því, að reka Héðinn og komm- únista úr Þingmannasambandi Norðurlanda hafi verið sá, „að neyða Héðin til að vera kyrran í flokknum"! „Hins vegar átti," segir blaðið, „að gera sem mest númer úr „Rússadekri" Héðins erlendis og freista þess, hvort ekki yrði unnt að spilla fyrir því, að Olíuverzlun íslands gæti undir hans stjórn haldið því verzlunarumboði, sem hún hef- ir". Þessi fáu orð sýna, hve rík sú hugsun hefir verið hjá Héðni og helztu fylgismönnum hans, að olíuumboðið væri í hættu. Þá var betra að ganga til mála- mynda úr Kommúnistaflokkn- um! Það getur vel verið, að Héð- inn hafi hugsað sem svo, að það myndi nægja til þess að bjarga olíunni, að hann segði sig til málamynda úr Kommúnista- flokknum, og að hann gæti svo eins og ekkert hefði í skorizt haldið áfram samvinnu sinni við kommúnista í verkalýðsfé- lögunum og „varnarbandalag- inu". En jafnvel þótt hann teldi það æru sinni samboðið, að vera áfram í makki við menn, sem hann sjálfur telur sig hafa feng- ið vissu fyrir, að séu reiðubúnir til að gerast landráðamenn, þá mun sú þjónusta ekki nægja til þess að stöðva upplausn Kom- múnistaflokksins. Verkamenn- irnir, sem í fyrra létu ginnast til þess að fylgja Héðni yfir í Kommúnistaflokkinn, og raun- ar margir eldri meðlimir hans, telja það ekki lengur æru sinni samboðið að fylla þann flokk. Þeir segja sig úr honum í al- vöru, hvað sem fyrir olíukaup- manninum hefir vakað með úr- sögn sinni. Úrsögn Friðleifs í. Friðrikssonar á laugardaginn er ágætur vottur þess. Hann fór að vísu ekki með hana í enska útvarpið, enda hafði hann enga ástæðu til þess, en hann aug- lýsti hana í Alþýðublaðinu og sagði sig ekki aðeins úr stjórn Kommúnistaf lokksins og úr flokknum sjálfum, heldur og úr stjórn „varnarbandalagsins" og úr stjórn verkamannafélagsins Dagsbrún! Hann er bersýnilega búinn að fá nóg af kommúnist- um- ©y|ar Mý bök efflr Onð- nmfld G. Dagal' GJÐM. HAGALlN lœtur nú skammt stórra höggva í milli. Á þrem árum hef- ir hann ritað Virka daga I—II, Sturla í Vogum I—II og nú síð- ast Sögu Eldeyjar-Hjalta í tveim stórum bindum. Hans fyrri bækur öfluðu honum bæði vinsælda og virðingar, en þó hefir vegur hans vaxið stór- lega af þessum síðari bókum. Guðmundur situr nú á bekk með öndvegishöfundum ís- lenzkra bókmennta. Það sem ekki hvað sízt hefir aflað Guðmundi vinsælda er, að í bókum hans mætum við hetj- um og hversdagsfólki hins dag- lega lífs. Og þó stundum séu ömurleg lífskjörin og lífsbar- áttan alltaf hörð, þá skortir þar aldrei glaðlyndi, kjark og dug. Hjalti Jónsson var tilvalin söguhetja fyrir Guðmund. Vér höfum hér eignazt nýja íslend- ingasögu, en það skeður ekki á hverjum degi. Saga Hjalta er hin merki- legasta, og gott til að vita, að hún skyldi ekki falla óbætt og órituð eins og svo margar ís- lendinga sögur, Bernskuárin heima á Fossi, umkomuleysið í Kerlingardal, uppgangur Hjalta í Vestmannaeyjum og í Höfn- unum, braUtryðjandastarf hans í Reykjavík og margþætt fram- tak og félagslíf er um leið saga íslenzku þjóðarinnar. Hjalti kemst úr kútnum eins og þjóðin sjálf og um líkt leyti. Kjarkur hans og þrek er ódrepandi. Hann er niðursetningur, vinnu- maður, formaður og skipstjóri. Tæki hans eru bátkollur, skip, skútur og togarar. Hann klífur Háadrang og Eldey. Og aMtaf er hann að klifra allt sitt líf. Fóturinn er viss, taugarnar sterkar og hugurinn mikill. Hann lærir erlendar tungur og temur sér umgengni við höfð- ingja og háskólamenn. Sumir hafa kallað hann „snobb", en sá dómur ristir grunnt. Hjalti klífur bjargið, og sparkar aldrei í kollinn á þeim, sem neðar standa. Sá einn er höfð- ingjasleikja, sem skríður upp á við og sparkar niður á við. En Hjalti kann sér ekki manna- mun. Dugnaðar hans glaðlyndis og góðsemi njóta allir jafnt, Hjalti Jónsson og Guðmundur G. Hagalín. sem slást í ferð með honum á lífsins lestaferð. Það morar af fólki í kring um hann. Þar eru öll blæbrigði mannlífsins og all- ar „typur" þjóðlífsins. Og hreinskilinn er Hjalti í frásögu sinni jafnt um sjálfan sig og aðra. Gamanið er stundum gróft en hvergi ógeðfelt. Það er náttúrlegt að það gangi í sjóbrók, en ekki á silkisokk- um. Hjalti er sjálfum sér líkur og þar er engin uppgerð eða „snobberí". Það mun margan fýsa að hnýsast í æfisögu Hjalta. Þetta er ein af þeim bókum, sem allir geta notið, börn og gamalmenni og allt, sem þar er á milli. Að vísu er hér ekki um venjulega barna- eða fermingarbók að ræða, þar sem enginn dráttur lífsins sést í hinni sléttu engils- ásjónu. En eru það beztu ung- lingabækurnar? Ég held ekki. Þær bækur eru beztar, þar sem óreyndur unglingur mæt- ir veruléikanum og stælist í ásetning sínum um að verða að manni. Sannar æfisögur agætra manna eru hinar hollustu bækur fyrir þá, sem eru upp- vaxandi og skemmtilegustu fyrir þá, sem hafa margs að minnast. í lok æfisögunnar verður Guðmundi þetta að orði: — „Hjalti dáir dugnað, þrek, framfarahug og bjartsýni, og hann vonar og óskar, að sem flestir íslendingar eignist kjark og manndáð til að rífa sig upp úr kerlingardal eymdar og vol- æðis og klífa eldey og háa- drang tilverunnar, sjálfum sér til vaxtar og aukins þors og öðrum til bjargræðis og betra og hamingjusamara lífs. Það er svo hans vilji að sagan um líf hans og starf endi á þessum orðum: „ísland lifi"'. Þessar óskir munu verða að áhrínsorðum og veldur hvort- Lltlaboklnmln 38S Ðækur 1 ýn'flstD larnáona. Nýátkoinið ? Mr. 8 Litli græni froskurinn og Stjarneyg. >ír. 9 Töfrapípan og Forvitna konan og drekinn. M'r. 10 Siglt í strarad og fleiri sögur. filepið ekki pptii böriiiini tveggja, ágæti Hjalta og íþrótt Hagalíns. En til þess þarf eigi minni íþrótt að lýsa lífinu svo, að sagan geymist, en að lifa því þannig, að það sé frásagnarvert. Á. Á. • Munið eftir bókinni DULRÆNAR GÁFUR — hvernig með þær ber að fara og þroska þær, þegar þér veljið bók handa vinum yðar, sem hafa áhuga á sálarrann- sóknarmálinu. Auk þess sem í bókinni eru leið- beiningar um ræktun ýmsra dulrænna hæfi- leika, eru þar fjölda- margar merkilegar sög- ur, sem snerta þessi mál. Fæst hjá öllum bók- sölum. Driaupnir heitir nýtt blaö, sem. Nem-. eiiidasamband Flensborgarskölans gefur út- Efni: Gísli Þ. Stefáns- son: Ávarp, Baldur: Sjálfstæði og frelisi, Kristján Eldjárn: Draupnir o. m. fl. Blóm og Avextir, Hafn stræti 5. Simi 2717. Nú getum við tekið á móti pöntunum á blóm um og blómakörfum til jólanna. Momið meðan lírvalið er mesi. Látið blómin tala. Símnefni: Eldhaka, Reykjavík. Kanpmenn og kanpféiy. .Munið, að þar sem vér höfum skrifstofu opna í New York og Ameríku, getum vér ætíð gefið yður bezt og fljót- ast tiiboð í alls konar vörur frá Ameríku. ¥erziiiiiarfé!agíð ELDING5, Laufásvegi 7. Sími 4286. KomliinheÍiB Gpínaur M&gssússoiE* læknir Kirkjustræti 10 slaeás hefir afmælis'fagnað og kyhningakvöld í Oddfellowhúsinu þriðjudaginn 19. þ. m. kl. 8% síðd. 1. Stutt erindi: Séra Jón Auðuns. 2. Tvísöngur með undirleik: Ólafur og Sveinbjörn. 3. Lesinn kafli úr leikriti eftir E. H. Kvaran: Frk. Þóra Borg og Ævar Kvaran. Félagsmenn mega taka með sér gesti. — Veitingar verða svo sem hver óskar. Félagar S. R. F. í., fjölmennið. blað Fálkans rr 21311 Le.« urta a# eignas Sðlubðrn koiail I fyrramálið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.