Alþýðublaðið - 20.12.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.12.1939, Blaðsíða 3
>r ii MIÐVIKUDAGUR 20. DES. 1939 ALÞYÐUBLAÐIÐ ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. 1 íjarveru bana: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN ifdrtf hðgg- ormsins. EGAR þingmönnunum . hafði tekizt að handsama höggorminn, skömmu eftir að honum hafði verið hleypt inn í þingið, í lok vikunnar, sem leið, gerði Jónas frá Hriflu síð- ustu tilraun til þess að bjarga honum með því að skrifa í Tím- ann eins konar biblíuskýringar á eðli hans og ætlunarverki. Jónas sagði, að menn hefðu hingað til misskilið höggorm- inn, sem endur fyrir löngu varð þess valdandi, að Adam og Eva voru rekin úr aldingarðinum Eden. Sá staður hefði ekki ver- ið nein paradís. Það líf, sem þau hefðu lifað þar, hefði verið iðjuleysislíf og engu tapað, þótt þau misstu það. í raun og veru hefðu þau fyrst fundið paradís, „paradís starfsins“, eins og hann komst að orði, við það, að þau fóru að ráðum höggorms- ins. Sú skepna ætti því allt aðr- ar og meiri þakkir skildar af mönnunum, en hún hefði feng- ið hingað til. Þessar nýju biblíuskýringar áttu að gera þingmönnunum það skiljanlegt, hve göfugt dýr það væri, sem fjárveitinga- nefnd þingsins hefði hleypt inn í sali þess og þeir hefðu nú höndum tekið. Eins og högg- ormurinn í aldingarðinum Ed- en forðum ætti þessi nýi högg- ormur að leiða íslenzku þjóð- ina í hina sönnu paradís, para- dís sveitarflutninganna og allra arinarra herlegheita, sem í hin- um einstöku liðum höggorms- iris fólust. Þá fyrst hefði þjóðin fundið paradís, þegar þriggja manna nefnd hefði verið stofn- uð hér með alræðisvaldi til þess að flytja styrkþega til vinnu hvert á land sem henni sýnd- ist, þegar fækkað hefði verið yf- irmönnum á skipunum til frek- ara öryggis fyrir sjómennina, allar takmarkanir á tölu iðn- nema verið afnumdar til trygg- ingar atvinnu iðnaðarmanna, hætt hefði verið að prenta ræðupart þingtíðindanna til þess að auka álit alþingis, vinnutíminn á skrifstofum rík- isins verið lengdur starfsfólk- inu til hvíldar, starfstími barna- skólanna styttur börnunum til aukinnar fræðslu og menntun- ar og eins árs skylduvinna við öll algeng heimilisstörf uppi í sveit með ólastanlegum vitn- isburði einhvers bóndans að henni lokinni verið gerð að skil- yrði fyrir því að mngir menn gætu fengið að ganga á skóla hins opinbera, sérstaklega stýri- mannaskólann! En þetta var meira en þing- mennirnir væru með^tækilegir fyrir. Þeir höfðu með undrun k»yrt um hin margvíslegu og Mæðurnar og jólin ÞAÐ hefir verið skrifað langt mál og töiuð mörg orð til þess að brýna fyrir konum að gleyma því ekki, að fyrsta, æðsta og háleitasta hlutverk hennar í iífinu sé að verða móðir — fyrst og fremst móðir. En hvort sem áminningarnar, hvatningarnar og fyrirheiiin valda þar nokkru, þá bíða þau örlöig ian,gflestra kvenna að verða mæður. Og hvert verður þá hlutskipti konunnar og stúlkunnar, sem verður móðir? Ég skal ekki eyða tíma ykkar, góðir lesendur, með því að lýsa því nákvæmlega. Á- hyggjur, erfiði, þreyta, kvöl og kvíði, — það er hennar saga. Og þó ekki öll. Því eins v og pálmalundarnir eru það eina, sem gera eyðimerkurfarir mögulegar, eiga og jafnvel hinar þjökuðustu toæður sína sólskinsbletti, sem gefa þeim ótrúlega krafta í lífs- ins hörðu baráttu. Og þá fyrst og fremst það, að sjá að öli þeirra sjálfsafneitun og allt þeirra stríð sé ekki álveg unnið fyrir gýg, að þeim geti tekizt að veita börnunum sínum það allra nauð- syntegasta, að þær fái að njóta una'ðarins, sem fylgir því að vemda, hjálpa og gleöja þá, sem okkur þykir vænt iun. En eins og nú er ástatt okkar á meðal, skortir mikið á að einstæðar mæður, sem berjast áfram með böm sín, geti veitt þeim jafnvel hið allra nauðsynliegasta, þrátt fyrir ’sinn góða vilja og átakan- Iegu viðleitni. Orsakir þessa eru mangar, og verða þær ekki raktar fi'ér. En tiigangurinn með þessum fáu línum er að biðja góða menn um að láta sem allra fæstar ein- stæðar og yfirgefnar mæður þurfa nú um þessi jól að líða Tiá sáru raun að geta enga gleðli veitt börnunum sínum, ekki gefið þeim neina nýja flík, ekki gefið þeim betra að borða þessa dag- ana en endranær. Ekki einu sinni haft heitt í herberginu, jafnvel ekki vitað þau fyllitega södd, þessa margrómuðu barnanna há- tíð. Það ve.it enginn, nema sá, sem reynir, hvað það er, að sitja ei-namana og yfirgefin, þrotinn að öilum bjargráðum, svift voninni um þá einu jólagleði, sem um var beðið og eftir óskað, að gteðja börnin sin ofurlítið Um jólin. Fá að létta fargi umkomu- leysis og örbirigðar af þeim, þótt ekki sé nema stutta stund, fá að sjá gleðina yfir nýrri flík, 6- þekktu leikfangi eða bara góðum matarbita, kveikja eins og ljós við ljós í litlu, bláu augunum þeirra, fá að sjá fölu kinnarnar þeirra roðna, þegar fögnuðiurinn yfir voninni, sem rættist, grípur þau. Þið, hjartagóðu Reykvíkingar! Látið þetta ekki verða hlut- skipti ekknanna og mæðranna nú um jólin. Leyfið Mæðrastyrks- nefndinni að stuðla að því, að svo þurfi ekki að verða. nýstárlegu hlutverk. sem for- maður fjárveitinganefndar hafði tekizt á hendur á þessu þingi. En fyrir því hafði þá ekki órað, að hann teldi það nú einnig að endingu skyldu sína að skýra fyrir þeim biblíuna á ný. Þeim þótti líka vissara að halda sig við gömlu skoðunina á högg- orminum og haga sér sam- kvæmt því. í fyrradag var því, þrátt fyrir hinar nýju biblíu- skýringar Jónasar, hausinn tek- inn af þessu forlátadýri í efri deild alþingis. Hvað um hina liðina verður, er óvíst enn. En inn í paradís sveitarflutning- anna fer þjóðin í öllu falli ekki í þetta sinn. „Þeir vita ekki hvaÖ þeir gera.“ — Það vita heldur ekki þeir, sem góðverkin vinna. Þeir vita sjaldn- ast hvaða verkanir jafnvel hin smæsta gjöf getur haft, þegar hún berst Jnn í dimmu allsleysis og örvæntiingar, hvernig hún get- ur lífgað lamaðar vonir og endur- vakið táp og vilja. Eða kannske komið eins og svar við ákálli, sem steig upp i þögn og myrkri langrar ömur- legrar andvöku. En hinni þyngstu andvökunótt fylgir á stundum dagur huggunarinnar. S. bók: voru karlar, skáldsaga eftir Jolin Stelnbeck. Karl isfeld íslenzkaði. — Heimdallur, bókaútgáfa, Reykjavík. John Steinbeck er í röð fremstu skáldsagnahöfunda amierískra af yngri kynslóðinni, og eru þó ékki nema eitthvað 8 ár síðan fyrsta skáldsaga hans kom út. Með þriðju bók sinni, „TortiIIa FIat“, sem nú kemur á íslenzku undir nafninu „Kátir voru karlar“, vakti hann fyrst á sér verulega athygli sem nýstárlegur rithöfundur. En með þeirri fimmtu „Of Mioe and Men“ (1937) mátti svo heita, að hann legði allan hinn enskules- andi heim að fótum sér á svip- stundu. Nú eru bækur Stein- bedks lesnar á flestum þjóðtung- um Norðurálfu. Fer vel á því, að Steiinbeck Skuli einmitt vera kynntur ís- lenzkum lesendum með þeirri skáldsöguinni, sem fyrst ávann ho'nurn viðurkenmngu og varð eins og innigangur að ritferli hans síðan. Þetta er saga um nokkra slæp- ingja af guiðs náð, landeyður, sem aldrei nenna að taka til hendi, nema til þess að hnupla sér einhver ju í gogginn: grísum, hænsnum, eggjum, grænmeti o. s. frv. og eru harðánægðir með tilveruna, ef þeir að auki geta orðið sér úti um einn eða tvo brúsa af víni. Þeim þykir ekkert fyrir því að sofa úti í skögi, geti þeir að kvöldi hnuplað sér góðu ullarteppi, sem þeir svo selja að morgni fyrir einum eða tveimur brúsum af víni. Svona er þeirra daglega líf, þangað til Daníei erflir tvö thriburhús á Fortilla Flat eftir afa sinn. Þá lifa þeir kóngalífi; Daníel sefur meira að segja í rúmi, sem enginn annar má snerta við, en hinir gera sér gólfið að góðu. Þótt þeir Daníel dg vinir hans séu á mæli- kvarða hins stranga velsæmis hálfgerðir gallagripir, þá eru þeir allra beztu skinn inni við beinið, hjálpsamir hverjir við aðra, fá- tækar ekkjur og flakkara. — Það ber að vísu stundum við, að þeir ógáðir komast í kast við löigregl- una og lenda í steininum, en þá bæta þeir fyrir brot sín, hafi þeir gjaldtniðil í vasanum, með því að senda fangavörðinn eftir víni. Síðan njóta fangi og fangavörður vínsins í sátt og samlyndi — — unz báðir strjúka úr faingels- inu! Æfíntýri Daníels og vina hans, Píions, Pablos, Jesú María, feita Portugals-Jóa og Sjóræningjans, eru mörg hin spaugilegustu. Vegna síns góða hjartalags fyll- ast þeir féiagar oft og tíöum sárustu iðrún og heita yfirbót, jen í stað yfirbótar kemur ný á- virðing, tilefni nýrrar iðrunar. Af ótta við að útgefendurnir kunni að kæra fyrir atvinnuróg, skal því sleppt að rekja þráð sögunnar. En hún er þeim tveim meginkostum búin, að vera ',,spennandi“ frá upphafi til enda og á góöu máli. Stíllinn er með afbrigðum fjörlegur og frásögn- in hin fyndnasta. Leifur Haraldsson. Útbreiðið Alþýðublaðið. Spilin gefa menD með áoægjn. Hanskar, Lúffur, Samkvæmistöskur, Treflar, Sokkar frá kr. 3,90, Handgerðir dúkar, Undirföt, Gjafakassar, Ilmvötn, Barnadagkjólar. Barna ballkjólar, Kjólablóm, og ekki sízt ávísun á fallegan kjól. Lítið í gluggana! VERZLUNIN QULLFOSS Austurstræti 1. Litla blómabúðin, Baiakastræti 14. Sími 4957. Hef ávait til fallegustu jóla^ köífurnar og blómaskálarnar ásamt mörgu fieira til jóla. Litla biómabúðin. Flóra, Austursfræti 7. Sími 2039. Esinþá stért sírva! af: Skraufgreiiium, kerfasflökum eg bjöllum, skreyttum með greni; Keramikvörum, i PeftaisSémum. VELJIÐ JÓLAKÖRFUNA I DAG. Jólakveðja 8 viosæl daoslðg í skemmtilegri kápu aðelias Mr. 8,09 HUÓBFÆMBðSIfl við allra hæfi. Ekkert kostar að koma og skoða. JólabazariDD Laugaveg 26. Sími 3697. FALLEG KVENTASKA er kærkomnasta jóla- gjöfin Verð frá 14,50 úr ©fgtss leðri IL JÓÐFÆR ARÚSIÐ Útbreiðið Alþýðublaðið. Allir, sem vilja kynn- ast sálarrannsóknum nútímans, ættu að lesa Dnlrænar gátur hyernig með þær- ber j að fara og þroska þær. í flestum hinna .22 ] kafla, þar sem rætt er j um ýmsar tegundir dulrænna hæfileika, eru merkilegar og fræðandi frásagnir um ýms dularfull fyrir- brigði. Fæst hjá öllum bók- sölum. Verð 5 kr. hft. 6,50 ib. Ódýrt Hveiti, bezta teg. 0,50 kg, — 7 lbs. pokum, 2,00. — 10 Ibs. pokum, 2,50. Flórsykur. Skrautsykur. Möndlur. Súkkat. Kókosmjöl. Gerduft. Gerið innkaup yðar í mmwww jí liSiaal Símar 1678 og 2148, Tjaraarbúðin. — Sími 3570. PAPPÍ8S - KA8FA ER NYTSÖM JÓLAGJÖF aðeins fáein Verzlunin opin til kl. 12 í kvðld. Edinborg. DLJðBFÆBADÚSID Útbreiðið Alþýðublaðið! Austurlönd eiga auðlegð nóga. „Vedantisminn“ er vizkan frjóa. Andið að yður „ILMI SKÓGA.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.