Alþýðublaðið - 21.12.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.12.1939, Blaðsíða 2
FIMMTUÐAG 21. DES. 1939. ALÞYÐUBLAÐIÐ Næturgalinn. 58) Nú geta þeir sungið saman tvísöng. 59) Og svo urðu þeir að syngja saman, en það gekk nú ekki vel, því að hinn raun- verulegi næturgali söng með sínu nefi, en hinn söng alltaf eins. 60 — Hann er ekki í sökinni, sagði hljómleikameistarinn, - hann er mjög taktfastur. 61) Og svo átti tilbúni fuglinn að syngja einsamall. Og menn urðu miklu hrifnari af honum, því að hann var skrautlegri. 0- Hnetur og margs konar jólasælgæti. 5*>.t pðtilun lekfuafjqanyuH efjlvi ahlb kaupfélaqid Fenfngagjafir til Vetrarhjálpar- innar: N. N. 5 kr. X. & Y. 100 kr. Starfsfélkið hjé Geysi 23 kr. G. G. 20 kr. S. T. 500 kr. Starfsfólk hjá Eggert Kristjánssyni & &o. 103 kr. N. N. 2 kr. Geir Thor- steinsson 50 kr. Garðar Porsteins- son 100 kr. J. G. 20 kr. G. F. 15 kr, Starfsfófk i Braunsverzliun 17 kr. G-. J..; .40 kr. Þórður Svein s- s-on & Co. 100 kr. K. G. G. 10 kr. E. A. J. 50 kr. S. Þ. 5 kr. J. B. 10 kr. Starfsfóikiö í Freyju 100 kr. X. X. 20 kr. N. N. 5 kr. Starfsf ólkið hjá Andersen & Lauth 13 kr. V. A. 5 kr. A. K. 10 kr. Verzlunin Brynja 50 kr. Júlíus Guðmundsson 50 kr. Frá göml'um hjónum í sveit 100 kr. Magnús G. GuÖnason 10 kr. Starfsfólk í Björnsbakaríi 51 kr. D. 2 kr. X. 5 kr. Kærar þakkir. F. h. Vetrar- hjálparinnar. Stefán A. Pálsson. Hðlogaland eftir Eivind Berggrav, bisknp. ‘E1 ÁAR bækur hafa fallið Is- lendingum betur í géð en vel ritaðar ferðalýsingar. Fer þá oft saman frásagnaflist, skarp- legar athuganir á mönnum, mál- efnum og atburðum, og loks fjölþæjttur fróðleikUr í auðskiljanr anlegri framsetningu. Þessa íkosti sýnist mér bókin Háiogaland eftir Eivind Berg- grav, biskup, hafa í xíkUm mæli. Þó er hún ekki ferðasaga í venju- iegum skilningi, heldur kallar höf. hana „leifturmyndir frá vísi- tazíuferðum í Norður-Noregi“. En biskupsdæmi hans, nyrzti hluti Noregs eða Finnmörkin, sem venjulega er kölluð, hefir jafnlanga strandlengju og vega- lengdin er frá Alpafjöllum og suður á Sikiley eða eftir endi- langri Italíu, að því er höf. seg- ir. Og hann bætir við: „Og eftir því eru lífskjör öll margvísleg' og öfgarnar miklar, bæði í hugs- un og hversdagslífi. Sumir ferð- ast hér í sumarbirtu með strönd- um fram til þess að „auka þjóð- armetnað ,sinn“, og það er gott og blessað. En það, að kynnast Norður-Noregi í júlímánuði er á- líka og að hafa séð Roald Amundsen í „smoking“. Lífið hér er miltlu auðugra og sérmótaðra hina mánuðina.“ Þessi orð úr formála bókar- innar lýsa hispursleysi og raun- hyggju biskUps. Hann kynnist fólkinu og skilur lífsbaráttu þess. Og þótt Lappar séu af öðrum stofni en við, er auðséð, hversu mannlegt eðli er sjálfu sér lískt. Hann kiemur með margar skarp- legar athuganir um forna hírð- ingjamenningu Lappanna og ótt- ast hvemig fari um hana, þegar tæfenin ryður sér braut til yztu norðurmarka mannabyggðar. Bókin er í senn „spennandi“, stórfróðleg og full af lumhugsunr arefnum, enda seldist hún mest állra bóka í Nonegi það ár, er hún kóm út þar. Þýðendur og útgefendur eiga þakkir skildar fyrir að koma henini á íslenzku. Ingimar Jónsson. Nýjar sljrsavaraa- delldlr í Árnessýslo. ¥ÓN BERGSVEINSSON er- ^ indreki Slysavarnafélags íslands kom heim um síðustu helgi úr ferð um Árnessýslu, þar sem hann hélt útbreiðslu* fundi og stofnaði nýjar slysa- varnadeildir. Lagði hann af stað 10. þ. m, austur. Fór hann fyrst að Krossi í Landeyjum og sat þar skemmtun hjá deildinni þar, en sú deild var stofnuð í fyrra. Með Jóni fóru um sýsluna fjórir ágætir áhugamenn um slysavarnir, þeir séra Jón Guð- jónsson í Holti, Sigmundur Þor- gilsson bóndi á Brúnum, Þórð- ur Loftsson á Bakka í Landeyj- um og Leifur Auðunsson í Dal- seli. Fóru þeir fyrst upp í Gríms- nes og stofnuðu deild á Minni- Borg. Þá fóru þeir í Haukadal og héldu útbreiðslufund í húsi í- þróttaskólans í Haukadal. Því næst fóru þeir að Flúð- um 1 Hreppum og stofnuðu deild þar. Stofnendur voru 25. Þá fóru þeir að Ásum og stofn- uðu deild þar. Næsta dag fóru þeir í Hveragerði og stofnuðu þar deild með um 30 félögum. Enn fremur stofnuðu þeir deild í Villingaholti og í Gaul- verjabæ. í Gaulverjabæ voru 37 á fundi. Loks voru stofnaðar slysa- varnadeildir í Hraungerðis- hreppi og að Brúarlandi. Er mikill áhugi austur þar á slysavörnum. Jðlatorgsala á blómum föstudag og laugar- dag á Hótel Heklu og búðinni Njálsgötu 11. Ódýrt Hveiti, bezta teg. 0,50 kg. — 7 lbs. pokum, 2,00. — 10 lbs. pokum, 2,50. Flórsykur. Skrautsykur. Möndlur. Súkkat. Kókosmjöl. Gerduft. Gerið innkaup yðar í Gerið innkaup yðar í BREKKA Slmar 1678 og 2148. Tjamarbúðln. — Sími 3570. Útbreiðið Alþýðublaðið. Matsveina- og veitingaþjónafélag íslands. Jólatrésskemtun fyrir börn íélagsmanna, verður haldin að Hótel Borg 30. desember klukkan 5 eftir hádegi. Aðgöngumiðar fást hjá Janusi Halldórssyni, Hótel ís- land og Henry Hansen, Hótel Borg. Árshátíðin haldin síðar. Skemmtinefndin. . Úrvals jólahangikjöt feitt og magurt. KRON (Kjötbúðirnar). Beztu matarkaupin til Jólanna gera þeir, sem verzla við búðir vorar: Matardeildin, Hafnarstræti 5. — Sími 1211. Matarbúðin,1 ] Laugavegi 42. — Sími 3812. Kjötbúð Austurbæjar, Laugavegi 82. — Sími 1947. Kjötbúðin, Týsgötu 1. — Sími 4685. Kjötbúð Sólvalla, Sólvallagötu 9. — Sími 4879. Pantið sem fyrst, því að af sumum tegundum teru birgðir takmarkaðar. Sláturfélag Suðurlands. JOHN DICKSON CARR: Horðin í vaxmjrndasafninn. I 14. Durrand horfði innan í grímuna og bar hana upp að Ijósinu. Hann rak upp undrunaróp: — Þessa grímu hefir kona borið. Hér er varalitur. Liturinn er að vísu daufur, en hann sést, Bencolin kinkaði kolli. Já, það er kona, sem hefir borið þessa grímu, en hvað um það? — Bíðið við! Mér er að detta í hug, að hin látna hafi borið grímuna. —- Ég rannsakaði líkið nákvæmlega, sagði Bencolin. •— Hún hefir borið lit á varir sér. En athugaðu betur. Þessi vara- litur er mjög dökkur, eins og þér sjáið. En á líkinu var ljósari varalitur. Auk þess ber gríman vott um, að konan, sem bar hana, hafi verið með lítið andlit, en mikið hár. Það er auðséð 4 bandinu. Þetta er allt og sumt, sem hægt er að ráða af grím- unni. Funduð þér nokkuð fleira? — Aðeins þetta, sagði Bencolin. Hann tók umslag upp úr vasa sínum og hellti úr því fáeinum glerbrotum á borðið. Þetta fann ég í ganginum, sagði Bencolin. Þér athugið þetta, lögregluumsjónarmaður. Nú fer ég og Jeff og Chaumont með mér til herra Galants. Að því loknu fer ég heim til mín og þér getið hringt til mín, ef þér þarfn- ist mín. Sem stendur hefi ég ekkert sérstakt fyrir stafni. — Ég þarf að fá heimilisfang hinnar látnu. Við þurfum að láta vandamenn hennar vita, hvernig komið er. — Það skulum við Chaumont sjá um, sagði Bencolin. En látið mig vita niðurstöðu líkskoðunarinnar. Lögregluþjónninn kom nú aftur og hafði húfuna í hendinni. — Ég hefi litið á líkið, sagðí hann. Það er ekki konan, sem ég sá úti fyrir safninu í kvöld. Durrand og Bencolin litu hvor á annan. Bencolin sagði: — Getið þér lýst fyrir mér konunni, sem þér sáuð? — Það er ekki svo auðvelt. Hún var ekki að neinu leyti sérkennileg. En hún var vel búin. Ég held, að hún hafi verið ljóshærð, meðalhæð. Durrand setti upp hattinn. — Hamingjan góða, sagði hann. Hvað eru ekki margar konur hér, sem þessi lýsing getur átt við. Nokkuð fleira? — Já, herra, hélt lögreglumaðurinn áfram. Ég held, að hún hafi verið með loðkraga um hálsinn og brúnan hatt. Eftir langa þögn hneigði Bencolin sig hlægilega kurteis- lega fyrir ungfrú Augustin og sagði: — Það virðist svo, sem gamla þjóðsagan sé aftur komin á kreik. Við, Bencolin, Chaumont og ég gengum út á götuna. V. KAFLI SILFURLYKILLINN. Þar eð ég þekkti Bencolin frá fornu fari, vissi ég, að hann sveifst þess ekki að rífa mann upp úr fasta svefni, ef hann þurfti að tala við hann, ekki aðeins af því, að hann þyrfti að flýta sér, heldur vegna þess, að hann gerði engan greinarmun á nótt og degi. Hann sofnaði þar sem hann var staddur, ef hann gleymdi þá ekki alveg að sofa. Þegar hann gekk út, sagði hann rösklega: — Ef þér kærið yður um að koma með okkur, Chaumont, þá erum við Jeff að fara í skemmtilega heimsókn. En fyrst langar mig til þess að fá mér einn kaffibolla. — Það væri gott, ef þér vilduð koma með, herra Chaumont. — Ég kem, sagði Chaumont. — Ég vil allt annað en fara heim og hátta. Ég vil vera á fótum í alla nótt. Bencolin hafði skilið vagninn sinn eftir á horninu við Boule- vard Montmartre. Þar rétt hjá var skuggaleg næturknæpa. Gangstéttarborðin höfðu ekki verið tekin inn, enda þótt engir gestir væru þar um þetta leyti sólarhringsins. Við brettum upp krögunum og settumst við eitt borðið. f fjarska heyrðist umferðarskarkali. Sölnuð blöð af trjánum í görðunum í kring fuku um gangstéttina. Við vorum allir mjög taugaóstyrkir. Þegar þjónninn færði okkur heitt kaffi með brennivíni út í, gleyptum við það í okkur. Chaumont hafði brett upp frakkakragann. Hann skalf. — Ég er orðinn þreyttur, sagði hann skyndilega. Hvern eigum við að heimsækja. — Sá, sem við ætlum að heimsækja heitir Etienne Galant, svaraði Bencolin. Eða að minnsta kosti er það eitt af nöfn- um hans. Annars hefir þú séð hann, Jeff. Það er maðurinn, sem ég benti þér á í næturknæpunni í kvöld. Hvernig leist þér á hann? Ég mundi aðeins óljóst eftir bogna nefinu. Það var þá Eti-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.