Alþýðublaðið - 28.12.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.12.1939, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGINN 28. DEZ. 1939. BGAMLA bíó ke JÓLAMYND 1939 „SWEETHEABTS“ Gullfalleg og hrífandi am- erísk söngmynd, öll tekin 1 eðlilegum litum, þeim fegurstu, er sést hafa. Að- alhlutvcrkin ieika og syngja uppáhaldsleikarar allra: Jeanette MaeDonald og Nelson Eddy. Hjónaband. Á aðfangadag voru gefin saman í hjónaband Elín Hólm og Ingimundur Jónsson; Bú- staðabletti 19. I. O. 6. T. FREY JUFUNDUR annað kvöld M. 8V2. Nýir félagar gefi sig franx. Venjuieg ftmdarstörf. Hállbjörg Elinmundardóttir les tupp. Helgi Sveinsson: Áramót. A‘ð loknium fiundi skemmta fé- lagar sér við söng: Barnakór, spii, leiki 0. fl. Fjölmennið stundvíslega og tákið með ykk- ur spil. — Helgi Sveinsson æt. Viðgerðir á bompásum og öðrum siglingatækjum. KRISTJÁN SCHRAM. Vinnustofa Vesturgötu 3. Símar 4210 og 1467. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för tengdamóður minnar, Guðbjargar Guðmundsdóttur, frá Brúarhrauni 1, Hafnarfirði. Fyrir hönd vandamanna. i Þorleifur Jónsson. .......................... f Þeir, sem vilja bjóða í efni eða vinnu við hitunar- og hreinlætiskerfi hinna nýju verkamannabú- staða, vitji lýsinga og teikninga, gegn 15 kr. skila- gjaldi, í teiknistofu Gísla Halldórssonar, verk- fræðings, Marargötu 5, kl. 10—-11 f.h. á morgun. UMRÆÐURNAR UM HITA- VEITUNA. Frh. af 1. síðu, auka fólksflutninginn úr sveitun- um. Pað væri öfugstreymi, sem hlyti að verða til enn meiri ó- famaðar en orðið væri og væri þó ikomið meira en nóg af því. Stefán Jóh. Stefánsson and- mælti tillögu Skúla og sagði, að ef tillagan yrði samþykkt, gæti það orðið til þess að stöðva framkvæmdir Hitaveitunnar. Fxumvarpið hefði verið samið með hliðsjðn af samningunum um lántökuna, <og ef tillaga eins og þessi næði samþykki, væri fúflt útlit fyrir, að ekki tækist að halda verkinu áfram. Ennfremur töluðu gegn tillög- unni Jakob Möller og Sigurður Kristjánsson. Þegar Skúlí hafði nær talað sig dauðan reis Sveinbjörn Högnason upp honum til aðstoð- ar. Sagði hann að ríkið hefði fyrst gengið í 7 milljón króna á- byrgð fyrir Sogsvirkjunina, og nú væri farið fiam á nýja 12 millj. króna ábyrgð. Þá hélt Sveinbjörn því fram, að Danir hefðu samið frumvarpið og nú væri alþingi íslendinga bannað að breyta nokkrum stafkrók í því. Þessi ræða var töluvert ólik Sveinbirni Högnasyni, því að hún var full af mótsögnum og firrum. Peir kölluðust nokkuð harkalega á, Ól- afur Thors og hann. Þegar Sveinbjöm minntist á rafveituna, fcallaði Ólafur: „En hvemig er það með mjólkun-eituna ?‘ ‘ Svein- bjöm svaraði: „Það gekk illa með mjólkurveituna á Korpúlfs- stöðum, en nú mun hún ganga betur, síðan hún fékk að nokkru leyti nýja stjórn.“ ólafur svar- aði: „Er þetta inntak úr jólapre- dikun yðar? — Það er nokkuð grunnt niður á sorann í klérkin- um.“ — „Grynnra er á siorann í ráð'herra,nu,m,“ svara'ði Svein- björn, og þagnaði þá Ólafur. Tillaga Skúla var fielld að við- höfðu nafnakalli með 18 atkv. gegn 8• Greiddu viðstaddir Fram- sóknarmemn atkviæði með tillög- unni, nema Jörundur og Bjarni Ásgeirsson, þeir greiddu ekki at- kvæði. Alþýðufliokksmenn og Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði á móti. Síðan var frumvarpið sam- þykkt. Hjónaefnl. Á aðfaragadag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Margrét Björns- aon, dóttir Guðmundar Björns- sonar fyrrv. sýsluinanns í Borg- arnesi, og Viggo Bachmann, skrif- síofumaður hjá Sjúkrasamiagi Hafnarfjarðar. Leikfélagið sýnir annað kvöld leikritið Dauðinn nýtur lífsins, eftir Al- berto Casella. Útbreiðið Alþýðublaðið. Jólatrésfagnaðir HP ÖLUVERT verður um jólatrésskemmtanir núna um áramótin, eins og undan- farna vetur. Sjómannafélag Reykjavíkur heldur tvær jólatrésskemmtanir fyrir börn félagsmanna. Báðar skemmtanirnar verða í Iðnó, annan og þriðja janúar og byrja kl. 4 e. h. Matsveina- og veitingaþjóna félagið halda jólatrésfagnað að Hótel Borg á laugardagskvöld. K.R.-ingar halda jólatrés- skemmtun í Iðnó í dag. Þá heldur Iðnaðarmannafé- lagið í Reykjavík jólatrésfagn- að fyrir börn félagsmanna að Hótel Borg miðvikudaginn 3. mars. t DA« Næturlæknir er Alfred Gísla- son, Brávallagötu 22, sími 3894. Næturvörður er í Reykja- víkur og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ. 19,30 Þingfréttir. 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi: Frá maimi til guðs, II. (Grétar Fells rit- höf.). 20,40 Einleikur á fiðlu (Þórar- inn Guðmundsson). Lög eftir íslenzka höfunda. 21,00 Frá útlöndum. 21.15 Útvarpshljómsveitin: — Ýms smálög. 21,35 Hljómplötur: Lög leikin á ýms hljóðfæri. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. ÁRÁS Á MANN. Frh. af 1. síðu. málaleitun mannsins. Þegar kom upp á Vitastíginn réðist Jón Ágústsson skyndilega á Jón Helgason og kom höggi á andlit hans. Reyndi árásarmaðurinn að koma á hann fleiri höggum, en tókst ekki. Kallaði þá Jón Helgason á hjálp, en þá flýði árásarmaður- inn og förunautur hans í skot bak við timbruskúr og hurfu inn í sund þar rétt hjá. Kærði Jón þetta athæfi, og má búast við, að árásarmaður- inn fái þungan dóm. STRÍÐIÐ Á FINNLANDI. Frh. af 1. síðu. leppstjórninni í Terijoki. Stjórn þessi, sem fcallar sig stjórn fínnsfcu þjóðarinnar, enda þótt stuðningsmenn hennar séu sárfáir, hefir stofnað her. En þar sem enjgir einkennisbúningar voru til handa hernum, var gerð inn- írás i fomgripasafn og tefcnir þar gamlir einfcennisbúningar, surnir tvegigja alda gamlir, frá dögum Karls XII. Svíakonungs, sem réði ríkjum frá 1697 til 1718. Nú ganga hermenn Terijofci- fctjórna. i mar í þessum einkennis- búningum alveg óbreyttum, nema að fiestar hafa verið rauðar 'Stjörnur 1 hattana. Hiúknmarfúlk og sjálf- boðalfðar streyæa tíl fionlands. Frekari ráðstafanir hafa ver- ið gerðar Helsingfors til varnar. Öll farartæki hafa verið hvít- máluð, svo að erfiðara sé að sjá þau úr lofti, en nú er hvarvetna snjór á jörð. Einnig hefir öll- um, sem á ferli eru, verið skip- að að bera með sér hvítan feld eða línlak, til þess að sveipa um sig, er loftárásir eru gerðar og menn eru úti við. Fregnir um frekari aðstoð Finnum til handa hafa borizt í dag. Hjúkrunarsveit með sjúkra- hús, rúm og annað, sem til þess þarf að flytja særða og hjúkra þeim, er komin til Finnlands frá Danmörku. Hjúkrunarsveitin hefir rúm fyrir 150 menn. Tveir flokkar sjálfboðaliða lögðu af stað frá Svíþjóð til Finnlands í dag. Svissneska sambandsstjórnin hefir gefið Rauða krossi Finnlands 100 000 svissneska franka, en kona finnska sendiherrans í London tilkynnir, að beiðni hennar um gjafir til þess að gleðja og hlynna að finnskum hermönn- um hafi fengið hinar ágætustu undirtektir. Stjórnarkosning stendur yfir 1 Sjómannafélagi Reykjavíkur í skrifstofu félags- ins. Skrifstofan er opin kl. 4— 7 daglega. Félagar eru beðnir um að greiða atkvæði, sem allra fyrst. Guðspekifélagið. Reykjavíkurstúkan heldur fund flöstudagi'nn 29. þ -m. kl. 8,30. Formaður flytur erindi um Jesú Krist. Karlakór iðnaðarmanna. Æfing í kvöld kl. 8,30. Ekstrabladet 4 Kaupmiainnahöfn skýrir frá því, að Gumnar Gunnarsson rit- höflundur hafi farið þess á leit við landvarnará&herra Dana, að mega leggja fram krafta síma og líf í þágu Danmeífelur, ef hún sfcýldi lenda í ófriði. FÚ. Vikublaðið Fálkinn kemur út í fyrramálið. Trúlofiim. Nýlega hiafa opinberað trúlo'f- un sína ungfrú Lydia Guðjóns- dóttir og Guðjón Theódórsson, PóstferSir á morgun, (29./12 ’39). Frá Reykjavílt: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-póstar, Hafnarfjörður, Rangárvallasýslupóstur, Vestur- Skaftafellssýslupóstur, Austur- Skaftafellssýslupóstur, Borgarnes, Akranes, Snæfellsnessýslupóstur. Til Reykjavíkur: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness, Ölfuss- og Flóa-póstar, Hafnarfjörður, Borgarnes, Akranes. JARÐSKJÁLFTARNIR Frh. af 1. sfðu. ast við í húsunum, flestum hálf- hrundUm. Rauði krossinn hefir sent tjöld og annað til þess að bæta úr mestu bágindum fólfcsins. Landskjálftamælar um alla Evrópu sýndiu, að mikill laind- skjálfti hefði komið í þessum hluta heimis. Landskjálftahræringar urðu einnig hinum megin á hnettin- um, í San Salvador í Mið- Ameríku og í Los Angeles, Kaliforniu. Léku skrifstofu- byggingar þar á reiðiskjálfi, 'en um tjón er ekki getið. Talið er, að þetta séu hörð- ustu kippir, sem þarna hafa komið frá því 1923. F.U.J. Talfcóræfi'ng í kvöM í afgr. Al- þýðublaðsims fcl. 9 stundvíslega. Nú eru æfimgar svo langt kiomn- ar. að állir verða að mæta, sem ætla að verða áfram í fcómUm. Útbreiðið Alþýðublaðið! ostarnir frá Akureyri eru komnir aftur. Samband ísl. samfinnnfélap Fullvissið yður tun, að það sé Freia fiskfars, sem þér kaupið. Útbreiðið Alþýðublaðið! Mm NÝJA Bíó ra Slgiir hugvits- mannsins. Söguleg stórmynd frá Fox, er sýnir þætti úr hinni barátturíku en fögru æfisögu hugvitsmannsins heimsfræga, Alexanders Graham Bell, er fann upp talsímann. Aðalhlutverkin leika: Don Ameche, Henry Fonda og systurnar Polly, Georgiana og 1 Loretta Young. Sýnd annan jóladag | kl. 7 og 9. FIMTUDAGSPANSKLÚBBUKINN. Dansleiknr f Alpýðulailsiiiu við Hverfisgðtu i kvðld klukkan IO. Bljómsveit Mdir stjórn F. Weisshappels. Aðgðnfgumiðar á ki’. d verða seldir frá kl. 7 í fcvSffl. -i©«Wo LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. „Dauðinn nýtur lifsins“ Sjónleikur í 3 þáttum eftir Alberto Casella. Sýning á morgun kl. 8. ? Hljómsveit undir stjórn Dr. V. Urbantsehitsch aðstoðar. Aðgöngumiðar seldir frá klukkan 4—7 í dag og eftir klukkan 1 á morgun. Hækkað verð. Lj ós, rauð og græn, Kínverjar. Útiblys. Kerti. — Spil frá 1 kr. K. Einarsson & Bjðrnsson. Bankastræti 11. Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík. Jálatrésfag na ður fyrir börn félagsmanna að Hótel Borg miðvikudaginn 3. janúar 1940, sem hefst kl. 5 e. m. DANS fyrir fullorðna eftir klukkan IOV2. Aðgöngumiðar seldir í Málaranum, hjá Jórii Hermanns- syni úrsmið, Óskari Gíslasyni gullsmið og Sveini Hjartar- syni, Bræðraborgarstíg 1. Skemmt inefndin. Utsvðr. Gjaldeudur eru minntir á að greiða útsvör sín tii bæjarsjóðs Reykjavíkur fyrir áraméf. Að öðrum kosti verður út- svarið ekki dregið frá skatt- skyldum tekjum á næsta fram- tali. Borgarritarinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.