Alþýðublaðið - 29.12.1939, Síða 1

Alþýðublaðið - 29.12.1939, Síða 1
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XX. ÁRGANGUR FÖSTUDAGUR 29. DES. 1939. 303. TÖLUBLAÐ Nokkrir þeirra, sem farizt hafa í loftárásum Rússa á Helsingfors, fluttir til hinnztu hvíldar í kirkjugarði borgarinnar. Tvelr finnskíp hepflokkar á skíHum sækja éðfluga fpam áleiðis til Mupmanskhpautap. Forðast alla bardaga og eru komnir fram hjá hersveitum Rússa austur af Salla og Kuolajárvi Sérstðk Norðnr- landaherdeild á Finnlandi? LONDON í morgun. FÚ. P REGNIR frá Norður- ■*' löndum herma, að í ráði sé að stofna sérstaka Norðurlandaherdeild og verði í henni eingöngu æfðir skíðamenn og í- þróttamenn, f Noregi hafa nú safnazt 4 millj. króna handa Finn- um og margir ágætir skíða- m'enn norskir hafa gerzt sjálfboðaliðar í finnska hernum. Svíar hafa sent Finnum 30.000 skíði. Tíu þúsund !; sænskar fjölskyldur hafa boðizt til þess að veita við- töku finnskum flóttamönn- mönnum. í Danmörku hafa marg- ir yíirforíngjar gerst sjálf- boðaliðar í finnska hern- um. f DAO Næt'Urlæk'nir er Axel Blöndal, Eiríksgötu 31, simi 3951. Næturvörður er í Reyíkjavíkur- og Iðunnar-apóteki. OTVARPIÐ: 20,15 Otvarpssagan: „Ljósið, sem fhvarf“, eftir Kipling. 20,45 Píanákvartett útvarpsins: Kaflar úr píanókvartett, Op. 16, eftir Beethoven. 21,05 Hljiómplötur: a) Jólalög frá ýmsum löndum. b) 21,3Ó Harmóníkulög. 21,50 Fréttir. Daigskrárfok. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KHÖFN 1 morgun. TVEIR FINNSKIR HERFLOKKAR, tiltölulega fámenn- ir, sækja nú óðfluga fram á skíðum í áttina til járn- brautarinnar milli Leningrad og Murmansk, á svæðinu austan við Kuolajárvi og Salla, þar sem járnbrautin ligg- ur styzt frá landamærunum. Eru herflokkarnir komnir fram hjá vígstöðvum Rússa og að baki þeim, en hafa forð- ast alla árekstra við hersveitir Rússa, af því að þeir eru of fámennir til þess að þola nokkurt mannfall og tilgangur- inn með för þeirra aðeins sá, að rífa upp járnbrautina og stöðva þar með alla frekari herflutninga Rússa til Norður- Finnlands fyrst um sinn. Er árangursins af þessari frækilegu tilraun hinna finnsku skíðamanna béðið með miklum spenningi úti um allan heim. Við landamærin sjálf, anstur '' af Salla og Kuolajarvi, að baki hinum finnsku skíðamanna- flokkum, eru háðar grimmileg- ar orustur. Hafa Rússar safnað þar miklu liði til þess að stöðva sókn Finna og gera nýja til- raun til þess að brjótast vestur að Helsingjahotni. Virðast Rússar hafa ógrynni af vopnum, bæði fallbyssum og hríðskotabyssum og var lát- lausri stórskotahríð haldið uppi af þeim á þessiun slóðum í gær. Annars staðar við finnsku landamærin var lítið um or- ustur í gær og er talið að fann- fergi og frostharka hafi valdið því. Á Petsamovígstöðvunum sitja um 150 skriðdrekar Rússa fastir í fönn, en á sumum stöð- um hafa Rússar gert úr þeim vagnaborgir og verjast þar. Hlutlausir fréttaritarar síma, að Rússar hafi fengið mikinn liðsauka á Kyrjálanesi, að því, er þeir telja, úrvalalið, og á- ætla þeir að þessi liðsauki muni þegar nema um 100 þúsundum manns, og þykir því líklegt, að mjög alvarleg sókn af hálfu Rússa sé þar í aðsigi. SffJasta iiinræöa fjártoggaisiiag Atvinnubætur og verklegar framkvæmdir eins og áður. — ♦ Alger stefnubreytlng beflr orðlð h|á fjárveitinganefnd frá því I nóv. fi hanst. ---». ffiæstu fjárlðg sem hafa verið gerð. p* JÁRLÖGIN voru tekin til 3. umræðu í sameinuðu * þingi í gær kl. 5 og stóðu umræður með matarhléi, kl. 8—9 til kl. að ganga 6 í morgun. Þegar frumvarpið var tekið til 3. umræðu, lágu fyrir breytingartillögur fjárveitinganefndar, auk langs nefndar- álits og breytingartillögur frá einstökum þingmönnum. Seint í gærkveldi komu miklu fleiri breytingartillögur. Þegar fjárveitingarnefnd kom saman í haust í byrjun nóvem- bermánaðar var sú skoðun ráðandi að vegna stríðsástandsins og mjög ískyggilegs útlits yrði að skera öll útgjöld mikið niður og vitanlega hlaut það, samkvæmt skoðun tveggja stærstu flokkanna í þinginu, að koma harðast niður á verklegum fram- kvæmdum, atvinnubótum og öðrum álíka nauðsynjamálum. En samkvæmt framhalds- nefndaráliti fjárveitingantefnd- ar og breytingartillögum henn- ar við fjárlagafrumvarpið hefir orðið gjörbreyting á þessari stefnu. Samkvæmt því sem nú liggur fyrir verða þetta einhver hæstu fjárlög, og atvinnubætur og raunverulegar framkvæmdir verða í krónutali sízt minni en áður, því. að útgjöld til verk- legra framkvæmda hækka um 173 þúsund krónur. Þessi niðurstaða ter mjög at- hyglisverð fyrir almenning. — Alþýðuflokkurinn hefir alltaf haldið því fram, að ekki væri hægt að minka verklegar fram- kvæmdir og þar með atvinn- una í landinu á svona tímum. Hinsvegar hafa Sjálfstæðis- menn á undanförnum árum hamrað á því að allt bæri að spara og fjölaa margt ætti að skera niður. Nú hafa þeir haft Jgilefft saiaíláB af jarð- skJilftiiM á Tyrklandi. Talið, að 8000 manns liafi foeðið foana og að minsta kosti löðööö foafi særst. H LONDON í morgun. FÚ. ERLÖG hafa verið sett í tveimur héruðum í Tyrklandi, vegna þess ástands, er hefir skapazt af völdum landskjálft- anna. Hermenn og lögreglumenn eru á verði við rústirnar til þess að koma í veg fyrir rán og gripdeildir. Hafa hermennirnir fyrir- skipun um að skjóia hvern þann, sem gerir tilraun til slíks. Tala þeirra, stem farizt hafa og meiðst í landskjálftunum, mun vera nálægt 125 000, þar af að minnsta kosti 8000 dauðir. Hjálparsveitir, sem nú eru að hrynja í fyrstu kippunum í komnar til ýmissa staða á land- skjálftasvæðinu, eiga við hina mestu erfiðleika að stríða. Hús standa enn víða í ljósum loga í hálf- eða gersamlega hrundum borgum og bæjúm og frosthark- an er mikil. Margt manna, sem flýði borgirnar, er húsin tóku gærmorgun, hefir frosið í hel. Tyrkneska stjórnin hefir gert fjölda skyndiráðstafana til að bæta úr mestu bágindum fólksins og hver bílalestin á fæt- ur annari hefir í dag lagt af stað til landskjálftasvæðisins. tækifæri til að móía fjárlögin og þeir hafa komizt að niður- stöðu, sem v'eldur því að þetta verða einhver hæstu fjárlög,, sem við höfum haft. Samkvæmt fjárlaigafrumvarp- i'mu og breytingatillögum fjárveit- inganefndar verða atvinnuhætur 500 þúsund krónur, eins og áður. Verklegar framkvæmdir, vega- og brúagerðir, hafnargerðir o. s. frv. hækka um 173 þús. kr. Aðalhækkanir á útgjaldaliðum stafa af dýrtlðimni, þ. e. vaxandi reksturskostnaði. Þannig hækka útgjiöldin til sjúkrahúsanna um 280 þús. kr. Þá hækkar sú upp- hæð, sem ætluð er til vaxta og afborgana af Iánunx, og stafar það af lækkun ísl- krónu. Vext- Imir hækka um 400 þús. kr. og aiborganir lána hækka um svip- aða upphæð. Nemiur vaxtabyrðin |iú í áætluninni um 2 millj. kr. Til þess að mæta þessum ó- bjákvæmiliegu gjaldaaukningum vegna dýrtíðarinnar <og þeirri hækkun, sem orðið hefir til verk- legra framkvæmda, verður óhjá- kvæmilegt að skera niður nokkra gjaldaliði. Lækkanirnar eru þessar helzt- ar: Fvamlag til Byggingar- og landnámssjóðs lækkar um 75 þús. kr. og framlag til verkfærakaupa- sióðs lækkar um 30 þúsund kr. Auk þessa eru ýmsar smærri lækkanir á öðrum styrkjum til bænda. Þá er framlag til fiski- veiðasjóðs lækkað um 30 þúsund kr. Þö er gert ráð fyrir því, að ríkissjöður taki á áriniu lán handa sjóðnum, svo að sjóðurinn ætti a. m. k. að fá jafnmikið fé milli 'handa og þó sennilega öliu rneira en áður. Þá er gert ráð fyrir því, að framlagið til Fiskimála- sjóðs (fiskimálanefnd), sem und- anfarín ár hefir verið 400 þús. kr., verði lækkað a. m. k. niður í 100 þú-s. kr. Þó er þess að gæta, að annar aðáltekjuliður fiskimála- nefndar, sem er útflutningsgjald- ið, hækkar væntanlega allveru- lega á árinu, eða í beinu hlut- falli við vei'ðihsekkun útflutnings- varanna. Má og vera að fiski- málanefnd get-i með nýjum fram- kvæmdum aukið starfsemi sina Togarinn Haf- steinn seldnr til Hafnarfjarðar. ToBurnnnm i Reykjavík fækkar jafnt «g pétf. T1 OGARINN Hafsteinn hefir verið seldur til Hafnarfjarðar og eru kaup- endurnir Loftur Bjarnason og Tryggvi og Ólafur Ófei|s- synir. Seljandinn -var Ut- vegsbankinn og nam sölu- verðið um 300 þúsund kr. Jafnt og þétt fækkar togur- unum hér í Rvík. Það gerir fram tíðarútlitið ekki glæsilegra fyrir okkur Reykvíkinga. Það virðist bókstaflega allt stefna að því að draga úr sjávarútvegi, sem sé stundaður héðan. Vélbátarnir fara allir til Keflavíkur og Sandgerðis og togararnir fara til Hafnarfjarðar og ísafjarðar. Vitanlega er ekki nema gott um það að segja að atvinnu- vonir manna á þessum stöðum batni, en það er jafnískyggilegt fyrir því fyrir Reykvíkinga, að sjá hvert skipið af öðru fara úr bænum, ekki aðeins verka- lýðinn, heldur alla. og þar með tekjur sínar. Hins vegar liggur fyrir frv., sem stefn- ir að því að dr-aga mikið úr fiskimálanefnd eða jafnvel að af- nema hana; en enn er ekki hægt að sjá hvernig þ-essu máli reiðir af. Þá er gert ráð fyrir, að útgjöld til landhelgisgæzlu lækkí um 100 þús -kr., enda er gert ráð fyrir, að ekki verði eins mikil þörf fyrir jafn sterka landhelgisgæzlu meðan stríðið stendur. Loks má telja, að gert er ráð fyrír lækkun á útgjöldum til stran-dferða. Helztu tekjuhiækkanir, sem gert er ráð fyrir, er hækkun á 'tekjum af áfengi og tóbaki, eða urn 386 þús. kr. En alls nemur hækkunin á tekjuliðum 1 millj. og 70 þús. krónum. Fjárveitinganefnd vill gefa rík- isstjórninni heimild til að draga úr útgjiöldum, sem ekki eru bund- in í öðrum lögum en fjárlögum, itm allt að 20o/o, ef svo ófyrirsjá- an-legir viðburðír gerðust, að Unl rauoverulegt hallærisástand yrðí að ræða. í dag hefj-a-st untræður aftur urn fjárlögin kl. 5 og stan-da til kl. 7. Fundur hefst aftur í kvöld kl. IU/2 og mun standa lengi nætur.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.