Alþýðublaðið - 29.12.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.12.1939, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Elnn dagnr á vígstöðv- ununi á Kyrjálanesl. ————.A .—— Lýsing norsks blaðamanns, sem fór þangað FRÉTTARITARI frá Arbeiderbladet í Oslo, Tor Gjesdal, birti í blaði sínu rétt fyrir jólin eftirfarandi lýsingu á stríðinu á Kyrjálanesi, eftir að hann hafði fengið tækifæri til þess að dvelja þar einn dag í fremstu línu hinna finnsku varnarvirkj a, Mann'erheimlínunnar, FÖSTUDAGUR 29. DES. 1939. *---------------------—• ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VAiDEMARSSON. í fjarveru hana: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: AfgreiBsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN ♦------------------------& Stærsta málið. AÐ fer nú óðuTii að líða að þingl'O'kum. Þó mun varla vera við því að búast, að uinnt verði að siíta þingi fyrir áramót- in. Það eru ekki einu sinni tveir heilir virkir dagar eftir þangað til, og þriðja umræða fjárlaganna hófst ekki fyrr en í gær. Vafa- laust veitir ekki af tímanum fram á iaugardagslkvöld til þess að Ijúka þeirri umræðu og af- grieiða fjárlög'in, en síðar en á gamlársdalg má þáð í öllu falli ekki verða, þar sem landið væri að öðrum kosti fjárlagalaust um áramótin, þegar núverandi fjár- hagstímabil er á enda.. En þá er enn eftir stærsta og alvarlegasta mál þingslns, sem að vísu mun hafa verið rætt ít- arlega af stj'órninni undanfama daga, en þó fyrirsjáaniega verður að bíða afgœiðslu á þingi þang- að tíl fyrstu dagana eftrr nýjárið. Það eru breytingarnar á gengis- lögunum til þess að bætá úr því mikJa ranglæti, sem verkamenn hafa orðið fyrir af kaupgjalds- ákvæðum þeirra vegna hinnar ó- væntu dýrtíðar af völdum ófrið- arins. En enginn gerði ráð fyrir þieini dýrtíð, þegar þau lög voru sett. Ekfcert þeirra mála, sem fyrir þesisu þingi hafa legið, hefir verið eius miikið umtaliað af verkalýð landsins og hinar fyrirhuguðu breytingar á kaupgjaldisákvæðum gengislaganna, og engra úrslita þar verið beðið af honum með annarri eins eftirvæntingu og þeirra, hvað ákveðið yrði í þvi máli. Enda engin furða, þar sem hér er um mál að ræða, sem öll afk'Oma verkalýðsins veltur á. Mögluinarlaust og með fullum þegnskap tóku verkamenn á sig sinn hluía af þeirri verðhækkun, sem af genigislækkuninni varð i vor og sumar. En þá stórkost- legu dýrtíð, sem síðan hefir orð- ið af völdum stríösins, geta þeir ekki lengur borið án þess að fá hana upp bætta. Og það er því efcki aðeins réttiætiskrafa, að kaupgjaldsákvæðum gcngislag- anna, sem byggð voru á al.lt öðr- um forsendum en þeim, sem síð- an hafa skapast, sé breytt til samræmis við hið breytta verð- lag á flestu því, sem verfeafólkið þarf til þess að geta lifað. Það er líka knýjandi nauðsyn. Og það er vonandi, að þingið og stjórnin beri gæfu til þess, að ganga þannig frá kaupgjaldsmál- inu, að verkamennirnir geti við unað. Á þvi \eltur ekki aðeins traust þingsins og stjórnarinnar á meðal þeirra. Á því veltur einnig — það getur engum hugsandi manni dulizt — friður og ein- drægni þjóðarinnar á fcomandi ári og jafnvel komandi árum- En aldrei hefir þjóðinni riðið rneira á því að varðvieita hvorttveggja en einmitt á þeim alvarlegu tím- um, sem nú eru í garð gengnir. T IÐ sitjum fjórir saman í * vélbyssuhreiðri einu á Kyrjálanesi. Þetta er einkenn- andi vígvöllur. Fyrir framan okkur liggur opin slétta, frosin mýri. í skógarjaðrinum hinum megin eru Rússarnir. Þaðan gera þeir árásir sínar,. stundum með skriðdrekum, stundum með fótgönguliði. Menn hafa ekki verið gjarnir á að trúa fréttunum um hið mikla mannfall Rússa. En hér verður sjón sögu ríkari. Þeir liggja 1 hrönnum í snjónum hérna á mýrarflákunum, og þessi lík hrópa til himins um bölvun hinnar brjáluðu styrj- aldar. Það er sannleikur sem ekki er hægt að dylja. Rúss- arnir hafa fallið í þeim röðum. sem þeir hafa sótt fram í. Finnsku vélbyssurnar hafa slátrað þeim eins og sauðfé á haustdegi, og það er ekki hleypt af þeim nema vissa sé fyrir því, að kúlurnar hitti. Hinir föllnu Rússar liggja þar sem þeir hafa fallið, en Finnarnir hafa grafið sína föllnu liðsmenn og sett fá- tæklega trékrossa á leiðin. Það er þoka á Kyrjálanesinu í dag. Vetrarþung skýin hanga yfir jörðinni og hríðarkornum hraglar niður. í skjóli þokunnar hafa fáeinir okkar fengið að koma fram 1 fremstu línu og Rússarnir eru ekki í meira en 800 metrá fjarlægð. Ung, finnsk vélbyssuskytta styður hendinni á skothylkjabeltið og starir fram yfir snjóbreiðuna. Það er ekki margt sagt. Piltarnir með skinnhúfurnar eru fámæltir, enda eru þeir að hugsa um ann- að. Þeir vita það, að ef hik verður á úrslitastundinni get- ur það haft alvarlegar afleið- ingar. En þeir vita líka að þeir eiga að bíða, þangað til óvin- irnir eru komnir vel í skotfæri. Það hlýtur að reyna á taugarn- ar, en Finnar eru taugasterkir menn. Þeir treysta á sjálfa sig og vopn sín og vörn þeirra er afburða góð. Það hefir engin árás verið gerð í dag, skotvopnin liggja óhreyfð, þar sem frá var horfið í nótt sem leið. En samt er síð- ur en svo þögult. Rússar hafa sett stórskotalið sitt á stað og fallbyssurnar þruma án aflá'ts. Á leiðinni fram í fremstu víglínu höfum við hvað eftir annað orðið að fleygja okkur flötum í snjóinn, þegar sprengj- urnar klufu trjátoppana. Og við fundum glóandi sprengju- brot, sem við tókum tiL minja. En skothríðin er dreifð og virðist tilviljunum háð. Það er ekki verið að spara skotbirgð- irnar þarna fyrir handan hjá Rússunum. Þeir hella sprengj- unum yfir skógarbeltið, þar sem þeir vita. að varnarlína Finna er, í þeirri von, að ein- hver kúlan kunni af tilviljun að hitta. Við sjáum líka varð- mann einn, sem liggur á bör- um. Sprengjubrot hefir hitt hann í bakið. Svo höldum við áfram. Við læðumst fram milli trjátopp- anna á fjórum fótum. Við ætl- um að reyná að komast að víg- girðingunum gegn skriðdrek- um. Það er eins og loftið sé þrungið milli þess sem fallbyss- unum er hleypt af. Við heyrum svarskot Finna inn í milli. Skot- unum er hleypt af bæði að baki okkar og framundan. Og við heyrum, þegar kúlurnar falla til jarðar. Skotlið Finna er mjög gott. Þeir vita á hvað þeir eiga að miða og varðmennirnir gefa sí- felldar bendingar um það, hvar bezt sé að skjóta í það og það skiptið. Það er ekki margt um mann- inn í skotgröfunum. Aðeins ein- stakir varðmenn með hríðskota- rifflana viðbúna. Við komum að víggirðingunum, og þar kom- komumst við að því, hvað við hefir borið. í birtingu um morguninn komu tveir rússneskir skrið- drekar af stærstu tegund fram úr þokumistrinu. Það eru á- hrifamestu vopn Rússa, og þeir þola kúlnaregn. Finnarnir á- kváðu að sprengja upp jörðina umhverfis þá og ná þeim þannig. Á réttri stund var hleypt af einu sprengjubeltinu úti á.slétt- unni. Skriðdrekarnir námu stað ar og komust hvorki fram né aftur. Rússar sendu þegar út hjálparleiðangur. 5 vörubílum þéttskipuðum fótgönguliðum var ekið fram og á eftir þeim komu dráttarvélar, sem áttu að draga hina verðmætu skrið- dreka til baka. Finnarnir létu hermenn sína dreifa sér og síð- an hófu þeir árás með átta vél- byssum í einu. Hver einasti maður í liði Rússa féll. Þá lögðu af stað þrír rússneskir skrið- drekar af léttari tegundinni. Fáeinir Finnar læddust fram með ofurlítið vopn, sem þeir hafa sjálfir fundið upp og verð- ur ekki lýst hér. Þeir komust ofan í skotgröf og náðu tak- markinu. Allir þrír skriðdrek- arnir voru sprengdir í loft upp. Ji9 kðfHB ekki lieðið pá að k»ma“. Það er liðinn meir en klukku- tími frá því þetta skeði, rægsn- in af skriðdrekunum liggja í snjónum tæpa fjögur hundruð metra fyrir framan okkur. Við sjáum, að skriðdrekarnir eru svartir ennþá eftir réykinn af sprengjunum. Og allt um kring liggja líkin. Petrovitsjar og Gregorovitsjar frá hinum rúss- nesku gresjum og sveitaþorp- um. Finnar hristu höfuðin al- varlegir á svipinn. — Við höf- um ekki beðið þá að koma. segja þeir. Annað segja þeir nú ekki. En á meðan við liggjum þarna á maganum og horfum fram á vígvöllinn, hringir sím- inn. Tilkynning: Fimm rúss- neskir skriðdrekar eru á leið- inni. Finnar eru rólegir, en búa fallbyssuna út. svo að hægt sé að taka mannlega á móti. Tveir menn setjast á sinn stað, þeir hafa skotbirgðirnar við fætur sér. Og tíu mínútum seinna komum við auga á skriðdrek- ana eins og svarta, hreyfanlega díla úti við sjóndeildarhring- inn. Þá kemur liðþjálfinn og skipar okkur á stað, þar sem okkur er óhætt. — Það er ekki holt fyrir aðra en hermenn þetta loftslag, segir hann góð- látlega. En svona hefir það verið á hverjum degi á Kyrjálanesinu. Við erum enn á ný á ferða- lagi um skóginn milli vatnanna, sem gera landsvæðið milli Finnska flóans og Ladoga að á- gætu varnarsvæði. Alls staðar er eitthvað furðulegt, sem mæt- ir auganu. Allir möguleikar eru notaðir. Allt ber vott um, að Finnar eru snillingar í því að nota sér allar aðstæður út í yztu æsar. Engar varnir sjást, hvorki frá víglínu óvinanna né úr loft- inu, allt er dulbúið. Og varnar- net .þeirra allt er þvert í vegi fyrir rússneska hernum. í neðanjarðarklefa. Við fáum ágætan, finnskan hermannamat í einum sprengju helda steinsteypuklefanum, sem er 10—15 metra niðri í jörð- inni á Kyrjálanesinu. Hér láta þeir fyrir berast hermennirnir, sem berjast í fremstu víglínu, þegar ekkert er um að vera. Þeir, sem eru á verði á nótt- unni, leggjast á rúmstokkinn, þegar við komum. Þeir eru rétt búnir að drekka síðdegis- kaffið og hér hvíla þeir sig eftir að hafa staðið vörð í heila nótt í 20 gráða frosti. Ég hefi átt tal við þessa menn, unga pilta og fullvaxna karlmenn. Þeir eru af öllum stéttum og úr ýmsum héruðum. En það eru hin sameiginlegu. hörðu örlög, sem hafa þokað þeim saman til varnar sjálf- stæði hinnar finnsku þjóðar. Meðal þeirra er engin skot- grafarómantík, ef við megum nota það orð. Ef maður ætti að nefna eitthvert sérkenni á finnska hermanninum úti á Kyrjálanesinu, þá er það í- þróttamannseinkennið í beztu merkingu þess orðs. Og enn fremur stillingin. Þetta virðist engin áhrif hafa á taugar þeirra. Það eina, sem þá ef til vill vantar, er nægur svefn, vegna þess að sprengjur Rússa dynja yfir í sífellu og það er erfitt að sofa við slík skilvrði. Sem stendur eru þeir að skemmta sér að heilu æki af rússneskri útgáfu af litlu marg- földunartöflunni, sem þeir hafa fundið á sundurskotnum, rúss- neskum bíl. En í dag hafa sprungið um 30 sprengikúlur úti fyrir „stofudyrunum" þeirra. Og það eru nokkuð kraftmikil vögguljóð. Við ferðumst víðar um svæð- ið. Ails staðar hafa hermennirn- ir gasgrímur við hendina, og einnig þeir, sem vinna að því að styrkja varnarlínurnar. Allt í einu rekumst við á loftvarn- arvirki, sem Finnar hafa komið fyrir á heppilegasta stað. Það er ómögulegt að greina her- mennina frá snjónum í ofurlít- illi fjarlægð. Þeir eru í síðum, hvítum kyrtlum. eins og Múha- meðstrúar-prestar. og jafnvel stálhjálmarnir þeirra eru mál- aðir hvítir. Það er engin loftá- rás í dag, þokan er svo þétt. En allt er við búið. Lengra í burtu rýkur ennþá úr finnsku bændabýlunum, sem brennd voru í nótt. Rússar skulu ekkert finna, sem getur orðið þeim til gagns. Og loks sjáum við finnska hermenn í skógi einum. Kúlun- um rignir umhverfis þá, en þeir reykja í makindum og saga við. Við komum að sjúkraskála, sem við höfðum ekki heimsótt áður. Fáir eru þar alvarlega særðir. í einni stofunni er verið að skera upp drenghnokka, sem hefir orðið fyrir sprengju. En allir, sem alvarlega eru særðir, eru fluttir á sjúkrahús. Kfissneskir fangar. 1 finnsku baðhúsi finnum við 7 rússneska fanga. Þeir voru herteknir í bardögunum í gær. Þessir sjö menn eru allir frá Leningrad á aldrinum 22—38 ára. Þessir menn líta mjög aumkvunarlega út. Þeir voru glorsoltnir og bláir af kulda, þegar þeir gáfust upp og þeim var hjálpað í hús. Stígvélin þeirra eru botnlaus og her- mannabúningarnir hinir fátæk- legustu. Þeir höfðu legið mat- arlausir og allslausir í snjón- um í þrjá sólarhringa. Og þeir segja okkur sögu sína í fáum dráttum. Sjöunda september höfðu þeir verið sendir burtu til „æfinga“, án þess að vita, hvert þeir ættu að fara. Þeir lentu á einhverjum stað fyrir vestan Leningrad. og þar fréttu þeir, að óvinaþjóð, Finnar voru þeir víst kallaðir, hefðu ráðist á rússnesku þjóðina. Nú hafði þeim verið trúað fyrir því, að það, sem mest á riði, væri að reka þennan óvinaher af hönd- um sér. Þeir höfðu ekki minnstu hugmynd um, að þeir væru komnir yfir landamærin og hefðu alltaf barizt á finnskri jörð. Þeir sögðust sjaldan hafa fengið jafngóðan mat og jafn- góða aðhlynningu og hjá Finn- um, og þeir fullyrtu það, að ef félagar þeirra vissu, hversu maturinn væri góður hjá Finn- um og þeir í raun og veru skikkanlegir menn, miklu betri en af væri látið heima í Rúss- landi, þá myndu þeir kasta byssunum og hlaupa yfir um til Finna. Einn Rússinn hafði meir að segja beðið Finna um að sækja fjölslcyldu sína til Rúss- lands. Það sló þögn á okkur eftir að við höfðum talað við Rússana. Veslings mennirnir vissu bex-- sýnilega ekki sitt rjúkandi ráð. Og maður þarf ekki að vera neinn hernaðarsérfræðingur til þess að sjá það, að þetta eru ekki burðugir soldátar. Þeir geta aldrei orðið annað en slát- urfé. Á milli víglína herjanna stendur finnskur hátalari. Þeg- ar hlé verður á sókninni talar finnskur maður í hátalarann og beinir máli sínu að óvinunum. Það er reynt að segja þeim sannleikann, eins og hann raun- verulega er, og útskýra fyrir þeim, að Finnar hafi ekkert illt í hyggju gagnvart Sovét-Rúss- landi, að báðum þjóðunum sé það fyrir beztu að leysa vanda- mál sín á friðsamlegan hátt. Há- talari þessi hefir verið notaður í dag. En hann er einkum not- aður á kvöldin, þegar rússnesku hermennirnir hnipra sig sam- an í snjónum, án þess að hafa nokkurn eld til þess að verma sig við. Þá hljómar finnska röddin í eyrum þeim eitthvað á þessa leið: „Rauðu hermenn! Hættið þessari ruddalegu á- rás á finnsku þjóðina. Snúið aft- ur heim til akranna ykkar og hinnar friðsamlegu búsýslu. Snúið heimleiðis aftur og þá munum við gera hið sama.“ Þetta var texti dagsins á Kyrjálanesinu tíu dögum fyrir jól. Lærið að synda Sundnámskeið í Sundhöllinni hefjst að nýju þriðjudaginn 2. jan. Þátttakendur g'efi sig fram á morgun og laugardag kl. 9— 11 f. hád. og 2—4 e. hád. Upp- lýsingar á sömu tímum í síma 4059. SUNDHÖLL REYKJAVÍKUR. Útbreiðið Alþýðublaðið. ÍRgljsiig hb SRiásÍDverð. Camel I 2® stk. pk. kr« 1,80 pakkinn ©sse Elevesi í — — — — 1„®0 — liappy Hit S — — — — 1,80 — Tkree Kings i — — — — 1,80 — Reyktélsak: Tnxedo S 1 V, oz. blikkdósum kr. 1,50 dósin ©olfers i 5 stk. pk. kr. 1,32 pakkinn. Utan Reykjavikur og Hafnarfjarðar má leggja all að 3 % á innkaupsverð fyrir sendingarkostnaði til út- sölustaðar. Tóbakseinkasala ríkisins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.