Tíminn - 13.10.1917, Side 4

Tíminn - 13.10.1917, Side 4
124 TI M I N N stjórninni. »Ef hann þekti banka- lögin« segir B. Kr., mundi liann vita það, að sá hlutinn sker úr, þar sem eldri gæslustjórinn er, sá fyrr kosni«. En eru ekki tveir á móti tveimur fyrir það? Eða hvernig fer B. Kr. að telja? Setjum svo að B. Kr. og Jón Gunnarsson vildu veita lán, en M. S. og E. Br. ekki. Eru þá ekki tveir á móti tveimur? En það sem eftir er af ræðunni er álíka vísdómur og þetta, svo eg nenni ekki að eltast við hana meira, en það er óhælt að slá því föstu, að alt sem B. Kr. ætlaði að fræða þingið um þessu bankamáli viðvíkjandi, var öfugt við sannleik- ann, enda mat þingið fræðsluna eins og vera bar. Vöndnðn «þingiuennirnir. Út af afdrifum bankamálsins i þinginu m. m. er B. Kr. mjög reiður út í það, og 21. sept s. 1. ritar hann »leiðara« í »Landið« sem heilir: »Eftir þingið«. »Leiðarinn« er mest skammir til þingsins fyrir »eiginhagsmuna og valdapóliiík«. sem hann segir að sé »fimlega rekin, af mönnum inn- an þings og utan«. Síðar kemst hann að því að y>vönduðusta þingmennirnir einir« ættu að mynda flokk og »standa þétt saman, með aukinni þekkingu á að varast vitin að undanförnu« svo að »braskaramálum verði hafnað«. Sjálfsagt telur B. Kr. sig sjálf- kjörinn foringja þessa »vandaða« þingflokks, enda er hann nú orð- inn flokkslaus. En íinsl nú mönn- um ekki nokkuð væmið, að sjá sama mannin vera að tala þetta, sem lej'fir sér að framkvæma alt það sem hér hefir verið bent á, meðal annars það að vitna í fölsk »dokument« í sjálfum þingsalnum? Úað yrði dálaglega »vandaður« þingflokkur þar sem B. Kr. væri foringinn, ef allir flokksmennirnir væru þar eftir. Og mikil ósköp og skelfing er að heyra B. Kr. vera að brígsla öðrum um valdafíkn og eiginhagsmunasemi, sem sjálfur hefir verið einhver valdasjúkasti maður, sem uppi er á þessu landi. Ýmsir þingmenn kunna góðar »skítlur« um það, hvað B. Iír. hafi beðið sig, að styrkja sig til ráðherralignar nú í mörg undanfarin ár, þegar ráðherraskifti liafa legið fyrir. Á endanum komst hann i lignina, sér til lítillar sæmd- ar, sbr. ummæli og álit fjár- hagsnefndar og fjárveitinganefnda þingsins um fjár- og fjáraukalögin, landsreikningana o. fl. t*á er ekki ósennilegt, að það hafi verið vonin um völdin við íslandsbanka, sem studdi að þvi, að B. Kr. á þing- unum 1901 og 1903 vildi drepa Landsbankann, og veita íslands- banka einkalegfi iil seðlaútgáfu hér á landi Í30 ár. Og að síðustu má bæta því við, að allar hamfarir hans gegn bankastjórafjölguninni á þinginu í sumar, eru ekkert annað en ótti við það að hann tapi vötd- um i Landsbankanum. Og það á hann að gera. Bankastjórar þurfa að vera liprir menn, óhludrægir, og friðelskandi, auk þess að vera fjármálamenn. Og vonandi sér veit- ingarvaldið um það, að Landsbank- inn geti orðið /nðarstofnun úr þessu. Sundrungin og ófriðurinn þar að undanförnu er búinn að vera hon- urn nóg til minkunar og hnekkis þó ekki sé meira að gert. Þá er það alveg óþolandi, að heyra B. Kr. vera að brígsla öðr- nm um eiginhagsmunasemi. Hér er aðeins eitt dæmi af B. Kr. sem sýnir hvað hann er frábitinn lienni. Á þingi 1909 bar meiri hluti pen- ingamálanefndarinnar fram svo- hljóðandi tillögu. »Fari hinn núverandi bankastjóri (þ. e. Tryggvi Gunnarsson) frá (Lands)bankanum i lifanda lifi skal hann fá í eftirlaun Í000 kr. ártega«. (Leturbreiting mín. Alþ.tíð. 1909 skjalap. bls. 996). B. Kr. greiddi atkv. gegn þessari tillögu með nafnakatli. (Alþ.tíð. 1909. B II. hls. 1355). En í sumar kemur hann með tittögu um það, »að allir bankastjórar Landsbankans sem hér eflir láta af bankastjórn, sökum elli eða heilsubilunar« skuli fá 4000 kr. i lífegrir (Þingskjal nr. 674, 1917.) Þegar um það er að ræða, að Tryggvi Gunnarsson, mjög þjóð- nýtur maður fái lífeyrir, þá er B. Kr. á móti, en þegar hann sjálfur getur búist við að verða hans að- njótandi, þá er hann með. Getur eiginhagsmunasemin komið öllu glöggara í ljós en þetta? Og svo heldur þessi sami maður út blaði til að brígsla öðrum um eiginhagsmunasemi og valdafíkn, en þykist sjálfur vera drifhvítur engill, sjálfkjörinn leiðtogi »vand- aðra manna«. Að láta annað eins viðgangast ó- átalið er blátt áfram hættulegt þjóðlíflnu, og því hefir það verið gert hér að umtalsefni. Og sízt ferst ritstj. »Landsins« að taka undir þessi eiginhagsmuna- brígslyrði B. Kr. sem sjálfur ætlaði hvað eftir annað að rifna yfir því í sumar, þegar neðri deild feldi niður helminginn af orðabókar- styrknum, af því að það er vitan- legt að það er faðir hans sem var ætlaður sá bitlingur. B. Itr. í vandræðum. Af síðasta tbl. »Landsins« má sjá í hve óskaplegum vandræðum B. Kr. er, út af greinum þeim sem hafa birst hér í blaðinu, um banka- starfsemi hans. Honum kemur sýnilega óþægi- lega að sjá sannleikann sagðan svona blátt áfram og hispurslaust. í stað þess að regna til að svara, tekur hann hálfar og heilar setn- ingar, úr grein minni, og lætur prenta, allar slitnar meira og minna út úr réltu samhengi, og hrópar svo hástöfum: »Auðvitað þurfa svona skrif ekki frekari skgringar né andmæla við. Pau skgra sig sjálf«. (Leturbr. mín.) Er nú hægt að hugsa sé vesal- mannlegri vörn? En B. Iír. hefir gert mér greiða með henni, þó hann hafi gert sjálfum sér hinn mesta bjarnargreiða, því það er eins víst og tveir og tveir eru fjór- ir að fjöldi af lesendum »Lands- ins« hans, ná sér í »Tímann« til að sjá alla greinina i samhengi, og þá getur svo farið að gróðinn við það, að birta þessar sundurslitnu »glepsur« verði nokkuð vafasam- ur. Einn keypti t. d. 100 eintök af »Tímanum« með greinunum í. B. Kr. er hálft í hvoru að tala um að tala við mig fyrir dómstólunum. í því væri mér mesta ánægja. í fyrsta lagi af því, að fá að sanna fyrir þeim, þann sannleika sem hér hefir verið sagður, og í öðru lagi af því, að sjá hvort siðferðis og velsæmis ástand B. Kr. er á því stigi, að hann leggi út í máisókn til að reyna að gera sannindi að ósannindum. »Glepsurnar« sem B. Kr. lætur »Landið« ílytja úr grein minni, eru liklegá^aðal málshöfðunaráslæðurn- ar. Ein þeirra er um söluna á Laugaveg 18 B. til síra V. Br. Er B. Kr. nú virkilega svo einfaldur að halda að hann fái algerðan sýknunardóm, af þeirri húsasölu; að selja stórt tvílyft hús með porti og kvistum, kjallara og slórri lóð, m. m. neðarlega við eina aðal götu bæjarins sem sennilega væri virt fyrir 24—25 þús. krónur, á einar 14,500 krónur. Og skömmu síðar Iánar hann kaupanda út á 1. veð- rélt í eigninni á eigið nafn, sem er beint brot á lögum bankans, upp- hæð sem er nærri því eins há, og kaupverðið1). En til þess að sýknudómur B. Kr. verði sem allra glæsilegastur, er rélt að bæla því við, að litlu síðar kórónar hann húsasöluna með því, að selja einum kunningja þessa óskabarns síns, húseignir bankans inn á Grettisgötu, svo ó- dgrt, að kunninginn græddi á þeim á örfáum mánuðum margar þús- undir króna, sem ekki var óeðli- legt því hús voru einmitt á þeim tíma (1916) að stíga hér sem ör- asl í verði. Alt þetta er sannanlegt lwenœr sem er, þvi öll skjöl fa/söl og skulda- bréfj ölluin þessum kanpum, sölum og lánum viðvikjandi, hafa opin- berlega verið þinglesin hér á bœjar- þi'ngi i Regkjavík. B. Kr. er mjög reiður við Sig- urð Jónsson ráðherra fyrir það, að »Tíminiv« liefir flutt þessar greinar mínar, sem liafa sýnt hann í réttu Ijósi. í stað þess að vera nú að ilsk- ast út af þessu, ætti B. Kr. að skora á ráðherrann, gfirmann sinn, að rannsaka hvort efni grein- anna cr elcki sannleikanum sam- kvœmt, og fá sig hvítþveginn aj þeim á þann hátt, ef kostur er, en þola afleiðingarnar ella. . Vill B. Kr. fara þessa leið? 1) 7. gr. í lögum bankans frá 12. júli 1909, mælirsvo fyrir: »Eigi mcga banka- stjórar eða sýslunarmenn bankans, vera skuldskegltir bankanum, hvorki sknldu- nautar, né ábggðarmenn annaraa. Hún ætti að vera honum fær e/ það sern í greinunum stendur, er ekkert annað en »ærumeiðandi árásir«, »óhróður og níð«, eius og hann lætur »Landið« sitt bera út. Hitt að hrópa um það, að þelta megi ekki segja um fyrverandi ráð- herra »og mann í þýðingarmikilli trúnaðarstöðu« fær ekki nokkurs manns eyra. Valur. Kréttir. Tíðin. í viku byrjun brá til hlý- inda og munu margir hjer syðra liafa getað notað þá stundina til þess að ná jarðarávöxtum úr görð- um. Um miðja viku kólnaði aftur og gerði snjókomu víðast um land. Er ekki ólíklegt að þungl segi mönnum riú hugur um ráðstöfun- ina að fresta rjeltum. Engar fréttir hafa þó enn af því borist að fé hafi fent á fjöllum, en ferðir illar með slátursfé. — Vélbátar hafa feng- ið mikla hrakninga, en flestir eru þeir komnir fram. — Seglskip ný- keyt frá Færeyjum kom til Fá- skrúðsfjarðar mjög illa haldið, en menn allir voru heilir. Bruni. í Geitavík í Borgarfirði eystra brunnu nýlega 80 heslar af af töðu og 30 hestar af útheyi. Skipaíerðir. » L a g a r f o s s « fór 9. þ. m. til ísafjarðar og Akur- eyrar með vörur og kemur sömu leið aftur í næstu viku. — »Ster- 1 i n g« fer sunnan um land til Akureyrar næstu daga. — » S u n - nefa« hom til Reykjavíkur 11. þ. m. Skipið er eign Andrésar Guð- mundssonar og flytur aðallega kol sem eiga að fara til Hafarfjarðar. — »Gullfoss« kom frá Amer- íku í gær með nokkra farþega. — » F á 1 k i n n « mun væntanlegur frá Kaupmannahöfn um miðjan næsta mánuð og er búist við að hann fari aftnr þangað í byrjun desember. Landsbankinn hefir nú loks á- kveðið að láta verða úr því að stofna útibú á Auslfjörðum. Var því frestað í vor, en nú verður úr þvi í haust og er Árni Jóhanns- son ráðinn forstjóri. Deila hefir verið um það milli Múlasýslnanna hvar útibúið ælti að slanda. Hafa Norðmýlingar og Seyðfirðingar slaðið fast á því að útibúið yrði á Seyðisfirði, en þar er fyrir úti- bú íslandsbanka. Auðvitað er það einungis tímaspursmál hvenær úti- bú Landsbankans kemur í háðar sýslurnar, en að þessu sinni er á- kveðið að það verði á Eskifirði. Ritstjóri: Gnðbrnndnr Magnússou. Hótel ísland 27. • Sími 367. Prentsmiðjan Gutenbe'rg.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.