Tíminn - 22.12.1917, Síða 4

Tíminn - 22.12.1917, Síða 4
168 TIM INN Sjáifum sér líkir. Fyrir nokkrum dögum voru tveir Reykvíkingar staddir norður á Akureyri og ætluðu til Reykjavík- ur. Gerðu þeir ráð fyrir að verða að fara landveg með pósti alla ó- færðina, þar eð viss skipsferð (Lag- arfoss) liafði brugðist. Þá bar svo við að björgunar- skipið Geir kom til Akureyrar og ætlaði þaðan suður. Hefir Geir mjög oft undir líkum kringumstæð- um tekið nokkra farþega. En að þessu sinni var talið að skipstjóri myndi enga farþega flytja hafna á milli. Þá gerðist það að sameiginlegur góðkunningi þessara manna fór þess á leit við stjórnina, að hún mæUi með því við skipstjóra að hann flytti menn þessa suður. Tók stjórnin því máli vel, og skipstjóri varð við tilmælunum og tók menn- ina með skipinu, og nokkra aðra farþega. Þegar þetta varð kunnugt á Akureyri brá svo við að fáeinir kaupmenn þar hófu taumlausan æsingaundirróður gegn stjórninni. Og ekki nóg með það. Einn úr hópnum tók sig til og símaði þessa gerræðisfullu atliöfn stjórnarinnar til Reykjavíkur og eitt kaupmanna- blaðið tönnlaðist á stóitíðindunum dag eftir dag og bætti við einni höfuðafsetningarsök á hendursljórn- inni. Hvað veldur þessum óskapagangi? Það er alkunna að það er bein skylda hverrar stjórnar að greiða götu þegnanna, ekki síst þá er samgöngur eru erfiðar. Það er alkunna að Geir hefir oft flutt farþega undir slíkum kring- umstæðum. Það er alkunna að stjórnin hefir einmitt á þessum tímum gert það sem hún gat til þess að útvega tugum og hundruðum manna far — ekki síst kaupmönnum — með skipi sem nú fer milli Danmerkur og íslands, en er alls ekki ætlað til mannflutninga. Hvað veldur þessari aðferð kaup- manna og blaðsins í þessu sérstaka tilfelli? Því er fljótsvarað. Þessir tveir menn sem um er að ræða voru: Einar H. Kvaran rithöfundur, sem var staddur á Akureyri í erindum Góðtemplarareglunnnar og var ný- búinn að stofna bannvinafélag, og Jónas Jónasson kennari frá Hriflu, ritstjóri Tímarits samvinnufélag- anna og sömuleiðis kunnur bann- maður. Ofsinn í kaupmönnunum og blaði þeirra, spratt af hatrinu til þessara tveggja stefna, sem eru hinar andstæðustu flokki þeirra. Þeim fanst sem hnútum væri kast- að til sín, þegar greidd var för þessara manna og leyfðu ekki skin- seminni að ráða orðum og athöfn- um. Það hefði ekki látið hátt i þeim góðu herrum þótt, Geir hefði skotið suður einhverjum úr þeirra hóp. Það mátti sjá að af stefnunum tveim er þó samvinnustefnan álitin enn hættulegri, því að skeytunum var einkum beint að fulltrúa henn- ar, ritstjóra Tímaritsins. Þessi tilraun til þess að reyna að gera miska samvinnustefnunni í einhverri mynd, er svo sem ekkert einsdæmi úr þeirri átt. í sambandi við að setja þarf væntanlega mann í eitt bankastjóraembættið við Landsbankann nú um nýárið, hefir verið uppi fótur og fit til þess að koma i veg fyrir að einhver samvinnustefnunni hlyntur kæmi í það sæti. Átli víst eigi lítinn að- súg að gera er það spurðist að formaðurinn fyrir sambandi ís- lenskra samvinnufélaga, Pétur Jóns- son alþm. á Gautlöndum, myndi eiga kost á því starfi. Og er sá ótti var hjá liðinn, þótti hentast að halda tilfinningunum við hjá sjálfum sér og öðrum og slá var- nagla til allra hliða, og einkanlega um aðra er þar stóðu framarlega í flokki, ritstjóri Tímaritsins og fleiri. Mun það ásannast um hug og breytni kaupmanna í garð sam- vinnustefnunnar, sem sagt var um Skagfirðinga og Guðmund góða: »að þeir voru óljúgfróðir er þeir hétu honum illu«. Enn um Vísi og sannieikann. Það væri seinlegt verk, ætti að eltast við að leiðrétta öll þau ósannindi sem Vísir ber á stjórn- ina. Enda verður ekki átt við þau verk að þessu sinni. Eitt atriði verður hér leiðrétt sem Vísir bar á borð fyrir les- endur sína í gær, ef vera kynni að einhver hafi fest trúnað á það, enda kastar það atriði sama ljósi yfir afstöðu Vísis til sannleikans, og áður hefir verið brugðið upp liér í blaðinu. Vísir segir frá því tvennu sem saman heyrir, að Sterling hafi taf- ist töluvert lengur en þurfti á Akureyri og sú töf hafi stafað af því að stjórnin hafi neitað að á- byrgjast greiðslu björgunarlaun- anna sem Geir átti að fá. Töfin hafi verið á aðra viku. Þelta hefir Vísi »verið sagt í síma frá Akur- eyri«. Tíminn getur nú fullyrt það að þessu hefir verið logið að Visi, »í sima frá Akureyri«, hafi það ekki verið búið til hér syðra. Fyrst og fremst var löf Sterlings engin, sem af þessu stafaði. Fyrstu 2—3 dagana eftir að Geir fór mátti skipið ekki fara, því að steypan sem gerð var við aðgerðina þurfti að þorna. Dagana næstu hamlaði veður að skipið gæti farið af stað. Og í annan stað var það ekki ráðleysi, heldur alveg sjálfsagður hlutur að stjórnin tæki ekki á sig ábyrgðina á björgunarlaununum meðan strandmálið var óútkljáð, léti skipið fara og ælti á hættu að lenda í málaferlum við vátrygg- ingarfélagið út af björgunarlaun- um og vátrygging skipsins, ef illa hefði farið. Þetta sér hver heilvita maður, enda er það á allra vitorði að hægt var að ná til umboðsmanns vátryggingarfélagsins í síma hér í Reykjavík og útgerðarsljóri Sterlings var á Akureyri með Geir. Þetta, að töfin var engin, getur Tíminn fullyrt eftir þeim manni á Akureyri sem ábyggilegastar. upp- lýsingar getur um það gefið. Hitt atriðið er svo vaxið að stjórnin átti sliilið áfellisdóm, hefði hún teflt svo á tvær hættur sem Vísir telur að rétt hefði verið. Vísir hefir enn einu sinni hlaup- ið í gönur. Og ^iað má geta þess, að dylgjurnar í ísafold um að stjórnin hafi framið það sem hættu- legt var velferð landsins, er af þessum sama toga spunnið. En ísafold var það ragari — eða hyggnari — að hún sagði ekki hvað hún átti við. Minnisvarði Tryggva Gunnarssonar. Miðvikudaginn 12. des, — sem er fæðingardagur Skúla fógeta — var afhjúpaður minnisvarði Tryggva Gunnarssonar bankastjórsrí alþing- ishúsgarðinum. Kaupmannafélag Reykjavíkur gefur varðann og gekst fyrir afhjúpunarathöfninni. Söfn- uðust menn á hádegi á Lækjar- torgi og gengu í skrúðgöngu til legstaðarins. Var þar fyrst sungið kvæði eítir Þorstein Gíslason rit- stjóra. Þá hélt Sighvatur banka- stjóri Bjarnason ræðu fyrir hönd kaupmannafélagsins, mintist hann Tryggva með virðing og sæmd og aflienti varðann, sem þá var af- hjúpaður. Forseti sameinaðs þings, séra Kristinn Daníelsson, þakkaði minnisvarðann fyrir hönd alþingis. Að lokum sungu menn Eldgamla fsafold. Minnisvarðann heíir Ríkharður Jónsson gert. Stendur brjóstmynd af Tryggva á háum stöpli sem er yfir legstaðnum, en á stöplinum er mynd úr eyri sem minnir á dýra- vininn. Fréttir. Tíðin hefir enn verið mjög um- hleypingasöm vikuna sem leið, oft annan daginn hörkufrost, alt að 20 stig, en hinn daginn rigning og slagveður. Harðindafréttir berast alstaðar að af landinu. Póstar biðu þrjá daga í Borgarnesi vegna þess að ekki varð skipað út í Ingólf fyrir ís og óveðri. Skipaíerðir. »Geir« kom norðan af Akureyri um síðustu helgi, fór austur um land og tók með sér skip í Vestmannaeyjum, sem orðið 286. Afgreiðsla Tímans liefir nú fengið síma nr. 286. hafði fyrir skemdum. Með Geir komu að norðan Jónas kennari Jónsson frá Hriflu og Einar H. Kvaran rithöfundur og fleiri far- þegar. — »Sterling« er nú á leið- inni suður frá Akureyri. — »Gull- foss« og »ísland« fara ekki af stað vestur um haf fyrst um sinn og ekki fyr en fengið er útílntnings- leyfi fyrir vörur. — »Willemoes« fór austur og norður um land á miðvikudagskvöld. Norræna stúdentasambandið, þ. e. íslenzka deildin við háskólann hér, hélt samkomu síðastliðið þriðjudagskvöld. Holger Wiehe sendikennari við háskólann flulti þar erindi um þjóðlög norður- landaþjóðanna, um uppruna þeirra og einkenni, en þess á milli voru sungin lögin ýmislega raddsett og á öllum tungunum. Var þetta hin fróðlegasta skemtun. Wiehe mælti á íslenzka tungu og fórst það prýðilega. Skipskaðar. Björgunarskipið Geir hefir haft ærið rnikið að starfa upp á síðkastið, því að mörgum skipum hefir hlekst á. Vélskip rak á land á Sandi og hefir ekki enn tekist að ná því út. Seglskip hlað- ið salti var dregið inn til Vest- mannaeyja af enzkum botnvörp- ungi og var leki kominn að skip- inu og mun það þurfa hjálpar til þess að komast til Reykjavíkur. Annað seglskip, sem flutti timbur til landsins, var á leið til Vest- mannaeyja frá Reykjavík og rak á land 1 Sandgerði og brotnaði mik- ið. — Manntjón hefir ekki orðið á skipum þessum. Hafíshröngl á reki á miðum ísfirðinga og sést sömuleiðis frá Siglufirði. Jafnvel búist við að Sterling komist ekki fyrir Horn. Ensku samningarnir. Nú þarf væntanlega að semja á ný við Breta um vöruverð á komandi ári. Er það mál margra manna að bezt væri ef því yrði svo fyrir komið.að Bretar sendu mann hing- að þeirra erinda, eða fengju ræð- ismanni sínum hér vald til þess. Slys. Sorglegt slys vildi til 21. þ. m. Drengur rendi sér á sleða niður Bröttugötu ofan á Aðalstræti og með mikilli ferð, en bifreið fór um Aðalstræti og varð því ekki forðað að bifreiðin rynni yfir drenginn. Lifði hann að eins skamma stund eftir slysið. Ritstjóri: Tryggvi I’órhullsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.