Tíminn - 19.01.1918, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.01.1918, Blaðsíða 3
TlMINN 11 stjúpi minn að messa á Drafla- stöðum og fór eg með honum til kirkjunnar. Hitti eg þar ýmsa bændur og skýrði þeim frá hvernig komið væri og skora á þá að leggja fram ull og tólg. Þeir tóku vel undir þá málaleitan. Paðan fór eg liið skjótasta að Laufási og náði í messufólk og bar upp erindi mitt. Frá Laufási fór eg að Höfða og hitti þar Jörund gamla í Hrísey, Hvammsbræður, Jón Loftsson og Heiri. í>ótti þeim eg hafa rekið vel erindi þeirra og lofaði Jörundur þegar að leggja frain 40 tunnur af lýsi og Jón Loftsson að ljá til suður- ferðar skip sem hann átti og áður er nefnt og verða formaður á því. Þaðan fór eg svo og síra Gunn- ar i Höfða með mér á byttu yfir Eyjafjörð, að hitta þorstein Dan- íelsson í Skipalóni. Hann lofaði að leggja fram 40 tunnur af lýsi og Anlon í Arnarnesi 30 tunnur. Eftir þessi erindislok fórum við yfir fjörðinn aftur að Höfða. Þar fékk eg óþreyttan hest og reið út alla Látraströnd að Lálr- um; fékk eg í þeirri ferð loforð fyrir því sem á vantaði af lýsi. Þetta var á mánudag og þá sofn- aði eg fyrst, og ekki fyrri en eg var búinn að fá loforð fyrir fullum farmi í skipið, eða rúmlega 6000 rd. virði. Þegar eg kom að Laufási aftur úr leiðangrinum, lieyrði eg að komin var upp skæð veiki á Fremstafelli i Kinn. Þar bjó vin- kona móður minnað og fóstra mín forna, — Sigríður þorsteinsdóttir systir Dómhildar er átti Ólafur Briem timburmeistari á Grund. Var sagt að veikin væri taugaveiki. Eg ríð að Fremstafalli ber að dyrum, kalla húsfreyju út á hlað og býð henni að slá í túni fyrir hana. f*að var alt óslegið, því að verkfært fólk lá alt inni í rúmum. Bið eg hana að vísa mér á verk- færi. Hún gerir það, og sló eg þar til föstudags. Aldrei kom eg inn í bæ, en svaf í fjárhúsi til þess að íorðast það að veikjast sjálfur. — Hákarlaveiðum hafði um þessar mundir mjög fleygt fram, en ekkert bræðsluhús var þó til, heldur bræddi hver lifrina heima hjá sér, eða þá að nokkrir slógu saman bræðslunni. pannig bræddu þá fimm lifrareigendur lifur sína saman í Grenivík. Það var þá venja að bændur fengu léðar hjá kaupmönnum tunnur undir lýsið og urðu að lofa skila þeim aftur með lýsi í. — Þegar eg var við sláttinn á Fremstafelli, datt mér það alt í einu í hug á föstudagskvöldið, að kaupmenn eigi tunnurnar, sem lýs- ið sé í, er eg hafði fengið loforð fyrir. Sé eg þegar að þetta getur leitt til vandræða. Tek eg því undireins hest minn og ríð inn að Geldíngsá. Þar fæ eg mér byttu og ræ yfir fjörðinn til Akureyrar. Fer eg til kaupmanna og bið þá að selja mér tunnur þær er lýsi bænda sé í, það er eg bufði fengið loforð fyrir. Þeir tóku því fjarri og var ekki við komandi. Deila nm mannréttinði. Deila hefir risið út af því að kjörstjórnin við bæjarstjórnarkosn- ingarnar, sem eiga að fara fram í Reykjavík nú í mánaðarlokin, hefir breytt til um skilning á kosninga- lögunum og tekur nú ekki aðra á kjörskrá en þá sem greitt hafa gjald sitt í bæjarsjóð fyrir síðast- liðið ár. Þótt »Tíminn« hafi engin afskifti af bæjarstjórnarkosningunum í Reykjavík að þessu sinni, þá er sú hlið málsins — hvort menn missi almenn mannréttindi af þeim sökum sem hér um ræðir — svo merk að æskilegt þótli að leita álits elzta prófessorsins í lögum við háskólann. Fer álit hans hér á eftir. »Þér hafið, herra ritstjóri, óskað álits míns um það, hvort rétt muni að neita þeim mönnum um upp- töku á kjörskrá til bæjarstjórnar- kosninga hér í þessum mánuði, er ekki kynnu að hafa greitt gjald sitt í bæjarsjóð fyrir árslokin. Og eg vil ekki skorast undan tilmæl- um yðar, enda þó að mér séu að eins leyfður örstuttur tími til svars. Þeir, sem halda vilja þeim mönn- um utan kjörskrár, sem ekki hafa greitt gjöld sín af hendi, munu byggja það á því, að hlutaðeigandi lög, (lög nr. 49 1909) áskilja, auk annara skilyrða, að kjósendur »greiði gjald í bæjarsjóð«. Þeir skilja orð þessi sennilega svo sem þau merki, að kjósandi skuli hafa greitt gjald sitt, áður en gjaldárið er úti, eða a. m. k. áður en kjör- skrá er samin. En á þeirri skoðun get eg ekki verið. Mér hefir meir að segja ekki lcomið til hugar, að orðin ættu að skiljast eða gætu skilist svo, fyr en eg heyri að kjörstjórnin hafi nú lagt þenna skilning í þau. Eg skil ofannefnd orð svo, sem það nægi til þess að taka beri mann á kjörskrá, að manninum hafi verið gert að greiða gjald á gjaldskrám kaupstaðarins fyrir síð- astliðið ár. Byggi eg þann skilning fyrst og fremst á 7. gr. bæjarstjórnartilskip- unarinnar. Þar segir: »Kjörstjórn- in semur kjörskrá yflr kjósendur og skal þá farið eftir skattgjalda- skrám bæjarins frá næsta ári áður en kosning fer fram«. . . En á skrám þessum stendur aðeins, hverjir kaupstaðarbúar slculi greiða bæjargjöld og hver gjöld, en auð- vilað ekkert um það, hvort þeir hafi greitt gjöldin í réttan tíma. í öðru lagi ræður bæjarstjórnin því hvenær kosning fer fram 1 jan- úarmánuði. Það má setja kjördag- inn 1. virkan janúar-dag, en nú á kjörskrá að liggja frammi skemst 14 daga. Væri kosið 2. janúar, ætti að leggja kjörskrána fram 19. desbr. Þá gæti ekki komið til mála að sleppa þeim mönnum af kjörskrá, er kynnu að eiga ógreidd gjöld 19. des. Gjaldárið væri þá eldd liðið. En það er augljóst að eigi gjald- greiðsla að vera kosningarskilyrði, auk skuldleysis fyrir þeginn sveit- arslyrk, þá ætti hún að vera það jafnt, hvort heldur kjördagur væri ákveðinn fyrst eða síðast í janúar. í þriðja lagi er kaupstaðarbúum, sem eiga ógreidd gjöld í árslok eða þá er kjörskrá er samin, ekki, og sízt einum, um að kenna vanskilin. Gjalddagi bæjargjalda er 1. apríl og 1. október ár hvert. Þeim fylgir lögtaksréttur og það er meir en nægur tími til að hafa náð öllum gjöldum, sem á annað borð eru fáanleg, rúmum tinia fyrir hver árslok. Bæjarstjórnin er því engan vegin sýkn saka, ef getuinenn eiga ógreidd gjöld sín. Og þá er að sama skapi óbilgjarnt, að láta sök- ina bitna alla á kjósendum einum. í fjórða lagi er það beint lekið fram í nefndum lögum frá 1909, að eiginkona kjósanda haíi kosn- ingarrétt, »þótt hún ekki greiði sérstaklega gjald í bæjarsjóð«. Sýn- ir þetta ákvæði að lögin gera gjald- skylda ekki að beinu kosningar- skilyrði, og ætti gjaldpreiðs/a þá miklu síður að vera það. í fimta lagi hafa margnefnd orð aldrei verið skilin hér í Rvík svo í framkvæmdinni, sem sagt er að nú eigi að skilja þau, og mun þó hafa verið kosið 4 sinnum hér eftir lögunum frá 1909. Og mér er ekki kunnugt um að nokkur kjörstjórn, hvort heldur við hrepps- kosningar, sýslunefndarlcosningar eða alþingiskosningar, meðan gjald- greiðsla var áskilin þar, hafi skilið nefnt ákvæði eða lík ákvæði öðru- vísi en hér er haldið fram. En þó að hægt væri að tylla einhverjum málamyndarstoðum undir gagnstæðan skilning, þá er eg öldungis samþykkur skoðun þeirri sem lýsir sér í bréfi stjórn- arráðsins til bæjarfógetans á Ak- ureyri 21. mars 1907 (Stjt. 1907 B, bls. 53—54), að vísu um annað atriði en þó um þá meginreglu, er fylgja ber um skilning á kosning- arlögum yfirleitt. Þar stendur: »... Hvað sem þessu líður, virðist það Ijóst, að kjósendur eiga ekki að sviftast rétti til þess að koma fram með framboðslista, þegar þeir hegða sér samkv. skilningi, sem vel má leggja í orð laganna«. Og enn stendur þar: »... því að það er tilgangur (kosningar)laganna að tryggja belur en áður var öllum kjósendum rétt til þess að fá full- trúa eftir sínu skapi, og það er gagnstætt anda og tilgangi hlut- fallskosninga að láta kosning fram fara þegar það er augljóst og vit- anlegt að nokkur hluti kjósenda er á síðasta augnabliki útilokaður frá að kjósa ...«. Og eg trúi ekki öðru en að í þeirri stjórn, sem á úrslitaúr- skurð um samning nýgerðrar kjör- skrár og um gildi kosningarinnar yfirleitt, sitji enn þeir menn, sem muna eftir gamla, góða lögmálinu »in dubio pro mitiore«, þ. e. taka skal mildari kostinn, ef á tveim tungum leikur. Annars getur að mínu viti hér að eins leikið á einu, því, að allir kaupstaðarbúar, sem gert hefir verið að greiða gjald í bæjarsjóð 1917, eigi að takast á kjörskrána 1918 og eiginkonur kjósenda að auki, þótt ekkert gjald eigi að greiða. Rvík 18. jan. 1918. Virðingarfylst. Lárus H. Bjarnason«. frá útlönðnm. Langmerkustu viðburðirnir sem frést hafa frá úllöndum um hríð, eru friðarboð Bandamanna, sem forsætisráðherra Breta lét uppská í ræðu, er hann flutti 5. þ. m. Er það í fyrsta skifti sem Bandamenn hafa birt slík boð. Hefir stjórn Breta símað þessa friðarkosti hing- að og eru þeir þannig: Belgía verði að fullu og öllu endurreist, Serbía, Montenegro, hinir herteknu hlutar Frakklands, Ítalíu og Rúmeníu einnig, óvinirn- ir hverfi með her sinn á burt úr þessum löndum og greiði skaða- bætur fyrir ranglæti sem þeir hafa framið. Þetta er grundvallarskilyrði fyrir varanlegum friði. Saman með Frakklandi mun Bretland berjast til þrautar, til þess að hinn mikli óréttur sem Frökkum var gerður árið 1871 verði bættur. Pólland verði sjálfstætt og óháð riki. Þjóð- flokkar í Austurríki-Ungverjalandi, sem hafa lengi þráð verulega sjálf- stjórn, skulu fá hana. Þau lönd sem ítalskir menn byggja samein- ist Ítalíu. Mönnum af rúmensku bergi brotnir verði sýnt réttlæti. Konstanlínopel verði framvegis höfuðborg Tyrkja og sundið milli Miðjarðarhafsins og Svartahafsins verði óháð öllum þjóðum. Arabía Armenía, Mesopotamía, Sýrland og Gyðingaland fái viðurkendan rétt sinn samkvæmt sérstökum og þjóð- legum skilyrðum þeirra. Framtíð nýlenda Þjóðverja verði ráðin til lykta á ráðstefnu og þá sérstaklega tekið tillit til vilja íbú- anna. Skaðabætur fyrir það tjón, sem unnið hefir verið í bága við alheimslög, einkum með tilliti til sjómanna. Stofnun alheimsdóms, sem jafni misklíð milli þjóðanna. Því sé aftur komið á að samning- ar, sem þjóðir geri með sér eigi verulegt gildi. Löndum sé þannig skipað að skifting byggist á ákvörð- un þjóðanna sjálfra. Að komið sé á alþjóðasambandi, til þess að takmarka herbúnað. Símskeyti úr bandamannalöndum og frá nýlendunum benda til þess að menn séu á eitt sáttir um ræðuna. Þess er jafnframt getið, bæði í skeytum frá Höfn og London að Þjóðverjar hafni þessum kjör- um algerlega. Friðarumleitanir Rússa og Þjóð- verja halda áfram í Brest Litovsk, Rússar krefjast þess að fundurinn fari fram í hlutlausu landi, Svíþjóð eða Danmörku, en Þjóðverjar eru því móthverfir. Er jafnvel svo að heyra, sem ágreiningur út af því

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.