Tíminn - 26.01.1918, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.01.1918, Blaðsíða 3
TIMINN 15 Pistlar frá Hvanneyri eftir Halldór skólastj. Vilhjálmsson. [Halldór skólastjóri Vilhjálmsson á Hvannej'ri Tieflr heitið því að senda Tímanum við og við pistla um bún- aðarmál. Verður einkum vikið að verk- legum atriðuin, bættum vinnubrögðum og nýjungum í vinnuaðferðum. Fyrstu pistlarnir eru úr skólaskýrslu sem nú er í prentun.l Sumar og haust. Vorið (1917) var kalt þó ekki eins og í fyrra. Eftir hvítasunnuna kom langur, vondur kuldakafli. Grasið spratt seint og byrjaði slátt- ur því seint. Óþurkur var framan af slætti hér sunnanlands eins og í fyrra, þótt ekki væri eins langur og vondur. Mun þessi óþurkur standa i sambandi við hafís fyrir Vesturlandi, en hverfur er líður á sumar, er hafísinn berst frá landi, eða austur með landi með straum- um. Útlitið var því viða slæmt með heyskapinn. En til þess að reyna að bæta úr þvi, var ákveðið að fresta réttum hálfa til heila viku, svo heyja mætti lengur. Þetta hefði orðið mörgum að gagni ef vel hefði haustað, en eins og jafnvel við mátti búast varð þetta hið mesta lokaráð. Ættu menn framvegis að vara sig á sliku: Betra að byrja fyr að slá en treysta á haustið, a. m. k. þangað til vothej'sverkun verður almenn. Fjallgöngur, fjárskil, rekstrar, alt i ólagi. Sannast þar að lengi getur vont versnað. Slátrun stóð fram á vetur. Fé þá búið að leggja mikið af. Hvað mun sá dráttur muna mörgum þúsundum? Haustverk flest urðu meir og minna á hakanum. Sumir gátu ekki bygt yfir skepnur sínar, sem á átti að setja, né dyttað að hús- um sínum — sem ætti að vera vorverk en ekki haustverk. Verst af öllu var þó, að hin litla uppskera manna varð víða úti. Náðu sumir litlu af kartöflum og engu af rófum. Vothey. Út yfir tók þó, að víða, einkum á norður og austurlandi varð, all- mikið úti af heyi. En það er ekki rétt að kenna réttafærslunni um þetta ólán eingöngu. Sumir kunna ekki að búa sig undir haustið, aðrir gleyma því að það sé í nánd. Og haustið lét ekki standa á sér. Með óvenju mikilli grimd og ill- viðrum skall það á. Fyrstu forsendur komu nóttina 4. september. þá féll kartöflugras að mestu. Úr því var það einsýn áhætta að eiga kartöflur i görðum. En heyið sem úti varð. Hverju lýsir það? Grimm veður geta altaf komið og tekið fyrir framkvæmdir i bráð — og lengd, sé um flatt hey að ræða. En jafnvel í haust kom tækifæri til þess að bjarga því, sem í ógöngur var komið. Uppsettu heyi má þó altaf bjarga heim í votheys- tóftir, eða séu þær illu heilli ekki til, þá í votheysstakka. En munið pá að jafna, troða, bleyta og fergja vel heyið. Nei, þetta dugar ekki lengur. Við verðum að gera okkur það að reglu á haustin að heyja eingöngu i vothey. Hirða jafnóðum og slegið er heim í votheystóft. Fjölgum tóftum. Hirðum vothey þá væta er, einkum á haustin. En þurhey þegar þurkur er, framan af sumri. Látum ekki heyið biða og hrekjast þangað til hálf og alónýtt er orðið. Er lika nokkurt vit í slíku, að nota dýran og dýrmætan vinnukraft, til þess að losa hey og fleygja því jafnóðum í illviðrin og skítinn, þegar kostur er á því að bjarga heyinu jafnóðum undan skemdum og fá gott fóður. Nei, það er verra en vitlaust. Bændur, í öllum guðanna bæn- um, rekum niður merkjahæl öfl- ugan og óhaggandi við haustið 1917. Látum annála ekki geta skýrt frá því, að hey hafi orðið úti síð- ar. Setjum haustheyskapinn í vot- hey hvernig sem viðrar. Á þann hátt verður síðslægjan hollust og notadrýgst fyrir skepnurnar okkar. E*á þarf aldrei að skemmast, aldrei að verða úti baggi af heyi. Og þá þarf aldrei, af þeim ástæðum, að skera af heyjum eða drepa úr hor. Kartöflnr. Neyðin kennir naktri konu að spinna. Það lítur út fyrir að neyð- in ætli að kenna okkur að rækta kartöflur. Heyrst hefir, að nú eigi að fara að rækta kartöflur í stór- um stýl, með nýtísku áhöldum og aðferðum. Eg vildi óska að það lánaðist. Forystan þarf að vera ötul og góð. Garðstæðið heppilega valið. Útsæðið gott, helst innlent. Áburð- ur nægur og í réttum hlutföllum við næringarþörf og rótsækni kartaflanna. Gleymið ekki kalí-áburði ef rækt- að er í sandi, sem venjulega er kalísnauður}Ka/’fa/Zan er kali-planta, þótt einnig þyggi hún köfnunarefni. En það getur hæglega orðið of- mikið, dregið úr undirvexti og sterkjumyndun og hleypt öllu í yfirvöxtinn. Wagáburður hóflega notaður er ágætur í garða. En þá getur vantað fosfórsýru, einkum í moldarjarðveg. Ekki ríður minst á því að hirða garðana vel. Það er að eins eitt atriði sem eg vil minnast hér á og mér hefir gefist ágætlega. Strax og búið er að setja kartöflurnar og arfi fer að koma læt eg herfa yfir garðinn með illgresisherfi, þegar hlýtt er og sólskin. Dagsláttuna herfum við á l1/^ tíma með góðu illgresisherfi. Fyrirhöfnin er því afarlítil. Arfinn rífst upp og visn- ar í sólinni á fáum klukkustundum. Petta skal svo endurtekið eftir þörfum þegar sólin skín og má jafnvel halda áfram að herfa eftir að kartöflugrasið er komið upp. Það er svo miklu sterkara en arf- inn, að þó hann rifni upp auð- veldlega sakar það alls ekki kartöflurnar. Með þessari fljótvirku aðferð þarf alls enginn arfi að þrífast eða vera til í garðinum, þegar kartöfl- urnar koma upp; það sem síðar spírar og festir rætur er fljót hand- hreinsað á milli grasa i röðinni. Hitt gerir hestgreíið og arfaplógur- inn á svipstundu. Þeir sem ekki eiga regluleg ill- gresisherfi gætu reynt venjulega túnslóða t. d. góðan gaddavírsslóða. í smærri görðum má vel nota stór- tindaða hrífu og raka með henni. Um að gera að herja á arfann hvar sem hann grær/ Þetta er ein- ær jurt og nái hann hvergi að full- þroskast og fella fræ, er einhver versti fjandi garðræktarinnar yfir- unninn. Hér á Hvanneyri er kartöflu- garður nákvæmlega dagslátta að stærð. í sumar þurfti 5 dagsverk til þess að setja í garðinn, V2 dags- verk til að herfa arfa, 2 dagsverk að handhreinsa arfa (milli grasa í röðinni), 1 dagsverk að hesthreykja garðinn (þríhreykt). En 14 dags- verk fóru til þess að taka upp úr garðinum. Samkvæmt athugunum sem við gerðum á nokkrum röðum, þurft- um við 7 dagsverk til þess að taka upp úr dagsláttu með fullu kappi, 11 dagsverk með góðu áframhaldi, en 15—20 dagsverk geta hæglega farið í þöð með slórvinnu. Hér er miðað við 47 tunnur eins og komu úr dagsláttu í sumar og að viðvaningar af öllum aldri, karlar og konur, unnu að verkinu. Samvinnufélög sjimanna. í Visi á sunnudaginn var fyrir- spurn til »Tímans viðikjandi þeim lið stefnuskráinnar sem fjallar um sameign sjómanna á útgerðartækj- um. Er spyrjandi nafnlaus, en kveðst vera bæði land- og útgerð- arbóndi. Þykir honum kenna eðlismunar á þessum samvinnufélagsskap og samvinnufélögum bænda, þar sem þau séu eingöngu félagsskapur framleiðenda, en þessi verkamanna. Vill hann fá að vita hvort sömu stefnuna eigi að taka upp i sveit- unum, að láta verkafólkið þar eignast jarðirnar og framleiðsutæki o. s. frv. Tímanum er ljúft að gera grein fyrir stefnu sinni í máli þessu, en getur ekki komist hjá því að fara nokkru nánar út í það, þar sem spyrjandann virðist bæði vanta þekkingu á samvinnufélagsskap bænda og réttan skilning á báðum þeim atvinnugreinum er hann stundar. Fullyrðing hans, um að sam- vinnufélög sveitabænda séu fyrir þá eina, þ. e. að verkafólk þeirra komi þar ekki nærri, er algerlega röng. Er það öllum vitanlegt, sem til þeirra þekkja, að þau eru jöfn- urn höndum fyrir bændur og hjú þeirra. Tökum t. d. tvær helztu samvinnufélagsgreinarnar, sláturfé- lögin og kaupfélögin. Að þeim eiga allir jafnan aðgang sem til þeirra ná og geta skift við þau eftir vild sinni. Vinnumennirnir eiga sín stofn- bréf í sláturfélögunum, þeir leggja fé sitt inn til þeirra og njóta hags- ins af félagsskapnum í hlutfalli við innlegg sitt alveg eins og bænd- urnir. Þeir leggja ull sína inn í kaupfélögin og skifta við þau eftir þörfum, og njóta verzlunarhagsins þar á sama hátt. Það er þvi mesti misskilningur að samvinnufélagsskapur sá sem Tíminn vill efla með sjómönnum sé alls annars eðlis en samvinnu- félög sveitabænda. Hvorutveggja stefna jafnt að því, að láta þá sem vinna að þessum tveimur höfuð- atvinnuvegum þjóðarinnar, bera sem mest úr býtum sjálfa. Það sem hér hefir vilt spyrjanda er það, að eigna-fyrkomulag og arðskifting þessara tveggja atvinnu- vega er að verða mjög ólíks eðlis, eins og sjávarútvegurinn er nú rekinn. í landhúnaðinum er hvergi hægt að draga hreina línu milli fram- Ieiðenda og vinnulýðs, hvorki í lífskjörum, eignum eða öðru. Næst- um allir bændur hafa einhverntíma verið vinnumenn, og eru að mestu leyti alla sína æfi. Sum hjón hafa engin vinnuhjú nema sig og börn sín. Sömuleiðis eru þar flest hjú að einhverju leyti, framleiðendur (eiga fé og hross) og hafa þannig jarðarafnot þó að bóndinn sé tal- inn fyrir jörðinni, og geta auk þess haft sjálf von um að verða búendur síðar. Eigurnar marka engar ákveðnar Iínuheildir. Þannig er fjöldi bænda leiguliðar, og margir vinnumenn jarðareigendur og landsdrotnar; og yfirleitt * er fjöldi vinnuhjúa betur efnum bú- inn en margir bændur. f sveitunum er því ekki til nema ein slétt, sjálfstæðra vinnandi smá- eignamanna, hvort sem þeir nefn- ast bændur, húsmenn, lausamenn eða vinnumenn. Auðvitað eru þó innanum einstaka menn allvel efn- um búnir sem betur fer. Um þann hluta verkafólksins (kaupafólk) sem ekki er búsett í sveitunum og ekki stundar þar atvinnu nema lítinn hluta ársins, getur auðvitað ekki verið að ræða. Það er efaraál hvort nokkurs- staðar í heiminum er viturlegra launafyrirkomulag eða meiri sam- úð milli vinnuþiggjenda og vinnu- veitenda en til sveita á íslandi, og á meðan að svo er, þá verður fyrirkomulaginu ekki breytt til bóta. Þegar búskapurinn færist í það horf, að einstakir menn fara að leggja undir sig margar jarðir eða jafnvel heilar sveitir, og gera allan þorrann að vinnuhjúum sínum, þá fyrst er ástæða til að styðja vinnuhjú þeirra til að eignast jarð- ianar og framleiðslutækin. Það sem nú vantar í sveitunum er auður en ekki auðsjöfnuður. En hér er mjög svo öðru máli að gegna um sjávarútveginn. E*ar virð- ist alt stefna i sömu átt, og í er-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.