Tíminn - 26.01.1918, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.01.1918, Blaðsíða 6
18 TÍMINN menn og drengur gætu hæglega setið ærnar. Vinnan notast því mjög illa, neina því að eins að hægt væri að hafa heyskap með, eða ef selbúið gæti fengið mjólk frá næstu bæj- um. T. d. að selbúið hefði 250 ær, en fengi svo mjólk úr jafn- mörgum annarstaðar frá. Léti þá nærri a^ð fólk það, sem þyrfti á búinu til annars en mjaltanna, gæti einnig Ieyst þær fullvel af hendi. Svo er annað, sem gerir selbú- skapinn óhentugan. Ostarnir þurfa að minsta kosti tvo mánuði til þess að verða fullgerðir. Og til þess að ge'ta haft þá á boðstólum alt árið, þarf gerðin að vera svo langdregin, að hún taki 5—6 mán- uði. Að öðrum kosti getur ostur- inn ekki geymst langt fram eftir sumri/. án þess að vera undirorp- inn skemdum. Ef því selbúið væri fullkomið ostabú, þyrfti bústjórinn að hafa þar vetrarsetu, og þar af Ieiðandi íbúð fyrir sig og fjölskyldu sína. Því talsvert af ostinum yrði að geymast á búinu til vors. Að visu mætti með áburðinum undan ánum, gera þar tún á skömmum tíma, og gæti því með tímanum orðið allvistlegt bú. Til þess að komast hjá vetrar- setu á selbúinu, mætti þó hafa geymslukjallarann heima á ein- hverjum bænum í sveitinni, og flytja þangað ostana að sumrinu. En við það myndi þó oftast nær þurfa fleira af fólki, nema um verulega stór bú væri að ræða, eða að mörg selbú hefðu geymslu í félagi. Auk þessa verður rekstur sel- búanna á fleiri sviðum óhjákvæmi- lega dýrara, en á ostabúum í miðri sveit. Til að sjóða niður mysuna, og knýja ýms verkfæri á ostabúinu, væri mjög æskilegt að geta notað rafmagn. í þéttbýlum sveitum væri líka mjög hentugt að geta notað raf- magnið að vetrinum til hitunar og ljósa á bæjunum, en að sumr- inu til að reka ostagerð. En á sel- búi langt frá bygðum, er ekki hægt að koma við þessari tvöföldu nýting rafmagnsins, og yrði það því talsvert dýrará þar. Að öllu athuguðu mun því yfir- leitt erfiðara að framkvæma osta- gerð á selbúi, og ætti því frekar að byrja þar sem heimalönd eru hentug, Á móti framannefndum ástæðum gegn selbúunum, getur þó komið: betri heimahagar til haust og vetr- arbeitar, ódýrari hjáseta og jafnvel minni flutningur. Því vel gæti orð- ið minna að flytja ostana frá sel- búinu, en mjólkina að ostabúi í sveitinni. Þótt eg í fyrsta kafla þessarar greinar, teldi það óráðlegt að búa til aðrar ostategundir jafnframt og Gráðaostinn, á eg þar þó ekki við mysuost. Því hann er í rauninni alls ekki ostur, þó hann beri það nafn, heldur einungis niðursoðin mysa. Mysan er svo mikill hluti mjólk- urafurðanna, að á nokkuru veltur hvernig hún er hagnýtt. Úr 100 lítrum af mjólk, fást að jafnaði 65 kg. (lítrar) af mysu. Sökum þess að enginn rjómi er tekinn úr mjólkinni, fer altaf nokk- uð af fitu í mysuna; þó eftir því minna, sem meiri varúðar er gætt við hleyping og síun draflans. Yfirleitt mun það þó ekki verða mikið undir 0,5°/o. Með góðri skil- vindu má ná 2/3 hlutum af þess- ari feiti og nota hana til smjör- gerðar. En það smjör verður þó aldrei bragðgott. Til mysuosta verður og mysan lakari ef feitin er tekin. Af þeim fást 10 kg. úr 100 kg. af mysu (óaðskilinni) en til þess þurfa alt að 55 kg. af kolum. Sé kolaverðið 30 aura hvert kg. verður þetta kr. 16,50. Þegar svo þar við bætist umbúðir, áhöld, vinna og flutningur verður mysu- osturinn óseljanlegur með því verði sem framleiðsan kostar. Á þann hátt verður því mysan minni en einkis virði fyrir búið. En mjög er það sennilegt, að mys- una megi sjóða niður að mestu leyti við góðan mó, og ætti þá mysu- ostagerðin að geta gefið allgóðan arð, þó ýms óþægindi séu því samfara. í framtíðinni ætti rafmagnið að vera aðalhitalindin við ostagerðina. Mundi það spara mikla vinnu, og er ágætlega samrýmanlegt við ný- tízku útbúnað til mysuostagerðar. Þar er mysan soðin í loftþyntu rúmi, og loftdælur látnar vera í stöðugum gangi. Mysan sýður þá við mjög lítinn hita, og eldsneyti þannig mjög mikið sparað. Fyrst um sinn verður mysuosta- gerðin ekki rekin í stórum stil, sökum örðuleika á hentugu elds- neyti. Mysan verður því að notast að miklu leyti til skepnufóðurs og manneldis. En eins og kunnugt er, hefir hún allmikið næringargildi. „Hægri menn^. Eitt höfuðeinkennið á hægri- mönnum í útlöndum er það, að þeir hafa barist gegn því með hnúum og hnefum að lögleiddur yrði almennur kosningarréttur. Sáu þeir fram á það — sem og er alstaðar komið á daginn — að frelsið og jafnréttið var hinn hættu- legasti þrándur í götu þeirra. Af- leiðingarnar af almennum kosn- ingarrétti urðu sem sé þær, að þeir mistu meiri hluta á þingum, þrátt fyrir margflóknar tilraunir að véla kosningarnar. Myndi það vera einhver and- legur skyldleiki sem því veldur að nú er verið að gera tilraun til þess að svifta fjölda manns í Reykjavík kosningarrétti, eins og vikið var að í síðasta blaði, í greininni: Deila um mannréttindi? Eða mun það vera einskær áhugi á því að fá úrskurð um lagaatriði? Skyldi það geta átt sér stað að »hvíta« hersveitin væri þegar búin að óhreinka skjöld sinn? • Dýrtíðin. »Nú eru góð ráð dýr«. Alstaðar þar, sem menn eru saman komnir berst dýrtíðin í tal. Öldur þess ósjóar er heimsstyrj- öldin hefir orsakað eru orðnar svo háar, orðnar svo geygvænlegar, að mörgum stendur ótti af. Sumir óttast að fleytan okkar íslendinga, muni líða meiri eða minni hnekki, og þing og stjórn hafa nú þegar reynt að stýra þjóð- arfleytunni eftir ókunnum og ó- reyndum leiðum, til að reyna að afstýra ágjöfum og strandi. Árið, sem nú er horfið í liðinn tíma, er mesta dýrtíðarárið í heimsófriðnum. Öldur ófriðarins urðu þá hæstar. Vörurnar, sem við bændur þurfum að kaupa í bú okkar hafa hækkað mjög mik- ið í verði, og mér telst svo til að verðhækkun þeirra muni vera um 200°/o. Hagstofan telur alla hækk- un 168°/o en þar í eru ýmsar vör- ur er við bændur notum eklci, og sé þeim slept, kemur hærri tala. Og ef ag ber saman reikning bús míns árið 1914 og 1917, þá hefir jafnt vörumagn 1917 kostað 220°/o meir en 1914. Þetta er eðlileg or- sök þess að vörurnar sem við kaupum mest, hafa hækkað mest, eins og t. d. rúgmjöl um 221/°o hveiti um 225°/o o. s. frv. Vörurn- ar sem við höfum að selja, borga aðkeyptu vörurnar með, hafa hækk- að mikið minna eða frá 68% upp í 110°/o og að meðaltali um 90°/o- Af búi sem að mestu er fjár og hrossabú hefir öll selda varan frá búinu hækkað um 101%, en á öðru búi sem nær því eingöngu er kúabú hefir hún ekki hækkað nema um 71%. Af þessu hefir leitt dýrtíð fyrir bændur. Búskapurinn hefir verið með langarðminsta móti nú í ár, og margir minni bændur berjast nú i bökkum, og eiga fult i fangi með að halda búinu við — láta það ekki ganga saman — og leggja þó sem minst í kostnað. Hvað sjávarútveginn snertir þá mun þetta ekki vera mjög ólíkt, en þó mun útlitið fyrir arð þar vera enn minna. Að visu mun verð sjávarafurða hafa hækkað meira en landafurða, en verð þess er til útgerðar þarf hefir aftur hækkað enn meira, og það svo gífurlega að kol nú eru meira en 900% dýrari en þau voru fyrir stríðið. Fjölskyldufeður er þurftu að kaupa þessar dýru vörur, urðu að fá hærra kaup en áður, svo þeir gætu lifað af því, og afleið- ingin varð sú að alt kaupgjald hækkaði. En þegar framleiðsian varð dýr- ari, en vörurnar sem framleiddar voru hækkuðu ekki að sama skapi, þá fóru framleiðendur að draga saman seglin, og takmarka fram- leiðsluna. Togararnir lögðust inn á höfn, en sumir voru seldir, og margir vélbátar stunduðu nú minna veið- ar en áður. Bændur óaði við hinu háa kaup- gjaldi er kaupafólk krafðist þegar kjötverð var alveg óvíst, og tóku þvi færra en áður. Afleiðingarnar af þessu eru nú að koma í Ijós, og verða þó til- finnanlegri á þessu ári ef ekki verður við gert. Fólk er að verða atvinnulaust. í kaupstöðunum og sjávarþorpunum heyrist alstaðar talað um atvinnuleysi, og víða um lausamenn til sveita, sem ekkert hafa að gera, heldur kaupa sér fæði — eta út sumarkaupið. — Sumt af þessu atvinnulausa fólki er eignalaust, og hefir ekkert til að lifa af þegar dagsatvinnan bregst. Einhleypur maður, sem eg þekki, vann sér inn í fyrra á ver- tíð um 1200 kr. á togara, en á nú ekki tvo aura, og varla fötin sem hann er í. Hefir því ekkert að lifa af nema það, sem hann getur unn- ið fyrir. Og vinni hann fyrir meira en fæði á dag, eyðir hann því á »Bíó« eða þvílikt á morgun. Sem betur fer eru það vonandi ekki margir, sem ekki hugsa meira um framtíðina en þelta, en til eru þeir þó nokkrir samt, sérstaklega í kaupstöðunum. Til að hjálpa þessu eigna og atvinnulausa fólki var ráðist í að taka lán, og láta landið vinna ýms verk, sem ekki þarf að vinna nú sem stendur, en einungis eru unnin tii að skapa atvinnu, ráðist í að veita bæjar- stjórnum lán, af lánsfé landssjóðs, í sama tilgangi, selja kol undir verði, og heimila auk þess dýr- tíðarlán til sveitarstjórna, sem svo geta Iánað þau einstökum mönn- um ef þeim þykir þörf. Verzlunina tók landsstjórnin að sér, bæði til þess að tryggja mat- vælabirgðir í landinu, og halda verðinu niðri, eða fyrirbyggja okur kaupmanna. Til þessa vantaði fé, og því varð líka að taka lán bæði til skipakaupa, og til þess að út- vega landsverzluninni veltufé. Als er því búið að taka 15 miljónir króna lán og um 2 miijónir voru af því teknar til þess að skapa með þeim atvinnu handa eigna- og atvinnulausu fólki. Það var eðlilegt að taka þyrfti lán, bæði til skipakaupanna og til þess að verzlunin ferigi starfsfé. Sem trygging fyrir því fé standa bæði skipin og vörubirgðirnar, og af þeim skuldum ætti landinu því ekki að standa nein hætta. En svo bezt er þó trygging í vörubirgðun- um, að gjaldþol landsmanna hald- ist. Minki fyamleiðslan, minkar gjaldþolið, en við það eru margir hræddir að gjaldþol þjóðarinnar muni nú minka, enda ber alt að % því, ef ekki verður algjör stefnu- breyting á þjóðarfleytunni. En ein- mitt vegna þessara lána, er það landinu lífsnauðsyn, að gjaldþol- inu sé haldið óskertu. Þó nauðsynlegt væri, að taka lán til vörukaupa og skipa, þá er alt öðru máli að gegna með það lán sem tekið er til þess að skapa með atvinnu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.