Tíminn - 23.02.1918, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.02.1918, Blaðsíða 2
34 TIMINN ræðir um brast vitsmuni til þess að vernda það fyrir dagsbirtunni og allra augum. Öndverðlega í þessari ritsmíð Landsins er það tekið fram, að takmark það sem beri að keppa til með verzlun Islands sé innifalið i þessum þrem atriðum: 1. að byrgja landið að útlendum nauðsynjum, og að gera það með hyggni og forsjálni, gera það með þekkingu; 2. að koma afurðum landsins í sem hæzt verð og 3. að afla veltufjár smám saman samskonar veltuQár og útlendir kaupmenn. hafa safnað hér, sem útheimtist til þess, að landið geti notið arðvænnar verzlunar í við- skiftum við útlönd. Þetta þrent er höf. sannfærður um að komist fyr og betur í fram- kvæmd með því að verzlunin sé í höndum kaupmanna heldur en kaupfélaga, og álitur þá um leið, að þau eigi að víkja fyrir kaup- mannaverzluninni. Sem betur fer, þarf eigi í þessu efni að láta fullyrðingar út í loftið, órökstuddar með öllu, koma í sannana stað, því í öllum þessum atriðum sem höf. telur upp, er mikil reynsla fengin. Reynsla sem honum virðist eigi hafa þótt þörf að taka til greina, en sem vel er þess verð að sé veitt athygli. Skal því sýnt hversu hún kemur heim við kenningar höfundarins. Er þá fyrsl að athuga hversu vel kaupmönnum hefir, með allri sinni hyggni og forsjálni, tekist að byrgja landið af nauðsynjum, sam- anborið við kaupfélögin. Nú 1 seinni tíð, síðan ófriðurinn tók fyrir alvöru að þrengja að verzlun landsins, hefir það þrá- sinnis komið fyrir, að tilfinnan- legur skortur hefir orðið á nauð- synjum í mörgum kauptúnum landsins, og varð að lokum eigi um annað að gera en að stjórnin tæki útvegun helztu nauðsynjavar- anna í sínar hendur. En það var ætíð segin saga, að vöruskorturinn kom fyrir í þeim kauptúnum þar sem almenningur hafði — illu heilli — treyst forsjá kaupmanna í útvegun nauðsynjanna og hvorki bundið fé sitt eða krafta í verzl- uninni. Kaupfélaganna vegna vár ekki ráðist I stofnun landsverzlun- arinnar, þvi þau hafa sem bezt komist af með eigin ramleik fram á þennan dag, og haít nægar vör- ur handa viðskiftamönnum sínum — og margoft líka hjálpað þeim sem hafa orðið að hverfa tóm- hentir frá forsjármönnum sínum, kaupmönnunum. Vel má vera, að Lands-höfund- urinn telji það til lægninnar og hyggindanna, að kaupmenn byrgi sig að eins af vörum þegar þeir hafa annaðhvort sterkar Iíkur eða vissu fyrir því, að geta selt þær með hagnaöi, og er slikt mjög i samræmi við aðfarir sumra kaup- manna undanfarið. Er þar djúp staðfest milli kaupmanna og kaup- félaga, þvi félögin hafa það hlut- verk að útvega meðlimum sinum þœr nauðsynjar sem þeir þurfa að nota, en láta brask og »spekulati- onir« algerlega eiga sig. Tel eg víst, að þeir sem nú undanfarið hafa setið innilokaðir í hafísnum algerlega vörulausir, muni fremur hallast að því að stefna kaupfé- Taganna sé í þessu atriði betri. Eg ætla ekki að þrátta við Lands-höf. um það, hvar meiri sé þekkingin um útvegun varanna. Sé hún kaupmanna megin, þá hefir þess hingað til hvorki gætt í vöruverði eða vörugœðum, Vænti eg þess líka, að öllum skynberandi mönnum sé það ljóst, að miklu meiri trygging sé fyrir þvi að vel takist með vöruvalið hjá kaupfé- lögunum, þar sem innkaup þeirra fara nær eingöngu fram undir um- sjón fárra en vel hæfra manna, (framkvæmdarstj. Sambands isl. samvinnufélaga og aðstoðarmanna hans). En kaupmenn fá sínar vör- ur sitt úr hverri áttinni, án nokk- urs skipulags eða viðleitni til fé- lagsskapar. Oft og einatt hjá fyrsta farandsala sem ber að garði hjá þeim. Þar sem höf. heldur fram, að kaupmönnum sé bezt trúandi til þess að koma afurðum landsmanna í gott verð, þá bendir það, sann- ast að segja, á helzt til smáa sóma- tilfinning — eða þá hraparlegt minnisleysi eða ókunnugleika. Fer- ill kaupmanna í þeirri grein er þannig vaxinn, að þeim- kæmi bezt að hann gleymdist. En nú mega þeir þakka höfundi að hann hefir verið rifjaður upp að nýju. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að alla þá tíð sem verzlun landsins var í höndum kaupmanna, var öll meðferð á íslenzkum út- flutningsvörum hin aumasta, enda fór verð þeirra og álit á hinum úllenda markaði þar eftir. Og öll sök þess hve vöruvöndun var úti- lokuð var kaupmanna, því þeir gerðu að jafnaði engan misinun á verði góðrar og illrar vöru, að minsta kosti eigi ef efnaður við- skiftamaður átti í hlut. Eru til margar og áreiðanlegar sagnir um það, hversu t. d. ullin var frá- munalega óvönduð og svikul hjá kaupmönnum meðan þeir voru einráðir með verzlun hennar. Lá jafnvel við að í henni kviknaði á útleiðinni vegna illrar þurkunar, og óhreinindin voru þar eftir. Og eigi var betur ástatt með útflutta kjötið, því það var margoft líkast því sem velt hefði verið í for og hverskyns óhreinindum áður en niður var saltað. Og þegar loks var hafist handa af framleiðend- unum og kaupfélögunum með vöru- vöndun, þá risu engir þar örðugri á móti en kaupmenn. Hafa þeir siðan margir hverjir á allan hátt reynt að fara í kringum og óhlýðn- ast hinum viðteknu lögum og regl- um um vörumat. Jafnvel dæmi þess, að þeir hafi flutt vörur burtu ómetnar af þeim stöðum sem þær voru lagðar inn, til annara, þar sem matsmenn voru kaupmannin- um þægri og geðfeldari. Því hefir verið mótmælt af kaup- mönnum að þeir hafi eigi átt þátt í vöndun á sjávarafurðum (það hefir alt að þessu enginn þeirra haft einurð til þess að nefna land- búnaðarvöruna fyr enn Lands-höf. reis upp!!) og vilja víst margir þeirra telja það sitt verk, að saltfiskur er kominn í gott gengi ytra. En það mun sannast i því máli, að framfarir í fiskverkun eru verk ein- stakra dugnaðarmanna úr hóp út- gerðarmanna en eigi kaupmanna. Gott dæmi þess hvað þeim hefir tekist vel með þá vörutegund, sem síðast var skipað á vörumat (lýsið) er það, að nú nýskeð var það upp- lýst á alþingi, að sala frítt um borð væri ómöguleg vegna svika á vörunni; mun eigi vera öðrum þar til að dreifa en kaupmönnum, því kaupfélög hafa alls eigi fengist við útflutning og sölu á lýsi. (Frh ). Einar Sigfússon frá Ærlœk. í »Bjarma« sem út kom núna í vikunni er grein eftir Davíð Öst- lund, sem mörgum er kunnur af dvöl sinni hér. Dvelst hann nú í Vesturheimi, og greinin er um við- gang bannmálsins í Bandaríkjun- um. Er hér um hina áreiðanleg- ustu heimild að ræða, og er fylsta ásteeða til þess að efni grein- arinnar verði sem flestum kunnugt. Verður hér getið nokkurra höfuð- atriða. 1. Eitt af hinum merkustu tíma- ritum i Bandaríkjunum gerði fyrir- spurn um það til helztu blaðanna í öllum þeim ríkjum sem hafa haft bannlög i gildi eitt ár eða fleiri, hvernig bannlögin hafi reynst. Eru svörin mjög samhljóða um það, að þau hafi alstaðar orðið til góðs. Glæpir og lagabrot hafi stórum minkað. Fangelsi og geðveikrahæli fái langtum færri ibúa en áður. Bankainneignir manna hafi aukist gríðarlega, almenn verzlun sömu- leiðis o. s. frv. 2. Bannrikjunum er alt af að fjölga. Árið 1913 voru þau átta. Nú eru þau 27. Síðustu árin fjölg- ar þeim örast. Ríkin eru alls 48, þó nokkuð meira en helmingur þeirra er því orðinn »þur«. Auk ríkjabannanna eru víða héraða- bönn. Af 2543 héruðum í Banda- ríkjunum leyfa að eins 355 áfengis- verzlun. — Þetta dæmalausa aukna fylgi bannmálsins í Bandaríkjun- um, er rothögg á fullyrðingar and- banninga, um að bannlögin reyn- ist hvarvetna illa. 3. Til ársins 1917 var fullkomið aðflutningsbann ekki leyft í neinu riki í Bandaríkjunum. Það var litið svo á að einstök ríki hefðu ekki vald til þess að banna mönnum að panta áfengi til persónulegrar notkunar. Bönnin náðu því ein- ungis til tilbúnings, sölu og veit- ingar áfengis. — Mikill ágreiningur var um það hvort þetta væri rétt- ur skilningur, og undu bannmenn þessu illa. Því að í skjóli þessa kom ávalt nokkuð áfengi inn í bannríkin og gerði þetta alt eftir- lit miklu erfiðara. — Nú hefir hæzti réttur Bandaríkjanna skorið úr þrætunni. Var sá úrskurður á þá leið að það kæmi ekki í bága við grundvallarlög Bandaríkjanna, að einstök ríki kæmu á fullkomnu aðflutningsbanni. Er þetta lang- stærsti sigur sem bannmenn hafa unnið í Bandaríkjunum. 4. Fáum dögum eftir að úrskurð- ur hæztaréttar var kveðinn upp, samþykti allsherjar þing Bandaríkj- anna lög sem mæla svo fyrir. að öll ríki sem áður höfðu tilbúnings og sölubann, skuli nú hafa full- komið aðflutningsbann á áfengi. Það er því svo komið nú, að meir en helmingur ríkjanna i Bandaríkj- unum hefir l lögum fullkomið að- flntningsbann á áfengi. Lögin ná enn fremur til þeirra rikjahluta sem áður eru nefndir. Einungis 355 héruð af 2543 eru því nú til í Bandaríkjunum, sem leyfa inn- flutning áfengis. — Lögin banna enn fremur að flytja inn í »þur« ríki eða »þur héruð« blöð, smárit, eða nokkurt prentmál sem inni- heldur auglýsingar um áfenga drykki. 5. Sá sem brýtur lögin er sekur um 1000 dollara (3700 kr.) sekt, eða fangelsi í 6 mánuði, eða hvort- tveggja. Og allsherjarstjórn Banda- ríkjanna gengur ríkt eftir því að lögunum sé hlýtt. 6. Síðan Bandaríkin gengu í stríð- ið rignir niður úr öllum áttum, áskorunum í hundruðþúsunda-tali, til forseta og allsherjarþings, um að banna með lögum allan tilbún- ing og sölu áfengra drykkja meðan á striðinu stendur. 7. Þegar greinin er skrifuð (10. júlí 1917) hefir allsherjarþing tekið þá ákvörðun sem gert er ráð fyrir að verði að lögum næstu daga, að allur tilbúningur á »Whishy« skuli bannaður meðan á stríðinu stend- ur, og að þær »a!kohol« birgðir sem til eru í landinu skulu keypt- ar af stjórninni og breytt í brenslu- »spritt«. 8. Loks er nú öllum hermönn- um, bæði í flotanum og landhern- um, algerlega bönnuð áfengisnautn. Heiðnr8gjöf. Síðastliðinn sunnu- dag voru sfra Bjarna Jónssyni dómkirkjupresti færðar heim heið- ursgjafir og voru: vandað skrif- borð úr »mahogni«, 300 kr. í pen- inguin og skrautritað ávarp með nöfnum allra gefendanna. Gefendur voru Norðurlandabúar búsettir í Reykjavík. Gjafirnar þakklætisvottur til síra Bjarna fyrir starf hans fyrir gefendur, messur á dönsku í kirkjunni o. fl. Sklp sem flutti kol til »Kol og Salt«, strandaði við Þorlákshöfn og brotnaði i spón. Tveir menn komust af, en fjórir fórust. 'W6C2S*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.