Tíminn - 23.02.1918, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.02.1918, Blaðsíða 8
40 TÍMINN ráð fyrir slíku. En útlendingunum sem vörurnar selja til íslands í báðum þessiim tilfellum, kemur alveg fyrir sama hvort borgunin, hvor hálfa miljónin um sig, er veltu- fé heildsala eða lánsfé úr banka. Sem sé: Verzlunarágóðinn hefir í báðum tilfellunum bjargast inn í landið. Verða nú vörur heildsalans ó- dýrari vörum heildsölu kaupfélag- anna þegar til þess kemur að selja. Heildsalan hefir orðið að gjalda bankanum útlánsvexti frá því kaup- in fóru fram, en heildsalinn með veltuféð hlaut að reikna sjálfum sér a. m. k. innlánsvexti af sínu fé, að öðrum kosti væri það beinn gróðavegur fyrir hann að verzla alls ekki, heldur halda að sér höndum og láta féð vera á vöxt- urh í banka. Eg geri nú að vísu ekki ráð fyrir því að til sé neinn sá stór- kaupmaður, sem sé svo lítill kaup- maður að reikna sér minna en venjulega bankavexti af veltufé sínu, en þó maður gerði nú þá undantekning að þessu sinni, að setja sem svo, þá hefir þjóðin samt engu tapað, þótt Landið haldi því fram, verðmismunurinn á vörunum sem við það yrði væri þá í þessu tilfelli gróði bankanna. En reyndin mun nú vera sú, þegar til veruleikans kasta kemur, að heildsalar með eigið veltufé leggi stund á þennan atvinnuveg fyrir þá sök að hann gefi þeim hærri vexti af höfuðstólnum en önnur fyrirtæki, hvað þá bankar. Þarf ekki að nefna nein dæmi þess hér að þessu sinni, það hefir verið gert áður. En hér verða enda- skifti á sannleikanum í þessu máli hjá Landinu. Það gleymir að gera sér grein fyrir því, að okurrentur milliliðanna, hvort sem það er af eigin veltufé eða lánsfé úr bönk- um (sem lang algengast er), gerir það að þjóðarnauðsyn að kaup- félögin séu til, að þau standi sem flest i öflugu sambandi, er hafi síðan sína eigin heildsölu og þessi heildsala velti svo miklum vöru- birgðum inn í landið að það verði þær sem setji svip á vöruverðið í landinu. Landið veit það, þótt það af einhverjum ástæðum vilji ekki segja það, að heildsalar og smákaup- menn róa alstaðar að því öllum árum að fá sem hæzta vexti af veltufé sínu, og bezt af öllu veit það, að þessu er svona varið hér í okkar landi. Og Landið veit það líka hverjir það eru sem háu vext- ina verða að gjalda, ' það veit, að það eru neytendurnir. Og ekki kemur mér í hug að Landinu sé það ekki ennfremur Ijóst, að þessu er alt annan veg farið um kaup- félögin, að þar lendir gróðinn af verzluninni að lokum hjá einstak- lingunum sem við ér verzlað. Og enn veit eg að þessu sama mál- gagni muni það ekki ókunnugt, hvílíku óhemju fé kaupfélögin hafa aftrað frá því að renna fyrir engan hlut úr vasa almennings í kistu- handraða milliliðanna með því að halda verði niðri á aðfluttri vöru og uppi á útflutningsvöru. Er nú óbeinlínis sagður hver munurinn er á því fyrir einstak- linginn að skifta við kaupmann og kaupfélag, en beinlínis er munur- inn sá, að kaupfélagið verzlar með hag kaupfélagsmannsins fyrir aug- um en kaupmaðurinn með sinn eigin hag fyrir augum. }xí uilonðum. Það varð minna úr friðnum en áhorfðist um eitt skeið. Þegar til kom varð ekkert úr friðarsamning- um Þjóðverja og Maximalista. Þeir slitu fundi og fór hver heim til sín. Eftir síðustu fréttum að dæma eru þeir nú að taka til vopna af nýju, þótt til oruslu hafi eigi enn dregið, svo að frést hafi. Finnar hafa beðið Þjóðverja Um hjálp, til þess að sporna við yfir- gangi Maximalista þar í landi, sem fara með báli og brandi yfir land- ið, eyðileggja alt sem fyrir verður, ræna og rupla öllu steini léttara og myrða saklausa borgara. En íhlutun Svía hafa Finnar hafnað. Misklíð er nokkur hafin milli Auturríkismanna og Þjóðverja. Vilja Austurríkismenn um fram alt kom- ast að friði við Bandamenn, nú þegar, og óvíst talið að þeir vilji fleiri orustur hefja með Þjóðverjum við Rússa. í Belgíu hafa óeirðir miklar orð- ið og blóðsúthellingar vegna þess, að Þjóðverjar hafa varpað nokkr- um þarlands-dómurum í fangelsi. Á vesturvigstöðvunum hafa Frakkar sótt nokkuð fram á ein- um stað, og standa þar nú miklar orustur þessa dagana, en fremur tíðinda lítið hefir þar verið siðustu vikurnar, sakir óhagstæðrar veður- áttu. Síðastliðna viku söktu þýzkir neðansjávarbátar 17 stórskipum brezkum og 4 smáum, ásamt nokk- urum fiskiskipum. Til kaupenda Heimilisblaðsins. JFT'réttir. Tíðin. Versta ótíð og illviðri voru fyrri hluta vikunnar. Afspyrnurok sinn daginn hvorn af suðvestri og austri. Úrkoma mjög mikil suma daga, fyrst óvanalega mikill snjór og síðan ausandi rigning. Síma- bilun varð töluverð í Mosfellssveit, milli 20—30 símastaurar brotnuðu þar, milli Grafarholts og Hamra- hlíðar. . Af sérstökum ástæðum verður febrúarblað Heimilisblaðsins ekki sent fyr en með marzpóstum. Látin. Aðfaranótt miðvikudags andaðist frú Anna Claessen síðari kona V. Claessens landsféhirðis. Hafði hún lengi legið mjög veik, en banameinið var heilablóðfall. Frú Anna Claessen var þjóðkunn heiðurs og sæmdarkona. Strandferðir 1918. Aætlun er komin út fyrir »SterIing«, strand- ferðaskip landssjóðs, fyrir árið 1918. Eiga ferðirnar að hefjast 1. apríl og hætta 30. nóv. Eru þær 10 alls, hringferðir. Fimm vesturum og fimm austurum, til skiftis. Við- komustaðir eru alls nálega 50, en að sjálfsögðu verður sjaldnast eða aldrei komið við á öllum, og fer eftir flutningsþörf og fjölda far- þega. Upp úr strandferð í maí og október er gert ráð fyrir að skipið fari til Akraness og Borgarness og þaðan aftur til Reykjavíkur ef fært þykir. Áætlunin kemur svo fyrir sjónir, sem henni sé mjög hagan- lega fyrir komið. Skipaferðir. Willemoes komst austur fyrir Langanes heilu og höldnu er rejmt var í annað sinn og er nú á leiðinni suður. — Botnía kom til Kaupmanhahafn- ar 11. þ. m. og er gert ráð fyrir að hún komi hingað um miðjan marzmánuð. — Gullfoss, ís- landog Francis Hyde eru á leiðinni frá Vesturheimi. Francis Hyde flytur sementsfarm. — Sterl- ing er í aðgerð í Kaupmannahöfn en ekki gert ráð fyrir mikilli töf af því. Ritstjóri: Tryggvl Þórhollsson Laufási. Sími 91. Prentsmiöjan Gutenberg. Amarylli8. Þú þarft svo sem ekki að spyrja að því, að á heimleiðinni fór eg villur vegar, og hefði eg ekki af tilviljun rekist á bónda einn, þá hefði eg orðið að liggja úti um nóttina. Myrkrið var að skella á þegar eg kom heim og hitti fyrir það sem eg átti enga von á: nafnspjald hr. Anastasios með á- ritun um að hann hefði nú öðru sinni komið að tómum kofunum þegar hann hafi ætlað að heim- sækja mig, hinsvegar vænti hann þess að hitta mig við kirkju sína með morgninum. Ágætt, hugsaði eg með mér, þá get eg kvatt, og annað kvöld sagt skilið við skóg- ana, fjöllin og hinar móðguðu dísir. Eg hafði tekið mína á- kvörðun og kendi nú einskonar hugrekkis fyrir bragðið. Eg borðaði nú með hinni beztu list, og sagði ösköp blátt áfram við ráðsmanninn, að nú ætlaði eg að leggja af stað heim á morg- un. Hann sperti upp smágerðu augun og leit á mig eins og hann heiði ekki heyrt hvað eg sagði. Eg skíröi honum frá að eg hefði allmikilsverðum erindum að gegna fyrir frænda minn inni í þorpinu. Skiljanlega lét hann falla orð um það að sér þætti fyrir að eg skyldi vera að fara. Um nóttina svaf eg ágætlega og án allra drauma, vaknaði snemma, lét niður í ferða- skrinuna og bjó alt undir burt- förina. Ráðsmanninn bað eg að hafa hestana tilbúna undir kvöldið. Eg fór gangandi til kirkjunnar eða bænabússins, sem réttara væri að nefna. Það var lítið, snoturt, hvítmálað hús, mjög skreytt innan. Að utan líktist það litlum bóndabæ, að öðru en því, að á þakinu var kross og siman- dron1) á gaflinum. Inni var fult af sveitastúlkum í hátíðabúningi; meðal þeirra var Amaryllis og hlýddi á guðsþjónustuna. Karl- mennirnir voru úti fyrir dyrun- um, af þvi eigi var rúm fyrir þá 1) í grískum kirkjum sem ekki hafa klukkur, eru notaðar stórar málm- þynnur sem hanga fyrir kirkjudyrum, og er kvatt til guðsþjónustu með því að slá á þær með tréhamri. Pynnur þessar heita simandron. inni; Anastasios sat þar á tréstól og hafði tekið ofan. Eg heilsaði honum og skiftumst við á nokkr- um orðum í lágum hljóðum. Það var sem Amaryllis hefði heyrt til mín, hún leit við og heilsaði mér með því að kinka kolli; annars hélt hún áfram þátttöku sinni í guðsþjónustunni. Þú veist nú að eg er nú ekki sérlega guðrækinn, en hvað sem því líður, þá hafði þessi kyrð sem þarna ríkti, og sem er svo ólík því sem á sér stað hér í okkar kirkjum, þessi barnslega trú sem lýsti sér svo greinilega i andlitum áheyrendanna, náttúru- fegurð umhverfisins, og jafnvel sjálft sálarástandið sem eg var í, þau áhrif á mig, að eg fylgdist með í guðsþjónustunni þarna með sama áhuga og ánægju eins og forðum þegar eg var lítill drengur og las fagnaðarerindið í okkar eigin kirkju. Guðsþjónustunni var lokið, bændurnir neyttu vigða brauðs- ins1) og loks kom Amaryllis út, síðust af öllum. Úti gaf hún sig á tal við bændakonurnar, gerði gælur við börnin, sem öll þyrft- ust utan um hana, líkast og dúf- urnar í fyrradag. Hugsaðu þér undrun mína og fátið sem kom á mig þegar eg sá hana koma hlægjandi á móti mér og rétta mér höndina með þessum lika innileik. Það var ekki vottur af gremju eða kala í augnaráði hennar, ekki minsti skuggi af langrækni, heldur var það eins og heiður vorhiminn. »Góðan daginn«, sagði hún. »Hvernig lýst yður á litlu kirkj- una mina? Mér þykir vænt um hana, og hefi sjálf ráðið lögun hennar. Komið þér inn. Hvers- vegna eruð þér að halda yður afsíðis eins og þér væruð bann- færður?« Það lá við að hún leiddi mig undir hönd inn í kirkjuna til 1) Brauð, vætt í víni, sem siður er á Grikklandi að kirkjugestirnir neyti við útganginn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.