Alþýðublaðið - 12.05.1927, Síða 3

Alþýðublaðið - 12.05.1927, Síða 3
ALKÝÐUBLA3I© 3 Reykið Marsmann’s vindla. Supremo, Maravilla, E1 Arte, Scott, Epoca, King, Cobden, Miranda, Alt eru petta gailir og gððir bunningjar. Grasavatn j \ er nýjasti og bezti i Kaldár-drykknrinn. Brjóstsyfeursgerðin NÓI Sími 444. Smiðjustíg 11. anna vöktu óvanalega atkiygli; þa'ð var glæsi-, styrkleika- og festu- bragux á æfinguxn í>eirra. Áhorf- endur létu oft álit sitt á hinum vel heppnuöu æfingum í ljós með dynjandi lófataki. Á eftir sýning- «nni var skemtileg veizla haldin og danzleikur. I dag fara flokk- nrnir að skoða Hansa Bryggeri og’ í hifreiðaför í umhverfi Björg- vinjar. „Aftenbladet“ hefir boð- ið upp á árbít á Flöien (Fleygur, fjall ofan við borgina), en í kvöld er flokkunum boðið í leikhúsið. Héðan fara {>eir kl. 10 til Hauga- sunds. Allir fararþátttakendur eru vel frískir og kátir og láta hið bezta yfir sér. Bertelsen. Khöfn, FB., 11- maí. Duugesser hefir ekki skilað sér. Frá New-York-borg er símað: Talið er vafasamt, að það hafi verið flugvél Dungessers, sem Bást til frá Nýfundnalandi. Flug- vélar og herskip leita flugmanns- ins beggja megin Atlantshafs. Tal- ið er liklegt, að honum hafi hlekkst á og hann beðið bana. Einá vonin ér, að honum kynni að hafa verið bjargað af skipi, S'em engin loftskeytatæki hefir og því ekld getað sagt frá björgun hans enn. Aftnr tjón í Bandarikjunum af vðldnm náttúrunnar. Frá Washington er símað: Hvirfilbylur befir geisnð am mið- bik Bandaríkjanna og orðið 200 mönnum að bana. Norðurherinn kínverski signr ó. Frá Shanghai er símað: Eftir langa hvíld eru bard'agar byrjað- ir aftur milli hermanna Suður- Kína og Norður-Kína. Norðurher- ,inn vinnur á. Menn búast við, að stjórnin í Hankau muni bráð- lega falia vegna fjárskorts og sundurlyndis. lemlend tíðindi. « — Vestmannaeyjum, FB., 12. maí. Lokadagnr vetrarvertíðar í gær, vertíðin rýr, enda sumrr hættir nokkra fyrir lok. Afli mikið minni en undan farin ár. Nokkrir bátar á förum héðan til Sandgerðis. — Heilsu- far heldur batnandi. „Kikhóstinn“ að verða búinn að kalla. Sandgerði, FB., 11. maí. Aflabrögð. Undanfarið ágætur afli, frá 300 pottum lifrar í róðri og upp í 400. Fiskurinn hefir verið mjög lifraxlítill og því ekki að marka lifrartöluna; aflinn hefir verið þetta 7—16 skpd. í róðri. En nú er hann heldur að tregðast og farinn að vera ýsuborinn. Vetrar- vertíð endar í dag og vorvertíð að byrja. Eru sjómenn að búast í útilegu. — Heilsufar dágott samt nokkur kvefpest. „Kikhósti" í rénun. Mannæíur. Fyrir skömmu var myrtur kaupmaður í Tjekkóslóvakíu í borginni Moldava. Bárust böndin um illvirkið að flökkulýðsflokki (zigeunum), sem hafði bækistöð sína þar. Játaði ílokkurinn um síðir á sig þennan og fleiri sams konar glæpi, og kom um leið á daginn, að morðin höfðu verið framin til að geta haft kjöt hinna myrtu til matar. Um dagiiam og tregimm. Næturlæknir er í nótt Gnðmundur Guðfinns- son, Hverfisgötu 35, Bími 1758. Þenna dag árið 1820 fæddist hjúkrunarkon- an fræga Florence Nighthingale. Hið þekta fraoska Alklæði og Scheviot í Karlmanna-, Kvenna- og Drengja-iatnaði nýkomið í Austurstræti 1. Isf* €1. GuiBiilaiflgssou & Gold-Dust ftvottaefni og GoSd-Dust skúriduft Vann hún mjög að endurbótum á sjúkrahjúkrun. Einnig fæddist þenna dag árið 1825 séra Jón Þorleifsson skáld. Aðalfundur Sambands íslenzkra samviimu- Iaga stendur yfir þessa dagana. Var hann settur á mánudaginn, og hefir sótt hann 41 fulltrúi frá 33 félögum. ’ ) Mannalát. Þann 10. J>- ui. andaðist í Landakotsspítala Matthías Jóns- son, Hieronymussonar, sjómaður. Hann var ungur maður, en hafði þó átt við erfiðan sjúkdóm og 'þunga legu að búa. Var hann mjög efnilegur maður og einkar vinsæll, og þykir vinum hans, sem vonlegt er, mikill söknuður að honum. Hann lætur eftir sig konu, Ólöfu Einarsdóttur, og for- eldra. Matthías heitinn var félagi í Sjómannafélagi Reykjavíkur. Sigurður Birkis heldur söngskemtun annað kvöld (föstudag) kl. 7Vz í Nýja Bíó. Lætur hann þá í fyrsta sinni til sín heyra aftur éftir ítalíuför- ina, en hana fór hann, svo sem áður hefir verið frá sagt hér í blaðinu, til að afla sér hinnar beztu fáanlegu kenslu í söng. Á söng- skrá hans annað kvöld verða ís- lenzk og ítölsk lög og aríur. Til leiðbeiningar leið. Útlit: Allhvöss suðlæg átt á SuðvesturlandL austan Reykja- ness og vaxandi í dag hér og á Vesturlandi og verður allhvöss í nótt. Regn í ídag á Suðvesturlandi og hér og vestra með kvöldinu. Hægviðri á Norðurlandi. Prófi við stýrimannaskólann luku þessir menn 28. f. m.: Farmannaprófi: Barði Barðason, Siglufirði, 160 st. Grímur Þorkelsson, Rvík, 155 — Stefán O. Björnsson, Laufási, Eyjafirði 138 st. Hæsta einkunn við þetta próf er 184 stig, en lágmark 92. Fiskimannapröf tóku með þess- um stigafjölda: Annelius B. Jónss., Keflavík, 87 st„ Bjartmar Pálmason, Norðf. 116 —, Bjarni Guðmundsson, Rvík, 82 —, Elías Guðmundss., ísafirði, 101 —, Eyþör Hallsson, Hofsósi, 92 —, Georg Guðm.ss., Önundarf. 112 —, Guðm. Þórarinsson, Rvík, 77 —, Halld. Ingimars’s. Hnífsdal, 111 —, Hallfr. Guðm., Barðastrs., 101 —, Jón J. Ármannsson, Rvík, 97 —, Jón R. Sæmundss., Isafirði, 80 —-, Kristinn Stefánss., Eskif., 115 —, Konráð Gíslason, Hafnarf., 106 —, Pétur Ingimundarson, Rvík, 92 —, Stefán Björnss., Rangárvs., 112 —, Þórður Þorsteinss., N.-Isafs. 71 —, Þórður Þ. Guðm.ss., Rvík, 95 —. Hæsta einkunn við þetta próf er 136 stig, en lægsta 68 stig. Fjórir gengu frá prófi. Á föstudaginn, 13. maí, frá' kl. ú/a, verða seld og slcrautiituð fermingar-heillaóskaskeyti og bókakort uppi á Lofti í skrifstofu Einars kaupmanns Þorgilssonar í Hafnarfiröi. Meistaraprófi í íslenzkum fræðum ltiku við háskólann núna i vikunni SígUTð- ur Skúlason og Þorkell Jþhann- esson. Veðrið. Hiti 9—3 stig. Víðast hægt veð- ur; þó hvassviðri á Raufarhöfn og stinningskatdi í Vestm.eyjum. Víð- ast þurt veður. Lof ivægislægð yf- ir Suður-Grænlandi á norðaustur- Tímaritin. Vorhefti. „Eimreiðarinnar“ og „Iðunnar" eru komin út fyrir nokkru. í „Eimreiðimii" eru m. a. auk yfirlitsgreinar, „Við þjóð- veginn“, eftir ritstjórann, saga eft- ir Guðm. G. Hagalín: „Hún var svo rík, hún Laufey", „Leikhús nútímans" eftir Harald Björnsson leikara, „Kvæði“ eftir Jakob Thor- arensen og „Hugleiðingar um ‘skáldskap“ eftir Ja ob J. Smára. Heftið er eitthvert hið bezta nú um hríð. — í „Iðunni" er m. a. ritgerð um Jón A. Hjaltalín skóla- stjóra eftir Hallgrím Hal'gríms- son, „Andinn frá Worms og ör- lög hans“ eftir séra Gunnar Bene- diktsson, æfintýri eftir Öscar

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.