Tíminn - 14.12.1918, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.12.1918, Blaðsíða 2
246 TIMINN anlegu samþykki hlutaðeigandi framleiðenda. Þarf ekki að því orðum að eyða, því um það eru allir sammála, að tjónið á að bæta. Hitt er álita- mál, hvort þetta er hin rétta aðferð. Væru allir bændur í samvinnu- félögum, færi hvorttveggja saman, að hægt væri að ná þessu fé öllu fyrirhafnarlítið, með einföldum fundasamþyktum, enda kæmi þá jafnt niður á alla kjöframleiðendur. En nú er svo ekki og afstaða margra kjötkaupmanna er sú, að þeim er það lítt eða ókleyft að taka þetta gjald eftir á. Má a. m. k. segja það um alt það kjöt sem keypt er á markaði og borgað út í hönd. Til þess er ómögulegt að ná. Og mjög víða mun samband kaupmanns og bónda vera með þeim hætti, að þessu verði alls ekki komið við. Afleiðingin virðist munu verða sú, að þetta gjald lendi sem ein- göngu á samvinnumönnum í land- inu. Af því að þeir halda uppi þjóðnýtum félagsskap fá þeir þetta gjald á sig. Af því að hinir eru utanvið — en hafa eigi að síður gagn af félagsskapnum — sleppa þeir við gjaldið. Er þetta ekki sagt vegna þess að horft sé i þetta gjald, því að það er sáralítið, heldur vegna hins að þetta kemur mjög ójafnlega niður. Og mun það nægja — hver veit hvað mikið þarf að bæta — fari svo að töluverður hluti gjalds- ins gelst ekki. Annars atriðis ber að geta og ber að sama brunni, að þessi leið sé ekki heppilcg. Tilætlunin er að bændur beri gjaldið og sem jafnast að sjálfsögðu. En bændur í og kringum Reykja- Tík sleppa alveg. Afurðir þeirra eru mestmegnis mjólk, en ekki kjöt. Þá má bera saman þau héruð, þar sem afurðir bænda eru sem eingöngu kjöt og hin, þar sem tekjurnar eru hlutfallslega allmiklar af hrossasölu. Kemur gjaldið mis- jafnt niður á þau. Virtist hægurinn hjá að jafna þetta með því að leggja svipað hlutfallsgjald á selda mjólk og seld hross í ár. Mjolkurfélag Reykja- víkur ræður yfir nálega allri seldri mjólk í Reykjavík. Það mun ekki vera búið að borga út hestaverðið að fullu. Það er eingöngu aðferðin við þessa fjársöfnun sem hér er fund- ið að. Rétt er altaf rétt, þótt um litlar upphæðir sé að ræða. Og verði ekki aðhafst um að gera grundvöllinn réttari hallast Timinn að því að þessi fjársöfn- un ætti að falla niður, og bæta tjónið af almannafé. Og er hitt þó rétt hugsun að bændur taki þetta sérstaklega á sitt bak — yrði því réttlátlega fyrir komið. 17 ínanns hafa dáið úr drepsótt- inní á Vífilsstöðum og er það ærið mikið. En nú er veikin sögð þar i rénun. Fóðurbirgðafélag. Eftir Jakob Líndal á Lækjamóli. Síðastliðinn vetur mun verða talinn í flokki hinna hörðu vetra. Ráðríkur harðstjóri var hann við- ast um land, meðan nafnið helg- aði honum völdin, en vægði líka viðstöðulaust er sumarið með komu sinni heimtaði sinn rétt. Vafalaust mundi slikur vetur hafa orsakað tilfinnanlegan peningsfellir fyrir nokkrum áratugum, en nú stóðust hann flestir, án þess að fella eða verða fyrir verulegu tapi vegna fóðurskorts. Bendir þetta meðal annars á verulega framför í ásetn- ingi alment. Stuðlar eflaust að því vaxandi menning í landinu, af- skifti hins öpinbera og ræður og rit einstakra manna um tryggan ásetning. En samt sem áður, spyrj- um við í einlægni og viljum fá afdráttarlaust svar, þá verður það þetta: Með núverandi ásetningi get- ur jóðurskortur og fellir með óllum sinum voða afleiðingum dunið yfir þetta land eða einstaka hluta þess hvenœr sem vera skal. Þar til má að eins benda á, að varla kemur svo góður vetur, eða vor, að ekki séu fleiri eða færri tæpt staddir með fóður víða um land. Og enn fremur. Þótt svo ætti að heita að vér stæðumst eldraun siðasta vetrar, þá mun þó mörgum verða lengi minnistætt á- standið um síðustu sumarmál. óttinn var almennur. Næst guði ákölluðu menn lándstjórnina um síldarmjöl til bjargar. Heyin voru á þrotum víða, jafn vel á vissum svæðum fellirinn óumflýjanlegur innan fárra daga. Aðrir drógust viku eða hálfan mánuð, hinir birg- ari höfðu ef til vill þriggia vikna forða. Og um krossmessu mundi það skarð höggvið í mörgum syeit- um, að lengi mundu þess menjar eftir, ef harðindin hefðu haldist svo lengi, hvað þá lengur, sem oft vill verða, er ísrek er fyrir landi langt fram á sumar. Hér bjargaði því forsjónin, en ekki forsjá mann- anna. , Þrátt fyrir aukinn áhuga og um- bætur í ásetningi verður því reynsl- an sú, að oss vantar enn allmikið til þess að hafa allan . búpening vorn trggðan fgrir felli og fóður- skorti hvernig sem árar. Þetta er þó markið er vér þurf- um að setja oss. Takmark er vér þurfum að ná sem fyrst, sem fjár- hagslega sjálfstæð menningarþjóð. Þetta munu einnig nú orðið flestir viðurkenna, álíta það rétt- mætt og eftirsóknarvert. En efnd- irnar verða mörgum erfiðar í fram- kvæmdinni. Hér kemur svo margt til greina sem striðir á móti og örðugt er að • yfirstiga. Örðugur efnahagur sumra.Þeim finst sér nauðugur einn kostur að setja djarft á. Eðlisfar annara. Þeim er örygðin altof óbrotin. Vogun vinnur og vogun tapar. Það er aðdráttarafl og ánægja. Sumir hafa erfiða aðstöðu, rýrar slægjur en útbeit góða í flestum vetrum, en »bregðast krosstré sem önnur tré«. Og loks eru ný vandræði að skapast, kaupkröfurnar og fólks- leysið, sem sumum leyfir lítið meira en hálfan heyskáp saman- borið við það, sem bújörðin ber og búið þarfnast. Til þess að sigrast á öllu þessu, þarf einbeittan vilja, meiri sjálfs- afneitun og þrek en margur held- ur, er aldrei hefir á þann vettvang komið. Þótt mörgum framsýnum fyrir- hyggjumanni hafi tekist þetta af sjálfsdáðum og hafi myndað sér forðabyrgðir sem flest standast, nema ef til vill bænir nágrannana, þá mun þó enn verða þess langt að bíða að svo verði um allan fjöldann. En það sem einstaklingurinn ekki megnar, megna oft margir í sameiningu. Hér getur góður félags- skapur komið að liði eins og svo víða annarstaðar. Það þarf að komast á fóður- birgðafélagsskapur í sveitum. Hann á að geta létt undir með efna- minni bændum til þess að afla sér fóðurtryggingar, dregið úr eðl- ishvöt »lotterímanna« til þess að voga, sætt menn við sameiginlega fækkun, er svo ber undir, og greitt fyrir um innkaup á aðkeyptu fóðri fyrir þá sem rýrar slægjur hafa og í grasleysis árum. Félagsskapur þessi gæti vefið með ýmsu sniði. En bezt teldi eg þar eiga við sam- vinnufélagshugmyndina, og á þeim grundvelli var hugmynd þessari fyrst hreift á aðalfundi Ræktunar- félags Norðurlands 1916 og tillaga þess efnis samþykt frá skólam. Stefáni Stefánssyni. Sama ár ritaði undirritaður nokkrar skýringar um máliiL í Ársriti Ræktunarfélags Norðurlands og skal ekki endur- tekið hér það sem þar er sagt um tilgang þessa félagsskapar og fyrir- komulag. En til gleggri skýringar í sem stytstu máli, set eg hér i laga- formi aðal ákvæðin, er eg álít að félagsskapur þessi þurfi við að styðjast. Fer eg þar eftir lög- um Fóðurbirgðafélags Þorkelshóls- hrepps í Víðidal, sem nú er ný stofnað. 1. Tilgangur félagsins er samvinna og sambjálp um tryggan á- setning og góða meðferð á bú- peningi. 2. Félagi getur hver sá orðið sem búpening hefir undin hönduffl, undirskrifar og undirgengst fé- lagslögin í öllum greinum. 3. Lágmark fóðurbirgða að haust- inu af góðu heyi eða tilsvar- andi af öðrum fóðurefnum skal vera: Fyrir kýr 40 hestar af töðu eða nautgæft hey eftir mati, fyrir geldneyti 15—30 hestar af töðu eða nautgæfu heyi eftir mati, fyrir ær og lömb 2J/2 hest- ur af góðu heyi (matið), fyrir hrúfa 6 hestar af góðu heyi (matið), fyrir folöld 6 hest- ar af góðu heyi (matið), fyrir tryppi vetrarg. til 3 v. 6—8 heslar af góðu heyi (matið), fyrir fullorðin hross 5—7 hest ar af góðu heyi (matið), fyrir brúkunarhross, haust eða vetur,, 10—20 hestar af góðu heyi (matið). Ásetningur er allur eftir matí og skulu 2 teningsálnir af vei signu sinulausu og smáu heyi í tótt teljast forðamáls eining eða hestur, en hlutfallslega meira af lausara og lakara heyi eftir því sem sanngjarnast verð- ur talið af forðagæslumönnum. 4. Félagið velur 2 menn til þesa að framkvæma hinar lögboðnn ásetnings og búpeningsskoðanir er fram fari. 1. Ásetningur að Gestur Einarsson á Hæli. Hin síðustu ár hefir óvenju mik- ið sópað að einum ungum sunn- lenzkum bónda. Kringum hann •voru alt af einhverjar nýungar á ferðinni. Stundum hafði hann gert meiri jarðarbætur enn nokkur ann- ar, efnt til pólitískra hreifinga, gef- ið út blað í höfuðstaðnum, en átt sjálfur heima langt uppi i sveit, framkvæmt stórfelda sölu af ein- hverju tagi o. s. frv. Þessi maður var Gestur á Hæli. Nú er hann fallinn í valinn, á þeim aldri, þeg- ar góðir meðal menn eru að byrja að lifa. Mörgum þeim sem þektu Gest fer nú eins og Norðmönnum eftir orustuna við Svoldur. Þeir gátu ekki trúað því að maður sem var afbragð annara að hreysti og fjöri væri alt í einu kipt burtu á önd- verðum þroskaaldrinum. Þeir reyndu í lengstu lög að telja sér trú um að dánarfregnin væri röng. Gestur gæti ekki verið dáinn. Og> þó var það satt. Það sem gerði Gest að einum merkasta manni sinnar samtíðar voru afburða gáfur hans, hug- kvæmd í orði og athöfn. Hann óx upp við svipuð kjör eins og títt er um flesta efnilega sveitapilta hér á ' landi. Vann alt sem fyrir k,om og las bækur sem hann náði í. Um fermingaraldur var hann stuttan tima til náms hjá nafnkendum presti, sem kent hefir fjölda manna. Sá maður þykist aldrei hafa haft„ fyr eða síðar, svo glæsilega skarp- gáfaðan lærisvein. Gesti lá alt í augum uppi. En hann var ekki við eina fjöl feldur. Og fjörið og lífsþrótturinn meiri en svo að lík- legt sé að hann" hefði getað haldist til lengdár á nokkrum skólabekk.. Gestur var bráðþroska. Um tvi- tugt var hann orðinn formaður fyrir stóru verzlunarfélagi í Árnes- sýsln. Fjöldi af efnuðustu og bezt mentu mönnunum í héraðinu voru í þessu félagi. Þeir voru hrifnir afJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.