Tíminn - 13.09.1919, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.09.1919, Blaðsíða 2
294 TIMIN N Kennarastaða. Annað kennarastaríið við barnaskólann á Sauðárkróki er laust. Umsóknir, bréflega eða símleiðis, sendist tii skóla- nefndar fyrir lok septembermánaðar. Laun samkvæmt fræðslulögunum. Frœðslunelndin í Sauðárkróksfræðsluheraði. af þeim, átti hann siðferðislegan rétt til þess að helga embættinu ekki alla krafta sína. Hann átti rétt til þess, að verja nokkru af tíma sínum og starfsþoli til þess að aíla þess fjár, sem hann þurfti í viðbót við launin, utan embættisverka- hringsins. Eins og það er ekki óeðilegt að saman fari, slæm laun og slæmir embættismenn, eins á hitt að fara saman, góð laun og góðir embættis- menö. Það er hin sjálfsagða krafa sem þjóðin á nú og hlýtur nu að gera, um leið og hún hækkar laun em- bættismanna sinna svo að skiftir mörgum hundruðum þúsunda á ári, eða jafnvel miljónum — að hún fái betri embættismenn, og rétt til þess að losna við þá sem illa rækja embættið. Aðhaldið verður fyrst og fremst að koma ofan að. Eftirlitið af hálfu stjórnarinnar verður að skerp- ast. Hefir stjórnin löngum brugðið deigum brandi, og verður þjóðin að krefjast stórra umbóta á því í náinni framtið. En aðhaldið ætti og að koma að neðan, og það ætti að verða hið nýja sem nú kæmi í lög, sam- hliða launabótunum, að réttur al- mennings yrði stórum aukinn, um að fá að losna við þá embættis- menn sem ekki rækja vel starf sitt. Hefir það verið ósjaldgæft, að réttmætum kærum yfir embættis- rekstri er stungið undir stól. Af- leiðingin af því sú, að menn finna að það er venjulega tilgangslaust að leita þess að fá bót á slíku, og óhæfir embættismenn sitja árum saman í embættum, landinu til tjóns, beinlínis og óbeinlínis og stétt sinni til skammar. Það eru til margar leiðir um að auka rétt almennings, um að losna við óhæfa embættismenn. Ein er sú að héraðsbúar megi beinlínis greiða atkvæði um að losna við embættismann, og sé þá stjórnin skyldug til að leysa hlutaðeigandi af embætti, óski meiri hluti þess. Skal þetta ekki rakið í einstök- um atriðum, en þessu mætti koma við um flesta embættismenn æðri og lægri. Og fái þjóðin ekki góða embættismenn, með slíku aðhaldi, og með því að launa þá sæmilega, þá á hún ekki skilið að hafa þá. Danski sendiherrann kvað hafa keypt hús þeirra bræðra Sturlu og Friðriks Jónssona, en í því hefir landsverslunin haft skrifstof- ur sínar. Hærri laun. Hærri kröfur. Það mun nú orðið fullráðið að laun embættismanna hækka að miklum mun, bæði launin sjálf og dýrtíðaruppbótin. Það var og orðið óhjákvæmi- legt með öllu. Enda mun svo vera komið, að það er undantekning að rödd heyrist gegn því. í aðalatriðunum verða launin bætt eins og stungið var upp á í stjórnarfrumvarpinu, en um ein- stök atriði er ekki fullséð. Félags- skapur og verkfallshótun embættis- mannanna hefir gefið þinginu að- hald, sem mun duga. Þótt enn sé ekki gengið saman um einstök at- riði má telja víst, að þingið muni láta undan um það sem á milli ber. Það hefir aldrei komið fyrir á íslandi fyr, að embættismenn hafi flestir hótað að segja af sér. En það er ómögulegt annað en viður- kenna rétt þeirra til þess að gera það. Kjörin voru orðin svo afleit og tregðan svo mikil á að bæta úr, að þetta var óumflýjanleg sjálfsvörn. Með þeirri úrlausn sem málið nú væntanlega fær, með því að fullnægt sé kröfum embættismanna, má segja að góður endi sé bund- inn á þá hlið málsins. En það er ekki nema önnur hliðin. Hin hliðin er sú, að um leið og þjóðin fer að launa embættismönn- um sínum heiðarlega, verður kraf- an af hálfu þjóðarinnar ríkari um að hafa góða embættismenn. Það var ekki hægt að halda þeirri kröfu á lofti fullum hálsi, meðan þjóðin galt embættismönn- nnum sultarlaun. Meðan launin voru svo lág að embættismaðurinn gat ekki lifað Úr samvhuraheiminum. III. ' Fjórir þingmenn í neðri deild bera fram frumvarp um verslunar- skóla hér á landi. Tilgangurinn er sá að koma kaupmannaskólanum algerlega á landið, og hindra það að þjóðfélagið styrki nokkuð sam- vinnuskólann. Frumvarpið er bor- ið fram af helstu andstæðingum samvinnustefnunnar, sem sæti eiga á þingi: Sig. í Vigur, Matthíasi Ólafssyni, M. Péturssyni og Bjarna frá Vogi. Upptök málsins eru þau að þess- ir menn áttu sæti í fjárveitinga- nefnd. Enn fremur þeir P. Jóns- son, Þorl. Jónsson og Jörundur Brynjólfsson. Þegar kom fram um- sókn frá Sambandinu um styrk til Samvinnuskólans, jafn háan þeim er kaupmannaskólinn fengi, voru þeir fjórmenningarnir móti því, og urðu í meiri hlula. Reyndu þeir að draga málið á langinn. Og þingsins mestu eyðslumenn, Bjarni og Magnús P. sem hafa gert sitt ýtrasta til að steypa landinu í fjárhagsvandræði með bruðlunar- semi í margskonar hégóma og tildur, stungu hér fótum fyrir sig. Vitanlega var þeim sama um féð. Það sýnir daglegt líf þeirra og breytni í þinginu. En þeir vildu þóknast kaupmönnum, og reyna að hindra það að samvinnuhreyfmgin gæti haft nægilega marga undir- búna menn í sinni þjónusíu. Fjórmenningarnir Bjarni, Sigurð- ur, Mafthías og Magnús þorðu samt ekki að ganga hreinlega til verks og segja í deildinni að þeir vildu efla kaupmannavaldið í land- inu en spilla fyrir kauplélögunum. Þeir fóru sniðgötur. Báru fram frumvarp um nýjan verslunarskóla, sem átti að vera fyrir báða, og kostaður eingöngu af landssjóði. Flutningsmennirnir gera ráð fyr- ir, að kaupmannaskólinn haldi á- fram. Jafnvel nafninu er haldið. Þeir vita að kaupmenn leggja nú stórfé í blöð, sem styðja menn eins og þá til að halda þingvöld- unum. Og M. P. og S. St. finst Iíkl. ofboð sanngjarnt að landið létti á kaupmönnum þeim útgjöld- um sem þeir hafa haft við að ala sér upp þjóna og eftirmenn, svo að þeir geti því betur styrkt milj- ónafjórðungsblöðin. Fáfræði þeirra fjórmenninganna er á horð við þjóðræknina. Þeir tala eins og blindir um lit. Þeir vita ekki að þjóðféiögin skoða ekki skyldu sína að halda uppi venjulegum verslunarskólum. Það gera kaupmanna- og verslunar- mannafélög með styrk eða hlunn- indum frá ríkinu, og bæjarfélög- um — alveg eins og hér á sér stað. Helsti verslunarskóli Dana er bygð- ur fyrir gjöf stórkaupmanns og heitir eftir honum. Hann er undir umsjón stórkaupmannafélagsins danska, en fær styrk af almanna- fé. Og út um alla Danmörku eru einkaskólar, þótt smærri séu, rekn- ir á sama hált. Bretar hafa til skamms tíma ekki haft verslunar- skóla. En þar hefir verið hafist handa á síðustu árum og bygt á sama grundvelli og meginlands- f rentun fiingtíiinðanna. Frumvarp er nýlega komið fram um að hætta að prenta ræður þingmanna í þingtíðindunum. Eru 11 þingmenn í neðri deild flutn- ingsmenn, en Einar Arnórsson er aðalflutningsmaður. Ástæðan sem færð er fram í greinargerð frumvarpsins er sú, að útgáfukostnaður verður nú gífur- lega mikill. Er áætlað að hann verði um 45 þúsund krónur á ræðupartinum einum saman og mun það alls ekki ofhátt áætlað. Er ekki að undra þótt mönnum vaxi það í augum. Aðra ástæðu mætti sannarlega nefna líka, en fram hjá henni ganga flutningsmenn, af eðlilegum ástæðum. En hún er sú að sorg- lega mikið af umræðunum er al- gerlega þýðingarlaus mælgi, hnipp- ingar og málalengingar. Mun ekki ofmælt að engu væri spilt þótt ekki væri nema tíundi hluti eftir. Er það því harla eðlilegt, að menn vilji gjarna hætta að kosta dýrri prentun á það þunnmeti. Þrátt fyrir þetta verður það að teljast mjög varhugavert að hníga að þessu ráði, öldungis eins og það væri með öllu óhæft að halda þingfundi fyrir luktum dyrum. Er þess fyrst að geta, að það fé, sem varið er til að gefa út þing- tíðindin, fer að langmestu leyti til þess að gjalda vinnulaun handa prenturunum. Það er því langt frá að því fé sé kastað í sjóinn. Höfuðástæðan gegn því að hætta að prenta ræður þingmanna er þó sú, að það kæmi algerlega í bága við það sem vera á í lýðfrjálsu landi. Þar sem þingtíðindin eru send í hvern hrepp á landinu, er hverj- um einasta kjósanda það upp í hendur lagt, að gefa gætur að því þjóðirnar. Kaupmenn hafa sína skóla og kaupfélögin ensku eru nú að stofna sérskóla fyrir sig. í fyrstu létu þau sér nægja kvöldskóla og námsskeið víða um landið. Dansk- ir samvinnumenn hafa einnig sinn eiginn skóla. Alstaðar ber að sama brunni. Bæði kaupmönnum og kaupfélögum er ljóst að þau eiga enga samleið. Stefna kaupmanna er að draga auðinn af versluninni úr vösum almennings í hendur milliliðanna. Stefna samvinnufélaga er að tryggja hverjum manni arðinn af vinnu sinni og firra hann óþörfum fjárlátum. Norð- lenskur bóndi lýsir þessu glögglega. Hann þekti tvo frændur sem báðir báru sama nafn. Annar var kaup- félagsfrömuður sem uaut almennr- ar virðingar fyrir drengskap. Hitt kaupmaður, sem var orðlagður fyr- ir hörku og eigingirni. Bóndinn sagði að á þeim frændum væri aðallega sá munur, að annar væri sífelt að troða peningum ofan í vasa Viðskiftamanna sinna, en hinn að plokka gullið úr pyngjum sinna manna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.