Tíminn - 16.10.1919, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.10.1919, Blaðsíða 1
TÍMINN aö minsía kosti 80 blöð á ári, koslar 5 krónur árgangurinn. AFGREWSLA i Revkfavik Laagaveg 17, simi 286, út um land i Laufási, simi 91. III. ár. Reykjavík, 16. október 1919. 76. blað. Sláturjélaglð og JKEorgnnblaBið. Það er einn liöurinn í ofsóknar- ferð Morgunblaðsins á hendur bændum, að það ræðst á Slátur- félag Suðurlands. Kallar félagið okurhring — og kennir Tímanum um það, a. m. k. með fram. Bændur eru skammaðir fyrir það, að þeir selji innmatinn með ó- heyrilega háu verði. En jafnframt og nálega enn meira skammaðir fyrir það, að þeir flytji þennan mát heim með sér og vilji sem ekkert af honum selja. Munu fiestir aðrir en Morgun- blaðsmennirnir sjá, hvílík hörmu- lega vitlaus röksemdaleiðsla Hggur hér á bak við. Innmaturinn er bersýnilega ekki seldur dyrt, eftir því sem verð er nú á öðrum mat, úr því bændur vilja fremur flytja hann heim með sér, en kaupa annan mat. Væri komið óeðlilega hátt verð á inn- mat myndu bændur selja meir af honum og fiytja annan mat heim til sín. Þar sem Morgunblaðið ræðst á bændur fyrir þetta tvent, kemur það upp um sig, að tilgangur þess er einungis sá að skainma, án þess að taka tillit til hvort það fer með rétt mál — einungis að skamma bændurna fyrir alt. Megin-ásökunin er sú, að kjöt- verðið sé of hátt hér í bænum, miðað við verðið á útlenda mark- aðinum. Veður Morgunblaðið reyk um það, því að það veit ekki, og enginn veit enn með vissu, hvað útlenda verðið verður. Sláturfélagið hefir vitanlega ákveðið verðið með tilliti til þess, sem það hefir gert sér vonir um í því efni. Vegna þess að sjaldnast eða aldrei er búið að selja kjötið þegar slátrun hefst, vegna þess er aldrei hægt að ákveða verðið ná- kvæmlega með tilliti til útlenda verðsins. Hvorttveggja hefír komið fyrir, að " Sláturfélagið hefir selt kjöt í bæinn sér til hags og sér til tjóns. Það er sjálfsagt, að fram- kvæ'mdastjórn félagsins á að sjá um, að félagsmenn tapi ekki á því kjöti, sem selt er innanlauds, og enginn sannsýnn maður ætlast til þess, en Sláturfélagsstjórnin hefir og enga tilhneigingu til þess, og bændur ætlast alls ekki til þess, að Reykvíkingar verði að borga meira fyrir kjötið en fæst fyrir það á erlenda markaðinrm. Morgunbiaðinu dettur ekki í hug, að taka tillit til þessarar aðstöðu, sem félagsstjórnin hefir, því dettur ekki annað í hug en að ætla bæði félagsstjórninni og félagsmönnun- um eigingjarnar hvatir — og svo skammar það og skammar — og flytur um leið vandlætingasamar greinar um það hvað Tíminn sé skömmóttur og ósanngjarnt. Það hefir aðstöðuna til þess, blaðið það, að vanda um við aðra. Þessi framkoma blaðsins er ekk- ert annað en sama níðið, sömu blygðunarlausu ósannindin um bændastéttina íslensku og sam- vinnufélagsskapinn, sjálfsbjargar- viðleitni bændanna — sama níðið og kemur fram á öðrum sviðum í því blaði í bændanna garð og samvinnuhreyfingarinnar — og kemur því engum kynlega fyrir, sem veit hvaða mannfólk það er, sem að því blaði stendur. Pingmenn EyfirQinga. Morgunblaðið flytur á sunnu- daginn var grein um framboðin í Eyjafjarðarsýslu. Ræður að líkind- um, að það ræðst á þá báða Einar Áinason og Stefán Stefánsson, enda heyra þeir báðir til »vanfærustu stéttinnkc Það mun aldrei koma fyrir, að þeir E. Á. og St. St. skipi sér í flokk með Morgunblaðinu. Þeir munu aldrei greiða því atkvæði, að veita víninu aftur inn í landið. Þeir munu aldrei ljá Morgunblað- inu lið um að drepa sjálfbjargar- viðleitni landa sinna, samvinnu- félagsskapinn, því að þeir eru báðir einlægir og áhugasamir samvinnu- menn. Þeir munu aldrei styðja þá landstjórn, sem styddist við Morg- unblaðsklíkuna. Þeir munu aldrei taka þátt í hinni blygðunarlausu ofsókn blaðsins á móti farsælustu atvinnurekendum landsins. Þeir munu vinna þvert á móti blaðinu. Þess vegna ræðst Morgunblaðið nú á þá og býður fram aðra í staðinn. Timinn þekkir ekki til neinnar hlítar þá tvo menn sem Morgun- blaðið vill láta Eyfirðinga kjósa, þá Pál Bergssoií og Björn Líndal og skal því ekkert um þá sagt persónulega, né þingmannshæfileika þeirra. En úr því Morgunblaðið mælir svo sterklega með þeim, þá hlýtur því að vera kunnugt um, að skoðanir þeirra á landsmálum séu mjög skyldar skoðunum Morg- unblaðsins. Og meira þarf ekki. Þá( þarf ekki að sökum að spyrja. Hver einasti eyfirskur kjósandi veit það, að Morguublaðið er svar- inn óvinur þeirra, dulbúinn óvinur þeirra, sem beitir fyrir sig þessum tveim frambjóðendum. Þess vegna er það skylda allra eyfirska kjós- enda við sjálfa sig, að hafna þeim mönnum, sem Morgunblaðið býður fram — blaðið sem níðir þá — blaðið, sem níðir fulltrúa þeirra, fyrir það eitt, að þeir eru bændur og samvinnumenn, og hafa heil- brigðar skoðanir. Það væri og harla einkennilegt, ef Eyfirðingar færu að skifta um þingmenn, úr því gömlu þing- mennirnir gefa kost á sér aftur. Því að það eru fá kjördæmi, sem hafa eins mikla ástæðu til að vera ánægð með báða þingmenn sína og þingmenn Eyfirðinga, E. Á. og St. St., eru eitthvert hið ljósasta dæmi um hve það er farsælt fyrir kjördæmi, að hafa tvo samhenta þingmenn. Liggur það dæmi næst hendi, að þeir félagar komu gegn um þingið siðasta mjög þýðingar- miklu máli fyrir Siglufjörð, og voru þó allsherjarnefndir beggja deilda á móti því. Mun það nálega eins dæmi í þingsögunni, að einstökum þingmönnum hafi tekist slíkt. Einar Árnason var einhver hinn iiprasti, samviskusamasti, tillögu- besti og farsælasti þingmaðurinn, sem satKá síðasta þingi, sómi stéttar sinnar og, kjördæmis. Hann er enginn styrjaldarmaður, en getur þó orðið þungur í skauti, þá er mikið liggur við, eins og hann sýndi í bankamálinu. Hann er ein- hver vinsælasti maður á þingi. Pað væri stórt skarð fyrir skildi, ef hans misti við úr hóp þing- manna. Stefán Stefánsson er orðinn þing- vanur vel og hefir reynst kjördæmi sínu með afbrigðum vel. Hann er samviskusamur maður og drengur góður, glöggur á menn og málefni, svo fylginn sér um að koma á- hugamálum sínum fram að orð er á gert, og í alla staði hins besta trausts maklegur. Báðir yrðu þeir öruggir og ein- dregnir um, að styðja þá lands- sijórn, sem stjórna. myndu land- inu á heilbrigðum grundvelli, gagn- stæðum tillögum Morgunblaðsins, gagnstæðum tildri legátamanna og gagnstæðum tillögum fjársóunar- manna. Það væri búhygni eða hitt þó heldur, að hafna slíkum þing- mönnum, sem reyndir eru að öllu hinu besta, og kjósa menn í stað- inn, sem Morgunblaðið mælir með, óreynda menn, sem vafalaust myndu lenda í hinum mislita hóp langsaranna, Morgunblaðsútibúsins. Og það er ekki rétt að treysta á það, vera of bjartsýnn um það, að góður málstaður beri sigur úr býtum. Þótt enginn vafi sé á því, að gömlu eyfirsku þingmennirnir hafi mikinn meiri hluta kjósenda með sér, þá er það skylda hvers einasta karls og konu að sækja kjörfund til þess að eiga ekkerl á hættu. Það væri mikið slys, ef það kæmi fyrir, að annarhvor Morgunblaðsmannanna kæmíst að vegna þess, að margir tugir af kjósendum Einars og Stefáns hefðu setið heima. Það á einmitt að sýna það með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða, að kjördæmið kann að meta það, að hafa góða þingmenn. Það er skylda hvers einasta kjósanda, þá er þingmaðurinn hefir farið vel og samviskulega með umboð sitl, að láta ekkert hamla sér frá að sækja kjörfund til þess að votta honum traust sitt með atkvæðum. Avarp. Fyrir áeggjan nokkurra manna í Strandasýslu — og víðar um landið — hefi eg nú afráðið að verða þar í kjöri við næstu kosn- ingar til' alþingis. Vil eg því nota góðfúslega veitt rúm í blaði þessu, til að nefna ástæður fyrir þvf, að eg gef kost á þessu nú fremur en áður. Og þá jafnframt, hversu markmiði er háttað í höfuð drátt- um. Kjósendur í Strandasýslu eiga heimting á því. Kjósendur þeir, er eg hefi áður neitað um slíkt erindi (í 4 kjörd.) kunna að óska þess, og verið getur, að fleiri vilji vita það. Ekki er hægara eða ódýrara að ferðast langa leið, en í næsta um- hverfi, og ekki er sigur líklegri meðal allra ókunnugra, en þar sem margir kunningjar eru vissir stuðn- ingsmenn. Hvað veldur þá? Einhliða fram- boð á þessum stað, andstœlt flestum merkustu mönnum kfördœmisins, og mjðg alvarlegir timar fgrir íslensku þjóðina. Þjóðin er orðin rfki, en hún á eftir að sýna, hvort ríkið getur staðist og hversu hagur þgss verður. Grundvöllinn undir orku ng veldi ríkisins, leggur þjóðin við þessar kosningar. Þjóðin ræður því, hvort ríkið verður óháð og þrótt-mikið, eða hangir á horrim skulda og auðnu- leysis. Ábyrgð alþingiskjósenda er mikil. Þeir ráða því, hvort lögin semja og ríkinu stjórna menn, sem til

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.