Tíminn - 16.10.1919, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.10.1919, Blaðsíða 3
TIMINN 327 fyrir kaupstaði. Við tökum að okkur að gera mælingar á vatni, áætla og byggja rafstöðvar fyrir kaupstaði, hvort heldur með vatns- eða mótor-aíli. Sé ekki um vatnsafl að ræða, mælum við með Diesel-mótorum, sem eru olíusparastir allra olíuvéla. Skrifið eftir tilboðum og upplýsingum, sem veitast öllum ókeypis. Hf. Hafmagnsfél. ÍXiti Ljós. Sími 176 B. Vonarstræti 8. 383. gefið óbeinlínis til verðlauna fyrir óhóf, ráðleysi og slæpingsskap. Ef rétt er að taka verulegan hluta af því, sem menn hafa með súrum sveita dregið saman til að lifa af á elliárum. Er þá rétt að leggja ekkert á hina, sem öllu eyða og ekkert hugsa fyrir morgundegi, þó þeir geti ef til vill, aflað daglega margfalt meira en hinir? Eg held að svona löguð gerbreyting á fáum árum reyndist afar hæltuleg til þjóðþrifa. Hún væri síst löguð til að örfa sparneytni manna. Og eg held, að nú þegar sjáist svo mikið af eyðslusemi og óhófi hér á landi — hjá lausingjalýð í kaupstöðum a. m. k. — svo ekki liggi allra mest á því, að auka þetta og verð- launa. Það er höfuðkostur tolla á að- keyptum vörum, sérstaklega mun- aðarvörum, að þeir sem ekkert loðir við hendur, geta þó ekki komið alveg öllu sem þeim fer handa á milli, undan almennings þörfum. Hér mun hyggilegra að fara hægt og gætilega með breytinguna — eins og á fleiri sviðum. Afnema í fyrstu tolla af matvörum og brýn- nstu lífsnauðsynjum að eins. Og byrja hinsvegar á hækkandi skatti af stórgróða tekjum, og verðhækk- unarskatti á fcród-hækkandi fast- eignum. Hér vil eg enn drepa að eins á tvö stórvægileg þingmál, sem ekki eru á fyrnefndri stefnskrá. Ríki og kí?kja. Kirkjan hefir verið nálega eina fræðslu og mentastofnun fyrir al- þýðu í landinu öld eftir öld. Hún hefir því, þrátt fyrir gallana, unn- ið meira gagn en með tölum verð- ur talið. Og hún hefir notið ríkis- verndar yfir hálfa 4. öld samfleytt. Pó yfirborðsfræðslumálin séu nú að mestu skilin við kirkjuna og orðin yfirgripsmeiri en áður, hefir kirkjan þó enn veglegasta verkið að vinna, fyrir alla æðri og lægri: leiðsöguna að siðferðisbata, sann- leiksgæðum og sálarfrelsi. Ríkið getur látið kirkjuna ná til þeirra, sem eru afskektir, og yrðu útundan án aðstoðar þess. Eg hefi þá trú að kirkjan hér á landi geti ekki lengi hér eftir, lok- að gluggum fyrir Jjósinu sem streymir að úr öllum áttum, eða hæðst að nýjum opinberunum og sannleiksgæðum reynslunar. Eg vil þvi ekki hrapa að skilnaði ríkis og kirkju. En svo gæti kirkjustjórnin hagað ráði sínu, að eg breytti þeirri skoðun. Ef kirkjan yrði dæmd til þess að vera ekki minna en einni öld á eftir tímanum. Ef prestarnir gerðu sig ánægða með það, að sitja heima þegjandi, eða tala yfir tóm- um kirkjubekkjum og tíræðum sál- um — í yngri líkama — þá vildi eg alveg hætta að launa þeim úr ríkissjóði. l?á gæti ríkið ekki not- að kirkjuna lengur. Bannlðgin. Bannlögin vildi eg ekki láta samþykkja fyr, en »mikill meiri- hluti« kjósenda vildi styðja þau. Mér þótti meirihlutinn þá við atkvæðagreiðsluna, ekki nógu mik- ill. Andstæðingarnir hafa líka — eins og vænta mátti — reynst þung- ir í skauti. bað var ill verk, þá er þeir náðu að spilla lögunum stór- kostlega. Það væri ósvinna, að biðja þjóðina nú þegar að ganga á bak orða sinna og greiða at- kvæði gegn banninu. — Líkt og borið væri undir fund að afsegja það, er hann hefði samþykt rélt áður. — Og hneyxli vekti það heimsenda milli, ef landi »þurk- aða« — sem stórþjóðirnar hafa nú að leiðarsteini — sykki í sjóinn aftur. Hvað gerðu Hollendingar, ef óhlutvandir menn færu að brjóta skörð í flóðgarðana? Dettur nokkrum í hug, að þeir færu á stað, rifu garðana og opn- uðu allar flóðgáttir? Nei. En þeir hlypu til, hlæðu í skörðin, og hegndu sökudólgunum svoleiðis að þeir léku sér ekki að hinu sama næsta daginn. Hollendingum væri það þó minna tjón, að missa nokkuð af landi sínu undir sjó, en íslending- um að missa marga nýta starfs- menn sina, löngu fyrir tímann, og mesta fjölda manna ofan í hyldýpi örbyrgðar, lasta og spillingar. Ef víninu yrði veitt inn aftur, yrði afturkastið — aldan — svo afar mikil, að fjöldi æskulýðsins mundi farast. Á síðustu árum hefir æsku- lýðnum aukist mjög skotsilfur og nautnaþrá, og kaupmönnum Qár- græðgi. Hverjir vilja sameina þetta við áfengiskranann? Vigfús Guðmundsson. Pingmannaeíiii Strandamanna. Eins og menn sjá á öðrum stað í blaðinu munu Standamenn eiga kost á öðrum þingmanni en nú- verandi þingmanni sínum, Magnúsi Péturssyni. Fyrir tilmæli kjósenda úr Strandasýslu og fyrir tilmæli manna viðsvegar að af lándinu, hefir Vigfús Guðmundsson, áður bóndi í Haga og í Engey, orðið við tilmælum um að gefa kost á sér til þess starfa. Gengur enginn maður þess dul- inn, sá er lesið hefir þetta blað, hverri áskorun það muni beina til Strandamanna, þá er þeir eiga að velja á milli svo þjóðkunns sæmd- ar og atorkumanns, sem Vigfús Guðmundsson er — og núverandi þingmanns þeirra. Vigfús Guðmundsson er maður sem mikið hefir fengist við opin- ber mál, starfað mikið í þágu hins opinbera og ritað fjölmargt um þjóðmál, hafa honum verið nær- stæðust samvinnumálin og land- búnaðarmálin. Á öllum sviðum hefir hann komið fram með rögg, gætni og vitsmunum. Enginn Ijóð- Ef svona útibú hefði verið á Vopnafirði um aldamótin, þá hefði útlenda verslunin aldrei getað bundið hraustleikamönnum okur- klafa að hálsi. Má af því sjá hve mikla þýðingu það hefir að greind- ir menn og þjóðhollir séu fulltrúar á þingi. Hitt atriðið er það hvernig út- lendu versluninni ferst við mann- inn. Hann leggur lífið og heilsuna á vogarskálina til að bjarga þjón- um hennar. Hún launar lífgjöfina með engu öðru en samningnum nafntogaða. Ef til vill geta nú greinagóðir- menn skilið hve miklu munar á stefnu Tímans manna og t. d. Jóns á Hvanná og annara slíkra manna. Annarsvegar er unnið að því að koma upp heilbrigðum velferðarstofnunum, sem gera ráð- vöndu og dugandi fólki kleiít að lifa siðmennilegu lííi hér á landi. Tveir þættir á stefnuskrá Tímans manna eru að koma upp samvinnu- verslunum, sem allar standi i inn- byröis sambandi, við hverja ein- ustu höfn á landinu, og útibúum frá þjóðbankanum alstaðar, þar sem þörf er fyrir peningabúð. Gagnstætt þessu er »ideal« Jóns á Hvanná. Hann er þingfulltrúi Vopnafjarðar m. a. Þar hefir einokunir herjað. Wulffs versl- un er dauð. En í hennar stað hafa komið upp stofnanir sem líkja eftir henni, að því leyti sem samtíðarkringumstæður leyfa. Og með því fólki er Jón á Hvanná. Hann rekur erindi reykvískra kaupmanna, þegar hann er þar en austfirskra heima. Þess vegna á hann lika aðalkosningastyrk sinn hjá kaupmannaliðinu þar i sveit. Jón sveik sinn yfirmann og flokks- foringja, Sig. Jónsson, þegar hann hafði komið landsversluninni á sem bjargráðaverki, meðan stríðið stóð. Það verk S. J. hefir sparað lif hundraða ef ekki þúsunda af ibúum landsins, og alinenningi miljónir. En Jón þoldi það ekki. Hann var einn þeirra manna sem setti skör hærra hagsmuni fáeinna manna (milliliða) heldur en allrar þjóðarinnar. Jón má þess vegna ekki skoða þjón almennings. Hann vill ekki vera það. Þess vegna var hann einn af þeim sem vildu halda »galda laginu« í Landsbankanum, fella núverandi atvinnumálaráðh. svo að honum ynnist ekki tími til að fela stjórn bankans þeim mönn- um sem höfðu vit og vilja til að friða bankann, stækka hann, og fjölga peningabúðunum í landinu, eftir því sem þörf er á. Samvinnumenn landsins vilja ekki að svona óhöþp þurfi að koma fyrir dugandi drengi á kom- andi árum. Þeir ætla vitanlega ekki að reka kúgunarverslanir. En þeir bjóða þjóðinni betra skipu- lag fyrir verra. Kaupfélagsaðferð- ina handa þeim sem hana vilja. Hinir fara til kaupmanna, sem ekki hafa vit eða mátt til að vilja bjarga sér sjálfir. í landsmálum beita samvinnumenn sömu sjálf- bjargaraðferðinni. Þeir hafa sýnt hvernig þjóðin getur komið í lag fjármálum sínum, fræðslu, sam- göngum á sjó og landi, bankamál- um bæði dreifðum peningabúðum og lánsfélögum, heilbrigðismálum og byggingum. í »prógrami« sam- vinnumanna styður hver liðurinn annan. Mörgum óskyldum þráðum haldið samhliða. En þegar þeir koma saman mynda þeir eina heild. Allir þeir þræðir til samans mynda þáð skipulag sem andlega og efnalega sjálfstæð þjóð getur búið við og verið ánægð með. En yfir þvera götu þessara manna liggja mannrolurnar, sem altaf eru að hugsa um að fylla vasa sína með gulli, þó að það kosti líf og lán annara inanna. Aldrei hafa landamerki milli þess- ara tvennskonar manna verið jafn glögg og nú. Kosningarnar sýna þroska þjóðarinnar, hvort hún vill heldur lán sitt eða ólán. Bergönundur. Tíðin er ljómandi góð nú á hverjum degi, stillur og hreinviðri og dálítið næturfrost. Einar Arnórsson hefir sótt um að verða leystur frá prófessorsem- bæfti sínu við háskólann frá 1. nóv. n. k. að telja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.