Tíminn - 16.10.1919, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.10.1919, Blaðsíða 4
328 TIMIN N <Œófi6anósstofa éHuðcjeirs úónsaonar er flutt á JBaugaveg 1Z (BaRRúsié). Sími 266. SGf Greið og góð viðskifti. ur hefir verið fundinn á framkomu hans. Vigfús Guðmundsson mun hvar sem hann kemur verða mikismet- inn maður, til hins mesta sóma og gagns þeim er trúa honum fyrir umboði sinu, og mun starfa þannig að hafa eingöngu fyrir augum heill ættjarðar sinnar og kjördæmis. Fyrir kjördæmi, eins og Strandasýslu, sem skipað er kjósendum sem langflestir eru áhugasamir samvinnumenn og framsæknir bændur, heilbrigðir menn í hugsunarhætti og athöfn- um — fyrir það kjördæmi er Vig- fús Guðmundsson sjálfsagður og tilvalinn fuiltrúi, því að hann er af hinum sama anda, stefna hans og skoðanir eru hinar sömu og þeirra, þeir geta borið fult traust til hans og hann til þeirra. Hann er eins og ímynd hinnar gætnu, staðföstu og frjálsmannlegu íslensku bændastéttar. Að öðru leyti mun hér vísað til »Ávarps« hans, sem birt er á öðr- um stað í blaðinu og þar sem hann gerir grein fyrir skoðunum sínum í stórum dráttum. Magnús Pélursson er og þjóð- kunnur maður, hefir átt miklu trausti að fagna í kjördæmi sínu, sem að miklu leyti, eða a. m. k. meðfram, mun af því stafa að hann er ótrauður og góður læknir og hefir að verðleikum aflað sér mik- illa vinsælda fyrir það. En bæði vegna skoðana hans og vegna þess hversu hann hefir notað sér aðstöðu sina sem þingmaður, hefir hann eignast mótstöðumenn í héraði sínu og sömuleiðis fengið þetta blað á móti sér og þá öflugu hreyfmg sem að því stendur um alt land. Skoðana hans skal hér að eins gelið í stórum dráttum. Hann er einn þeirra manna, sem aftur vilja veita viniuu inn í landið og jafn- framt höfundur lœknabrennivínsins svonefnda, sem orðið er þjóðinni til stórtjóns og háðungar. Hann fullyrti, þá er hann kom því máli í gegn um þingið, að það yrði ekki misnotað, og að refsa ætti ef misnotað yrði. Nú hefir reynslan ósannað mál hans gersamlega, og í stað þess að standa við orð sín og heimta bót og refsing flytur hann tillögu, sem stefnir að því, að veita víninu aftur inn í landið. — Hann er einn þeirra manna, sem slofna vildu /egfó/a-embæltið með öllu því tildri. — Hann vildi afnema þjóðkirkju landsins. — Hann er í flokki þeirra manna, sem vildi svifta menn eignarrélii á vatni. — Hann vildi leggja niður samvinnuskólann. — Hann er ein- hver allra mesti eyðslumaður á landsfé, en hreyfði þó hvorki hönd né fót til þess að láta landbúnað- inn fá þann fjárstyrk, sem fulltrú- ar hans kröfðust og hafði hann þó manna besta aðstöðu til þess. Hvilir á hans herðum mjög mikið af ábyrgðinni um það hversu hörmulegt fjárhagsástand landsins er nú. — Hann var og einn þeirra manna, sem fastast stóð gegn bjargráðaviðleitni landsstjórnarinn- ar og þingmeirihlutans á stríðs- árunum, og er það þvert ofan í vilja hans, að það var gert, sem aliir eru nú sammála um, að hafi orðið landinu til óumræðilegrar blessunar. Skoðanir hr. M. P. ^ættu að vera ærin sök til þess, að Strandamenn sendu hann ekki á þing, því að um lang-flest þessara mála mun allur þorri þeirra honum ósam- mála. En það bætist og annað ofan á sem er landskunnugt, sem sé að hr. M. P. hefir notað aðstöðu sína sem þingmaður til þess að auðga sjálfan sig, sem frægast er orðið af sildarkaupum hans og sildarsölu, einhverju mesta hneikslismáli sem komið hefir fyrir í þingsögu ís- lands. Er það mál svo þrautrætt hér í .blaðinu, að endurtekningar eru óþarfar. Milli þessara manna eiga Stranda- menn að velja og augu alþjóðar hvíla á þeim. Annarsvegar er þrautreyndur heiðursmaður, sem ekki vill vamm sitt vita, maður sem hugsar fyrst og fremst um hag ættlands síns, maður með heilbrigðum skoðun- um, festu og vitsmunum, ímynd óspiltrar bændastéttar. Hinsvegar Magnús Pétursson, góður íæknir, þarfur í sínu héraði — en reyndur að því á þingi að hafa ekki nægilegan næmleika fyr- ir því, hvers siðgæðis verður að krefjast af þingmanni, maður með skoðanir sem líklegar eru til þess að leiða þjóðina til glötunar. JBVjál® ver®lun. Það er einkennileg kórvilla, sein blöð og menn miljónarfjórðungsins bera út, að Tíminn og samvinnu- menn séu á móti frjálsrí verslun. þetta er skemtileg vitleysa. Ef þetta væri satt, þá ætti það að vera stefna blaðsins, að koma á allsherjar landsverslun með alla hluti. Það fyrirkomulag myndi uppræta jafnt bæði kaupmenn og kaupfélög. En svona er heimskan mikil. Þessir menn ímynda sér, að kaupfélögin œtli meö lögum, að deyða sig sjálf. Nei, það er öðru nær. Samvinnu- menn vilja hafa frjálsa verslun, af því að þeir vita, að í skjóli frelsisins geta þeir sigrað kaup- menn í samkepnisbaráttunni. En ef kaupmenn hverfa úr sögunni, af því að þeir geta ekki kept við félögin, þar mega ^ieir sjálf- um sér um kenna og sínu skipu- lagi. Kaupfélögin eru nú búin að ná yfirtökum á verslun sveitanna, og brátt færist leikurinn að sjón- um. Alla sína sigra hafa samvinnu- félögin unnið á grundvelli frjálsar samkepni. Það er því síður en svo, að kaupmenn hafi nokkuð að kæra á því sviði. En hitt sýnir afleita fáfræði, að halda því fram, að samvinnufélögin vilji koma á var- anlegri allsherjar landsverslun. Þess er engin þörf, afþvíaðkaup- félagsformið er fullkomnara skipu- lag, og hollara þjóðunum, nema þegar alveg sérstaklega stendur á. Og þær ástæður hafa verið hér á landí síðan stríðið byrjaði. Grundvöllur frjálsrar samkepni var þá ekki til, af því að viðskifta- og siglingateppan skapaði versluninni ótal hömlur. Allar þjóðir neyddust til og neyðast til þess að takmarka frjálsa verslun. Það var þjóðunum lífsskilyrði, eins og þá stóð á. En væntanlega breytast þær kringum- stæður, þegar í náinni framtíð. Að eins á einu sviði hugsa sam- vinnumenn, og allir aðrir skyn- safnir menn, að halda landsverslun til langframa. Það er á þeim svið- um, þar sem gróðabrallsmenn eru búnir að mynda okurhringi, og koma einokun á einhverja vöru- tegund. Sem betur fer eru þessar vörur ekki mjög margar enn. Og kaupmannastéttin má þakka sjálfri sér fyrir þær aðgerðir ríkisvaldsins. Þær eru sem sé nauðvörn þjóð- félagsins, vegna undangenginna misgerða. ¥ ¥ Hinni frægu aðför þeirra vatns- ránsmanna lauk sem kunnugt er á þá lund, að þingið vísaði vatna- málunum í hendur stjórnar, sein ÖIl hafði áður lýst yfir pndftöðu sinni við meirihluta fossanefndar- innar, vatnsránsmenn. Fyrir þetta er þjóðin þinginu stórþakklát. Má það af mörgu marka. Fyrst og fremst af spurnum þeim sem menn hafa af afstöðu lands- manna til þessa kynlega nýmælis, að eignarréttur einstaklinga hafi í þessu landi aldrei náð til þessarar tegundar náttúrugæða. Og berast þær enganveginn frá þeim mönn- um einum sem vatn eiga, heldur engu síður frá hinum sem ekki eiga skildari góða gripi en skrjáf- þurra mölina sem höfð hefir verið til fiskþurkunar eða skip á sjó. Er sami sónninn í öllum um þetta lánlega brot á eignarrétti einstak- lingsins, a. m. k. frá þeim öllum sem eitthvað eiga eða geta hugsað sér að þeir einhverntíma eignist eitthvað. Enn fremur er það til marks, að svo einhuga eru Árnesingar um að kjósa ekki Einar Arnórsson á þing, að vísast er að hann hætti ekki á að gefa þeim tækifæri á að sýna það í verkinu, hvað þeim er þetta mikið alvörumál. Þá er og fullyrt að Bjarni frá Vogi hafi »dalað« hjá Dalamönnum, og þótt ýmsar gætu verið orsakir til þess að báðir þessir menn sætu hjá, þegar valið yrði á þing, þá myndi þó vatnsránið einna þyngst á met- unum. — En hvernig skilst nú stjórnin við þessi mál? Næsta þing vinnur þarft verk ef það greiðir vel fram úr þessu eina máli. Enda ætti það ekki að hafa fleiri járn í eldinum en svo, að þetta mæiti takast. En því að eins telcst það, að stjórnin villist ekki í hinu »þykka moldviðri« meiri hlutans, en leggi verk Sveins Ólafssonar til grundvallar er hún semur frumvörp sín. Hún má ekki blanda blóði við hinn sjúka og dauðadæmda meirihluta. Er sérleyfislaga-frumvarp þing- nefndarinnar sælu eftirminnileg dæmisaga um það, hvernig fer þeim sem það gera. Mjólknrverðið í Reykjavík hefir nú hækkað upp í 90 aura líterinn. Ællar Mjólkurfélagið að taka upp þá reglu að hafa hærra verð á mjólkinni á haustin, fyrst og fremst vegna þess, að það er að mun dýrara að framleiða mjólk á þeim tíma árs. Er það og hið mesta ó- lag, og til tjóns bæði fyrir mjólk- urneytendur og framleiðendur, að áfram verði, svo sem líðkast hefir, að á haustin flytjist ef til vill þris- var sinnum minni mjólk til bæj- arins en t. d. síðari hluta vetrar. Er það því bæði sanngjarnt og nauðsynlegt að gefa framleiðendum hvöt til þess að breyta framleiðsl- unni þannig, að framleiða meiri mjólk á haustin. Og bæjarbúar munu mega eiga von á að mjólk- urverðið verði lækkað þá er kem- ur fram á vetur. — Mjólkurfélagið á von á nýtísku vélum til þess að gerilsneyða mjólk til þess að verða við öllu búið ef grunur félli á að sýkingarhætta í einhverri mynd stafi af mjólkinni einhversstaðar að. Ritstjóri; Tryggvi Þórhalisson Laufási. Sími 91. Prentsmiöjan Gutenbarg. I I t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.