Tíminn - 14.02.1920, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.02.1920, Blaðsíða 4
24 TlMINN Utboð á 3,000,000 kr. ríkissjóðsláni íslands með 5V20/0 vöxtum. Samkvæmt heimild i lögum nr. 25. 22. old. 1912, uiu ritsíma- og talsimakeríi íslands, lögum nr. 68, 14. nóv. 1917, um áveitu á Flóann, lögum nr. 62, 28. nóv. 1919, um brúargerðir og lögum nr. 74, 28. nóv. 1919, um kúsagerð ríkisins, hefir ráðuneytið ákveðið að taka fyrir hönd ríkissjóðs alt að 3 miljóna króna lán til framkvæmda þeirra, sem ræðir um í nefndum lögum og leita þessa láns innanlands. Lán þetta verður tekið til 20 ára gegn 5Va°/o ársvöxtum og af- borgast með Vao á ári. Lánið er óuppsegjanlegt af beggja hálfu. Fyrir láninu verða gefin út skuldabrjef að upphæð 100 kr., 200 kr., 1000 kr. og 2000 kr. og hljóða þau á handhafa, en nafnskrá má þau. Ríkisfjárhirslan greiðir vexti eftir á 1. janúar og 1. júni, en af- borganir 1. júlí ár hvert. Allir gjaldheimtumenn ríkissjóðs eru skyldir til að taka vaxtamiða, sem fallnir eru í gjalddaga og útdregin skulda- brjef tilheyrandi láni þessu, sem gilda borgun á tekjum ríkissjóðs, í janúarmánuði ár hvert annast fjármáladeild stjórnarráðsins um, að notarius publicus í Reykjavík dragi út skuldabrjef fyrir 150,000 kr. til innlausnar 1. júlí s. á. Skrá yfir hin útdregnu brjef verður síðan birt í Lögbirlingablaðinu. Landsbanki íslands og íslandsbanki og útibú þeirra öll taka við áskriftum um þátttöku í láninu og greiðslum upp í það, gegn bráða- birgðaskírteinum, sem síðar verður skift gegn skuldabrjefum með til- heyrandi vaxtamiðum. Um leið og áskrift fer fram eða loforð er gefið um þátttöku í láninu, greiðist að minsta kosti helmingur þess er greiða skal, en alls er það, sem þátttakendur greiða 96 kr, fyrir hverjar 100 kr. í skulda- brjefum. Það, sem er ekki greitt þegar við áskrift, greiðist innan 3. mánaða. Samkvæmt hiriu framanritaða er iandsmönnum hjermeð boðin þátttaka i láni þessu. Landshanki íslands og íslandsbanki ábyrgjast sölu á alt að 2 miljón krónum af láninu. Ef nánari reglur þykja nauösynlegar, verða þær auglýstar siðar. Fjármáladeild Stjórnarráösins, 13. febr. 1930. Sig. Cgg®rz. Magnús Guðmundsson. Með skírskotun til framanritaðs Iánútboðs tökum vjer og útibú vor við áskriftum og greiðslum i þessu skj'ni á timabilinu frá 1. mars til 1, júni næstkomandi. Reykjavik, 13. febr. 1930. Landsbanki Islands. íslandsbanki. L. Kaaber, Magnús Sigurðsson, Sighvatur Bjarnason, Benedikt Sveinsson. H. Thorsteinsson. »VesaIa landl« »Hún er rósin í blómgarði lauds- ins. Henni er veitt tilbeiðsla hvar sem hún fer um. Henni er veitt hollusta eins og drotningu. Hún er einvaldi um fegurð og háttprýði og þess vegna fara allir eftir henni um framgöngu og siðgæði«. »Og siðgæðið er eftir þvíl« »Getur það verið að slík kona hafi áhrif um sögu Rómaborgar nú á timum?« Aðalsmaðurinn brosti, velti vöng- um, og bar sig til með höndunum, eins og hann væri að leika á ósýnilega harmóniku. »Hversvegna veitti forsætisráð- herrann þetta embætti svona? Donna Róma! Hversvegna afsetti hann þennan mann? Donna Róma! Hvað réði úrslitum um síðustu löggjöf? Donna Rómal Hver út- hlutar titlum, orðum og heiðurs- merkjum? Donna Róma! Hver sef- ar rostann í pólitiskum óróaseggj- um og gerir þá að dyggum fylgi- fiskum ráðherrans? Donna Rómal Hver stofnar nefndir í góðgerða- skyni, gerist trumkvöðull að sam- skotum, gefur ríkulegar gjafir? Donna Rómat Alstaðar, og hvar sem litið er — Donna Róma!« »Konuríkið er þá ekki um garð gengið á ítaliu enn?« »Nei,. og það er ekkert útlit til að svo fari. Borgin lætur töfrast af hinum fögru augum hennar og þau leggja hinn almáttuga ráðherra i ljúfan Iæðing«. Furstafrúin kinkaði kolli til sam- þykkis. »Fram á þennan dag hefir hún ekki tekið tillit til neins og enginn hefir enn þorað að mæla eitt orð i gegn henni«. »Skuldir hennar eru sagðar svo miklar að þær gætu sökt skipi, en hún siglir í gegn um tilveruna eins og hún hafi enga hugmynd um það hvað það er að vera fátækur«. Frá Alþingi. Kl. 10 f. h. á þriðjudaginn hófst þingsetningarfundur á ný og stóð fram eftir daginum. Voru allir komnir til þings nema Karl Ein- arsson. Aldursforseti er nú Sig- urður Jónsson ráðherra. Gildi kosningarma var fyrsta um- ræðuefnið. Höfðu kornið kærur einungis yfir tveim kosningum, kosningu Jakobs Möllers í Reykja- vík og ísaQarðarkosningunni. Lauk svo þeim málum að kosning Ja- kobs var ógilt. Greiddu 7 atkv. hreinar eignir félagsins 3 miljónir króna og hlutaféð l1/* miljón, er sannvirði á 100 kr. hlutabréfi 200 krónur og þá ætti landsstjórnin að greiða það verð. En ef nú hreinu eignirnar vaxa upp í 41/* miljón króua, ætti hvert hlutabréf að selj- ast fyrir þrefalt hærra verð, en nafnverð þess nemur. (100 kr. hlutabréf að seljast fyrir 300 kr.)í Hækkar þá verð bréfanna í beinu hlutfalli við það sem hreinar eign- ir félagsins vaxa, en lækka ef fé- lagið biður stórtjón, svo að eignir þess minka. Breytist því verðið ár- lega eftir reikningum félagsins. Stjórn félagsins treysti eg til þess að áætla hreinu eignirnar gætilega og sanngjarnlega i reikningum fé- lagsins, en þó getur hugsast, að hluthafar, sem hugsa sér að selja hlutabréf sin nái þeim áhrifum i stjórn félagsins, að farið verði að telja eignirnar of mikils virði. Fess vegna miðar annar liður tillög- unnar að því, að koma í veg fyrir rangt mat á eignum félagsins. Þriðji liðurinn er sjálfgefinn og þvi ef til vill óþarfur nema til að taka af öll tvímæli um það, að landsstjórnin öðlist atkvæðisrétt um öll félagsmál í réttu hlutfalli við það hlutafé, er safnast á hennar hendur. Fjórði og fimti liður tillögunnar roiðar að því, að tryggja lands- með henni, yfir 20 á móti, en nokkrir greiddu ekki atkvæði vegna þess að þeir vildu skera úr um leið um lcosningu Sveins Björns- sonar. Kosningin á fsafirði var tekin gild með þorra atkvæða og allar aðrar kosningar í einu hljóði. En út af mútukærunni á ísafirði var skorað á landsstjórnina að láta fara fram rannsókn. Kosningar. Forseti sameinaðsþings var kosinn Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeti og varaforseti Sveinn Ólafsson. Skrifarar í sameinuðu þingi Björn Hallsson og Magnús Pétursson. Til efri deildar voru kosnir: Jóhannes Jóhannesson, Sig- urður Kvaran, Halldór Steinsson, Guðmundur Ólafsson, Guðmundur Guðfinnsson, Einar Árnason, Karl Einarsson og Björn Kristjánsson. Léku langsummenn þann leik, að senda einn úr framsóknarflokknum nauðugan til efri deildar og höfðu sett Svein Ólafsson á lista sinn. Er auðsætt hvað þeim hefir gengið til þess, sem sé að hefna sin á honum fyrir starf hans í fossa- uefnd, og hindra hann frá að starfa fyrir málið í neðri deild, bæði í nefnd og á deildarfundum. Forseti sameinaðs þings fékk því þó til vegar komið að annar úr flokknum fór í hans stað. Reyndi þó Bjarni Jónsson frá Vogi að spilla því, eftir bestu getu. Forseti í neðri deild var kosinn Benedikt Sveinsson, með hlutkesti milli hans og síra Sigurðar Stef- ánssonar. Fyrri varaforseti Magnús Guðmundsson og 2. varaforseti Bjarni Jónsson frá Vogi. Skrifarar Porst. M. Jónsson og Gisli Sveins- son. I efri deild var Guðm. Björn- son kosinn forseti, Guðm. Ólafs- son fyrri varaforseti og Karl Ein- arson 2. varaforseti. Sigurður Kvar- an og Hjörtur Snorrason skrifarar. Fasiar nefndir voru kosnar á fimtudag. Voru þessir kosnir í efri deild: Fjárhagsnefnd: Guðj. Guðlaugs- son, Guðm. Olafsson og Björn Kristjánsson. Fj&rveitinganefnd: Jóh. Jóhann- esson, Einar Árnason, Hjörtur Snorrason, Sig. Kvaran og Karl Einarsson. Samgöngumálanefnd: Guðm. Guð- finsson, Guðjón Guðlaugsson, Sig- urjón Friðjónsson, Halldór Steins- son og Hjörtui* Snorrason. Landbúnaðarnefnd: Sigurj. Frið- jónsson, Guðm. ólafsson, Hjörtur Snorrason. Sjáfarúívegsnefnd: Sig. Kvaran, Björn Kristjánsson, Karl Einarss. Mentamálanefnd: Einar Árnason, Guðm. Guðfinnsson, Sig. Kvaran. Allsherjarnefnd: Jóh. Jóhannes- stjórninni, að félagið kippi ekki síöar að sér hendinni, þegar hún ef til vill er búin að leggja stórfé fram til hlutabréfakaupa, og einnig hitt að forkaupsréttui1 hennar verði ekki í reyndinni dauður bókstafur, sem fara megi í kring um. Félagsstjórnin hefir nú leyfi til, samkvæmt 4. gr. í lögum Eim- skipafélagsins, að neita um sam- þykki á eigendaskiftum hlutabréf- anna, þegar hún álítur að félaginu stafi hætta af þeim. I tillögu þessari er því ekki um lagabreytingu að ræða, lieldur um hitt, að aðalfundur feli stjórn sinni að beita núgildandi laga- ákvæðum í þeim tilgangi, að verja hina upphaflegu óeigingiörnu hug- sjón félagsstofnunarinnar. Þó að félagið geri landsstjórn- inni ofannefnt tilboð er auðvitað ekki víst, að hún þiggi það, en jafnvel þó að landsstjórnin taki tilboðinu, hefir það enga byltingu í för með sér fyrir félagið. Fyrirkomulag og starfræksla fé- lagsins heldur áfram óbreytt með öllu, ef hluthafar óska ekki sjálfir að selja hlutabréf sín. Verður þá forkaupsréttur stjórnarinnar í reynd- inni ekki annað en pappirsákvæði, sem þó er nægilegt til þess að eyða tortrygni innan félagsins. Fari aftur á móti svo, að ýmsir af félagsmönnum óski að selja i son, Halldór Steinsson, Sigurjón Friðiónsson. Þessir voru kosnir í neðri deild: Fjárhagsnefnd: Þorl. Guðmunds- son, Magnús Guðmundsson, Hálcon Kristófersson, Pórarinn Jónsson, Jón Auðunn Jónsson. Fjárveitinganefnd: Pétur Jónsson, Magnús Pétursson, Porleifur Jóns- son, Bjarni frá Vogi, Ólafur Proppé, Stefán í Fagraskógi, Gunnar Sig- urðsson. Samgöngumálanefnd: Gísli Sveins- son, Pórarinn Jónsson, Porsteinn Jónsson, Pétur í Hjörsej', Sveinn Ólafsson, Björn Hallsson, Einar Porgilsson. Landbúnaðarnefnd: Magnús Guð- mundsson, Jón Sigurðsson, Hákon Kristófersson, Stefán I Fagraskógi, Magnús Pétursson. Sjáfarútvegsnefnd: Pétur Ottesen, Porleifur Guðmundsson, Einar Þorgilsson, Magnús Kristjánsson, Ólafur Proppé. Mentamálanefnd: Gísli Sveinsson, Eiríkur Einarsson, Pétur Jónsson, Pétur i Hjörsey, Sveinn Björnsson. Allsherjarnefnd: Pétur Ottesen, Sveinn Björnsson, Porsteinn Jóns- son, Sigurður Stefánsson, Björn Hallsson. Samyinnumál. v. En sem komið er hefir samvinnu- stefnan hér á landi nær eingöngu haft áhrif á sveitirnar. Sjómenn og kaupstaðarbúar hafa lengur haldið trygð við milliliðina, heldur en bændurnir. Verkamenn á Akureyri eru eina undantekningin. Peir hafa i nokkur ár haft kaupfélag, sem dafnar vel. Pað er i Sambandinu, og setti ekki fyrir sig samábyrgðar- hræðsluna eins og sum félög í nánd við höfuðstaðinn. En það getur ekki liðið á löngu hér eftir, þangað til sjómenn mynda samvinnufélög, bæði til að versla með algenga nauðsjmjavöru, veið- arfæri og salt, en þó einkum til að selja framleiðslu þeirra fiskinn. En tvær hættur er á þeirri leið. Fyrst er veltufjárþörfin. Til að reka sjávarútveg þarf meira rekst- ursfé árlega, heldur en við sveita- búskap. Búðirnar hafa löngum ver- ið bankar íslendinga, og eru það enn fyrir sjávarútveginn, nema fyrir stærstu útgerðarmennina, sem vitanlega skifta við bankana, En kaupfélögin geta ekki og mega ekki vera peningabúðir. Þeirra hlutverk er eingöngu að kanpa og selja algenga verslunarvöru. Bank- hlutabréf sín, þá safnast þau alveg vafalaust meö tímanum á færri og færri hendur, og þá er þjóðarheild- inni og því hluthöfum sjálfum far- sælla að félagið komist undir yfir- ráð ríkisins heldur en einslakra manna, þar sem skip félagsins eru nú orðin aðal-samgöngufæri og flutn- inga þjóðarinnar við aðrar þjóðir. Eg geri ráð fyrir þvi, að sala hlutabréfanna verði hægfarari eftir- leiðis en hingað til, svo að mörg ár eða jafnvel áratugir geti liðið þangað til hlutabréfin verða öll komin í hendur landsstjórnarinnar, og að henni muni því veitast til- tölulega létt að kaupa þau, en á meðan skapar landsstjórnin — eða öllu heldur stjórn Eimskipafélags- ins sjálf — fast og sanngjarnt sölu- verð á hlutabréfunuin, sem hlut- hafar geta notfært sér, ef þeir ein- hverra orsaka vegna þurfa að losa sig við bréf sín. Bið eg nú háttvirta hlulhafa að taka ofannefndar tillögur til athug- unar. Vona eg að þeir fallist á, að þeim sé mjög í hóf stilt, en geti þó haft veigamiklar umbætur í för með sér á ástandi þvl, sem nú er í félaginu. En ef tillögunum á að verða sigurs auðið, verða fylgismenn þeirra að hafa það hugfast, að þeir verða að neyta atkvæðisréttar sins á næsta aðalfundi, annaðhvort með því að mæta sjálfir, eða á þann hátt, að gefa einhverjum er þeir treysta vel, skriflegt umboð til þess að fara með atkvæði sín á fundinum. Einarsnesi 20. jan. 1920. Páll Jónsson. ar, en ekki búöir eiga að versla með peninga. Pess þurfa sjó- menn og útvegsbændur að gæta, er þeir stofna kaupfélög. Pau geta ekki nema að nokkru leiti komið i stað selstöðukaupmanna. Pau verða að gera ráð fyrir, að félagsmenn taki lán til atvinnurekstursins ann- arstaðar en í félaginu. Skipulag félaganna er ekki miðað við að þau séu lánstofnanir. Pvert á móti er það þeirra megin regla að hönd selji hendi. Af þessu má sjá að fjölgun útibúa er óhjákvæmilegt frumskilj'rði þess að kaupfélög geti þrifist við sjávarsiðuna. Hin hættan er sú, ef sjávarmenn stofnuðu samvinnufélög, og vildu haga rekstri þeirra þannig að fé- lögin keyptu flskinn, alveg eins og kaupmaður, i stað þess að selja hann í umboðssölu á ábyrgð fram- leiðenda. Verður sú hlið athuguð síðar. Samvinnumaður. Tíðin. í fyrri viku héldti enn áfram umhleypingar með harð- indum og haldast þeir enn. — Undanfarna tvo daga hefir verið norðanátt um alt land og frostið með mesta móti, 22,5 stig á Grím- stöðum. Jarðbann um alt land. Hross tekin af Hólsfjöllum um siðustu mánaðarmót. Gæftir óstöð- ugar. í ofviðri af austanátt nú í vikunni urðu nokkrir skaðar, braut róðrarskip i Vík og þrír vélbátar ráku á land i Sandgerði. Kolashortnr. Öll þau lönd Norð- urálfunnar, sem sótt hafa kol sín til Englands sjá nú fram á kola- skort, því að Englendingar hafa nú ekki um hríð leyft úlflutning á kolum, og er óvíst hvenær úr verður bætt. Er sú orsök sögð til þess, að námaeigendur geri ráö fyrir að bráðlega komi til deflu á milli þeirra og tiámamanna, sé þá sennilegt, að verkfall verði hafið og þvi sé nú um að gera, að safna birgðum þangað til og flytja ekki út. Landsverslunin liafði áður en þelta kom til pantað töluverðar kolabirgðir og voru skip rétt ó- komin til að sækja þær, þá er tekið var fyrir útflutninginn. — Verður engum á hálsi legið fyrir að sjá ekki við slíku. Horfir nú til vandræða hér í bænum og víð- ar, fyrst og fremst um sjúkrahús og skóla. — Er einkennilegt í þessu sambandi, að taka eftir þeim tví- veðrungi, sem komið hefir fram í Morgunblaðinu ut af þessu máli. Var það sagt í einni grein í þvi blaði, að það bæri besta traust til landsstjórnarinnar um að greiða úr vandræðnnum, en næsta dag er allri skuldinni skelt á stjórnina. í fyrra skammaði blaðið lands- verslun fyrir það, að sitja með alt of miklar kolabirgðir, en nú, þegar svo miklu lengra er liðið frá styrjöldinni, hefðu birgðirnar átt að vera til. — Pað er símað frá Kaupmannahöfn, að þar sé hið sama ískvggílega útlit vegna kola- skorts. — Síðustu fréttir eru þær, að Willemoes er á leiðinni með 207 smálestir af kolum hingað til Reykjavíkur, þá mun Borg ætlað að flytja fullfermi af koksi til hafna á Norðurlandi, og loks er þriðja skipið lagt af stað frá Lundúnum með 18C0 smálestir af koksi til Reykjavíkur. Var það danskt elds- neytis-firma, sem lét íslensku land- | stjórninni eflir hvorttveggja, skip í og farm, en Bretar lögðu á sam- | þykki sitt til þess, að flytja mætti | til íslands farm þennan, í stað ! Danmerkur. Ritstjóri: Trj'ggvi l'órlmilasoi! Laufási. Sími öl. • Prentsraiöjan (Juteubcrg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.