Tíminn - 04.09.1920, Page 2

Tíminn - 04.09.1920, Page 2
138 TlMINN Skygnilýsingar Ir. Peters'. Mr. Alfr. Vout Peters er nafu- kunnur enskur miðill. Er miðils- gáfa kans einkum í því fólgin, að gefa skygnilýsingar af framliðnum mönnum. Notar hann einatt hluti, sem dánir menn hafa átt, til þess að komast í »samband« (rapport) við hina framliðnu, en alloft Iýsir hann þó án þess. Hann er venju- lega ekki ísambandsástandi(trance), heldur líkt og hann á að sér. Skygni sinni lýsir hann sjálfur þannig, að hann bæði sjái hinn dána og finni til návistar hans, eða finni á sér, hvernig hann lílur út o. s. frv. Þessi »sjón« verður þó ekki nefnd vanaleg sjón, því að ekki kveðst hann sjá með aug- unum, heldur með hluta af enninu, ofan til á milli augnanna. Skygn segist hann hafa verið alla æfi, svo langt sem hann man aftur í timann. Mr. Peters er einn af þeim fáu miðlum, sem slarfað hafa að nokkru ráði í mörgum löndum. Hefir hann farið víða, og vanið sig á að geta notað túlk. Það var því næsta eðli- legt, að Sálarrannsóknafélag ís- lands fengi hann til að koma hing- að og neyta gáfu sinnar til fróð- leiks mönnum hér. Vegna tímaskorts getur ekki orðið það gagn að komu Mr. Pet- ers’ hingað, sem ella hefði mátt verða. Reyndar hefir hann góðfús- lega lagt það á sig, að hafa tvo fundi á dag, meðan að hann dvel- ur hér, og er það alveg óvanalega mikið. Annars þykir ærið í ráðist, er miðlar hafa einn fund á degi hverjum, en bezt, að ekki sé oftar en tvisvar eða þrisvar í viku, eða þaðan af sjaldnar. En lionum end- ist venjulega ekki krafturinn leng- ur en klukkustund í senn, og hins- vegar er fjöldinn mikill, sem langar til að njóta góðs af skygni hans. En hvað er nú um þetla að segja? Er Mr. Feters’ ósvífinn loddari, sem leikur á auðlrygni fólks með upplognum lýsingum? Eða eru lýsingarnar svo alment orðaðar, að ekkert sé á þeim að græða, hvort sem miðillinn er ærlegur eða ekki? Eða í þriðja lagi — er Mr. Peters skygn í raun og veru, hvað sern skygnin er nú annars, þegar grafast skal fyrir eðli hennar? Pessum spurningum verður auð- vitað hver að svara eftir sinni reynslu. Eg hef verið á tveim skygni- lýsingafundum í S. R. F. í., þar sem flestir félagsmenn voru við- staddir. Hafði eg á síðari fundin- Rúsfar og pólverjar. Pólland hefir síðan í vor verið þungamiðja alheims viðburðanna. Pangað hafa rnænt augu bæði þeirra, sem óskuðu áframhaldandi styrjalda og hinna, sem friðinn þráðu. Versala-fundurinn hafði ákveðið að Pólland skyldi aftur sameinast og rísa úr rústum. Voru því á- kveðin landamæri, svo sem verða mátti, ef fylgt væri í aðal-atriðun- um þeirri kröfu, að til Póllands hyrfu þau héruð, þar sem pólskir menn væru í meiri hluta. Skar atkvæðagreiðsla víða úr. Ríkið skyldi vera lýðveldi. Milli Rússa og Pólverja var ekki saminn friður, því að Versala- fundurinn hafði mjög litla vel- þóknun á Lenin og stjórn hans. En Pólverjar létu Rússa hinsvegar afskiftalausa sumarið 1919, þegar afturhaldslyndir rússneskir útlagar efldu flokka mótiBolchewiekum bæði að norðan, vestan og sunnan. — Svo fór að Bolehewickar hrundu af höndum sér þeim árásum öllum og fengu geysimikið herfang, bæði í fötum, matvælum og allskonar hergögnum, því að Bretar og Frakk- ar höfðu lagt mörg hundruð milj- ónir króna í, að útbúa heri þessa. Lifebuoy- hveitið er ein hin allra besta amerískra hveititegunda. Biðjið ávalt um þá tegund ef þér viljið fá verulega gott hveiti. Hveitið Trumpeter er einnig góð tegund þótt það jafnist ekki að fullu við Lifebuoy. Pað er mjög ódýrt eftir gæðum. Par sem alt hveiti hefir nú hækkað i verði er enn brýnni þörf en ella að ná i notadrýgstu tegundirnar. um hlut með mér til þess að láta miðilinn »lesa« á hann, en var ekki svo heppinn, að hann yrði tekinn til athugunar. Af þessum fundum hafði eg því ekki annað, en að heyra lýsingar, fyrir ókunn- ugl fólk, á fólki, sem eg þekti ekki neitt. Eg heyrði raunar, að kann- ast var við flest, sem Mr. Peters sagði, og fór þaðan með þá bráða- birgðaskoðun, að hann væri ær- legur og svikalaus, enda ekki auð- velt að ímynda sér, hvernig út- Iendur maður, og ókunnugur hér, gæti komið við nokkrum svikum, nema með því einu, að hafa lýs- ingarnar svo aíment orðaðar, að þær gæti ált við sem ílesta. En um áreiðanleik lýsinganna treyst- ist eg ekki til að hafa neina skoðun, því að eg vissi ekki, hve mikið af samþykkingum fólksins kynni að eiga rót sína að rekja til þess, hve aimennar lýsingarnar væri, til atbugaleysis, fljótræðis eða hug- hrifa (suggestion). En síðan hefi eg fengið tækifæri til að vera á einkafundi með Mr. Peters; vorum við fjögur saman: frk. N. N., Yngvi Jóhannesson bróðir minn, konan mín, og eg. Hraðritaði Yngvi það, sem miðill- inn sagði, þar- eð okkur var ljóst, að annars hefðum við ekki hálft gagn af fundinum. Raunar erum við ekki búnir að vinna úr efninu, ■ eins og þarf, því að það tekur nokkurn tíma, að afla sér upplýsinga um öll þau smá-atriði, sem til greina koma, og meta þau — en það get eg þó sagt um á- rangurinn, að við erum öll sann- færð um, að Mr. Peters hefir yfir- venjulega (supernormal) og furðu- lega skynjunaihæfileika. Auðvilað er hann ekki óskeikull, en lýsing- arnar lcomu yfirleitt svo vel heim, að okkur virðist ekki unt að gera grein fyrir þeim á þann hátt, að þær sé gelgátur af hans hendi, eða of alment orðaðar til þess, að nokkuð sé á þær að treysta — enda getur ekki verið um mikið að villast, þegar miðillinn t, d. »les« á hlut, sem að eins hefir verið í eigu eins manns framliðins, og lýsir útliti mannsins, skapferli o. fl. þannig, að flest eða alt stend- ur heima. Eg skal taka að eins eitt dæmi. Við hjónin höfðum með okkur húfu af framliðnum vini okkar. Fyrst lýsti Peters honura að útliti, alveg rétt; sagði, að hann hefði verið góður sundmaður; lýsti tveim kækjum hans; sagði, að hann hefði verið veikur í hálfan mánuð og dauðinn hefði komið snögglega og óvænt. Eitt eða tvö atriði þar fyrir utan voru vafasöm eða röng. Síðastliðinn vetur reyndi sljórn Rússa, hvað eftir annað, að fá saminn frið á formlegan hátt við Pólverja, en það var ekki hsegt. Sumpart engu svarað þeim mála- leitunum, eða þá á þann hátt, að auðséð var, að eigi fylgdi hugur máli um friðinn. Höfðu Bolchewickar þó frá upphafi viðurkent sjálfstæði Póllands og vildu unna þeim sann- gjarnra landamæra í austurátt. En í stað friðar hefja Pólverjar hinn mesta ófrið er leið að vori 1920, og sækja inn í Rússland og Ukraine á gervöllum austurlanda- mærunum. Gekk Pólverjum furðu vel i fyrstu og höfðu á valdi sinu stórmikil lönd vestan og sunnan til í Rússlandi. Þóttust Pólverjar nú færir í flestan sjó og hugðust færir um að kúga aðrar þjóðir eins og þeir höfðu fyr verið kúg- aðir. Hinsvegar var ástandið heima fyrir alt anuað en glæsilegt. Land- ið hafði verið vígvöllur milli Rússa og Miðveldanna meðan heims- slyrjöldin stóð. Þjóðin hafði liðið allar þær hörmungar, sem slyrj- öldum fylgja. Bæir voru brendir og eyddir, akrar í órækt, fénaður fallinn. Framleiðsla lítil, sem von- legt var, þar sem flestir vopnfærir menn höfðu barist hver við annan í herum þriggja stórvelda rnestan hluta stríðsins. Sýnilegust var eymd Síðan tók Peters annan hlut, sem frk. N. N. var með, og lýsti konu í sambandi við hann. Þá tekur hann aftur til máls þar, sem fyr var frá horfið, og segir: »There is a man coming here, the boy with the cap. At one time he had hurt his foot. He met with a slight accident. —--------[Mr. Peters spyr, hvort við könnumst við þetta, og þegar því er neitað, heldur hann áfram:] But now I know I am right, because it is impossible for everybody to rem- ember all such slight accidents that happen. He is showing me the foot, that one time has been hurt. He had a very hearty way of laughing, he would put his hands in his pockets and laugh, and that he is doing now. He rode on a bicycle, and he had met with a slight accident on the bicycle, when he hurt his foot. That is what he is telling me. He puts his hands in his pockets and laughs heartily«. Á íslenzku: »Pað kemur hingað maður, ungi maðurinn með húf- una. Einusinni hafði hann meitt ^jg í fæti. Hann varð fyrir lítils- háttar slysi. — — — En nú veit eg, að eg heíi rétt að mæla, því að það er ógerningur fyrir hvern mann að muna öll smá-slys, sem koma fyrir. Iiann sýnir mér fótinn, sem hann meiddi sig í einu sinni. Hann hló mjög bjartanlega; hann var vanur að stinga höndunum í vasana og hlæja, og það gerir hann núna. Hann reið á hjólhesti, og hann varð fyrir lítilsháttar slysi á hjólhestinum, þegar hann meiddi sig í fótinn. Þetta er hann að segja mér. Hann stingur hönd- unum í vasana og hlær hjartan- lega«. Nú vissum við ekkert um þetta »slys« og hugðum það vitleysu einhverja. En nokkru eftir fundinn hilti eg bróður framliðna manns- ins, og hann segir mér, að þetta sé rélt — hann hafi meilt sig lilils- háttar í fæti og rifið buxnaskálm- fólksins í þvi, að taugavaiki æddi um landið og strádrap fólk svo skifti hundruðum þúsunda. Skorti flest eða alt sem hafa þurfti til varnar móti þeirri farsótt. Má nærri geta, að Pólverjum lá mest af öllu á friði, en í þess stað steyptu þeir sér út í landvinninga-styrjöld, þar sem tilgangurinn var auðsýnilega sá, að bæla undir stjórn Pólverja þjóðflokka, sem hvorki vildu heyra þá né sjá. Má segja um Pólverja eins og hægrimennina dönsku, sem vildu innlima Flens- borg, að slíkum mönnum verður ekki kent að lifa, jafnvel ekki í skóla mótlætis og mannrauna. Hver var þá ástæðan til þess- arar undarlegu ráðabreytni? Henn- ar þyrfti eigi langt að leita. Milli Frakklands og Póllands hefir jafnan verið góður þokki og alloft vinátta. Frakkar eru menn riddaralegir í hugsunarhætti og hafa jafnan látið hlý orð falla í garð Pólverja, meðan þeir voru skiftir og undirokaðir. Á tímum Napóle- ons mikla, höfðu Pólverjar von um, að Frakkar mundu hjálpa þeim með vopnum lil að hrinda af sér okinu. Mikill fjöldi Pólverja barðist þá í her Frakka. Keisar- anum þótti það gott, en hugði alls ekki á, að rétta þeim hjálparhönd. hó hafa pólskir aðalsmenn löng- um mentast í Frakklandi og búið ina sína einu sinni, er hann var á hjóli — og tilgreindi staðinn, þar sem þetta hefði orðið. Seinna hitti eg móður hins framliðna og spurði hana um þetta; hún mundi reynd- ar eftir því, að þessi sonur hennar hafði meitt sig eða fengið fótar- mein í æsku, en það var áður en hann lærði að riða hjólhesti, svo að það gat ekki átt við orð Peters’. í því kom inn þessi bróðir hins dána, sem eg gat um áðan, og færði eg þá í tal, að hann myndi muna eftir þessu. Játti hann því, og er hann skýrði nánara frá at- vikinu, fór móðir hans að ranka við sér, að þetta myndi rétt vera. Fékk eg þar staðfestingu á atriði, sem eg hélt fyrir frarn, að væri eintómt rugl. Eg get hugsað mér, að einhver muni segja, að eg hafi vitað um þetta áður, en gleymt því, og svo hafi miðillinn slætt þetta upp úr undirvitund minni. Út í þá sálma get eg ekki farið thér, en vil að eins láta þess getið, að ekki er til einn stafur, sem sanni, að undir- vitundin (í þessu tilfelli undirvit- und Mr. Peters’) sé svo fiskin, sein þessi tilgáta gerir ráð fyrir. En ef til vill gefst síðar tækifæri til þess að athuga nánara kenningar þeirra manna, seip hika ekki við að skýra obseurum per obscurum — eða jafnvel per obscurius1) — til lil þess eins að komast hjá álykt- unum, sem þeir hafa fyrir fram hugfest sér að hljóti að vera rang- ar. En hvað sem öllum skýringum líður, ber þetta atriði, ásamt fleir- um, þess vott, að Mr. Peters hafi yfirvenjulega skynjunarhæfileika. Reykjavik 28. ágúst 1920. Jakob Jóh, Smári. AVl Hafiö þér gerst kaupandi að Eimreiðinui? 1) Torskilið með torskildu — eða jafnvel með torskildara. þar langdvölum. Frönsk menning hefir verið fyrirmynd og álrúnað- argoð Pólverja. Þar við bættist, að Frakknr og Bandamenn þeirra höfðu nú brotið niður Miðveldin, og þar með greitt götu fyrir óháðu pólsku ríki. Runnu því gamlar og nýjar stoðir undir andlegt sam- band Pólverja viö Frakka. Og nú er næsta lítill vafi á því, að Frakkar hafa átt ærinn þátt í því, að hið unga pólska ríki lagði út á hernaðarbrautina, einmitt þegar það þurfti mest við friðarins. Eru skiftar skoðanir um hvort þar hafi giftulega tiltekist um leið- beining til handa skjólstæðingi. Frakkar eigi margar sakir og stórar við Bolchewicka. Er hin fyrsta stórsök sú, að Frakkar hafa lánað Rússum fyr á árum, meðan keis- arastjórn var þar í landi, óheyri- rnikið fé, svo að skiftir miljörðum króna. Rússar voru jafnan fjár- þurfa, bæði til að halda við her og flota, leggja járnbrautir um hið víðlenda ríki o. s. frv. Frönsk al- þýða er allra manna sparsömust, og þó að ekki sé stór upphæð frá hverjum manni, safnast þá er sam- an kemur. Sparifé þetla var fram að stríðinu einskonar alþjóðabanki. Franskt fé var í arðberandi fyrir- tækjum út um allan heim en ekki síst í Rússlandi. Franska þjóðin hugðist hafa keypt sér einskonar Frá útlösi dtirri. Fyrir nálega tveim árum var myrtur á Ungverjalandi Tisza greifi, sem verið liafði einn af atkvæðamestu stjórnmálamönn- uir þar í landi og forsætisráðherra þá er stríðið skall á, þótt ekki væri hann um það sekur, þar eð hann lagðist einna fastast á móti, stjórn- málamanna í Austurríki-Ungverja- landi. Eru nú fyrst hafnar ræki- legar rannsóknir í þessu morðmáli. Hefir morðinginn, Alexander Hiiett- ner liðsforingi, skýrt frá því, að stórkostlegur félagsskapur hafi stað- ið á bak við um morðið. Voru honum fengnar í hendur 100 þús. kr. til þess að kaupa nauðsynlega aðstoð um að koma morðinu í framkvæmd. Var í fyrstu áformað að ráða fleiri menn af dögum, en þelta þótti mest um vert. Fjöldi manna er við málið riðinn. Fyrst og fremst sumir leiðlogar Bolehe- wicka og auk þess Stefan Friedrich, sem seinna varð forsætisráðherra á Ungverjalandi og situr enn á þingi Ungverja. Vekur mál þetta hina mestu athygli og æsing, sem von er til. — Maður er nefndur Mannix og er doktor og erkibiskup katófsku kirkjunnar í Ástralíu. Hann er af írskum ættum. Hefir hann oft látið þung orð falla um stjórn Englend- inga á írlandi. Hefir ferðast um Bandaríkin nýlega, haldið þar fjölda fyrirlestra og sveigt mjög að írsku málunum. Frá Randaríkjun- um ætlaði hann að fara til írlands að heimsækja frændur og vini, en enska sljórnin bannaði honuin landgöngu. Hann fór með skipi frá Bandaríkjunum sem átti að fara til Liverpool, en áður en þangað lcæmi kom herskip í veg fyrir skipið og flutti Mannix í land annarslaðar á Englandi, en fór að öðru leyti ágætlega með hann. Gera ensku blöðin yfirleitt gys að þess- ari hræðslu stjórnarinnar. En ekki hefir biskupinn enn fengið leyfi til að fara til írlands. — Roald Amundsen, heirns- skautafarinn norski, er nú farinn frá Alaska til norðurheimsskauts- ins og telur sig hafa bestu vonir um að það takist. Gerir hann ráð fyrir að fimm ár gangi í ferðina. — Talið ej að franskir herfor- ingjar hafi að öllu leyti tekið að sér yfirstjórn pólska hersins og heitir sá Weygand og var fyrsti aðstoðamaður Fochs marskálks, sem er yfirhershöfðinginn. Hafi þeir notað sér af því, að Rússar höfðu hætt sér alt of langt á eftir Pólverjum á undanhaldinu og líftryggingu með stórlánum þess- um. Með þessu fé hafði Rússum verið unt að vigbúa hinn mikla bændamúg sinn. Frakkland var mannfátt en ríkt, og hafði yfir sér vofandi fallbyssukjafta og Iand- vinningahug Prússa. Með hjálp Rússa gerðu Frakkar sér von um, að bjarga frelsi og fjöri, ef til slyrjaldar kæmi við Pjóðverja. — Lánin til Rússlands voru þess vegna veitt fyrir föðurlandið — a. m. k. að nokkru leyti. Par að auki óltu þau að bera eigendun- um árlegan arð, og vera endur- borguð á sínum tima. En er Bolchewickar tóku við stjórn á Rússlandi, hætlu Frakkar að fá rentur og afborganir af lánum sínum. Bolschewickastjórnin mun tæplega hafa þóst skyld til að halda eldri samninga um þessa hluti. Heima fyrir hafði hún látið greipar sópa um eignir auðmannanna og lagt undir ríkið og til almenningsþarfa. Frönsku skuldunum þótti eigi ger- andi hærra undir höfði og það því síður, sem fénu hefði verið varið til mannvíga og hryðjuverka og meir í þágu Frakka en rússnesku þjóð- arinnar. Enda töldu Bolchewickar að Rússar hefðu meir en borgað gull- skuldina með því, að hjálpa Vest- urþjóðunum til að brjóta herveldi Þjóðverja, og afla Frökkum Elsass og Lothringen. En þessar skýringar

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.