Tíminn - 04.09.1920, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.09.1920, Blaðsíða 4
140 TlMINN IfiitagsHffi. Skóverslun. Hafnarstræti 15. Seltir landsins bestu gúmmí- stigvél, fyrir fullorna og börn, — ásamt alskonar leðui'skó- fatnaði. Fyrir lægst verð. Greið og ábyggileg viðskifti. sé ekki hægt; minnist ekki á þingið og þesskonar smáræði. Fér verðið að koma! Eg skipa! Ef þér komið ekki, er eg saunfærð um, að því veldur einhver ill kona, sem held- ur í yður. í alvöru að tala: Eg bý yfir miklum ráðum um að bjarga yður úr mikluin óþægindum og koma öllu vel fyrir. Pað er leyndarmál mitt og eg þori ekki einu sinni að hvísla um það. En þá er eg hugsa um það og afleiðingarnar, þá segi eg við sjálfa mig: Róma, þú ert dásamleg stúlka og heimurinn væri allur annai’, hefði sú ógæfa að hönduxh borið, að þú hefðir ekki fæðst. En alt er undir þvi komið, að þér komið, og þess vegna verðið þér að hlýða raér, þegar í stað, eins og góður drengur. R. V.« Það var fyrsta bféfið, sem Davíð Rossí hafði fengið frá Rómu. Rað var eins og loftið væri þrungið af hinni skæru rödd hennar er hann las það. Ilmurinn af því barst að vitum hans og ósjálfrátt bar hann það að vörum sínum. Hann tók eftir því um leið, að Brúnó var enn inni í stofunni. Rossí sá það á honum, að hann bjó yíir ein- hverju. »Var það eitthvað, sem þér vilduð, hr. Rossí?« »Ekki í kvöld, Brúnó. Yður er óhætt að hátta«, »Er það alveg víst, að það sé ekkert?« Davíð Rossi stóð upp og gekk hægt um gólfið. Það er eitthvað sem þér vilduð segja mér, er ekki svo, Brúnó?« »Jú! Fyrst þér spyrjið mig, þá vildi ég segja nokkuð«. »Hvað er það?« Brúnó klóraði sér í úfnum koll- inum og skimaði eftir hjálp Hann leit loks á bréfið. »t*að var um þetta sem ég vildi tala. Ég veit hvaðan það er«. »Hvað svo?« Brúnó var hræddur að sjá, en hann náði sér aftur og orðin hrutu af vörum hans eins og vatn úr flösku. stjórn á liði sínu. Höfðu Frakkar sent til Varsjá marga af sínum frægustu görpum, gáfaða menn og þaulreynda úr heimsstyrjöldinni. Beitlu þeir sömu aðferðum eins og Joffre marskálkur 1913, er hann sneri á flótta aðsóknarher Þjóð- verja eftir orustuna við Marnefljót- ið. Bolchewickar höfðu sótt fram margar vikur voru þreyttir og höfðu ekki bak við sig þanp járn- brautarkost, sem nauðsynlegur var til að geta staðist gagnáhlaup ó- þreyttra hersveita, sem höfðu öll hin bestu hergögn og ágæta forustu. Frakkar hafa nú um stund kom- ið tafli sínu á Póllandi í sæmilegt horf, en vanséð er hve lengi það stendur, því að Bolchewickar hafa enn mikinn liðsafla og munu hvergi nærri uppgefnir. Segja síðustufréttir að þeir dragi saman ógrynni liðs á vígstöðvarnar pólsku og sé aftur sókn af þeirra hálfu. En sigur Frakka við Varsjá eyddi öllum friðarvonum í ár. Stríðið, hungrið og taugaveikin munu halda áfram morðverkunum í Austur-Evrópu einn veturinn enn. Og kornbirgðir Rússlands og steinolíulindir verða enn eitt .árið lokaðar fyrir kaup- fúsum Vesturlanda-búum. Og vafa- samt er hvort franska þjóðin stend- ur nær með skuldheimtuna, heldur en áður yar, A * Lífsátiyr|Oarfélaoii DANMARK -= Stofnað 1871. =- Sljórnendur: A. V. Falbe Hansen dr. jur„ konferensráð, landsþingsmaður og cand. polyt. P. Lönborg. Skutdlausar eignir ca. 30 milj. kr. Tryggingarupphæð 135 milj. kr. Pessi 30 miljóna eign er sameiginleg eign þeirra sem líftrj'gð- ir eru í félaginu. — Alíslensk læknisskoðun sem fyr, og polísa » frá skoðunardegi hér. — Félagið hefir keypt fyrir yflr 50 • púsund krónur i bankavaxtabréfum Landsbanka íslands. — Fé- lagið hefir lánað bæjarsjóði Reykjavikur 150 þúsund krónur. Hár bónus. Lág iðgjöld. Aðalumboðsmaður: Porvaldur Pálsson, læknir BauUastræti ÍO. Ritstjórum blaðanna er kunnugt um að lífsábyrgðarfélagið Daumark tekur og hefir tekið íslenska læknisskoðun full-gilda og heimilað umboðsmanni sinum hér að afhenda skírteini pegar að læknisskoðun afstaðinni. Nýjar bækur: Um áburð eftir Sig. Sigurðsson, formann Búnaðarfélags íslands. Með mörgum myndum. Verð 6.00, innb. 9.00. Vígslóðl, styrjaldarkvæði eftir Stephan G. Stephansson. Upplag að eins tæp 700 eintök. Verð 3.50, innb. 6.00. — Bíðið eliki eftir þvi að hún þrjóti. Tímarit Pjóðræknisfélftgs íslendinga í Vesturheimi. I. ár. Verð 6.00. — Enn er nokkuð eftir af þessu slórmerkilega og vandaða riti og æltu fslendingar hérna megin hafsins að sjá sóma sinn í að kaupa ritið upp og það sem fyrst. Að eins 400 eintök komu til landsins. Þurheysgerð eftir Metúsalem Stefánsson. Verð 1.25. Kaldavermsl, kvæði eftir Jak. Jóh. Smára. Innb. í alsilki, gylt snið, hylki. Verð 20.00. — Bezta tækifærisgjöfin! Ljóðfórnir eftir R. Tagore. Innb. í silki 10.00. \ Söngvar förumannsins eftir Stefán frá Hvítadal. Innb. í silki 12.00 Svartar fjaðrir eftir Davið Stefánsson. Verð 8.00, innb. 12.00, með skinnhylki 13.50. Fóstbræður eftir Gunnar Gunnarssoni Verö 8.50, innb. 13.50. — Tví- mælalaust langbesta bók Gunnars! • • Bækur þessar fást hjá öllum bóksölum á landinu eða beint frá Bókaverslnn jitsxh ^rnasoaar, Keykjavik. »Blátt áfram það, að fólk er farið að tala um yður«. , »Hvað segir það?« »Hvað það segir . . I Ég barði einn rétt áðan, svo að haun rauk um koll, fyrir það! Hann var full- ur — en maður beyrir einmitt sannleikann hjá því fólki; og hvað skal segja ef það er satt«. »Ef hvað er satt?« »Að eitthvað hafi komist upp á milli yðar og fólksins!« »Segja menn það?« »Já, hr. Rossí. Og lítur ekki svo út. Þér- verðið að játa að það lítur ekki vel út. Fólkið festi von sina á yður þá er þér hófuð máls um lýðveldið. Nú er mánuður liðinn og þér hafið engu komið í verk«. Rossí gekk álútur fram og aftur um gólfið. »Þolinmæði!« segi ég, »sá verð- ur drýgstur sem fer hægt«, segi ég. Svo er nú það. En stjórnin, hr. Rossi, hún heldur hiklaust sinni stefnu. 40,000 hermönnum er stefnt samau til þess að halda í hemil- inn á fólkinu. Enginn veit hvað að höndum ber, þá er brauðskatturinn gengur í gildi, binu fyrsta næsta mánaðar. Það er ekki verra að deyja af skoti, en úr hungri«. Davíð Rossí svaraði ekki og í angist sinni hélt Brúnó áfram. »Fólkið festi von sína á yður, en heill mánuður er liðinn . . . « »Hvað segir fólkið um ástæð- una?« »Ástæðuna? Hafið þér ekki heyrt þetta; Sólin í augun, orustan töp- uð. Það er ástæðan. Sólin í augun — þér skiljið hvað ég á við. Ann- að kvöld á fyrsti fundurinn að vera í forstöðunefndinni. Þér hafið sjálfur boðað hann, en þó halda flestir að þér munuð ekki koma. Og hvar eruð þér þá? í húsi vondr- ar konu!« »Brúnó!«, hróppði Rossí i ströng- um róm, »hvaða rétt hafið þér til að segja þetta?« Brúnó var agndofa yfir dirfsku sinni, en hann reyndi að bjargast með þvi að hleypa skapi i sig. »Rétt! Eg hefi vinarréttinn. Eg get ekki horft á það, án þess að hafast að, að þér séuð svikinn! Fyrirætlunin er sú að yfirbuga þjóðina með því að veikja foringj- ann. Konunni er att af stað til að afvegaleiða manninn. Sú saga er jafngömul Metúsala. Hafið þér ekki heyrt orðtækið: Maðurinn er eldur, konan er tundur, svo kemur djöf- ullinn þeim saman«. Brúnó hafði talað sig heitan, en reyndi nú að brosa beisklega. Davið Rossí stóð beint andspænis honum. »Eg veit hvað eg fer með. Ráð- herrann stendur á bak við. Bon- ellí baróni er all af gert aðvart um það, er Davíð Rossí heimsækir Donnu Rómu. Þau skrifast á á hverjum einasta degi. Eghefisjálf-* ur sett bréfin í póstkassann. Hús hennar, er hús hans. Hvaðan ætti hún að fá vagna, hesta, þjóna og einkennisbúninga ?« Brúnó varð æ órórri og þó hélt hann áfram. »Hún dregur yður á tálar, hr. Rossí! Það er alveg greinilegt! Þér hittuð hana í hjartastað og gömlu blóðsuguna líka, þá er þér tölúðuð á torginu um daginri. Nú ætlar hún að hefna sín og hans«. »Nú er nóg komið, Brúnó«. »ÓI1 borgin veit það. Og allir munu hlægja að yður!« »Eg hefi sagt, að nú er nóg komið! Farið að hátta!« »Sei, sei já. Hjarlað segir lil sín og tekur ekki sönsum!« »Farið að hátta, segi eg«, hróp- aði Rossí og þá þagnaði Brúnó, því að liann heyrði, að nú var alvara á ferðum. »Það hefði átt að vera nóg, að það var kjaftæði yðar að kenna> að eg gerði konu þessari rangt til«. »Mér að kenna?« »Já, yður!« »Alls ekki!« »Jú, ef eg hefði ekki hlýtt á það sem þér sögðuð um hana, áður en eg þekii og sá hana sjálfur, þá hefði eg aldrei sagt það, sem eg sagði«. »Hún átti það alt skilið, sem þér sögðuð«. »Hún átti ekkert af því skilið, og það voru lygar yðar sem því ollu, að eg baktalaði hana«. Brúnó drap titlinga eins og hon- um hefði verið -rekinn löðrungur. Svo reyndi hann að hlægja. »Látið mig bara hafa það. Asn- inn er keyrinu vanur. En, farið ekki of langt, Davíð Rossí!« »Þá ættuð þér ekki að henda á lofti ósannindi og lygifregnir«. »Lygifregnir! Heilög guðsmóðir! Er það lygifregn, að hún tældi ýður á vinnustofuna sina til þess, að skemta vinkonum sínum. — Er það lygifregn?« Og Brúnó misti alveg stjórn á sér og rak upp hlátur, svo að tók undir í stofunni. »Haldið bara áfram, finnist yður það við eiga!« »Hvað eiga við?« »Að eta brauð hennar, og tala illa um hana!« »Það er lygi, Davið Rossí, og það er yður vel lcunnugt! Það er mitt eigið brauð, sem eg et, en ekki hennar. Yinna mín, er mín eigin eign, og eg get selt hana hverjum sem er. En samvisku mína getur hún ekki keypt!« Andlitið á Davíð Rossí bráðnaði eins og snjór fyrir sólu. »Það var órétt af mér að segja þettta, Brúnó. Eg bið yður fyrir- gefningar«. »Segið þér þetta og það eftir að eg hefi móðgað yður?« Davíð Rossi rétti honum hend- ina og Brúnó tók fast i hana. »Eg hefi engan rétt til þess, að vera yður reiður, Brúnó. En j'ður skjátlast um Donnu Rómu. Trúið mér, kæri gamli vin. Þér gerið henni hörmulega og hræðilega rangt til«. »Þér haldið þá, að hún sé góð og heiðarleg kona?« »Eg veit að hún er það«. »Væri betur að eg gæti trúað henni eins og þér. En eg hefi þekt hana í tvö ár«. »Og eg hefi þekt hana í tuttugu!« Það mátti lesa hina mestu undr- un í andliti Brúnós. »Viljið þér vita hver hún er? Hún er dóttir vinar míns gamla á Englandi«. »Hans, sem dó á EIbu?« »Já«. »Hans, sem fann yður og ól upp, þá er þér voruð fátækur drengur í London«. »Hann var faðir Donnu Rómu«. »Hann var þá af Volonna- ættinni«. »Já og mér var sagt ósatt — að hún væri dáin og grafin«. Brúnó þagði andartak og svo sagði hann klökkur. »líversvegna drápuð þér mig ekki, þá er eg sagði, að hún myndi svíkja yður? Fyrirgefið mérl« »Eg fyrirgef yður Brúnó, í henn- ar nafni en elcki í mínu«. Brúnó sneri sér undan. Ljósið féll á grammófóninn þá er hann opnaði dyrnar, hann benti á hann og sagði: »Var það hann, sem sagði yður það?« Rossí kinkaði kolli. »Voru það boðin, sem liann flutti?« Rossí kinkaði aftur kolli: »Það voru síðustu orð vinar míns gamla til mín. Á banasæng- inni sagði hann mér frá því, hvar dóttir sín væri, hvílíkum hæltum hún væri i, og Jtíl mér að gæta hennar og bjarga henni«. »Það var ef til vill þess vegna, að þér .... fóruð lil hennar . . . «. »JáI« »Það var til þess, að hlýða síð- ustu orðum vinarins, að þér léluð þessa heimskingja og iðjuleysingja hæða yður pg móðga?« »Já!« Nú komu tár fram í augun á Brúnó: »Gleymið því sem eg sagði um heimsókn yðar til hennar«. 1 »Nei, eg get ekki gleymt þvi og eg vil ekki gleyma því, og eg ætla ekki að heimsækja hana oftar«. »Þér eruð þá búnir að uppfylla bæn vinar yðar«. »Guð einn veit. En eg hefi gert það sem eg hefi getað, og nú er það búið«. »Ætlið þér að hætta kynnum við hana?«- Rossí svaraði ekki. »Hví skylduð þér ekki tala við dóttur gamla vinar yðar?« »Hafið þér gleymt því, Brúnó, sem eg sagði einu sinni: Fari mér að þykja of vænt um konu, mun eg flýja hana?« »En hvers vegna, .sé hún góð?« »Munið þér heimsókn Carls Ming- liellís ?« »Já«. »Hann ætlaði, af persónulegum ástæðum, að fremja verk, sem virtist folkinu í liag. Eg rak hann út. — Haldi eg áfram, er eg ekki hóti betri«. Brúnó þagði andartak og sagði svo: »Eg skil þaðl Guð hjálpi yður, Davíð Rossíl Einmunaleg er leiðin, sem fyrir yður liggur«. Rossí dró þungt andann og bjóst til að skrifa. »Eg kem á fundinn annað kvöld, Brúnó«. »Góða nólt«, sagði sá gamli góði maður og þurkaði sér um augun. Fréttir. Horíar eru orðnar afleitar hér syðra um fiskþurk og heys. Eru þeir teljandi sólskinsdagarnir á suðurlandi síðan sláttur byrjaði og nú eru liðnar margar vikur þurklausar. . Knattspyrnumóí stendur enn yfir í bænum og tekur knatt- spyrnufélag Vestmanneyínga þált í því auk Reykjavíkur-félaganna Þriggja. „ísland“ kom frá Kaupmanna- höfn um síðustu helgi. Meðal far- þega voru Jónas Jónsson skóla- stjóri samvinnuskólans, ásamt með konu sinni og Sveinn Björnsson sendiherra. Skipið fór aftur um miðja vikuna og flulti út um 200 besta. Yísi-Gísli. Alþýðufyrirlestur um hann, eftir Brynleif Tobíasson rit- sljóra, hefir blaðinu borist, skemti- legt erindi og fróðlegt, útgefið á Akureyri af Oddi Björnssyni. — Sömuleiðis erindi sama höfundar um Grím Thomsen skáld. Einn og yfirgefinn stendur Vísir uppi með sínar fáránlegu kenn- íngar um gengi íslenskrar krónu. Hefir gengið maður undir manns hönd, að koma vitinu fyrir rit- stjórann, en hann ber höfðinu við steininn og segir alt vitleysu, sem allir aðrir segja, eftir reglunni: »vér einir vitum«. Stefna Vísis er í fæstum orðum þessi: að skamma Dani hlóðugum skömmum fyrir fjárdrátt og biðja þá um leið um ölmusu. Úr ferðalagi. Margir Reykvík- ingar eru að koma heim úr sumar- ferðalagi. — Forsætisráðherra og fræðslumálastjóri eru nýkomnir úr ferðalagi um Norðurland og Einar Helgason garðyrkjustjóri úr ferða- lagi um Austur- og Norðurland, Síldveiðaskipia eru nú að koma að norðan hvert af öðru. Ritstjóri: Tryggri Þórhallsaoa Laufási. Simi 91, Prentsmiðjaa Guleabe rg,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.