Tíminn - 28.01.1922, Síða 1

Tíminn - 28.01.1922, Síða 1
©jQÍbfeti Cimans er Sigurgeir ^ r i Ö = r i f s f o n, Sambanösfyúsinu, HeyfjaDÍf. ^fcjreifcsía Címans er þjd © u ö g e i r i 3 ó n s f y n i, bjuerfisgötu 34. Sími 286. VI. ár. r Islandsbanka- fundurinn 10. desember 1921. Eftir Láius H. Bjainason hæstaréttardómara. Eg vík í'yrst að smærri tillög- um mínum, tillögum, sem jafnvel sterkustu eiginhagsmunahvatir hefðu átt að geta samlagast. Geymi tillögurnar um breytingu á kjörum fulltrúaráðs og banka- stjórnar þangað til síðast. Annars eru allar svokallaðar sér- tillögur mínar þann veg til orðn- ar, að þær af undir 40 tillögum alls fengu eigi nægilegt fylgi með- nefndai’manna minna til þess að komast í hóp sameiginlegi’a til- lagna voiTa. Engin þeirra er eft- irfarandi „útbrot“. Aftur á móti studdi fjármála- ráðherrann þær allar á des-fund- inum. Og má ætla, að það hafi mátt sín nokkuð á fundinum, þótt ekki hrykki það til, svo sem það hefði átt að gera. því að óhætt mun — þótt ekki sé farið lengra en í síðast bii-tan reikningsút- drátt bankans — að kveða svo ríkt að, að — þágan sé ekki öll ríkissjóðs meginn um það, hvoi’t bankalögin frá 1921 skuli koma til framkvæmda eða ekki. En sú skoðun hefir sennilega ekki fest nægilega sterkar rætur í huga allra nánustu aðstandenda bank- það hefir hingað til verið talið aðalefni allra reglugei’ða, að herma efni þeirra laga, sem þeim er ætlað að útfylla og skýra. þessa hefir stundum gætt svo mjög, að sumar reglugerðir hafa fremur líkst uppprentun hlutað- eigandi laga heldur en sjálfstæð- um ritsmíðum. Reglugerðir Islandsbanka hafa og fylgt þessari venju, þangað til í þetta skifti. þar hefir ávalt komið út reglugerðarviðauki eða breyting, þegar lög hafa gefið til- efni til. þannig fór upphaf 10. gr. upp- haflegu reglugerðarinnar með á- kvæði 6. gr. bankastofnunarlag- anna nr. 11, 1902 um hlutfall seðlaveltu og gjaldgengrar mynt- ar o. fl. Samkv. 6. gx’. laganna átti þ4 seðlaveltu að vera trygð- ur með gjaldgengri mynt, er væri ávalt fyrir hendi í bankanum og útbúum hans, og af þessari mynt átti helmingurinn að vera gull- mynt Norðurlanda. þessu ákvæði stofnlaganna var breytt með 3. gr. laga 10. nóv., nr. 65, 1905 á þá leið, að gjald- genga- myntin í bankanum og út- búum hans átti að vera 3/io hl. seðlaveltu og 5/6 hl. gjaldgengu mýntarinnar átti að vera gull- mynt Norðui’landa. Hér var þann- ig hert á bankanum um seðla- trygginguna, sénnilega til jafn- vægis því, að bankinn hafði með 1. gr. laganna fengið þá ívilnun, að „málmforðinn“ þyrfti eigi að vera framvegis meiri en 3/8 seðla- veltu í stað 4/8 upphaflega. Hér að lútandi ákvæði 3. gr. laganna frá 1905 stendur enn í fullu gildi. því átti það þegar af þeirri ástæðu að takast upp í reglugerðina, sem var á prjónun- um í sumar og vetur. því varð viðaukatillaga mín við 10. gr. upphaflegu reglugerðai’- innar á þessa leið: „Af málmforða bankans skal ávalt vera fyrir hendi i bankanum svo mikið, að það svari a. m. k. til 3/io hluta seðlafúlgu þeirrar, sem úti er í hvert skiíti, enda sé það gjaldgeng mynt og 5/« hlutar þess gullmynt." Hei’ra Jón Magnússon var mér sammála um þetta, enda gerði hann fyrirvara um hlutaðeigandi saméiginlega breytingartillögu, sem hafði ekki tekið upp hér- prentaðan viðauka minn. Eg þori ekki að fullyrða, að samblöndun á „málmforða“ og „gullfoi’ða“ hafi valdið því að þessi viðauki minn komst eigi inn í sameigin- legu tillöguna. En tímalitlum blaðlesendum vil eg benda á, að „málmforði“ í merkingu banka- laganna er ekki aðeins ómyntað gull og myntaður málmur (gull, silfur og kopar), heldur ýmsir út- lendir peningaseðlar og loks kröf- ur á nokkra útlénda banka. þessi sjálfsagða tillaga féll á fundinum. En væntanlega verður 3. gr. bankalaganna frá 1905 þó ekki talin út gildi gengin. Og ann- ar málmforði en gullið, sem alt á að geymast í Rvík eftir 2. mgr. 3. gr. bankalaganna frá 1921, þá ekki heldur talinn mega vera ein- hversstaðar út í bæ, utanbæjar eða jafnvel utanlands. 20. gr. upphaflegu reglugerðar- innar hljóðaði á þessa leið: „Fulltrúaráðið ge.tur ályktað, að fela einstökum fulltrúum sérstakar tegundir af störfum sínum til fram- kvæmda og að annast endurskoðan- ir í skrifstofum bankans, sumpart liinar reglulegu endurskoðanir, sum- part endurskoðanir á óákveðnum timum, enda sé ályktunin um það samþykt með eigi færri en 5 atkv.“ Hér er aðeins um heimild að ræða, sbr. orðið „getui'“, sem víst aldrei hefir verið notuð, enda á valdi minni hluta fulltrúaráðs, t. d. útlendu fulltrúanna, að koma notkun heimildarinnar fyrir katt- arnef. í öðru lagi er heimildin of þröng, tekur benim orðum að eins til endurskoðunar. • Og það sem verst er. Fulltrúaráðinu er hér opnuð leið til að velta starfi og ábyrgð af sér yfir á þann eða þá, sem það kynni að vilja nota. Af þessum ástæðum var grein- in ósamræmileg því endurreisnar- starfi, sem fullti'úaráðinu nú var ætlað. því hljóðaði ein af sértil- lögum mínum á þessa leið: „Fulltrúarnir skulu, eftir samráði við forsætisráðherra, athuga alt á- stand bankans sumpart á tilteknum og sumpart á ótilteknum tímum." Herra Jón Magnússon tók þátt í orðun tillögunnai’, sem uppruna- lega var lengi'i, og var henni þannig samþykkur. Á saman- burði hennar við gamla ákvæðið sést, að hér átti að stofna til gagngjörðrar breytingar. Full- trúaráðið alt var skyldað til eftir- lits, sbr. orðið „skal“, og eftirlit þess skyldi ná til alls ástands bankans. Enda varð svo að vera, því að fulltrúaráðið átti framveg- is að vera: „Ej blot til Lyst“. En tillagan féll nú samt. I 43. og 44. gr. upphaflegu reglugerðai’innar er talað um ,,einkarétt“ bankans til seðlaút- gáfu. þetta hefir aldrei verið rétt- mæli, því, eins og kunnugt er, hef- ir landsstjórnin frá upphafi bank- Reykjavík, 28. janúar 1922 ans gefið út 3/4 miljón króna í seðlum (Landsbankaseðlana). En allra síst verður þetta rétt- mæli, komist bankalögin frá 1921 í framkvæmd. Samkv. þeim geng- ui' seðlaútgáfuréttur bankans ár- lega stórum til þurðar, og hverf- ur að sama skapi undir lands- stjórnina. Enda hvergi minst á „einkarétt“ í lögunum frá 1921, heldur að eins nefnd „seðlaútgáfu“ bankans, sbr. 1. og 6. gr. laganna. Eg bar því fram breytingartil- lögu í þá átt, að í stað „einka- réttur til seðlaútgáfu“ kæmi: réttur bankans til seðlaútgáfu. En — hún féll! Viðaukagrein c, sem talin var „endanlega samþykt“ á sept.- fundinum, telur upp þau gjöld, sem bankinn á að greiða í ríkis- sjóð, og lýkur á þessa leið: „Að öðru leyti má aldrei íþyngja Islandsbanka með nokkru gjaldi eða skatti, öðrum en þeim, sem framan er getið, ineðan hann hefir seðlaút- gáfurétt samkv. gildandi lögum." Líkt ákvæði var í viðaukagrein c í upphaflegu reglugerðinni, en auk þess er þar önnur viðauka- grein, d, svohljóðandi: „Jafnvel þótt stimpilgjald verði lögleitt á íslandi, má ekkert slíkt gjald leggja á seðla bankans, bækur hans, ávísanir, né skuldbindingar, sem útgefast af honum og í nafni hans, heldur ekki á skuldbindingar, sem veita bankanum handveðsrétt, hlutabréf bankans eða yfirfærslur á þau, né á yfirfærslur á bankaskulda- bréf þau, sem nefnd eru í 3. gr. lag- anna (nr. 11, 1902) 4. gr. reglúgerð- ar þessarar.“ Eg lagði það til, að þessi grein félli niður, þar sem það stæði í eldri og yngri viðaukagrein c, að bankinn greiddi eigi önnur gjöld en þar talin, enda líklega ekki til þess ætlast, að bankinn slyppi við lögmælt gjöld, yrði hann fyr eða síðar hreinn einkabanki, sbr. nið- urlag yngri c viðaukagreinar. En sú tillaga féll sem hinar. Áður en eg vík að „sértillög- um“ mínum um breytingar á launakj örum fulltrúanna og bankastjóranna, ætla eg að greina árstekjur þeirra af bankanum, eins og þær hafa verið hæstar og lægstar og síðan meðaltal þeirra. Læt þess þó getið, að mér er ekki kunnugt um launakjör eins bankastjórans, hygg laun hans þó ekki alllítið lægri en hinna, enda sagt, að hann hafi engan ábatahluta fengið. Ekki veit eg heldurmeð vissu, hvort föstlaun hinna bankastjóranna eru nú söm og áður. Ábatahluti fulltrúa og banka- stjóra til samans hefir árin 1904 —20 verið lægstur: 4285 kr. (1913) en hæstur: 163,830 kr. (1919). Ábatahlutanum er fyrst skift í tvent. Rennur annar helm- ingurinn til fulltrúanna og skift- ist þar í 7 staði, en hinn helming- urinn rennur til bankastjóranna, og mun þar stundum hafa verið skift milli tveggja en stundum milli þriggja, og ekki altaf í jafna hluti. Samkv. þessu hefir ábatahluti hvers fulltrúa verið lægstur 306 kr. (1913) og hæstur 11.702 kr. (1919). En árlegur ábatahluti hvors bankastjóra, hafi arðinum verið tvískift, lægstur 1071 kr. (1913) en hæstur 40,957 kr. (1919). Auk ábatahlutans, hefir hver fulltrúi 1000 kr. fasta ársþókn- un. Hafa árstekjur hvers fulltrúa alls þannig verið lægstar 1306 kr. (1913) en hæstar 12.702 kr. (1919). Föst árslaun bankastjóranna tveggja munu vera: annars 20,000 kr. en hins 15,000 kr. þeg- ar á ófriðinn leið, var bætt við þá 100% dýrtíðaruppbót. 1919 hefir eftir því annar bankastjór- inn haft 80.957 kr. tekjur af bank- anum, en hinn 70.957 kr., hafi ábatahluta þeirra verið tvískift. Taki maðui’ meðaltal árstekna fulltrúa ogbankastjórannatveggja öll árin 1904—20, bankastjóranna þó án dýrtíðaruppbótar, sem eg man ekki hvenær byrjaði, þá verður útkoman þessi: Hver fulltrúi hefir þá að meðaltali haft 3234 kr. árstekjur af bankanum, en hvor bankastjóranna, með tví- skiftum ábatahluta, annar 27.819 kr. (þrísk. áb.hl. 25,213 kr.) og hinn: 22.819 kr. (þrísk. áb.hl. 20.213 kr.). En sé ábataveltiárunum 1918— 19 slept, sem hækka meðaltalið ákaflega, þá verður meðaltal árs- tekna hvers fulltrúa: 2146 kr., og hvors bankastjóra, dýrtíðarupp- bótarlaust (með tvískiftum arði), annars: 24.012 kr. (þrísk. áb.hl. 22.675 kr.) og hins: 19.012 kr. (þrísk. áb.hl. 17.675 kr.). Eins og sést af því, sem áður segir um fulltrúaráðið, er sá mikli munur á kjörum fulltrúa og bankastjóra, að fulltrúarnir hafa dregið hlut sinn á þurru landi, en bankastjórarnir haft mikið og ábyrgðarríkt starf á hendi, ekki síst á ófriðarárunum og síðan. Hins vegar leiðir það af full- komnu áhrifaleysi fulltrúaráðsins á' allan rekstur bankans hingað til, að ábatavon þess getur eigi hafa skaðað bankann beinlínis. En nú, er fulltrúaráðið’ átti að taka við yfirstjórn bankans, horfði málið alt öði-uvísi við. Fanst mér því eigi mega fresta lengur, að tilganginum til, ekki ólíkum umbótatilraunum, sem við Tr.Gunnarsson, j eg,þáverandi full- trúi í bankaráðinu, bárum fram ,á alþingi 1907 og prentaðar eru í A-deild þingtíðindanna það ár, á þingskjali nr. 480 og hljóða svo: „Fulltfúar alþingis í bankaráði ís- landsbanka skulu njóta 600 kr. árs- þóknunar úr landssjóði hver, enda taki þeir hvorki laun né ábatahluta af hendi bankans.“ Var þessi tillaga rökstudd þannig, að þingkjörnu fulltrúarn- ir ættu „að gæta hagsmuna lands og lýðs og sýnist þvi réttara, að ómakslaun þeirra greiðist úr landssjóði, en frá þeirri stofnun, sem þeir eiga að líta eftir.“ En tillagan féll við nafnakall með miklum atkvæðamun. Nú bar eg fram 2 tillögur til breytinga á launakjörum fulltrúa- ráðs og bankastjórnar, fyrst þá aðaltillögu, að ábatahluti fulltrúa og banka- stjóra skyldi með öllu falla niður, og hvorirtveggja aðeins hafa föst laun með dýrtíðaruppbót. Skyldi hver fullti-úanna hafa 2400 kr. föst árslaun og sömu dýrtíðaruppbót og embættis- menn, en á launakjörum banka- stjóranna var engin breyting ráð- gerð, að sleptu brottfalli ábata- hluta. Ábatahluti sá, er fulltrúaráð og bankastjórn hafa hingað til 4. blað notið, skyldi renna til hluthafa og varasjóðs, til jafnra skifta. En v a r a tillagan var á þá leið: að launakjörum fulltrúa og bankastjóra skyldi óraskað að öðru leyti en því, að ekki skyldi mega reikna ábatahluta þeirra af hærri ársarði heldur en af 300,- 000 kr. Eftir því hefði óskiftur ábata- hluti hvora um sig, fulltrúaráðs og bankastjórnar, aldrei getað orðið hærri en 15.000 kr. á ári. Hefði ársábatahluti hvers full- trúa þá eigi getað orðið hærri en 2142 kr., og tvískiftur ábatahluti bankastjóranna ekki hærri en 7500 kr., eða þrískiftur ekki hærri en 5000 kr. Ein af aðalástæðum mínum fyr- ir báðum till. var og er ótti fyrir því, að ábatahlutalaunamátinn geti, ekki síst alveg ótakmarkað- ur, haft, jafnvel heiðarlegustu og bestu bankastjórum að ósjálfráðu, miður holl áhrif á hag bankans og þar af leiðandi á hag almenn- ings. Sannur hagur aðalbanka og almennings er, að mínu viti, alveg óaðskiljanlegur, ekki síst seðla- banka 'og almennings. Að vísu bætir eitt af nýmælum sameigin- legu tillagnanna, sem þó gekk fram á fundinum, þ. e. skylda stjórnar og hluthafafunda til að „afskrifa“ orðið eða líklegt tap, nokkuð úr, en hvergi nærri til fulls. því launamáti, sem heimilar bankastjórunum tvöfaldan auka- ábata við aðallaunin og fulltrúun- um um tólffaldan aukaábata og jafnvel miklu meira — hann er áreiðanlega alveg óhæfur. Sérstaklega er slíkur launamáti alveg afleitur í seðlabanka, sem telur sig hafa rétt til að gefa út seðla „eftir því sem viðskiftaþörf- in krefur“, ekki síst meðan seðl- ar hans eru óinnleysanlegir. Banka, sem hefir ofmikið af slíkum seðlum, hlýtur að vera líkt farið og stórum, vígbúnum her. það hlýtur fyr eða síðar að koma ofmikill skriður á báða. það er eðlislögmál, sem leitar útrásar. Og afleiðingarnar geta þá orðið ægilegar. Eg segi ekki, að óhollra áhrifa af þessum ástæðum hafi gætt í rekstri bankans. Eg segi ekki, að seðlavelta bankans eða trygging lána hafi af þessum sökum orðið önnur en ella mundi. það efast 'enginn um ráðvendni bankastjór- anna. En slíkra áhrifa getur gætt fyr eða síðar, jafnvel að ósjálf- ráðu, ekki síst með auknu valdi fulltrúaráðs. Og slíkur möguleg- leiki nægir varkái-um mönnum. Undir slíka lekahættu er á- byggilegast sett með afnámi allr- ar aukaborgunar eftir arði. En það má setja viðunanlega undir hættuna með hæfilegri takmörk- un ábatahlutans. En að slíkri hættu sleptri, þá renna fleiri stoðir undir þessar tillögur mínar. Fyrst og fremst hagsmunir hluthafanna. Hluthaf- ana hefði þannig stundum dregið það eigi alllítið, ef ábatahlutan- um hefði verið skift jafnt milli þeirra og varasjóðs. 1919 hefðu þeir t. d. fengið um 2 kr. hærri ársvexti af hverju 10.0 kr. hluta- bréfi, auk þess sem varasjóður hefði hækkað. Hlutabréfin, sem mig minnir að hafi einhverntíma komist jafnvel 40% upp úr nafn- verði, en nú standa í 55—65,

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.