Tíminn - 28.01.1922, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.01.1922, Blaðsíða 4
f 16 T 1 M I N N fram hjá lögfræðingunum, þá eru eftir t. d. þeir stórmerku menn Ólafur Briem og síra. Skúli Skúla- son. Með hinum fylstu rökum hefir Tíminn haldið því fram að hér væri um óþarfa og óhæfa fjár- eyðslu að ræða. Og þá kemur spurningin: Hversvegna var þetta gert? Ástæðan liggur alveg beint við — þó að önnur hliðstæð dæmi væru ekki til enn frekari söxm- unar. Sigurði yngra frá Vigur var veitt þetta embætti af því að hann er sonur eins þess þing- manns, sem öflugast styður landsstjórnina. það hlýtur eitthvað að liggja bak við þegar landsstjórnin eyðir þannig fé algerlega að óþörfu. það er engin skýring til önnur en þessi. Sannleikanum er hver sárreið- afstur. þessum óhrekjanlega sannleika vei'ður Sigurður yngri svo æfar- reiður, að á laugardaginn var ræðst hann á mig með ógurlega langri og ógurlega flónslega rit- aðri skammagrein. Nálega ekkert af greininni fjallar um efnið, dá- lítill hluti hennar um heiðarleik föður hans og hans sjálfs, en langmestur hlutinn eru ærumeið- andi persónuleg ummæli um mig. Eru þar margir þættir „prívat“-lífs míns dregnir fram á þann hátt sem honum hefir þótt við eiga. Tilgangur hans er vitanlega sá að fá mig til að gjöra hið sama, til þess að kjarni málsins gleym- ist. Tilgangur hans er sá að koma fyrir kattarnef þeirri viðleitni minni að átelja óhæfilega með- ferð landsstjórnarinnar með landsfé, og stjórnmálaspillinguna, svo að endi verði á það bundinn. Honum mun ekki takast' það. Eg hefi enga tilhneigingu til að hefna mín á honum og svara hon- um í sama tón. þó ekki lægi til þess önnur ástæða, þá er sú nóg, að eg þekki hina sálfræðilegu á- stæðu til þess að hann hefir rit- að slíka grein. það er miklu alvarlegra að gera öðrum rangt, en að verða fyrir röngu. þjóðina varðar ekkert um „prí- vat“ líf Sigurðar yngra, fremur en um mitt. En um hitt varðar alþjóð ís- lands: ef landsstjórnin snarar út fé úr ríkissjóði .öldungis í þarf- leysu, ef landsstjórnin notar að- stöðu sína til þess að styrkja stuðningsmenn sína fjárhagslega, með því að veita þeim embætti að óþörfu. þessvegna hefi eg nú svarað þér með rökum, Sigurður, en ekki með skömmum. Svarað með því að útskýra málið, þannig að þjóð- in eigi hægt um vik að kveða upp dóm um framkomu okkar bekkjar- bræðranna. Eg öfunda þig ekki af þeim dómi. Hann mun liggja yfir ófar- inni æfi þinni eins og skuggi. Eg hefði gjarna kosið þér annað hlutskifti. Ályktarorð. Eg ætla að ljúka þessu máli með fáum ályktarorðum. Landsstjórnin hefir drýgt tvö- falda synd: Hún hefir eytt fé landsins að óþörfu með því að taka nýjan og óþarfan starfsmann í opinbera þjónustu. Hún hefir enn aukið á stjórn- málaspillinguna í landinu, þar eð hún gerði þetta til þess að tryggja sig í sessi. þú, Sigrurður yngri, hefir ekki farið betri för. Vegna persónulegra hagsmuna þinna hefir þú gripið til þess ó- yndisúrræðis að láta vörn þína vera eintómar persónulegar sví- virðingar um mig. Mér gekk aftur á móti ekkert / annað til en að koma í veg fyrir stjórnmálaspillingu og óþarfa fjáreyðslu á þeim tímum er þjóð- in er stödd á glötunarbarmi gjald- þrotsins. Ólíkt höfumst við að. Eg þakka þér það tilefni sem þú hefir gefið mér til að rök- styðja mál mitt. Tryggvi þórhalUson. ----o---- Á víð og dreíS. Skrítið námsskeið. Ræktunarfélag 'Norðurlands hélt námsskeið á Akureyri nýverið. Búnaðarfélagið sendi tvo fyrirles- ara. Ritstjóri Dags, Jónas þor- bergsson, bauðst til að halda þar fyrirlestur um samvinnumál. Var því vel tekið í fyrstu, en síðan neitað. Borið við, að alt myndi fara í bál og brand ef hreyft væri við verslunarmálunum. Ræktunar- félagið er félag bænda, sem lang- flestir eru samvinnumenn. En stjórn félagsins er líklega meir á bandi milliliðanna, heldur en bú- ast mætti við. Fróðlegt hyað næst fréttist af félaginu. Til samanburðar. Fyrir nokkrum árum flettu blöð í Khöfn ofan af óþörfu starfsmannahaldi í einni skrif- stofu, sem átti að vinna í þágu almennings. Sögðu að skrifararn- ir kæmu á morgijana, hefðu ekk- ert að gera, læsu blöðin, fengju sér litlaskatt og færu svo heim. Einhverjar af undirtyllunum fóru af stað — í blöðin — til að verja sig. En þá voru þeir kaffærðir með aðfinslum frá tveim hliðum. Yfirmenn undirtyllanna sögðu að þeir ættu ekki tala, hefðu engan rétt til að tala um slík mál. þeir væru bara verkfæri. Ef nokkur svaraði eða gæfi skýringar, væru það yfirmennirnir'. Að sama skapi gerðu andstöðublöðin gys að þessum vesalingum. Gaman að vita hvort íslenska stjórnin fylg- ir nú fordæmi dönsku mömmu. Hefir stundum verið gert þegar síður skyldi. Eða er fé fóstra líkt? Baðhús Reykjavíkur. Reykjavík á leikfimishús handa börnum sínum, en ekki baðhús. Aldrei hægt að reisa það fyrir fá- tækt, þótt miljónir hafi verið lagðar í gas og rafmagn. Borgar- stjóri og J. þorl. alt af lagst á móti. í fyrra vetur heimtaði hin frjálslynda skólanefnd fé til bað- húss. Fjárveiting, 50 þús., marð- ist í gegn. Á móti borgarstjóri, J. þorl. og Sigurður Jónsson, einn af kennurum skólans, sem stend- ur á móti umbótunum. Sást þar umhyggja þess flokks fyrir vel- ferð barnanna. Undir leikfiinis- húsi barnaskólans var geysistór ónotaður kjallari, sem sjálfsagður var fyrir baðhús. En þeir verk- fróðu menn litu öðruvísi á. Dar.sk- ur verkfræðingur gerði teikn- ingu. Vildi byggja fyrir alt að 50 þús. kr. steinhús við enda leikfimishússins. Skyldu þar vera 5 bunur, handa 14—1500 börn- um. Björn Jakobsson leikfimis- kennari og teiknikennari barna- skólans sáu teikningu þessa og sönnuðu, að fráleit vitleysa væri að byggja slíkt baðhús. Veitti ekki af 30 bunum og tveimur her- bergjum til að klæða sig úr og í. Næst skal sagt frá, hversu vin- um skólans tókst að eyðileggja það. Vantraust Rangæinga. Vantraustið á stjórnina sam- þyktu Landeyjamenn á þingmála- fundi í einu hljóði: 1. Fyrir und- anhald gagnvart kúgun Spán- verja. 2. Vegna ríkislántökunnar. 3. Fyrir meðferð á láninu. 4. Fyrir að vanrækja rannsókn landráða- málsins. 5. Fyrir að horfa að- gerðalaus á innflutningshöftin Jördin HKelar í Borgarflrði, ásamt hjáleigunni Hrísás, fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Semjið við ábúanda jarðarinnar, Eyjólf V. Sigurðsson, Melum. Hér með tilkynnist að öll bókbandsvinna er lækkuð í verði. Enn- fremur að sama verðlag er hjá öllum bókbandsverkstofum bæjarins. Reykjavík 20. janúar 1922. Arsæll Árnason. Félagsbókbandið (Þ. Grunnarsson). Bókband ísafoldarprentsm. h. f. Brynjólfur Mag-nússon. Arinbj. Sveinbjarnarson. G-uðgeir Jónsson. Ársfnndur Búnaðarfélags islands vei’ður haldinn í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík, þriðjudaginn 21. mars n. k. og byrjar kl. 4 síðdegis. Þar verður skýrt frá fjárhag félagsiús, framkvæmdum þess og fyrirætlunum, rædd búnaðarmálefni og bornar upp tillögur, er fundur- inn óskar að .búnaðarþingið taki til greina. Reykjavík, 18. jan. 1922. í fjarveru forseta. Eiwa.i’ Helgrason. laaiassa,®8 sstödux1 Formanns-, gjaldkera- og bókarastörfin við Spailsjóð Húnavatns- sýslu eru laus til umsóknar. Gjaldkera verður séð fyrir húsnæði, ef með þarf. Umsóknir sendist fyrir 5. mars næstk. til sýslumannsins í Húna- vatnssýslu, sem gefur nánari upplýsingar. höfð að engu. 6. Fyrir orðufarg- anið. Loks samþykt að heimta ströng innflutningshöft og út- flutningsnefnd. ** ----o--- Villur vega. Jóni bónda Hannessyni á Und- irfelli hefir orðið það á, að rita um mál í Morgunblaðið, sem snertir samvinnufélögin. Hann er þó einn af elstu félagsmönnum Kaupfélags Austur-Húnvetninga og var fulltrúi á aðalfund Sam- bandsins síðastliðið vor. Eina hugsanlega afsökunin er sú, að ókunnugleiki valdi. Ætti það þó að vera á allra vit- orði að Morgunblaðið er gefið út af heiftúðugustu óvinum sam- vinnufélaganna. það er beinlínis rekið með þann tilgang fyrir aug- um fyrst og fremst að vinna ó- gagn félagsskap samvinnumanna um alt ísland. þetta er hið háleita markmið þess blaðs. Bein afleiðing þessa er sú að Morgunblaðið tekur ekki aðrar blaðagreinar en þær sem það álít- ur að vinni félagsskap samvinnu- manna ógagn, beinlínis eða óbein- línis. Grein Jóns var ádeila á blað sámvinnumanna nyrðra. þess- vegna tók Morgunblaðið greinina. það hugðist þarna að geta blás- ið að ófriðareldi milli samvinnu- manna innbyrðis. Mundi það ein- hver hin kærasta fregn f þeim herbúðum. Tíminn vill mjög alvarlega benda Jóni Ilannessyni á það, að hann hefir þarna farið villur vegar. Innbyrðis deilumál hljóta æ að rísa í hóp samvinnumanna. En þeir mega aldrei sækja vopn yfir í herbúðir hinna römmustu óvina í þeirri deilu. „Að tvístra og sigra“ var orð- tak Rómverja. Sem einn maðui’ eigum við að standa út á við samvinnumenn- irnir, allra helst nú, þegar úrslita- orusta er háð um það, hvort sjálfbjargarviðleitni okkar stand- ist hina erfiðustu tíma, eða hvort aftur á að ganga undir ok kaup- mannsins. Annars skal það tekið fram, að af grein J. H. virðist mega draga þá ályktun að einstökum fundar- mönnum hafi verið bannað að at- huga reikninga Sambandsins. Er það með öllu tilhæfulaust. Á fundi þessum æskti framkvæmda- stjóri þess sérstaklega að nefnd manna athugaði hina endurskoð- iðu reikninga. Fulltrúar Hún vetninga (J. J. L. og J. H.) unnu stöðugt með þeirri nefnd, töldu sig hafa fengið fullnægjandi upp- lýsingar og greiddu atkvæði með svohljóðandi ályktun sem nefnd- in bar fram og samþykt var í einu hljóði: „Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir fjárhag Sambandsins og tel- ur hann tryggan. Sömuleiðis lýs- ir fundurinn fylsta trausti á fram- kvæmdastjórn Sambandsins og vottar henni þakkir fyrir vel unn- ið starf“. í þessu ljósi er grein J. H. enn óskiljanlegri. -----o---- 1 dag eru liðin 10 ár síðan íþróttasamband Islands var stofnað hér í bænum. Markmið I. S. í. er það, a ð auka félög'unum afl og samtök með því að þau lúti öll einni yfir- stjórn og hlíti allsherjarreglum, a ð vera fulltrúi íslands um öll íþróttamál gagnvart öðrum þjóð- um og að styðja af fremsta megni íþróttir og fimleika, er horfa til eflingar líkamlegri og andlegri orku hinnar íslensku þjóðar. I. S. í. átti allörðugt uppdrátt- ar í fyrstu. Gekk illa að koma fé- lögunum í skilning um að þau þyrftu að hafa samband og sam- vinnu. En þetta er óðum að breyt- ast. Eru sambandsfélögin nú alls orðin 96 að tölu. Sambandið hefir alls látið iðka 18 íþróttagreinar. J>að hefir gef- ið út átta bækur um íþróttir og íþróttamál: Lög og leikreglur í. S. I., Knattspyrnulög í. S. í., Glímubók í. S. I., Almennar regl- ur í. S. í. um knattspyrnumót, Heragabálk skáta, Olympíuförina 1912 og Ákvæði um afreksmerki I. S. I., Handbók skátaforingja og Sundbók I. S. I. 1. hefti en 2. hefti er á leiðinni. Auk þessa hefir I. S. í. séð um sendiför íslenskra íþróttamanna á olympisku leikina 1912 og 1920 og tekið á móti erlendum íþrótta- mönnum: dönsku knattspymu- mönnunum 1918 og norsku fim- leikamönnunum 1921. Styrks hefir Sambandið notið úr ríkissjóði enda verið ráðunaut- ur stjórnarinnar um öll íþrótta- mál. Axel Tuliníus fyi’verandi sýslu- maður hefir verið formaður I. S. í. frá upphafi og unnið mikið og gott starf í þarfir íþróttanna. ----o---- Tíðin. Eimuna blíða hefir ver- ið undanfarna dag um land alt. Málssókn. Stjórnarráðið hefir ákveðið að láta höfða mál gegn 6 mönnum út af viðburðunum sem gerðust um brottvísun rúss- neska drengsins. Eru það þessir menn: Ólafur Friðriksson rit- stjóri, Hinrik Ottósson stud. jur., Markús Jónsson, Reimar Eyjólfs- son, Jónas Magnússon og Ásgeir M. Guðjónsson. Páfinn dó úr lungnabólgu á laugardaginn var. Bannmenn í Svíþjóð bera fram tillögu um það á ríkisþingi Svía að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um vínsölubann á næsta ári. Grein Lárusar H. Bjamason hæstaréttardómara, sem birst hef- ir í blaðinu undanfarið, kemur út sérprentuð von bráðar. Um 200 manns borðar nú dag- lega hjá Samverjanum. Flestir eru gestimir börn. Forsætisráðherra kom heim með Gullfossi um miðja viku. Inflúensan. í símskeyti sem birt er í þessum mánuði í Berlingske Tidende um inflúensuna í Ham- borg segir svo að það sé hin skæð- asta sótt sem þar hafi gengið síð- an kóleran var á ferðinni. ----o---- Óþörf eyðsla á. landsfé. Stjórnin hefir nú um langt skeið haft Gunnar Egilson fyrir erindreka á Suðurlöndum með 20 þús. kr. árslaunum. Starf þetta var fyrirsjáanlega óþarft. Fisk- salan að heita má öll í höndum 4—5 útlendinga. Ítalía, þar sem G. E. hefir lengst af dvalið, nær því gjaldþrota, og sárlítil versl- un verið þar með fisk. Og í þokka- bót lét stjórnin manninn aldrei fá erindisbréf, af hræðslu við Dani. Ilafði hann því ekkert á að byggja, að hann væri í landsins þjónustu. í þetta er nú búið að eyða alt að 40 þúsundum. Auk þess skuldaði Gunnar landinu 20—30 þús. þegar hann var send- ur til Genúa, frá því hann var sendimaður í Ameríku. þykir ó- líklegt að sú skuld verði goldin. pað sýnir smekk Jóns Magnús- sonar að senda Gunnar sem erind- reka í annað sinn, áður en hann hafði staðið skil á fyrri skuldinni. A. + B. Ritstjóri: Tryggvi þórliallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.