Tíminn - 04.02.1922, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.02.1922, Blaðsíða 2
18 T 1 M I N N II Mlnir l sueitui og berklalögin nýju eftir G. Bjömson landlækni. pað er tími til kominn að eg lúki við þetta lauslega umtal mitt um berklalögin nýju, því eg á svo margt órætt enn við almenning um ýms einstök atriði, sem bæði snerta þetta mál og líka heil- brigðishagi þjóðarinnar yfirleitt og alla velferð hennar. Hér fara þá á eftir 6 síðustu greinar laganna: 15. gr. Nú er sjúklingur félagi í sjúkrasamlagi, er nýtur styrks úr , ríkissjóði samkvæmt lögum nr. 39, 11. júlí 1911, um sjúkrasamlög, og skal þá samlagið greiða þann hluta meðlagskostnaðarins i sjúkrahúsi eða hæli, er annars ætti að greiðast úr sýslu- eða bæjarsjóði samkvæmt 14. gr., þó ekki lengur en sjúklingur hef- ir rétt til styrks samkvæmt lögum samlagsins, enda láti samlagið berklaveika sjúklinga njóta sömu réttinda og aðra sjúklinga. þegar greiðslutíma samlagsins er lokið, þá skal dvalarhéraðið taka við af sam- laginu og greiða sama iduta með- lagsins þangað til sjúklingurinn fer burt úr hælinu eða sjúkrahúsinu, enda hefir þá dvalarhéraðið sama rétt til endurgreiðslu og sagt er í 14. gr. Um •greiðslu úr ríkissjóði fer eftir ákvæðum 14. gr. 16. gr. Engan þann styrk, sem berklayeikur sjúklingur nýtur af op- inheru fé, ef hann hefir orðið styrk- þurfi vegna sjúkdómsins, má telja fátækrastyrk, enda sé hann ekki aft- urkræfur, nema sjúklingurinn sjálfur eða aðstandendur hans séu þess megnugir að greiða hann að ein- hverju eða öllu leyti. Undanteknir þessum hlunnindum skulu þeir sjúklingar, sem þrjóskast við að verða við áskorun héraðslækn- is um dvöl í hæli eða sjúkrahúsi. Einnig þeir, sem sýna megnt kæru- leysi um smitun annara manna, þrátt fyrir aðvaranir læknis. 17. gr. Stjórnarráðið setur, í sam- ráði við landlækni, reglur um hráka- ílát og ræstingu i vinnustofum, verk- smiðjum, skrifstofum, búðum, gisti- húsurn, samkomuhúsum, svo sem kirkjum, skólum, leikhúsum, kvik- myndahúsum, danssölum og þvi um Iiku, opinberum byggingum og far- þegaskipum. Ennfremur reglur um flutning berklaveikra á farþegaskip- um. Heilbrigðisnefndir skulu, undir yfir- umsjón héraðslæknis, hafa gát á þvi, að þessum reglum sé fylgt. A þeim stöðum, þar seirv heilbrigðisnefndir eru ekki til, skulu hreppsnefndir gora það. Eftirlit með farþegaskipum hefir þó landlæknir sjálfur, eða annar er heilbrigðisstjórnin setur til þess. 18. gr. Nú þarf héraðslæknir að taka sár ferð á hendur vegna fyrir- mæla laga þessara, og greiðir þá sýslusjóður' ferðakostnaðinn, en rikis- sjóður endurgreiðir helminginn. Kostnaður við sótthreinsanir, svo og við að útvega bækur þær og eyðu- blöð, er getur um í 2. gr., greiðist úr ríkissjóði. 19. gr. Brot gegn lögum þessum varða sektum, frá 10 til 500 krónum, og skal farið með þau sem almenn lögreglumál. 20. gr. Með lögum þessum eru úr gikli numin lög nr. 31, 23. okt. 1903, um varnir gegn berklaveiki, og önn- ur ákvæði, er fara í bága við lög þessi. Um 15. gr.: Sjúkrasamlög eru hvergi komin á fót í sveitum. Eg veit líka vel, að til sveita eru þau þjóðþrif miklum erfiðleikum bund in, en nauðsynin -er þar engu minni en í kaupstöðunum. Mun eg því síðar gera mér það mál að sérstöku greinarefni. Unt 16. gr.: það er eitt mann- úðlegasta ákvæðið í þessum lög- ujn, að veikindastyrk til berkla- veikra sjúklinga má ekki telja fá- tækrastyrk. Bara eitt að: þetta ætti svo að vera um alla sjúk- dóma. Veikindastyrk til þurfandi sjúklinga ætti aldrei að telja fá- tækrastyrk. I þessari grein gerði þingið breytingu á tillögum berklanefnd- arinnar — og síst til bóta. 1 frumvarpi nefndarinnar stóð: „enda sé hann (þ. e. styrkurinn) ekki afturkræfur, nema sjúkling- urinn sjálfur eða aðstandendur hans óski að greiða hann að ein- hverju eða öllu leyti“. þegar við lítum á lagagreinina, þá vakna þessar spumingar: Hver á að dæma um það, hvort sjúklingur- inn sjálfur eða aðstandendur hans eru þess megnugir að endur- greiða þeginn styrk? Og hversu lengi á þessi krafa að vofa yfir höfði þeim? Eg hefi átt tal um þetta við dómsmálaráðherrann (og vitan- lega um lögin öll) ; er ekki afráð- ið enn hvernig þessu ákvæði verð- ur framfylgt. Um 17. gr.: Reglur um hráka- íiát o. s. frv. eru til, hafa lengi verið til (Reglur um hrákaílát og gólfræstingu 21. júní 1904 og við- auki við þær reglur 22. sept. 1904). Verða þær látnar halda sínu gildi óbreyttar fyrst um sinn. En reglur um flutning berkla- veikra á farþegaskipum hafa ekki verið til. það málefni er harla vandasamt og eg veit ekki enn hvort eg fæ því framgengt, sem eg helst myndi kjósa. Um 18. gr.: Hér er þess eins að gæta, að sé um valdboð að ræða samkvæmt 13. gr., þá greið- ir ríkissj óðpr allan ferðakostnað héraðslæknis, sbr. síðustu máls- grein 13. greinar. Framh. -----o---- ,Ferðamenska‘ og iii. Sókn Lárusar á hendur samvinnu- mönnum fyrir „ferðamensku" var hættuspil fyrir hann sjálfan. „Ferða- menska" af leiðinlegasta tægi var margsönnuð á hann sjálfan og náinn vandamann hans. Að áfella aðra fyrir það, sem sannað var á þá feðga, var að játa „synd og sekt“ á þá sjálfa. það besta sem Lárus gat vonast e.ftir var það, að fá einn samvinnumann, og í þessu tilfelli mig, inn á þann „söfnuð", sem faðir hans stofnaði 1912, og sonurinn hefir styrkt í verki 1921. En það allra versta, sem komið gat fyrir piltinn, var það, að sá mað- ur, er hann vildi draga i samfélag hinna útvöldu gæðinga Jóns Magnús- sonar, réyndist að v.era „anti-ferða- maður“, þ. e. á hinni hversdagslegu braut þeirra manna, sem ekki marg- selja vinnuafl sitt. til að klófesta meiri peninga en þeim er ætlað að fá. þó að yfirlýsing forstjóra Sam- bandsins hafi reyndar gert árás Lár- usar á mig að engu, mun eg taka fyrir hin einstöku atriði. Eklri mín vegna, því að það er óþarft, lieldur til að samanburður við þá feðga geti sannað lesendum þess blaðs hættu þá, sem landinu stendur af „ferða- ménsku", ef sýkin skyldi mjög út- breiðast. Til að fá kaup mitt hjá sámvinnu- félögunum gert að „ferðamensku", skáldar Lárus sem hér segir: 1. Sérstakt lcaup reiknað fyrir rit- stjórn Tímaritsins, svo skiftir þúsúnd- um, sérstök ritlaun við það, hæstu embættismannslaun sem ritlaun við annað samvinnublaðið. þetta eru alt tóm staðtaus ósannindi. 2. Reiknar mér íbúð þá, sem fylgir starfi mínu við skólann, reiknar hús- ið alt með fölsku verði, tugum þús- unda of hátt. Reiknar að síðustu ó- bygða lóð, sem rúmar hús fyrir 800— 1000 manns, og sem geymd er fyrir framtíðarfyrirtæki ísl. samvinnu, i verði Sambandshússins og leikur sér þar að veita mér þannig mörg þús- und króna „tekjubót", sem varla mun eiga sinn líka áður í sögunni. 3. Reiknar inér ýmsa smápósta, en færir ekki til tölur. þó að þar sé lika hvert orð ósatt hjá Lárusi, mun samt minst á þá liði síðar, af því sá hluti af grein hans sýnir skrítna þætti i sálarlífi hans sjálfs, eins og í skugg- sjá. Niðurstaðan er því sú, að í stað þeirra mörgu og stóru upphæða, sem pilturinn vill gefa mér, hefi eg árið 1921 fengið sömu kjör og aðrir skóla- stjórar í þjónustu landsins, með sam- bærilegar stöður hér í bænum, með tveim undantekningum þó: 1. Fimm hundruð króna lægri laun- um, heldur en forstöðumenn kenn- ara- og stýrimannaskólans. 2. Ritstjórn Tímaritsins og alla vinnu við það, fyrir ekki neitt. Enn- fremur unnið að tveim bókum við- komandi samvinnustefnunni, sem báöar koma út þetta ár, án þess að fá eins eyris sérborgun frá Samband- inu eða nokkrum öðrum. 'Utreikningur Lárusar verður þess- vegna, eins og máltækið segir, „verstur fyrir piltinn sjálfan11. Ilöfuðrökvillur eða blekkingar Lár- usar í þessu máli eru tvær, fyrir utan hin mörgu minniháttar ósann- indi. 1. Að blanda óbygðri lóð Sambands- ins inn i leigumála á nefndu húsi. 2. Að reikna íbúð skólastjóra til verðs, sem sérstaka kauphækkun. Fyrri falsröksemdin gerði grein Lárusar þegar í upphafi að vind- höggi. Allir sáu að taumlaus ofsi og gremja stýrði penna piltsins. Ti! að geta eina viku, þ. e. þangað til Tím- inn kom næst út, staðið sigri hrós- andi frammi fyrir allra lægstu vits- munum höfuðstaðarins, vinnur hann að vera varanlega hlægilegur frammi fyrir öllum landslýð. þessi vitleysa ei svo fáheyrð, að leitað hefir verið sennilegra skýringa í sálarlífi höf. Hefir því verið haldið fram að af sérstökum ástæðum kunni orðið „lóð“ að hafa bergmálað fyrir eyrum hans. Svo sem kunnugt er gat Lárus auð- veldlega, árið sem leið, hafa heyrt talað um lóðakaup landsins á Siylu- firði, i dómsmáladeildinni, sem mun liggja mjög nærri „utanríkisherbúð- um“ stjórnarráðsins, þar sem yfir- jmaður réttvísinnar í landinu, ,1. M., hefir skeggrætt hina siðferðislegu hlið málsins við aðra spaka menn. Ennfremur gat Lárus hafa heyrt tal- að um þessi siglfirsku lóðakaup heima í Iiúsi dómarans, föður síns. Svo sem kunnugt er vantaði fyrir skömmu eitthvert lítilræði, líklega minna en 100 þús. krónur í eitt. horn- ið á kassa póstmeistarans í þessu jiorpi. Eftir rsékilega yfirvegun keypti fósturjörðih síðan hús og lóð þessa starfsmanns, og mun hafa lát- ið andvirðið renna í póstsjóð. Getur iiú Siglufjörður státað af því, að hafa eitt hið dýrasta pósthús, sem til er hér á landi utan Reykjavíkur, en ef til vill ekki hið besta. Gárungarnir meta hús og lóð á 20 þús., en landið lieli/' að 'sögn gefið alt að ferfalt hærra verð fyrir það. Af ástæðum, sem 'ekki verða greindar hér, gátu Lárusi hafa verið lóðakaup þessi 1 fersku minni, og það ef til vill rugl- að dómgreind hans. í öðru sambandi mun minst á síðar, hvort Lárus kynni i þessu máli að geta æft eitt- livað vísindagrein þá, sem hann telur sér mjög kæra. En um það síðar. Um að reikna íbúð skölastjóra í skólum sem viðbótarkaup, er fyrst að segja, að það er alger nýjung. íslenska þjóðfélagið hefir sjaldan getað, og ekki altaf viljað gera mikið fyrir uppeldismálin. En eitt er stöð- ug regla við fasta skóla fyrir ung- linga og börn, alstaðar þar sem því verður við komið, að einn af starfs- mönnum skólans, og þá venjulega skólastjórinn, búi í skólanum. Við kennara- og stýrimannaskólann fylg- ir ibúð fyrir skólastjóra. Sömuleiðis við gagnfræðaskólana,' búnaðarskól- ana, og við flesta hina helstu barna- skóla i kauptúnum og sjóþorpum. þessi regla, að skólastjóri eigi að hafa íbúð í skóla þeim, sem hann vinnur við, er svo föst, að þar sem skólinn er á bónbjörgum með liús- næði, eins og t. d. Vélstjóraskólinn, þar borgar landið skólastjóranum svo sérstaklega vegna húsaleigu, ljóss og hita, eftir því sem gjaldkeri landssjóðs hefir tjáð mér. Að ókeypis íliúð fylgi skólastjóra, er alviður- kend regla íslenska þjóðfélagsins. Og að þessi hlunnindi eru ekki reiknuð sem kaupuppbót, eða hækkun, sést á því, að ibúðir skólastjóra hafa ekki verið dregnar frá við útreikning dýr- tiðaruppbótar á undanförnum ári,im. Af því má sjá, að landið og löggjaf- arnii' líta á íbúð skólastjóra eins og óaðskiljanlegan hluta af kostnaði við skólalialdið, þ. e. alveg liliðstætt við kenslustofur. jiessvegna er álveg fjar- stætt að reikna íbúð kennara sem kauphækkun, af því að þessi viðbót er lögð fram vegna þeirra, sem nema í skólanum, en ekki fyrir þá sem kenna. Á saina liátt má reikna skrif- stofumanni húsáleigu af skrifstofu til lcáupuppbótar, og verður það síð- ai' gert, þogar settur verður upp reikningur Lárusar sjálfs, eftir þeim forsendum, sem liann hefir gefið í grein sinni. Til athugunar má geta þess, að landið reiknar ekki ibúð sem sér- staka kaupuppbót hjá öðrum starfs- mönnum. Læknirinn á Vífilsstöðum, l.ióðir .1. M. ráðlierra, hefir t. d. feng- ið nýja íbúð á stríðsárunum, sem kostar um 175 þúsund krónur að sögn. Sá læknir myndi dýr, ef reikn- uð væru yfir tuttugu þús. kr. í ofan- álag á laun hans, fyrir íbúð, ljós og liita. þar sem nú að J. M. og Jóh. Jóh. hafa verið fremstir í flokki um alla stjórn hér á landi, undanfarin missiri, og bera þar með ábyrgð á Vífilsstaðahúsinu, má_ gera ráð fyrir að þeim súrni elcki í aug- um langtum minni upphæðir vegna samvinnustefnunnar. Tvö atriði geta enn komið til greina í þessum húsamálum. Fyrst hvort landið hefir miklar tekjur af íbúð hins núverandi póstmeistara á Komandí ár. IV. Fjármál. Við fjármál landsins hafa verið tveir annmarkar, ef litið er á starf þingsins. Annarsvegar eru skattamál- ‘ in í hinni mestu óreiðu, gersamlega skipulagslaus. það er sú liliðin, sem snertir öflun fjárins. Hin er eyðslan. þar er Hka alt á ringuíreið. Síðasta þing skildi við fjárlögin með 2 miijóna tekjuhalla, fyrir utan miklar ábyrgðir fyrir togaraeigendur o. fl. atvirmurekendur, sem tæpt voru staddir. Takist ekki að laga báðar þessar hliðar mjög fljótlega, er ekki annað sýnilegt en að landið verði fyr en varir 1'uHkomlega ósjálfbjarga í fjármálaefnum. Tekjur landsins eru fengnar með tvennu móti aðal- lega: Tollum og tekjuskatti. Tollarnir eru ranglátir að því leyti, að þeir koma svo að segja jafnþungt niður á menn, sem eru öreigar, og þá, sem eru ríkir. þeir eru þar að auki dýrir í innheimtu. En samt eru þeir minst óvinsælir allra skatta, af þvi þeir eru greiddir smátt og smátt, svo að segja um leið og hverrar máltíðar er neytt. Tollarnir eru teknir úr vösum manna, án þess þeir verði varir við. þetta er þeirra aðalkostur. Og- i skjóli þess svefnþorns, sem almenningi er stungið við greiðslu tollanna, liafa íslensku löggjafarnir haldið áfram ár frá ári að auka tekjur landssjóðs með nýjum hækkunum. Að siðustu hafa tolltekjurnar svo verið veð- settar Bretanum. Eigna- og tekjuskatturinn er nú að fæðast i nýrri mynd, fyrir forgöngu Magnúsar Guðmundssonar. Er alt. það verk tómt hrófatildur, og mun varla standa lengi. Er þess varla von, þegar gætt er að undirbúningnum. þessi ráðherra hafði með sér um stund til aðstoðar tvo hagfróða menn, þá Héðnm Valdimarsson og þorstein þor- steinsson. þeir viðuðu að sér einliverju af erlendum stuðningsritum, en hvorugur þeirra kynti sér málið erlendis. Alt í einu lét ráðherrann þessa aðstoðarmenn hætta, en bræddi síðan sjálfur hálfunnið verk, úr byrj- unarstarfi þeirra. Að lokum var frumvarpi stjórnarinn- 'ar flaustrað gegn um þingið. Nú er verið að byrja að framkvæma lögin og list flestum illa á. Kerfið alt ákaflega flókið og óljóst, óg gætir hvarvetna reynsluleys- is og þröngsýni. Skatturinn byrjar á mjög lágum tekj- um, kcmur þungt niður á lágt launuðu starfsfólki með föstum launum. En á háum tekjum er skatturinn mjög vægur, og er auðséð, að þar á að hlífa. ’Er það gagn- stætt heilhrigðri skynsemi, og reynslu nábúaþjóðanna. I-Ijá sumum nábúunum hefir tekjuskattur af stórtekj- um farið upp i 80% hin síðustu ár, og sist verið slakað á klónni, þar seni af miklu var að taka. Meðan nef- skattar eru notaðir sem grundvöllur í skattamálum, þ. e. lagt jafnt á alla fátæka sem ríka, þá verður fyrst að gæta hófs, að byrði sú, sem lögð er á öreigana, verði þeim ekki um mogn. þessvegna ætti fjármálastjórnin á hverju ári að láta reikna út og birta, hve þungir nefskattarnir væru á hvern mann að meðaltali. Má gera ráð fýrir, að með þeim félagsmálaþroska, sem er liéy á landi, og sem ekki breytist til batnaðar nema á alllöng- um tíma, verði tollarnir varanlegt höl á íslandi enn um langt skeið. Munu þeir þá að öllum jafnaði verða riógu þungbærir öllum, sem ekki hafa nema liinar svoköll- uðu þurftartekjur. Tekjuskatturinn getur þessvegna að- eins komið til greina þar sem um meiri tekjur eða auð- legð er að ræða. Núverandi eigna- og tekjuskatti verður vafalaust breytt mjög bráðlega, og er þess síst vanþörf, þar sem um slíka vansmíð er að ræða. Tekjuskatturinn má ekki lenda á þurftarlaunum almennings, meðan tollamir hvíla þar á með fullum þunga. I-Iann verður að vera auka- hyrði þeirra efnuðu og riku. þá þarf vel að gæta þess, að slikum mönnum verði erfitt um undanbrögð. Hér er engin reynsla í því efni, og illa séð fyrir í tekjuskatts- lögunum. Ilvenær sem nokkurt vit á að verða í þeirri tegund skattheimtai, þurfa einn eða fleiri víðsýnir og vel mentir menri að rannsaka ítarlega framkvæmd tekju- skattslaganna i 4—5 löndum, sem lengst eru kornin í því efni. Næsta verkefni í skattamálum landsins er að rann- saka gjaldþol landsmanna. I-Ivað mikið þjóðfélaginu er fært að leggja á herðar almennings af nefsköttum, og hvenær hægt er að láta þá minka, og síðar hverfa. Og i öðru lagi að koma skipulagi á beinu skattana, og sjá um, að ekki verði farið i kring um skattþieimtumenn- ina, af því að formið sé óhentugt og þeir fákunnandi um starf sitt. Ef þetta tækist livorttveggja, væri mjög auðvelt að láta skattana hækka og lækka frá ári til árs, eftir á- stæðum þjóðarinnar,. Mætti þar að nokkru leyti byggja á sama grundvelli, eins og nú er gert um dýrtíðaruppbót starfsmanna i þjónustu landsins. Eftir vond ár lækkuðu skattarnir, en hækkuðu að sama skapi við góðæri. Allir sjá nú, að þjóðin liefði getað borið hærri skattabyrðar, beinar og óbeinar, á stríðsárunum, þegar allii' græddu riemá landið, heldur en nú í kreppunni, þegar hinn ný- fséddi beini skattur byrjar að hafa áhrif. Umbót skattamálanna er sama eðlis og aðrar urii- bætur sem gera þarf hér á landi á öðrum sviðum. í stað samhengis-, yfirlitslausurar og ranglátrar löggjafar, þarf að koma fast og heilbrigt skipulag, bygt á sann- gimi og hinni víðtækustu reynslu. þá er að víkja nokkrum orðum að meðferð fjárins á Alþingi. þar kennir sama skipulagsleysisins. Stjórnin leggur til einhver bráðabii'gðafjárlög. En hún hefir enga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.