Tíminn - 04.02.1922, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.02.1922, Blaðsíða 4
20 T 1 M I N N F Samband Islenskra Samvinnufélaga Vatnsaflið vinnur dag og nótt. Reykjavik 14. janúar 1922 Island Klæðaverksmiðjan »Álafoss« Laugaveé 30 Sími 404 Sínmefn i: » Alafoss«. hefir fyrirlyg'g'jandi og útvegar kaupfélögum alls konar landbúnaðarverkfæri Sláttuvélar, Milwaukee Rakstrarvélar, Milwaukee Snúningsvélar, Milwaukee Brýnsluvélar fyrir sláttuvélaljái. Plóga frá Kyllingstad Plogfabrik, er ‘ hlutu fyrstu viður- kenningu á landbúnaðarsýningunni í Reykjavík 1921. Garðplóga, Pinneberger. Rótherfi, Pinneberger. Tindaherfi,, Pinneberger. Arfaplóga, Pinneberger, með tilheyrandi hlújárnum, Hlutu sérstaka viðurkenningu á fyrnefndri sýningu. Rófna sáðvélar. Forardælur. Vagnhjól frá Moelvens Bruk. Skilvindur, Alfa Laval. Strokka, Alfa Laval. o. fl. o. fl. Ennfremur verkfæraskápa með öllum algengum smíðatólum. Tilbúinn áburð, gaddavír o. m. fl. Flest verkfærin hlutu viðurkenningu á landbúnaðarsýning- unni í Reykjavík i921 og eru valin í samráði við Búnaðar- / félag lslands, sem einnig gefur upplýsingar um þau. Að spava það evlenda. Nota það innlenda, ev einasta ráMð tíl þess að vjetta af verzlunarhalla Islands. Notið þvi fataefni úr .,A]afoss“-Dúk. Heidraði herra. Vér viljum eigi láta ónotað það tœkifœri á hinu nýja ári að bjóða yður gleðilegt ár og óska yður alls hins besta á hinu komandi ári. Vér viljum versla við yður á þessu • ári og þeim komandi, vér viturn að Jjér Jjurfið Jjess með er vér búum til, og eru það þá fyrst góð og sterk fa laefni bæði i erfiðis og sparifbt, svo höfum vér sokka, teppi, trefla o. fi. Vér viljum vinna fyrir yður Jjessar rörur ef þér send- ið oss ull, en vér getum selt yður þær tilbúnar. Sem yður er kunnugt er það vort áliugamál að útbreiða og auka iðnaðinn hér á landi úr islenskum efnurn, og viljum vér fá yður, konu, börn og alt yðar heimilisfólk i lið með oss. Vér vonum að hugtak yðar sé: Notið islenskar vörur. Kaupið ekki annað en íslenskar vörur ef Jjœr eru til. Spyrjið um Jjœr fyrst af öllu Jjar sem Jjér verslið. Með þvi hjálpið þér til að koma ull yðar i hátt verð. Ef þér hafið eigi fost viðskifti við oss, þá reynið nú þegar. Sendið umboðsmanni vorum eða okkur góða vorull eða sendið oss kr. 61.75 þá fáið Jjér sent pr. póst ágœtt alullarfataefni 3.25 mtr. dökkleitt, brúnleitt, gráleitt fataefni. Nú hafa umboðsmenn fengið Jjessi sýnishorn ásamt fleirum, ef þér náið fljóQega til hans, þá er það gott, annars slculuð þér senda oss fyrirspurnir. Vér viljum fá yður sem starfandi viðskiftamann vorn. Með því gerið þér oss og yður sjálfum og afkomendum yðar mest gagn. Til þess lifúm vér: Útrýma sem fyrst öllum Jjeirn vörum er vér sjálfir getum framleitt. Verum samtaka í þvi að lyfta Jjjóð vorri úr feni erlendrar framleiðslu. Verum oss sjálflr nógir. Pantið þvi nú þegar hjá oss fataefni. Virðingarfylst KlæÖaverksmíöjan „Álafoss“ pt. Reykjavík. „Gott kvöld“, svaraði hún, en röddin sagði til vonbrigðanna. „Mér þykir það leitt“, sagði hann, „að við þurfum aftur að eiga óþeegi- lcga viðræðu". „Eins og yður þóknast", svaraði hún og settist við arininn „Bréfið sem þér senduð mér, barn- ið gott, bar þann árangur sem til var ætlast. Eg sendi boð eftir Angelli, og afturkallaði skipanir mínar. Eg bað Minghellí að gæta yð§.r. Málinu lauk eins og þér óskuðuð. Eg geri ráð fyr- ir að þér séuð ánægðar". Hún kinkaði kolli og mótþróinn var augsýnilegur í fari hennar. „En það ber nauðsyn til að við skiljum hvort annað. þér hafið geng-. ið alllangt, barnið gott. þrátt fyrir ást mína neyðist eg til að vera hrein- skilinn. Eg hCfði kosið að mega hlífa yður. En þér neyðið mig“. Beiskjan í löddinni var köld eins og tröllakerti á skriðjökli. Róma fann til þess að liún fölnaði og hún varö mjög óttaslegin. „F.g ræð það af orðum yðar, að það muni vera áform yðar að giftast Rossí áður en vika er liðin. Er þó ékki nema mánuður síðan liann fór um yður niðrandi orðum. Viljið þér gera mér þá ánægju að útskýra hvernig slíkt kraftaverk hefir borið við?“ I-Iún brosti og reyndi að vera hug- rökk. „Fyrst þér kallið það lcraftaverk, er engin skýring til“. „þá skal eg reyna það. Hann ætl- ar að ganga að eiga yður, af því að hann hefir nú aðra skoðun um yður en fyrir mánuði síðan, af því að hann heldur að sér hafi skjátlast, og vill hann nú gera yfirbót orða sinna“. „Hann gengur að eiga mig af því að hann elslcar mig“, svaraði Róma með álcefð. Með eldingarsnöru augna- ráði snéri hún sér að baróninum og endurtók; „af því að hann elskar mig hreinni og heilagri ást“. En um leið og hún slepti orðinu sortnaði henni fyrir augum og henni fanst jörðin hverfa undan fótum sín- um. í reiði sinni hafði hún ýft við- kvæmt sár í hjartanu. Fortíð henn- ar reis upp úr gröfinni eins og aftur- ganga. „þér hafið þá ekki sagt honum það?“ sagði baróninn, en svo lágt að varla heyrðist. „Sagt honum hvað?“ svaraði hún. „Sannleilcann — það sem orðið er“. Hún átti erfitt um andardráttinn „Barnið gott‘.‘, sagði liann. „þér haíið farið rangt að. Leyndaimál lief- ir þegar komist upp á milli yðar og hans. það er slæm byrjun, þá er reist á ótraustum grunni — og sú ást sein, þannig er hafin, er eins og liús sem reist er á sandi“. Hjarta hennar barðist álcaflega og húnéleit á liann reiðiþrungnum aug- um. „Misskiljið mig eklci, barnið gott. Eg segi að þér hafið farið rangt að einungis vegna þess, að þér hafið ekki trúað lionum fyrir ölíu, iriann- \inum sem þér ætlið að giítast. En á milli mín og yðar er ekkert leyndar- mál“. Æst og örvingluð leit hún á hann. „þér eruð alt það sem gott er og elskulegt, i mínum augum. En mundi öðrum finnast það? þá er maður gengur að eiga konu, er sá einn hlut- ur til, er liann getur aldrei fyrir- gefið. þarf eg að tala ljósar. það tjó- ar eklci að segja honum að hjarta hennar sé hreint og að sálin sé flekk- laus .... að hún hafi syndgað á móti vilja sínum, já nálega óafvit- andi......það sern orðið er, verður ekki aftur kallað". Enn varð Róma náföl. Hún stóð fyrir framan baróninn eins og marmarastytta. „Dirfist þér að segja mér þetta? þér, þér, þér! Má konan þá aldrei gleyma? Á glæpur annars að elta hana alt Jifið? það er alt of harð- neskjulegt. Er engin náð til, eða miskunnsemi? .... En það gildir einu“, bætti hún, við i öðrum róm. Og því næst sagði lrún eins og við sjálfa sig; „Hann trúir öllu sem eg segi honurn. Hví skyldi eg æðrast?" Baróninn las liverja hugsun sálar lrennar. „þér hafið þá sagt honum ósatt“, tautaði hann. Hún beit saman vörunum og svar- aði eklci. „það var óhyggilegt. Má vera að einlivemtíma verði sá á vegi hans, sem segi honum alla söguna“. „Hvað er hægt að segja lionum, annað en það sem hann hefir marg- heyrt. Hann veit um. alt sem sagt er, og slciftir sér eklci af“. „En það kann að vera að sá lifi sem gæti sannfært hann“. Hún horfði á hann óttaslegin: „þér eigið þó eklci við að þér sjálf- ur — — —“. -----0----- Á víð og dreil Einn af elstu og helstu leiðtog- um samvinnustefnunnar, maður á sjötugsaldri, utan þings, skrifar þannig: „Afarvænt þykir mérx um það, sem mér finst liggja í loítinu, að stofna samvinnuþing- flokk með því nafni. pað er áreið- anlega tími til kominn. Af sam- vinnublöðum Englendinga, Co- operative News og Millgate Monthly, má sjá, að enskir sam- vinnumenn þrá ekkert heitara en að koma upp slíkum flokki þar í landi, en virðist eiga erfitt með af því það var byrjað of seint. Væri metnaður fyrir Island að verða þar í fyrstu röð. pessi vit- leysa, sem sumir samvinnumenn eru að burðast með, að samvinn- an eigi að vera utan við alla póli- tik. pað er auðskilið, að þegar einhver fjárhagsleg hreyfing hef- ir náð nokkru bolmagni í þjóðfé- laginu, þá fara aðrir eldri, and- stæðir og pólitiskt viðurkendir og staðfestir flokkar að ofsækja hana á pólitiskum grundvelli og nota einmitt pólitik og löggjöf til að níðast á henni á allar lundir. Og hvert getur slík stefna þá leitað verndar og réttar síns nema til atkvæða almennings og lög- gjafarinnar. petta er svo augljóst að undravert er að um skuli vera deilt. Og samvinnufélögin á ís- landi eru sannarlega komin á það þroskastig, að þau eiga rétt á að eiga fulltrúa á þingi þjóðarinn- ar, og það er skrítinn samvinnu- maður, sem ekki vill þennan rétt eða sér þörfina nú“. ---o--- Fréttír. Framboð. Tveir frambjóðendur hafa gefið sig fram í Suður- þingeyjarsýslu og mun mega telja víst, að ekki verði fleiri: Ingólfur Bjarnason kaupfélags- stjóri í Fjósatungu og Stein-( grímur Jónsson bæjarfógeti á Akureyri. Báðir eru samvinnu- menn, en kaupmenn munu styðja Steingrím af alefli, hvað sem veldur. Ingólfur er eindreginn bannmaður og einhver hinn lík- legasti maður til þingsetu. Stein- grímur er ákveðinn andbanning- ur. Ingólfur er andstæðingur nú- verandi stjórnarfars og ákveðinn sparnaðarmaður. Steingrímur er Áafnákveðinn fylgismaður núver- andi stjórnar. Bæjarstjórnaikosningunum hér í bænum lauk svo, að A-listinn (borgarafélögin) fékk 3100 atkv., en B-listinn (alþýðuflokkurinn) 1757 atkvæði. Voru þrír menn kosnir af A-listanum: Pétur Magnússon lögfræðingur, Björn Ólafsson kaupmaður og Jónatan ]?orsteinsson kaupmaður, en af B-listanum voru tveir kosnir: Iléðinn Valdimarsson skrifstofu- stjóri og Hallbjörn Halldórsson prentari. Hefir aldrei fyr orðið slík sókn við bæjarstjórnarkosn- ingar af hálfu kjósenda. Af vangá gleymdist í síðasta blaði að geta eins af börnum Pét- urs á Gautlöndum: Steinunnar, sem er elst barnanna og er gift Pétri bónda Jónssyni á Gaut- löndum. Vanhöld verða á þingmönnun- um framan af þingi. Björn Ilalls- son meiddist á leið til Seyðis- fjarðar og treystist ekki að fara með skipinu suður. Sigurður Kvaran verður að bíða um sinn vegna þess að hann hefir ekki getað fengið lækni til að þjóna embættinu. „Hendingar“. Ný kvæðabók með því nafni er nýkomin á markað- inn í mjög snoturri útgáfu. Ilöf- undurinn er almúgamaður, Jón Jónsson frá Hvoli í Ölfusi. Ólík er bók þessi flestum öðrum. Ekk- ert til í henni af tilgerðar og til- finninga andleysinu og roluskapn- um, sem víða veður uppi annars- staðar. það eru nálega eingöngu ferskeytlur, eins og þær tíðkast á alþýðuvörum: um daginn og veginn og smávegis ádeilur og kýmni um eitt og annað. Undir Eyjafjöllum 12. jan. 1922. Búnaðarnámsskeið var haldið í Fljótshlíð 9.—14. desember. Kennarar: Sig. Sigurðsson, forseti Búnaðarfélags íslands, Jón por- bergsson á Bessastöðum, Ragnar Ásgeirsson garðyrkjufræðingur og Valtýr Stefánsson ráðunautur. Vel sótt, flest um 200 manns í senn, almenn ánægja. Umræðu- fundir síðari hluta dags; fluttu þá erindi auk kennaranna m. a. þessir menn: sr. Eggert Pálsson á Breiðabólsstað, um j.árnbrautar- lagningu um Suðurland; taldi m. a. tímana nú hina glæsilegustu til þessa verks; mætti með því bæta úr atvinnuleysinu. Kofoed-Hansen skógræktarstjóri talaði um skóg- rækt og fyrirliugaða girðingu á pórsmörk til friðunar skógi þar; og Sigurður Vigfússon á Brúnum um samvinnumál. — Á skemti- samkomu 11. des. sögðu kennar- arnir ferðasögur: S. S. frá Nor- egi fyr og síðar, J. þ. frá Skot- landi, R. Á. og V. St. frá Ítalíu, og var gerður hinn besti rómur að. — Var góð koma þeirra aust- ur hingað. — 6. desember. rak reyðarkálf á Bakkafjöru í Land- eyjum, 5 metra langan, ný- dauðan. Nýr liðsmaður, sem vel hæfir málgagni og málefni, hefir bæst í rithöfundahóp Morgunblaðsins. það er Árni frá Höfðahólum. Voru fjórir fyrir. Tveir frá í sum- ar: Nielsen og Gestur Árnesinga- yfirvald og tveir nú síðast: undir- mennirnir nýju í stjórnarráðinu. Alveg fáránlegai’ hugmyndir virðist Lárus Jóhannesson hafa um Samband samvinnufélaganna. Hann gefur í skyn að það gefi vörur til beggja handa starfs- mönnum sínum. Manni liggur við að aumka þann rithöfund, sem ber fram slíka fásinnu. Algengt er það nú orðið í búð- um hér í bænum að gefa frímerki „til baka“. Smápeningar nálega alveg horfnir úr umferð. Eldur kom upp í húsi vestur í bæ á sunnudagsmorguninn.Bruna- liðið kom svo fljótt á vettvang að tókst að slökkva áður en eld- urinn magnaðist. / Fullvíst er talið að forsætisráð- herra muna segja af sér þegar í þingbyrjun. Sjái sína „sæng upp reidda“ og vilji ekki bíða van- traustsyfirlýsingar. -----o---- Ritstjóri: Tryggvi þórhallsBon Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.