Tíminn - 11.02.1922, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.02.1922, Blaðsíða 1
©jaíbtei í imarts er £igur<je-tt vf r i & r i f s f o n, Sambart&sbúsirtu/ SeyfjaDÍf. ^fctteifcsía tEímans er I?jd (5 u & g e i r i 3 ó n s f y n t; £JDerfisg,ötu 3%.' Sími 286. * VI. ár. Reykjavík, 11. febrúar 1922 6. blað Yerslunarbarátí ÞjóðYerja. Svo sem kunnugt er hefir orð- ið mikil breyting á skoðunum margra helstu Englendinga, þar á meðal Lloyd George, á því, hversu Bandamenn ættu að búa að þjóðverjum. Eftir að þjóðverjar höfðu gef- ist upp, fóru fram nýjar kosning- ar á Englandi. Gamli frjálslyndi flokkurinn og verkamenn vildu fara mannúðlega með hina sigr- uðu, eftir að þeir voru fallnir í valinn. Afturhaldsmenn og Lloyd George vildu beita hörðu, „leita í vösum þjóðverja að þeirra síð- asta skilding", „kreista þjóðverja eins og appelsínu", hengja keisar- ann o. s. frv. þetta líkaði þjóð- inni. Hún var enn í vígahug og hugði ekki á miskunn. í þessum anda sömdu Bretar friðinn, fyrir sitt leyti. En brátt breyttist þetta. Englendingar fóru að mildast. Margskonar kynni og skifti tókust með þeim og þjóð- verjum. Frakkar skildu ekkert í þessari breytingu, og undu hið versta við. Kom hver snuðran af ánnari á vinfengi Frakka og Breta., Áttu þær flestar rót sína að rekja til mismunandi skoðana á því, hversu búið yrði að J>jóð- verjum. Enginn vafi er é, að Bretar ætluðu sér í fyrstu að láta J>jóð- verja borga svo sem frekast væri unt. En brátt komust þeir að þeirri niðurstöðu, að þótt' J>jóð- verjar væru sigraðir með vopn- um, þá væru þeir einmitt vegna ósigursins hálfu hættulegri í verslunarstríðinu. Og þessvegna yrði að vægja, einmitt vegna Eng- lendinga sjálfra. þýska markið féll mjög er á leið stríðið, og síðan enn meir eft- ir að friður komst á. Fullvíst þyk- ir, að þjóðverjar vilji einmitt að svo sé. þeir vilja vinna aftur heimsmarkaðinn með iðnaðarvarn- ing sinn. -J>að tekst, ef markið er lágt og varan ódýr fyrir erlenda kaupendur. Með ýmsum ráðum tekst stjórninni að gera ódýrt að lifa í landinu. Kaup verkámanna er mikið lægra en í öðrum lönd- um, og kjprin verri. Aftur á móti er lítið úm atvinnuleysi í J>ýska- landi. Pantanir streyma þangað hvaðanæva að. En verksmiðjur og kaupmenn Breta, þar sem fram- leiðslán er miklu dýrari og gengið hátt, missa markaði, sem falla í hendur þjóðverja. Bretum er þannig lífsnauðsyn til að geta framleitt og lifað, að þjóðverjar fari að lifa aftur eins og aðrar þjóðir. Að gengi þeirra hækki, kaup og kröfur verka- fólks hækki. J>á hækka líka afurð- ir landsins og England getur stað- ast hina daglegu iðnaðar- og verslunar-samkepni. Af þessum á- stæðum hefir Englendingum snú- ist hugur. Lága markið og ódýri þýski iðnaðurinn hefir sprengt Breta frá Frökkum, og dregið þá nauðuga viljuga nær sínum gömlu óvinum. Fátt sýnir betur hversu fjárhagsmálin ráða skoðunum manna og þjóða. Tvent er enn ósagt um lága gengið þýska. Engri annari þjóð hefir tekist að snúa lágu gengi sér til hagsbóta. Og í öðru lagi er óséð fyrir endann. Til að geta selt ódýrar. en aðrir, verða J>jóð- verjar að safna meiri og meiri skuldum, og erfitt að sjá hvar lendir. En eins og aðstaða pjóð- verja var, mun þeim engin fórn hafa þótt of mikil til að koma á alvarlegum klofningi milli sigur- vegaranna. Fjarmáliii, og- ekkert annað en íjármálin. --------- \ Um miðja næstu viku verður al- þingi sett. Vita það allir hvert er fyrsta verkið sem bíður þess. Vita það allir kunnugir, að fylgi lands- stjórnarinnar er gjörsamlega þorr ið hjá þinginu, eins og hjá þjóð- inni. Fyrsta verk þingsins er það að skipa nýja landsstjórn. Hefir svo hagað skipaferðum að allflestir þingmenn eru þegar komnir í bæinn, Er það sjálfsagt að tíminn verði notaður til þing- setningar, til þess að undirbúa stjórnarskiftin. Hefir það starf löngum tafið fyrir þinginu — stundum alveg óhæfilega lengi. í þetta sinn ætti svo ekki að vera, enda eru nú hvorttveggja jafnvíst: að landsstjórnin sem nú er verður að fara og hitt, á hvaða grundvelli verður að stofna til nýrrar stjórnar. Fjármálin og ekkert annað en f jármálin, á að ráða vali hinna nýju ráðherra. J>að er í rauninni ekki nema eitt verkefni sem fyrir þinginu ligg- ur og hinni væntanlegu stjórn: að hefja hina fjármunalegu sjálf- stæðisbaráttu Islands upp úr þeim vandræðum sem komið er í á síð- ustu árunum. J>að er skylda þingmannanna að skipa sér nú í flokka (til bráða- birgða a. m. k.) með tilliti til þess hvaða leiðir á að fara í þessu efni. Séu þéir menn í meiri hluta innan þingsins, sem beinlínis eða óbeinlínis vilja halda áfram sömu brautina og farin hefir verið síð- an þingi sleit í fyrra, þá eiga þeir menn að mynda stjórn, og taka á sig þá ábyrgð gagnvart þjóð- inni. Séu hinir í meiri hluta — \ og því vill sá trúa sem þetta ritar — sem nú vilja algerlega snúa við blaðinu, vilja hefja vægðarlausa sþarnaðarstefnu um allar fjár- reiður ríkisins, vilja hlífðarlaust fækka embættum, vilja hefta eyðsluna í landinu með hörðum innflutningsbönnum, vilja láta skipa nefnd sem ráði yfir öllum útflutningsvörum, koma í veg fyrir gjaldeyrisbraskið, láta féð fyrir afurðirnar ganga til þess að fullnægja þörfum landsins, vilja binda þann enda á íslandsbanka- málin að hagur landsins sé full- trygður gagnvart hinum erlendú hluthöfum — séu þessir menn í meiri hluta á þingi, þá eiga þessir menn að skipa landsstjórn með því verkefni, að framkvæma þessi mál. Og það á ekkert annað að ráða mannavalinu en það, að þeir séu líklegir til að ráða með skynsemd fram úr fjármálunum. Ef hefja á eindregna sparnað- arstefnu, er það alveg tilgangs- laust að skipa þá menn í stjórn sem eru margflæktir sjálfir í eyðslufargan undanfarinna ára. Ef hefja á slíka verslunar- pólitík sem að framan er nefnd, er það alveg tilgangslaust að féla þá framkvæmd þeim mönnum, sem standa' með hálfan fót, eða allan, hjá Morgunblaðinu, þeim mönnum sem lifa á eyðslu þjóð- arinnar. Ef þannig á að ganga frá ís- landsbankamálunum, að réttur og hagur íslands sé að fullu trygð- ur, er alveg tilgangslaust að fela þeim mönnum framkvæmdina, sem æ hafa glúpnað fyrir dönsku hluthöfunum. Og eigi yfirleitt að stofna til al- varlegra og róttækra ráðstafana, er alveg tilgangslaust að setja þá menn við stýrið, sem létu bifast af þeim stormi, sem rísa kynni hér í höfuðstaðnum — eins og fyrirsjáanlegt er. — pað skiftir engu máli hvort maðurinn heitir Pétur eða Páll, eða hvort hann er þingmaður eða ekki. J>að skiftir engu um pólitiska fortíð að öðru leyti en þessu. Fjármálin og ekkert annað en fjármálin á að ráða mannavalinu, Hæfileikar og heilbrigðar skoðan- ir um að framkvæma málin á rétt- um grundvelli. Ávarp til herra Lárusar Jóhannessonar, í 4. tölublaðl Tímans þ. á. birti eg yfirlýsingu um launakjör skólastjóra Jónasar Jónssonar hjá Samb. ísl. samvinnufélaga, til þess að leiðrétta villur í orðsend- ingu hr. Lárusar Jóhannessonar til skólastjórans í Mbl. 22. f. m. Út af þessu ávarpar hr. Lárus Jóhannesson mig í Mbl. 4. þ. m., og yirðist honum bregða þar dá- lítið kynlega við af því, að eg skuli hafa leiðrétt þessar yillur, þar sem mér séu launakjör og ráðning skólastjórans óviðkom- andi. Skal því upplýst, að eg gat ekki litið annan veg á, en nefnd orðsending til skólastjórans væri að sumu leyti árás á stjórn Sam- bandsins, því væru laun hans slík sem þar er. greint frá, hlaut stjórnin að eiga ámæli skilið fyrir bruðl með fé samvinnumanna. I fjarveru stjórnar Sambandsins, og ekki síst vegna þess„ að for- 'maðurinn lá á líkbörunum, taldi eg mér skylt að leiðrétta ummæli hr. L. J. þótt eg hafi ekki í huga að hefja ritdeilur við hr. L. J., vil eg þó í þetta sinn athuga ofan- nefnt -ávarp hans lítið eitt, og svara fyrirspurnum þeim, er hann beinir til mín. — það er ekki rétt að reikna íbúð skólastjóra samvinnuskólans með ljósi og hita helminginn af upp- hæð þeirri, sem tilfærð er í reikn- ingi Sambandsins til stjórnarráðs- ins fyrir húsaleigu, ljós, hita og ræstingu skólans. Munar þar miklu, því skólinn hefir tii afnota mikið rúm á öðrum hæðum húss- ins en þeirri, sem skólastofurnar eru á. Laun skólastjórans 1920 voru samtals hin sömu og síðastl. ár, en sé tekið meðaltal af árslaun- um hans þau 4 ár, síðan skólinn byrjaði, verða þau rúml. 6600 kr. Skólastjórinn hefir aldrei feng ið frá Sambandinu aukatekjur, hverju nafni sem nefnast, eða á- góðaþóknun, nema eitt skifti 500 kr. fyrir aukavinnu. Hann hefir enga borgun feng- ið fyrir að skrifa í Tímann, og ekkert af launum sínum í er- lendri mynt. „Ókeypis „prufur" frá Sam- bandinu af helstu verslunarvörum þess, t. d. kjöttunnu o. s. frv.", hefir skólastjórinn ekki fengið, því hvorki hann né eg eða aðrir starfsmenn Sambandsins höfum lörigun til að stela frá því handa sjálfum okkur eða öðrum, enda í fyrsta sinn, sem slíku er að okk- ur dróttað. Óþarfar virðast skympingar hr. L. J. um „gulllóð" Sambandsins og byggingu húss þess, „sem rétt muni hafa þótt að reisa í mestu dýrtíðinni". Virðist miður viðeig- andi af lögfræðisráðunaut Versl- unarráðsins að reka þannig horn- in í prívatfirma, sem honum er að öllu leyti óviðkomandi. Eg hefi svarað fyrirspurnum hr. L. J. vegna þess, að eg býst við að þær séu af ungæðishætti frambornar. Ella mætti ætla, að þær væru einn liðurinn í látlausri ofsókn vissra manna gegn Sam- bandinu, fram réttar með mein- leysissvip, en ágætt efni ' handa lagvirkum gróusagnasmiðum. — Er svo úttalað um þetta mál frá minni hálfu. H. Kristinsson. eftir G. Bjöi-nson landlækni. Eg verð að gera ráð fyrir því, að lesendur blaðsins hafi nú fyrir sér alt það, sem eg hingað til hefi ritað um berklavárnir og berkla- lögin nýju. J>eim öllum, sem kynna sér þessi merku, nýju lög, hlýtur þá að vera orðið ljóst, að markmið- in eru tvö: Annars vegar að hjálpa þeim sem berklaveikir verða, hins vegar að verja heil- brigða fyrir veikinni — og þá fyrst og fremst börnin, af því að á barnsárunum er berklasmithætt- an áreiðanlega mest og verst. J>ví er það, að berklalögin skifta berklaveikum manneskjum í tvo höfuðflokka, eftir því hvort veikin er — 1) smitandi, — 2) ekki smitandi. Nú er von að margur spyrji: Er berklaveikin þá ekki altaf smitandi ? Og þeirri spurningu er auðsvar- að: J>að er veikin ekki; þvert á móti. Börnin sem deyja úr heila- berklum — þau eru hræðilega mörg, en þau smita ekki, sótt- kveikjurnar koma hvergi út úr þeirra litla dauðsjúka líkama; þar er engin útferð. En lungnaberklarnir ? það er þó höfuðsökin. Og brjóstveiki maðurinn hóstar, hefir uppgang, það er oftast útferð (hrákarnir) úr hans berklaveiku lungum. Eru þá ekki ávalt berklagerlar í hrákum brjóstveikra manna? Nei! Síður en svo. Mjög marg- ir brjóstveikir menn hósta og hafa uppgang árum saman án þess nokkurn tíma finnist berkla- gerlar í hrákum þeirra. þessi aðgreining á þeim smit- andi og þeim ekki smitandi sjúkl- ingum er afskaplega mikilsverð og nauðsynleg, hún er hyrningar- steinninn undir berklasóttvörnum nútíðarinnar. Tökum dæmi: Barna kennari reynist brjóstveikur, en hann er í fullu fjöri og vel vinnu- fær. Ef hann nú ekki er smitandi, ef alls engar berklasóttkveikjur eru í útferðinni (uppganginum) úr lungum hans, þá er ekkert vit í því, að svifta manninn atvinnu sinni. En séu berklasóttkveikjur í uppgangi hans, þá stendur smit- hætta af honum, þá hefir hann „smitandi berkla", og þá er ekk- ert vit í því að láta hann kenna börnum. þetta er harla umhugs- unarvert. Og í berklalögunum er fjallað um margt þessu líkt, alt það, sem mestu varðar. En þá er eftir að vita: Getur læknir séð það berum augum á berklayeikum manni, hvort hann er smithættulegur? SVarið er ýmist já eða nei. Ef alls engin útferð er úr því sjúka líffæri berklaveiks manns, þá er það bersýnilegt, að þar er engin smithætta. En sé einhver útferð, t. d. uppgangur úr berklaveiku lunga (sem mestu varðar), þá er það óséð, þá getur læknir alls ekki með berum augum séð hvort sjúk- lingurinn er smitandi, því sótt- kveikjurnar eru, eins og einn frægur (franskur) læknir kvað: „duldar vorum döpru sjónum". Erum við þá ráðalausir? Nei, nei. það er kannske það mesta og besta, sem manneskjan hefir fram yfir aðrar skepnur — að kunna einlægt einhver úrræði, og leita þeirra í líf og blóð ef þau eru ekki kunn. Úrræðið- er fundið, það er sjón- aukinn, smásjáin (mikroskop), sem nú leiðir í ljós undraheima, er einskis manns auga hafði séð frá alda öðli. Með smásjá getur læknir nú fundið, hvort berklagerlar eru í útferð berklaveiks manns, hvort hann er smitandi. Af þessu stafa þær mikilsverðu tillögur berklanefndarinnar, sem sér fara á eftir. 1. Að hrákarannsóknarstöðvar verði settar á stofn á,4—5 stöð- um á landinu, eða með öðrum orð- um, að heilbrigðisstjórnin semji við lækna á 4—5 stöðum, um að taka rannsóknirnar að sér gegn ákveðnu gjaldi fyrir hverja hráka- rannsókn. 2. Ríkissjóður greiði allan kostnað við rannsóknir þessar, svo sem borgun fyrir sjálfar rannsóknirnar, kostnað við um- búðir, eyðublöð, burðargjöld og símskeyti. 3. Heilbrigðisstjórnin annist hið fyrsta um framkvæmdir á þessu og sjái þá jafnframt um, að út-. vega umbúðir og eyðublöð, er síð- an skulu ætíð vera fyrirliggjandi í lyfjabúðum og hjá héraðslækn- um, þar sem lyfjabúðir eru ekki. 4. Að veittur verði á f járlögum 1000 krónur til hrákarannsókna- stöðva. Um þessar tillögur nefndarinn- ar má nú margt segja, og alt ann- að en auðvelt sé að koma þeim í framkvæmd. Eg felst á það, að kostnaðurinn muni að líkum ekki fara langt fram úr 1000 krónum á ári, því eg hefi útvegað ágætt tilboð frá útlöndum um hentugar umbúðir um hráka (og aðra útferð) ; það eru eins konar smáglös, og þau í pjáturbauk, svo að senda má í póstbréfi. Má fá slíkar umbúðir fyrir 30 kr. hundraðið. En að einu leyti held- eg að nefndin hafi farið of skamt. Eg skil ekki að það reynist nóg, að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.