Tíminn - 18.02.1922, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.02.1922, Blaðsíða 3
♦ T 1 M I N N V Rokhar. Þar eð eg undanfarið heíi smíðað rokka fyrir menn viðsvegar um land, og mun halda því áfram, þá eru það vinsamleg í ilmæli mín til Kaupfélaga, að þau veiti pöntunum viðtöku frá einstaklingunum, svo að eg geti afgreitt þá til þeirra. Gerir þetta viðskiftin öruggari, og sendingarkostnað minni aila jafna. Pantanir séu komnar fyrir maí- mánaðarlok. Verð á rokk méð 3 „uppstöndurumu og 3 snseldum er 40 krónur, auk fiutningskostnaðar. Kirkjulækjarkoti, Pljótshlíð, 3. febr. 1921. Chiðni Markússon. „Vorboði“. Jóh. Jóhannesson, sem verið hefir forseti alþingis um nokkur ár, féll nú við lítinn orðstír. það virðist vera fyrsta tilraun þingsins til að hrista af sér yfirdrotnun bitlingasnáðanna, og marglaunuðu starfsmannanna. Vigurklerkur féll sem varaforseti neðri deildar. Góð byrjun, og stefnt í rétta átt með þinghreinsun. Spánarvín. Stjórnin kemur ráðvilt fram íyrir þing og þjóð i því máli. Hefir ekkert gert til að verja rétt landsins, nema hafa höfuðsmann íslenskra andbann- inga árlangt við hirð Spánarkonungs, og láta blað sitt prédika hér heima undanhald gegn kúgun Spánverja. Dugandi stjómarformaður hefði fremur farið til Spánar til að tala þar máli lands síns, og reynt að afla málstað landsins stuðnings hjá al- þjóðasambandinu, Bandaríkjunum og bannmannafélögum í öðrum löndum. Ef bannið er nú i hættu, má fyrst og síðast kenna það aðgerðum og að- gerðaleysi stjórnarinnar. Hvað marg- ir af bannmönnum þingsins vilja lengur fylgja hættulegasta andstæð- ingi þess máls? Reykjavíkurmjólkin. þórður læknir á Kleppi kom nýlega á bæjarstjórnarfund með fulla pott- flösku af óhreinindum, sem skil- vinda gerilsneiðingarstöðvarinnar hafði hreinsað úr nokkru af þeirri mjólk, sem daglega er seld í bæn- um. Sló þá óhug á marga bæjarfull- trúa, sem áður höfðu staðið móti því að mjólkin yrði hreinsuð og ger- ilsneidd. Fullyrt að nú verði fyrir- skipað að hreinsa alla aðflutta mjólk. Fyrst um sinn ætlar bæjarstjórn þó að halda vernd sinni yfir óhreinind- um og aóttkveikjum í bæjarmjólk- inni. -1 • Baðhús Rvíkur frestaS. Missögn var nýlega í Tímanum að Jón þorl. hefði greitt atkv. í fyrra móti fjárveitingu til baðhúss. En i sumar eyddi hann málinu. Litla bað- húsið, með 5 bunum handa 1500—2000 börnum, átti að kosta 40—50 þúsund. Kjallarann undir leikfimishúsinu sögðu hinir „skriftlærðu" að ekki mætti nota. Væri of lágur. þyrfti að sprengja 3 feta hellu úr botninum. Einn kennari við skólann fór og at- hugaði þetta, með húsasmið úr bæn- um. Reyndist þá að möl og sandur en ekki klöpp var i kjallaragólfinu. Samt áætlaði aðstoðarmaður borgar- stjóra baðhús í kjallaranum á 95 þús- und. Skólanefnd trúði þessu ekki en lét gera tilboð í húsið, miðað við 30 bunur og tvö herbergi, fyrir 60 börn alls, til fataskifta. Húsasmiður bauðst að gera verkið þannig fyrir 45 þús. þá var komið fram á sumar. Sig. Guðmundsson fomiaður skólanefndar flutti norður. Jón þorláksson lcom sjálfum sér í skólanefnd, og tókst á fámennum fundi í sumar að fá bæj- arstjórn til að fresta byggingu bað- liússins. Af meðferð Mbl.manna i bæjarstjórn á mjólkur- og baðhús- málinu, má draga þá ályktun, að þeir hafi litlar mætur á hreinlæti. ** ----0----- Frá útlöndum. Seðlaútgáfa þýska ríkisins hef- ir yaxið gríðarlega árið sem leið. í ársbyrjun voru í umferð um 85 miljarðar marka, en í árslok- in um 126 miljarðar. — Um nýársleytið sátu 35 jafn- aðarmenn í fangelsunum í Moskva. Hafði ráðstjórnin ákveð- ið að flytja þá til Turkestan, en jafnaðarmennirnir mótmæltu með því að svelta sig í fangelsunum. þýsku jafnaðarmannablöðin hafa komist á snoðir um þetta og mót- mæla kröftuglega þessari aðferð rússnesku stjómarinnar. — Auk þessara jafnaðarmanna er talið að rúmlega 200 pólitiskir fangar svelti sig í fangelsunum í Moskva. — það er nú mjög rætt í Nor- egi að fara að nota rafmagn til að knýja'áfram allar járnbrautir ríkisins. — Norðmenn herða enn á eftir- liti með bannlögunum. Hafa ein- kum þýskir menn og danskir leik- ið það að gera út skip til að smygla víni til Noregs. Nú hafa Norðmenn gefið út þá tilkynn- ingu, að ef grunsöm skip nema eigi staðar þegar í stað og lög- reglubátarnir gefa merki, verði þau vægðarlaust skotin. — Um áramótin voru 50 þús. menn atvinnulausir í Noregi. Er það hærri tala en nokkru sinni áður. — Tillaga liggur fyrir sænsku þinginu að veita 85 milj. kr. til þess að draga úr atvnnuleysinu. Voru um 140 þús. menn atvinnu- lausir í Svíþjóð um áramótin. — Spánverjar eiga í vök að verjast um þessar mundir. Fyrst og fremst hafa þeir fengið mik- inn hluta hins mentaða heims á móti sér út af kúgunartilrauninni á hendur okkur og Norðmönnum. I annan stað eiga þeir í svo hörðu tollstríði við Frakka, að svo má kalla að engar vörur flytjist milli landanna. í þriðja lagi hafa þeir farið hinar verstu hrakfarir gegn uppreistarmönnum í Marokkó og hefir sú herferð kostað þá of fjár. Og loks eru Englendingar þeim stórreiðir, því að Spánverjar reyndu að nota sér atvinnuleysið á Englandi til þess að útvega sér þar leiguhermenn í Marokkó- stríðið. ---O-7— ,Ferðamenska‘ og samvinnulögin. v. Lögráðunautur kaupmanna heíir að því er sjálfan sig snertir játað á sig „ferðamensku", þar sem hann hefir um 2000 kr. fram yfir liámark em- bættislauna i beinar tekjur frá land- inu. þar ótaldar óbeinar tekjur hans af bæjarfógetaembættinu, og kaup hans frá kaupmönnum. það er þvi engu við að bæta. Dómur Tímans i sumar um „drenginn í utanrikismál- unum“ hefir reynst ait of vægur, að þvi er snertir ráðningarskilmálana. Aftur hefir erfiði Lárusar til að sanna ferðamensku á mig farið út um þúfur. Fyrir mörg störf í þágu minna liúsbænda liefi eg, þegar mið- að er við 4 siðustu árin, haft um 2/s ai launum þeim, sem landið hefir goidið stéttarbræðrum minum i Hvík fyrir eitt starf, árið 1921, eins og sjá má af svargrein hr. H. Kr. í síðasía blaði Tímans. Að því leyti sem launa- kjör okkar Lárusar kunna að þykja einhverju máli skifta, þá hafa les- endur Tímans nú fcngið full gögn í því máli. í fyrri grein sinni víkur Lárus að tv. eim ferðum, sem eg hefi farið til Útlanda í erindum Sambandsins. Hafði aðalfundur Sambandsins i bæði skiftin mælt fyrir uin verk þau, er vinna skyldi. Lárus virðist álíta að eg hafi verið óþarfiega dýr Samband- inu. Annars hefði hann varla tekið þennan lið inn i grein sína. Önnur upphæðin er að vísu alveg röng hjá l.arusi, alt of há. En því er slept hér. Vil eg þessvegna gera dálítinn sam- anburð, út af kostnaði við ferð ,mína 1920, er eg rannsakaði deiluna um tvöfalda skattinn á kaupfélögin. Eg var þrjá mjánuði á ferðum í Khöfn, Stokkhólmi, Kristjaniu, London og Manchester. Ferðakostnaður var 3000 kr. eða 1000 kr. á mánuði. Árangur af ferðinni var sá, að sannað varð að engin Norðurlandaþjóð eða Bretar beita samvinnufélög slíkum ójöfnuði, eins og tiðkast hefir hér á landi. Fór svo, að jafnvel Jóhannes faðir Sárus- ar og aðrir af helstu fulltrúum kaup- manna urðu að rétta upp „putann" með því að kaupfélögin hér á landi fcngju svipaða réttarvernd eins og tíðkast i öðrum löndum. Félögin spara nú tugi þúsunda á ári, sem áður var ranglega af þeim tekið. Og Sambandið þarf ekki að flýja land með aðalskrifstofu sína, eins og bú- ist hafði verið við, ef kaupmenn í Rvik gætu lagt á það opinber gjöld eftir geðþótta. Vitaskuld var fleira gert til að vinna málið, heldur en að safna gögnum hjá frændþjóðun- um. En svo mikið er víst óhætt að fullyrða, Nað kaupmannaliðið hefði varist lengur og fræknlegar, ef þeir hefðu þorað að etja kappi við vitn- eskjuna um reynslu stærri þjóða, sem. 25 vani er að taka til fyrirmyndar í flestum efnum. Fólagsmenn i Sambandinu hafa ekki kvartað undan þessum kostn- aði. þvert á móti álitið sparnað þann, sem leiðir af samvinnulögun- um, óendanlega miiið meira virði. Nú gæti samt verið, aö ferð min heföi verið of dýr. Vil eg því gripa tæki- færið og bera saman kostnað við áð- urnefnda ferð mína 1920 við sigling- arkostnað Jóh. Jóh. til Kaupmanna- liafnar 1919, og Jóns Magnússonar 1920. Vænti eg að Lárus viðurkenni að ef eg skyldi hafa reynst sparsam- ari, þá sé það allmikil dygð, þar sem samanburður er gerður við slíka yfir- burða-föðurlandsvini, sem ólíklegii' munu þykja tii að fara gálauslega með landsfé. Af LR. 1919 má sjá að sambands- laganefndin hefir haft i utanferðar- kostnað (því um annan kostnað er ekki að ræða) rúmar 13 þúsund. í nefndinni eru þrír menn, og Jóh. Jóh. einn. Sennilega er kostnaður þeirra þvínær eða alveg jafnmikill. Vil eg þá ætla Jóh. tæpan þriðjung eðb 4300 kr. Ferðin er til Khafnar og beint heim. Ferðakostnaður á skipi til og frá er hátt reiknaður 600 kr. Hefir þá JS6h. eftir 3700 kr. til að eyða á viku til hálfum mánuði í Khöfn. Lengur en mánuð getur ferðin ekki hafa staðið yfir. Hefir þá mánuður- inn hjá Jóh. kostað rúmar 4000 kr. Eftir því hefði mln ferð, ef jafn- ríkmannlega hefði verið áhaldið, átt að kosta 12 þúsund a. m. k., þar sem -eg gat ekki lokið erindi mínu af á miima en 3 mánuðum. þar að auki reyndist mér Danmörk langtum ódýrari en Svíþjóð, Noregur og Eng- land, svo að munaöi alt að helmingi kostnaðar. Ber þar m. a. til mjög ó- hagstæður gengismunur á enskum og sænskum penmgum. Auk þess jafn- an dýrara fyrir útlendinga að dvelja í þeim löndum, en Danmörku. Er það mín skoðun, að maður sem eyðir 4000 kr. á mánuði í Khöfn, komist ekki af með minna en 6 þúsund á mán- uði í Stokkhólmi, Kristjaníu, London og Manchestcr. þar se'm eg var ein- mitt einn mánuð á leið til Danmerk- ur og um kyrt í Khöfn, en tv» mán- uði ív hinura fyrnefndu borgum, hefði ferð mín öll orðið 16 þúsund krónur, ef eg hefði þurft að eyða jafnmiklu og Jóh. í LR. fyrir 1920 eru forsætisráöh. ætlaðar samkvæmt fjárlögum 6000 kr. til utanferða. En J. M. hefir gefið reikninga fyrir meir en lielmingi hærri upphæð, eða nokkuð á 13. þús. reynsla annara þjóða á þessu sviði. Er óhjákvæmilegt að hrinda veðbankanum af stað, sem allra fyrst. Löng lán til fasteignakaupa, jarðabóta og bygginga eru svo sérstaklegs eðlis, að venjulegir bankar, sem starfa að miklu leyti með hverfulu sparisjóðsfé, geta aldrei bætt til muna úr þeirri lánsþörf. Enda sýnir reynslan nú, að þaðan er engrar hjálpar að vænta.' Fasteignabanki á íslandi hlýtur að visu enn um langt skeið að eiga afarerfitt uppdráttar, af þvi að verkefnin eru nær ótæm- andi, en máttur lítill heima fyrir, og traustið lítið sem þjóðin nýtur erlendis. En það sem vel rekinn fasteigna- banki getur gert, er að safna undir vængi sína sem allra mestu af þvi fé hér á landi, sem lengi á að standa á vöxtum, og selja erlendis það af íslenskum verðbréf- um, vegna fasteigna, sem framast er unt. Síðan öllum var ljóst, að íslandsbanki myndi tæp- lega verða starffær aftur, nema landið' hjálpaði honum á ýmsan hátt, þ. e. með að leyfa honum enn um stund að hafa nokkuð af seðlunum, hafa sparisjóð, og þar að auki helming eða meira af enska láninu, hefir sú spurn- ing komið fram, hvort ekki væri réttara að sameina báða bankana. Vegna stærðarinnar væri þetta mjög auð- velt. Báðir eru bankarnir litlir. Og að ýmsu leyti mætti að þessu verða verk- og fjársparnaður. Fækka mætti bankastjórum, og ef til vill öðrum starfsmönnum. Minka húsakost, og koma betra skipulagi á útibúin, þ. e. ekki hafa tvö í sama bæ, eins og nú er á ísafirði og Akureyri. En þrátt fyrir þessa kosti, er þó varla líklegt, að þessar tvær lánsstofnanir verði sameinaðar, jafnvel þótt enska lánið, ef það veröur lagt i forgangsliluti í fslandsbanka, gefi rétt til þess, ef þingið vildi fara þá leið. Mótstað- an gegn sameiningu bankanna kemur úr tveim áttum. þvi er haldið fram, að sökum fámennis og návigis í öllum félagsmálum sé ófært að veita nokkurri einni bankastjórn alveldi í peningamálunum, því að erfitt sé að hugsa sér bankastjórn svo skipaða, að fyllilega rétt- látlega væri séð fyrir allra þörfum. í öðru lagi er álit- ið að Landsbankinn megi ekki sinna öllum þeim skift- um, sem íslandsbanki hefir haft með höndum, þ. e. megi ekki vera „spekulations“-banki. Landsbankinn hefði samkvæmt skoðunum þeirra manna ekki mátt hleypa fiskhringnum, eða hinum djörfu togara- og síldarútgerðar- fyrirtækjum af stað. Með öðrum orðum. Meðan sam- kepnisflokkurinn sé sterkur og fjölmennur hér á landi, verði hann að liafa sinn banka, sem innan skynsamlegra talunarka lagar sig eftir þörfum hans. Samkvæmt þeirri skoðun yrði að myndast liér „braskb.anki", ef íslands- banki liætti störfum, eða rynni inn í þjóðbankann. Svip- uð skoðun mun hafa vakað fyrir þeim félögum, Á. Flygen- ring, E. Claessen og Jóni Laxdal, er þeir vildu veturinn 1920 fá sérleyfi til að stofna verslunarbanka, og reyndu siðan að afla sér fjár í Svíþjóð og viðar, þótt það mis- tækist í það sinn. þó að gert sé ráð fyrir, að útgerðarmenn og kaup- menn þurfi sér til stuðnings banka, sem að sumu leyti starfaði líkt og íslandsbanki hingað til, þá liefir reynsl- an sýnt alveg ótvírætt, að slíkur banki má, ekki vera eítirlitslaus af hálfu íslenskra stjórnarvalda, og ekki undir beinum eða óbeinum yfirráðarétti erlendra gróða- brallsmanna, eins og átt hefir sér stað um íslandsbanka, og leitt hina mestu ógæfu yfir þjóðina. Kaupmannabankinn verður að mega tefla djarfara en þjóðbanlcinn. En hann verður hinsvegar að vera íslensk eign og undir sterku eftirliti, að ekki sé stofnað til kreppu og hörmunga í landinu, sökum gáleysis og ófram- sýni þeirra, sem stýra og nota slikan banka. Að mörgu ^pyti virðist heppilegt, að íslandsbanki rétti við undir þessum skilyrðum. Ef .landið leggur honum til forgangs- liluti, eða lánar honum mikið fé, verður landið að hafa íhlutunarrétt um daglega stjórn bankans, enda gerði síð- asta þing ráð fyrir að svo yrði. 1 öðru lagi ætti að ná til bankans yfirstjórn sú, frá atvinnuvegunum, sem síðar verður vikið að. Varla er hugsanlegt að líði nema fá missiri, þar til efnt verður til samvinnubanka hér á landi. Bankastörf og fjárvarðveisla er eitt af þeim mörgu félagslegu störf- um, sem vel hefir tekist að vinna að með samvinnu. í sumum næstu löndum, t. d. Danmörku og Englandi, eru stórir samvinnubankar. Andelsbanken hefir t. d. um 80 útibú víðsvegar um Danmörku, og hefir reist sér hið veglegasta stórhýsi í Kaupmannahöfn, sem nokkur dansk- ur banki hefir til umráða. Samvinnumenn vilja að von- um, ekki síður en kaupmenn, liafa sjálfir ráð yfir spari- fé sínu, og styðja verslun sina, iðnað, og önnur fyrir- tæki, með sjálfstæðum samvinnubanka. Samkvæmt samvinnulögunum mega kaupfélögin nú hafa innlánsdeild, og ávaxta í einskonar sparisjóði fram- lög frá félagsmönnum. Mörg af félögunum hafa nú slíkar deildir. Og á aðalfundum Sambandsins hefir oftar en einu sinni verið til umræðu, að sameina þessar deildir undir einni yfirstjórn. það væri samvinnubanki, sem liefði þá væntanlega einskonar útibú eða umboðsskrif- stofu við hvert einasta kaupfélag á landinu, sem þátt tekur í samstarfi félaganna. þegar léttir af kreppunni, mun varla líða á löngu áður en framþróun atvinnu- og félagslífsins hefir knúð þjóðina til að fullgera skipulag það, sem hér hefir verið lýst. þá yrðu hér fjórir höfuðbankar. Landsbankinn sem væri þjóðbanki, hefði seðlaútgáfuna, og forustuna í fjármálum landsins. Hann hefði útibú og umboðs- skrifstofur í öllum helstu kauptúnum landsins. Fast- eignabankinn væri lika alþjóðareign. Hann hefði sitt sérstaka verksvið að safna innan lands og utan fjár- magni, er standa mætti lengi á vöxtum, og verja til fasteignakaupa, liúsabygginga og jarðabóta. Kaupmanna- og útgerðarbanki, sniðinn eftir þörfum þessara stétta, og að nokkru leyti eign þeirra. Verksvið hans væri að ann- ast hin áhættumeiri fyrirtæki. Utibú hans ættu einkum að vera í helstu útgerðarstöðunum, t. d. Reykjavík, Vest- mannaeyjum, ísafirði, Siglufirði og Norðfiröi. Aö lolc- um kæmi samvinnubankinn, er styddist aðallega við sparifé samvinnumanna, og bætti úr þörfum þeirra. Hann hefir umboðsskrifstofu við hverja deild Sambands- ins, en aðalaðsetur í lleykjavík. þessir fjórir bankar væru sýnilegt tákn verkskifting- arinnar í landinu. Tveir hinir fyrstu væru sameign allra landsmanna. Kaupmannabankinn væri studdur af samkepnismönnunum, og til þeirra vegna, en samvinnu- bankinn vegna þeirra, sem leysa vilja sem flest félags- mál með frjálsum samtökum. En hvernig yrði trygt samstarf og réttlát verkskift- ing milli þessara lánsstofnana? Sennilega yrði það ekki betur gert, en með einskonar almennu bankaráði, sem hefði eftirlit með og samræmdi störf allra þessara pen- ingabúða. En það bankaráð gæti ekki tekið sér til fyrir- myndar hið núverandi bankaráð íslandsbanka, sem hefir mikil laun, en hvorki vilja eða mátt til að ráða um störf bankans. Vonandi tekst þó að læra af þungbærri reynslu undanfarandi ára.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.