Tíminn - 18.02.1922, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.02.1922, Blaðsíða 4
26 T I M I N N Til sölu.. Jörðin Svarflióll í Laxárdalshreppi í Da.lasýslu, fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Semja má við eiganda jarðarinnar Sigurbjörn Be^gþórsson, Svarfhóli. Allsherjarmót í. S. I. Með því að stjórn íþróttasambahds íslands (í. S. í.) hefir falið Glímufélaginu Ármann að halda allslierjar leikmót fyrir alt land árið 1922, auglýsist hér með að mót þetta verður háð á íþróttavellinum í Reykjavík, dagana 17. tíl 25. júní n. k. og er öllum félögum innan I. S. I. heimil þátttaka. Kept verður í þessum íþróttum: I. íslensk glíma í þremur þyngdarflokkum. II. Hlaup: 100, 200, 400, 800, 1500) 5000 og 10000 stikur. Boðhlaup 4X100 stikur og 4X400 stikur. III. Kappganga 5000 stikur. . IV. Stökk: a) Hástökk með atrennu b) Langstökk með atrennu og e) Stangarstökk. V. Köst: a) Spjótkast, b) Kringlukast og c) Kúluvarp. öll köst eru samanlögð (beggja handa). VI. Fiintarþraut grísk. (1. Langstökk með atrennu, 2. Spjótkast betri hendi, 3. Hlaup 200 stiku, 4. Kringlukast, betri hendi og 5. Hlaup 1500 stikur). VII. Reipdráttur (8 manna sveitir). VIII. Fimleikar í flokkum (minst 12 menn). Kept verður um „Farand- bikar Cbristiania Turnforeningu (Samkv. reglugjörð í. S. 1). IX. Sund a) Fyrir konur 50 stiku sund (frjáls aðferð) b) Fyrir karla 100 stiku sund (frjáls aðferð), 200 stiku bringusund og 100 stiku baksund (frjáls aðferð). Sundið verður liáð út við Örfirisey. X. fslandsglíman. Kept um glímubelti í. S. í. (Handhafi Hermann Jónasson úr Glimufél. Ármann, Reykjavík). Auk þeirra verðlauna, sem nefnd hafa verið, fær það félag sem flesta vinninga hlýtur „Farandbikar í. S. í.“ (Handhafi Glímufélagið Ármann). Ennfremur verða veitt þrenn verðlaun í einmennings-íþrótt- um, en í flokka-íþróttúm eftir þátt-töku. Einnig fær sá keppandi, er flesta vinninga hlýtur á mótinu, sérstök verðlaun. Þess er fastlega vænst, að öll félög sendi menn á þetta mót og tilkynni þátt-töku sína, bréflega eða símleiðis, fyrir 1. júní n. k. til stjórnar Glímufélagsins Ánnann (Póstliólf nr. 516, Reykjavík), sem gefur allar nánari upplýsingar viðvíkjandi mótinu. í stjórh Glímufélagsins Ármann. Guðm. Kr. Quðmundsson Eyj. Jóhannsson Njálsgötu 15, formaður. Óðinsgötu 5. Sveinn Gunnarsson Óðinsgötu 1. í. S. í. í- s. í. Skáðakappmót Islands verður .háð í Siglufírði, dagana 1.—4. apríl næstkomandi. Kept verður í loftstökki, hindrunarlausri brekku — 600 stikur — og 10 rasta göngu. Verðlaun: Skíðabikar íslands og tveir ágrafnir 'gullpeningar. Samkvæmt sérstöku leyfi stjornar í. S. í. fá einnig félög utan í. S. í. að taka þátt í þessu skíðamóti. Skíöaféiag’ SigluQardar. Ferðum Jóns heíir jafnan verið heit- ið til Khafnar og sjaldan annað. Sé gert ráð fyrir, að hann hafi verið 8 vikur burtu, og tveir mánuðir munu áreiðanlega nógur tími fyrir stjórn- arhöfuð landsins til dvalar hjá Dön- um, þá verður kostnaður Jóns á mánuði 6000 kr. Hann gerir þess- vegna vin sinn Jóh. fyrrum forseta alþingis, að tiltölulega ódýrum „sam- ferðamanni". Samkvæmt þessu hefi eg eytt 1000 kr. á mánuði, Jóh. 4000, en Jón Magnússon 6000. Að síðustu fáein orð um árangur- inn af ferðum okkar Jóh. Öllum er kunnugt um, að nefnd sú, sem Jóh. á sæti í, er eitt af tildursverkum síð- ustu ára, hliðstæð krossanefndinni, „utanríkisráðherranum", „Genúa-le- gátanum" o. s. frv. Og um störf Jóh. í nefndinni hefir það eitt heyrst, að hann hafi út af hinum frækilegu strandvörnum Dana hér við land, lát- ið bóka í fundarbókina þessi eftir- minnilegu orð: „Vi tager imod det med Glæde". Um ferð mína munu sennilega um alllanga stund verða skiftar skoðan- ir. Hún er þáttur í sjálfsvöm sam- vinnufélaganna móti árásum kaup- manna og rangsleitni fáfróðra lög- gjafa. þó að Lárus eða einhver ann- ar, sem kaupmenn taka i þjónustu sina, berjist með hnúum og hnefum í 50 ár —■ og lengur tæplega senni- legt, að kaupmenn vilji eyða fé í vonlaust fyrirtæki — þá mun sú vissa, sem þúsundir samvinnumanna hér á landi hafa nú fengið um að- stöðu samvinnufélaganna í næstu löndum til skattheimtunnar, jafnan verða mjög óþægilegur þröskuldur í vegi. En um aðra hlið á áðurnefndum ferðum okkar Jóh. verður ekki deilt. pað er kostnaðurinn. par sem eg eyði 25 aurum, þarf • hann krónu. Menn segja að sagan endurtalci sig. Og það vill svo til, að sömu voru hlutföllin 1912, þegar „ferðamenskan" byrjaði. Björn á Dvergasteini og Jóh. fóru báðir á landsins kostnað frá Seyðisfirði til Rvíkur. Og þar sem Björn eyddi 25 aurum, þar þurfti Jóh. krónu. það sýnist þessvegna nokkurnveginn augljóst, að Jóh. Jóh. er óvanalega dýr „flutningur" og hlutföllin haldast liklega nokkurn- veginn óbreytt frá ári til árs. Ef til vill er það einna kyndugast, hvað íslenska þjóðin hefir lagt mikil ferða- lög á þennan þungfæra mann. J. J. Framh. ----o---- Fréttir. Prestskosning er um garð geng- in í Meðallandsþingum í Vestur- Skaftafellssýslu. Bjöm O. Björns- son cand. theol. var einn í kjöri. Voru honum greidd 86 atkvæði, en einn atkvæðaseðill var auður. Meistaraprófi í norrænum fræð- um hefir lokið Björn Karel pór- ólfsson við Kaupmannahafnarhá- skóla. Knattspyrnumenn hér í bæn- um hefja að leika Skuggasvein í kvöld. Ágóðanum á að verja til að sækja olympisku leikina. Embættisprófi við háskólann hafa þessir lokið: 1 guðfræði: þorsteinn B. Gíslason I. eink. 1162/3 Stig, Sveinn Víkingur Grímsson II. eink. betri lOlf/3 stig og Baldur Andrésson II. eink. betri 971/3 stig. 1 læknisfræði: Iíelgi Ingvarsson I. eink. 1765/6 stig, Lúðvik Davíðsson 169V2 stig, Helgi Jónasson II. eink. 149 stig, Knútur Kristinsson II. eink. 1152/3 stig og Karl Magnús- son II. eink. 115!/3 stig. í lög- fræði: Magnús Magnússon I. eink. 108 stig. Frá alþingi. ping var sett 15. þ. m. Magnús Jónsson dósent flutti skörulega ræðu í kirkjunni á undan þingsetningu. Sex þing- menn vantaði á fulla tölu. Stend- ur yfir. kosningahríð í Suður- þingeyjar- og Vestur-Skaftafells- sýslum. Björn á Rangá og Sigurð- ur Kvaran ókomnir eins og áður er um getið og auk þess voru ó- komnir Guðmundur Guðfinnsson og Karl Einarsson. Forseti sam- einaðs þings var kosinn Sigurður Eggerz í stað Jóhannesar bæjar- fógeta sem áður var. Varaforseti Sveinn í Firði eins og áður. Skrif- arar Eiríkur Einarsson og Björn Hallsson. Forseti neðri deildar Benedikt Sveinsson eins og áður og 1. varforseti þorleifur Jóns- son í stað síra Sigurðar Stefáns- sonar. Forseti í efri deild Guðm. Björnsson og varaforseti Guðm. Ólafsson, eins og áður. Skrifarar í neðri deild sömu og áður: þor- steinn M. Jónsson og Magnús Pétursson í efri deild. Hjörtur Snorrason og Einar Ámason í stað Sigurðar Kvarans. Á næsta fundi voru kosnar fastanefndir. Fjárhagsnefnd Ed.: Sig. Egg- erz, Guðjón Guðlaugsson, Guðm. Ólafsson. Nd.: Magnús Kristjáns- son (form.), Jón A. Jónsson, Jak. Möller, þorl. Guðmundsson, Jón Baldvinsson. Fjárveitinganefnd: Ed.: Jóh. Jóhannesson, Einar Árnason, Ilalldór Steinsson, Sigurjón Frið- jónsson, Hjörtur Snorrason. Nd.: þorl. Jónsson (form.), Bjarni Jónsson, Pétur Ottesen, Magnús Pétursson, Jón Sigurðsson, Eirík- ur Einarsson. Samgöngumálanefnd: Ed.: Guð- jón Guðlaugsson, Hjörtur Snorra- son, Halldór Steinsson, Sig. Hjör- leifsson, Guðm. Guðfinnsson. Nd.: jiorst. M. Jónsson, Hákon Krist- ófersson, Sveinn Ólafsson (foim.), Sig. Stefánsson, Magnús Péturs- son. Landbúnaðarnefnd: Ed.: Sig. Jónsson, Guðm. Ólafsson, Hjörtur Snorrason. Nd.: Stefán Stefáns- son (form.), þór. Jónsson, Eirík- ur Einarsson, Pétur þórðarson, þorl. Jónsson. Sjávarútvegsnefnd: Ed.: Björn Kristjánsson, Karl Einarsson,Ein- ar Árnason. Nd.: Magnús Krist- jánsson (form.), Einar þorgils- son, Magnús Jónsson, Ólafur Proppé, Jón Baldvinsson. Mentamálanefnd: Ed.: Sig. Jónsson, Guðm. Guðfinnsson, Karl Einarsson. Nd.: þorst. M. Jóns- son (form.), Gunnar Sigurðsson, Sveinn Ólafsson, Sig. Stefánsson, Jón þorláksson. Allsherjamefnd: Ed.: Jóh. Jóh., Sig. Hjörleifsson, Sigurjón Frið- jónsson. Nd.: Stefán Stefánsson (form.), Gunnar Sigurðsson, Björn Hallsson, Einar þorgilsson, Jón þorláksson. Fossanefnd var kosin í neðri deild í dag: Sveinn Ólafsson, Gunnar Sigurðsson, Jón þorláks- son, Pétur þórðarson, þorleifur Guðmundsson, Bjarni Jónsson og Jakob Möller. Stjórnarfrumvöi-p hafa verið lögð 17 fyrir þingið, og eru þessi: 1. Frv. til fjárlaga árið 1923. 2. um lögfylgjur hjónabands. 3. um presta þjóðkirkjunnar og pró- fasta. 4. Frv. til atvinnulaga. 5. um fræðslu barna. 6. um breyt- ingu á almennum viðskiftalögum nr. 31, 11. júlí 1911. 7. um einka- leyfi. 8. um kennaraskóla. 9. um hitun kirkna. 10. um verslunar- skýrslur! 11. um skattmat fast- eigna. 12. Frv. til vatnalaga. 13. um lækkun á aðfluthingsgjaldi af kolum og salti. 14. um breyting á lögum nr. 60, 27. júní 1921, um útflutningsgjald af síld 0. fl. '15. um framlenging á gildi laga um útflutningsgjald. 16. um hinn lærða skóla í Rvík. 17. um vatns- orkusérleyfi. Ókomið stjórnarfrumvarp. Tal- ið er víst að „á döfinni“ sé hjá stjórninni 18. frumvarpið um af- nám bannlaganna samkvæmt kröfu Spánverja. Stórkostlegt manntjón. Síðast- liðinn laugardagsmorgun gerði af- taka útsunnanveður. Var fjöldi báta farinn á sjó, bæði úr Vest- mannaeyjum og Sandgerði. Vest- mannaeyj abátarnir björguðust all ir án þess að missa menn og hjálpaði björgunarskipið „Geir“ tveim þeirra. En í Sandgerði urðu slysin. Tveir bátar fórust alveg: „Njáll“ og „Hera“, en mann tók út af tveim öðrum, og alls fórust þessir menn: Af „Ásu“: Helgi Jónsson af Álftanesi og Snorri Bergsson frá ísafirði. — Af „Gunnari Hámund- arsyni“: Jón Eggertsson frá IJá- varðarstöðum í Leirársveit. — Af „Njáli“: Kristjón Pálsson, giftur (formaður) héðan úr bæ, Ingimar Jónsson af Miðnesi, Einar þor- valdsson frá Akranesi, Snorri Magnússon héðan úr bæ og Skarp- héðinn Pálsson, bróðir skipstjór- ans. — Af „Heru“: Guðmundur Erlendsson, giftur, af Dýrafirði, Valdimar Jónsson, giftur, Jóri Jónsson og Leo Eyjólfsson, gift- ur, allir af Akranesi. 6 munu hafa verið á „Heru“. I Brunar eru tíðir hér í bænum um þessar mundir, en slökkvilið- ið hefir altaf orðið svo viðbragðs- fljótt að tekist hefir að slökkva áður en eldur magnaðist. Bruni. Síðastliðinn mánudag brann stórt hús á Norðfirði, sem var eign Konráðs kaupmanns Vilhjálmssonar. Fálkinn hefir nýlega tekið ís- lenska botnvörpunginn „Draupni" fyrir ólöglegar veiðar í landhelgi. Korneinkasalan. Bæjarstjórn tók til umræðu korneinkasölu- frumvarpið í fyrradag. Var sam- þykt eftirfarandi tillaga: „Bæjar- stjórn Reykjavíkur telur óheppi- legt, að ríkisstjóm verði með lög- if ]is SiQurðssonar. Samkvæmt reglum um „Gjöf Jóns Sigurðssonar“, skal hérmeð skorað á alla þá, er vilja vinna verðlaun úr téðum sjóði fyrir vel samin vísindaleg rit, viðvíkjandi sögu landsins og bókmentum, lög- um þess, stjórn eða framförum, að senda slík rit fyrir lok desem- bermánaðar 1922 til undirritaðrar nefndar, sem kosin var á Alþingi 1921, til þess að gera að álitum, hvort höfundar ritanna séu verð- launa verðir fyrir þau eftir til- gangi gjafarinnar. Ritgerðir þær, sem sendar verða í því skyni að vinna verð- laun, eiga að vera nafnlausar, en auðkendar með einhverri einkunn. Nafn höfundarins á að fylgja í lokuðu bréfi með sömu einkunn, sem ritgerðin hefir. Reykjavík, 9. febr. 1922. Hannes þorsteinsson. Jón þorkelsson. Sigurður Nordal. um veitt heimild til þess að taka einkasölu á kornvörum“. Bæjar- stjórn Akureyrar hafði tekið líkt í málið, en bæjarstjóm ísafjarð- ar var fylgjandi einkasölunni. Prentun þingtíðindanna. Ellefu þingmenn bera fram frumvarp í neðri deild um það að prenta eigi fyrst um sinn ræðupart alþingis- tíðindanna. Á ekki að prenta ann- að en þingskjöl og atkvæðagreiðsl ur um þau. Úr Rangárþingi 1. febr. 1922. Gott tíðarfar frá miðjum nóvem- ber til 18. des. Illviðri og jarð- bönn frá jólum til 20. janúar. Síðan ágæt tíð, jörð alauð og nærri klakalaus. — Austur-Land- eyingar héldu bjargráðafund 28. janúar, fjölmennan og ánægjuleg- an. Enginn uppgjafarhugur í mönnum, þó útlitið sé ekki glæsl- legt. Rætt var m. a. um aukna jarðrækt, útvegun á útsæði og til- búnum áburði í garða, um sam- vinnu í jarðabótum, um fráfærur o. m. fl. Einar Árnason í Miðey lagði til að menn tækju upp frá- færur að nýju á þann hátt, að menn færðu frá ám sínum — eða nokkrum hluta þeirra — í sam- lögum, og hefðu þær í seli. Væru 4—5 hundruð ær í stað, og væri búið til smjör og skyr eða ostar. Er hugmynd þessi tilraunarverð og líkleg til hagsbóta, enda er til- lögumaðurinn góður búmaður, hygginn og víðsýnn, og flestum rosknum bændum bjartsýnni á framkvæmdir og nýmæli. Fundur- inn óskaði þess, að Valtýr Stef- ánsson áveituráðunautur kæmi hingað austur í vor til að leið- beina um áveitur. Eiga Landey- ingar miklar áveitur, en þær mis- hepnast að nokkru; er sennilegt að þurkun sé ábótavant. Dánarfregn. Hinn 4. desember síðastl. andaðist í Húsavík Jó- hanna Sigtryggsdóttir, kona Jó- hannesar þorsteinssonar, er þar hefir lengi verið búsettur, og af og til starfsmaður Kaupfélags þingeyinga. Hafði hún þjáðst af brjóstveiki undanfarið IV2 ár. — Jóhanna sál. var með afbrigðum vel að sér ger um flesta hluti, víð- lesin og fróð og ágætlega verki farin. Ætíð átti hún við fremur þröngan hag að búa, og fékk því ekki notið hæfileika sinna svo sem ella hefði mátt verða. Var hún þó jafnan meðal hinna fremstu í kvennaflokki í Húsavík. Er að henni þeim mun meiri mann- skaði, að hún dó á besta aldri, að- eins 41 árs. A. S. -----0---- Ritstjóri: * Tryggvi þórhallMon Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.