Tíminn - 25.02.1922, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.02.1922, Blaðsíða 2
28 T 1 M I N N Samvinnuskólinn 1922-23 Iimtökuskilyrði: Fyrsta deild: Hafa numið málfræði H. Briem, bæði heftin af dönskukenslubók Jóns Ofeigssonar, enskunámsbók Gf. Zoega, í reikningi brot og tugabrot, landafræði Karls Finnbogasonar, íslandssögu Jónasar Jónssonar, mann- kynssögu Þorl. Bjarnasonar. Önnur deild: Sömu inntökuskilyrði og í fyrstu deild, nema að því er snertir ensku. Kenslu tími í báðum þessum deildum 7 mánuði, frá byrjun okt- óber til apríl loka. Kenslugjald fyrir hvern nemanda 100 krónur, greiðist í byrjun október. I»riðja og fjórða deild: Hafa numið aðalatriði íslenskrar málfræði. skrifa læsilega rithönd. Hafa numið í landafræði, íslandssögu og mannkynssögu sarna og fyrsta deild. Kenslutími í þriðju deild 6 máðuðir, frá byrjun október til mars- loka. Kenslutími í fjórðu deild 7 mánuðir frá byrjun október til apríl- loka. Kenslugjald 50 krónur fyrir hvern nemanda. Greiðist við inngöngu í skólann. Umsóknir og fyrirspurnir sendist undirriuðum. Samvinnuskólinn 20. febr. 1922. Jónas Jónsson. Lesskrá Samvinnuskólans. Um samvinnumentun f ððrum löndum. Nálega í öllum löndum, þar sem samvinnan á nokkur ítök, er með margvíslegum hætti unnið að því, að útbreiða þekkingu á sögu og séreinkennum stefnunn- ar. Hið elsta kaupfélag, sem til er, félag Rochdale-vefaranna, lagði þegar í byrjun nokkuð af fé því, sem félagsmenn spöruðu ár- lega, í einskonar menningarsjóð. Keyptu þeir fyrir féð, það sem það hrökk, blöð og bækur um fé- lagsmál. Á félag þetta nú ágætt bókasafn, lestrarherbergi og fyr- irlestrasal. Alt er þetta keypt og reist fyrir örlítið brot af spari- fénu. Fræðslusamband enskra samvinnumanna, The Cooperative Union, hefir árlega um 50—60 þúsundir manna sem nemendur á námsskeiðum sínum, eða sem nota bréfakenslu. Er sú aðferð allhæg, þar sem samgöngur eru góðar. Bretar hafa tvenskonar kenslu, al- menna fræðslu um félagsmál, og þó einkum um samvinnustefnuna, fyrir félagsmenn og kenslu í verslunarfræðum fyrir starfs- menn félaganna. Fræðslusamband Breta á stórbyggingu í Manchest- er, sem heitir Holyoake House, eftir sagnfræðingi félaganna. þar er aðalbókasafn sambandsins,mik- il útgáfa samvinnurita. þar hafa farand-ræðumenn og kennarar fé- laganna skrifstofur sínar, og þar er haldinn skóli. Sækja þangað menn hvaðanæva úr löndum. Tveir íslendingar, fyrrum nemendur í Samvinnuskólanum, hafa haldið þar áfram námi. En Ilolyoake House þykir þó ekki nógu stórt. Er í ráði að reisa mikla höll, eða kaupa gamla, handa samvinnu- skóla Bretlands. Iiefir fjársöfnun til þeirrar stofnunar verið haldið áfram um nokkur undanfarin ár og mikið safnast. Sum ár hefir enska samvinnuheildsalan í Man- chester lagt 200 þús. krónur í byggingarsjóðinn. Á næstu miss- irum verður háskóli þessi tekinn til starfa. þykir fullvíst, að hann verði í raun réttri alþjóðastofnun. í Dublin er eitt hið besta sam- vinnubókasafn í heimi, og hafa þar verið ritaðar ágætar bækur um sögu samvinnustefnunnar. Hefir sú hreyfing átt afarmik- inn þátt í viðreisn íra á síðasta mannsaldri. Danir hafa samvinnuskóla í Stövring, en Svíar í Jakobsbergi, skarnt frá Skokkhólmi. Finnar hafa tveggja vetra samvinnuskóla í Ilelsingfors, og geisimikla fræðslustarfsemi út um alt land. Norska Sambandið sendir fyrir- lesara milli félagsdeilda sinna. Auk þess hefirs „Selskabet for Norges Vel“ sex ráðunauta, sem ferðast um landið, og fræða fólk um málefni samvinnunnar. Snúa þeir sér einkum að sjómönnunum, því að bændur og landverkamenn eru komnir í hreyfinguna nú þeg- ar. þýska Sambandið hefir sam- vinnuskóla í Hamborg. Stýrir hon- um þektur rithöfundur, próf. Stauninger. Hollendingar, Belgir, Frakkar og Svisslendingar hafa fjölda námsskeiða og bréfskóla til að fræða um samvinnuna. f einni borg í Sviss er samvinnubóka- safn, eitthvað 6000 bindi, sem lánuð eru félagsmönnum, en hvert kaupfélag ábyrgist skilsemi sinna manna. ítalir hafa frægan félags- málaskóla í Mílanó, og auk þess marga fyrirlesara, sem starfa í þjónustu samvinnufélaganna. Hér er ótalin sú fræðsla, sem flestar þjóðir veita í samvinnu- efnum, með blöðum og tímaritum. Aðeins bent lauslega á, að frá því samvinnustefnan byrjaði hefir hjá flestum þjóðum Norðurálf- unnar verið unnið að mikilli og margháttaðri fræðslustarfsemi af hálfu samvinnufélaganna. Fer sú starfsemi vaxandi með ári hverju. ----o--- Fyrsta deild. Fyrri vetur. Mannkynssaga. Fyrirlestrar og samtöl. Félagsfræði. Sögulegt yfirlit. Kenningar helstu félagsfræðinga. Samvinnusaga. Sögulegt yfirlit um samvinnustefnuna á Islandi, Norðurlöndum, Englandi, þýska- landi, Sviss, Italíu og Rússlandi. Hagfræði. Sögulegt yfirlit. Sam- anburður á kenningum helstu hag- fræðinga. Siðfræði. Sögulegt yfirlit. Sam- anburður á kenningum helstu sið- fræðinga. þegnfélagsf ræði. St j órnarskip- un íslands. Stjórnarskráin, sam- bandslögin, kosningalögin, skatta- lögin, bankarnir. íslensk málfræði. Ritæfingar. Danska. Tala, lesa skrifa. Enska. Tala, lesa, skrifa. þýska (fyrir þá, sem óska). Stærðfræði. Brot, tugabrot, rentu-, prósentu- og félagsreikn- ingur. Síðari vetur. Félagsfræði, hagfræði og sið- fræði. Helstu niðurstöður þessara fræðigreina, sem hafa hagnýta þýðingu í nútímalífi. Fyrirlestrar, samtöl, bókasafnsvinna, ritgerðir. Samvinnusaga. Um hin marg- víslegu verkefni, sem leyst hafa verið með aðstoð samvinnunnar, og framtíðarverkefni hér á landi. Fyrirlestrar, bókasafnsvinna, rit- gerðir. Danska, enska, þýska. Fram- haldsnám. Stærðfræði. Flatar- og rúm- málsfræði. Verslunardeildin. Bókfærsla, verslunarreikningur, verslunarsaga, verslunarlöggj öf, vélritun. Æfing í að rita verslun- Samvinnufræðsla á íslandi. þegar pöntunarfélög höfðu starfað hér á landi 14 ár, rnynduðu þau með sér, árið 1895 fræðslu- og kynningar- samband. Að tilhlutun þess var gefið út Tímarit kaupfélaganna hið fyrra, mjög merkilegt rit. þá kom aftur- kippur í fræðslustarfsemina um stund. Fyrra Sambandið lognaðist út arbréf á íslensku, dönsku og ensku. önnur deild. Einn vetur. Mannkynssaga, samvinnusaga, stærðfræði, íslenska, danska, sama kensla og í fyrstu deild. Fornbókmentir. Lesnar allar helstu íslendingasögur. Samtal um uppruna þeirra, efni og form. Nýju bókmentimar.. Lesið hið helsta úr bókmentum síðari alda, verk IJallgríms Péturssonar og úr- val úr íslenskum skáldskap síðan í byrjun 19. aldar. Samtal um uppruna, efni og form þessara skáldrita. Listasaga. Fyrirlestrar og sam- töl um erlenda og íslenska list. Sýndar myndir. þriðja deild (kvöldskóli). Samvinnusaga. Stutt sögulegt yfirlit. Annars lögð mest stund á að kenna um hin margháttuðu viðfangsefni, sem samvinnunni hefir tekist að leysa. Félagsfræði og hagfræði. Lögð mest áhersla á hina hagnýtu hlið. þessar þrjár greinar kendar með fyrirlestrum og samtölum. þjóðfélagsfræði. Um stjórnar- skipun landsins. íslenska. Málfræði, ritgerðir. Danska. Kent að skilja ritað mál. Reikningur og bókfærsla. Und- irstöðuatriði í báðum þessum greinum. Fjórða deild (kvöldskóli). Kent sama í samvinnusögu, ís- lensku og dönsku eins og í þriðju deild. Reikningur. Mannkynssaga. Fyrirlestrar um hin helstu tímabil. íslenskar bókmentir að fornu og nýju. Samlestur og samtöl. aí. En veturinn 1902 stofnuðu þrjú félög í þingeyjarsýslu samband sín á milli, sem síðan hefir stækkað, svo að það er . nú stærsta verslun á ís- landi, ef miðað er við tölu félags- og viðskiftamanna. Fjórum árum síðar byrjaði Sambandið að gefa út tíma- rit, 3—4 hefti á ári. Og 1912—15 sendi það fyrirlestramann, Sigurð Jónsson í Ystafelli, um hin helstu héruð lands- ins, þar sem einhver samvinnufélög störfuðu. Félögin voru sem óðast að fjölga um þetta leyti, og ganga í Sambandið. En þar sem að mörgum þeirra stóðu sjálfmentaðir menn, sem að vísu rækt starf sitt með mestu samviskusemi, en voru þó ekki vel undir störfin búnir, að þvi er snerti sérþekkingu, þá þótti stjórn Sam- bandsins miklu skifta að bæta bók- færslu sumra félaganna, en þó eink- um að koma á meira samræmi milli starfsaðferða félaganna. Var þá sett nefnd í málið á aðalfundi 1913. Lagði nefnd sú til, að halda skyldi námsskeið fyrir starfsmenn félag- anna, til að bæta úr þessum ann- marka. þess má geta, að félögunum hafa mjög sjaldan bæst heppilegir starfsmenn úr skóla þeim, sem kaup- menn hafa haldið uppi. Flestir þeir menn farið aðrar leiðir. Hið fyrsta námsskeið var haldið á Akureyri á útmánuðum 1916. Kendu þar aðal- lega tveir menn. Sigurður Jónsson i Ystafelli tók félagsmálahliðina, en Hallgrímur Kristinsson kaupfélags- stjóri kendi reikning og bókhald. Námsskeiðið stóð aðeins í sex vikur. Engin tungumál voru kend, sem varla var von, með svo stuttum náms- tíma. Ráðgert var að halda annað náms- skeið á Akureyri á sama tíma vet- urinn eftir. En það varð ekki. Sig- urður Jónsson var þá orðinn ráð- herra, en Hallgrímur Kristinsson byrjaður að undirbúa heildsölu Sam- bandsins i Reykjavík. Veturinn 1918 var námsskeið haldið í Reykjavík. Kendi sr. Tryggvi þórhallsson um samvinnumálefni, Héðinn Valdimars- son hagfræði, en ,'Jón Guðmundsson frá Gufudal, endurskoðandi Sam- bandsins, verslunarreikning og bók- færslu. í þetta sinn var námsskeið- ið þrir mánuðix-. Veturinn eftir, 1918 —19 var kenslutíminn fimxn mánuð- ir. Kennai-ar voru hinir sömu að mestu eins og veturinn áður, nema að þá bættist við Jónas Jónsson, sem tók við forstöðu skólans. Veturinn 1919—20 byrjaði skólinn að miða kensluna við tvo vetur. þá bættust við sem kennari í ehsku og dönsku Ólafur Kjartansson, sem tekið hafði kennarapróf við háskólann í Chicago, og Einar Jónsson magister, auk nokkt urra annara, sem kendu skemmri tíma. Haustið 1920 flutti skólinn í hið nýja hús Sambandsins á Arnarhóls- túni, austanvert við Reykjavíkur- höfn. Er svo ráð fyrir gert, að skóla- herbergin geti siðar orðið heppileg- ar skrifstofur, þegar skólinn fær sína eigin byggingu, sem sniðin er eftir þörf komandi ára. Samvinnuskólinn spratt upp, í lík- ingu við samskonar stofnanir i öðr- um löndum, af því að þörf félagnna og vaxandi máttur samvinnustefn- unnar gerði slíka miðstöð fyrir fræðslustarfsemi um félagsmál alveg óhjákvæmilega. -----O---- Verkefni Samvinnuskólans. Eins og sjá má af yfirliti því um fræðslustarfsemi samvinnufélaganna í öðrum löndum, sem birt er hér á undan, hljóta verkefni þessa skóla hér á landi að vera tvö. 1. Að veita hæfilega mörgum mönn- um sérfræðslu svo að þeir geti unn- ið að verslunai-fyrirtækjum sam- vinnumanna, eða öðrum framkvæmd- um þessa félagsskapar, t. d. iðnaði, húsagerð, lánsfélögum o. s. frv. 2. Að auka þekkingu manna á sögu, séreinkennum og framtíðarmöguleik- um þessarar umbótahreyfingar. þá fi'æðslu má veita með mörgu móti, með skólanámi, námsskeiðum, náms- félögum, farandfyrirlesurum, bóka- söfnum o. s. frv. Frá því fyrst að Samvinnuskólinn byrjaði, hefir þeim, sem mest unnu að skólanum, verið það ljóst, að verk- efnin eru tvö. Fræðsla fyi’ir starfs- menn félagnna og fræðsla fyrir fé- lagsmenn yfirleitt. Aftur á móti hafa ýmsir aðrir, einkum andstæðingar samvinnustefnunnar, álitið að skól- inn væri og ætti aðeins að vera verslunarskóli. Kaupmenn hefðu slíka kenslu í sínum skóla, og þyrfti ekki annam vitna við. En þetta er bygt á tvöföldum mis- skilningi. Fyrst alveg gengið fram hjá hinni almennu félagsmálafræðslu. í öðru lagi gert ráð fyrir að for- stöðumenn samvinnufyrirtækja þurfi ekki á öðru en kaupmannsvenjum og þekkingu að halda. Almenna hliðin verður jafnan mesta og erfiðasta viðfangsefnið. Ef samvinnan á að geta lyft íslensku þjóðinni úr basli og niðurlægingu til andlegs og fjárhagslegs sjálfstæðis, þá verður það eingöngu með þeim hætti, að í landinu séu jafnan marg- ir borgai’ar, karlar og konur, vel mentir að því er snertir félagsmál. Einstöku mjenn afla sér góðrar og jafnvel ágætrar þekkingar í, þeim efnum með sjálfsnámi. En sú leið er samt ei’fið öllum þorra manna. Til að létta fyrir slíku námi þarf að vera til í landinu félagsmálaskóli, með mismunandi deildum, þar sem tekið sé tillit til misjafnra hæfileika og fjárhags, þ. e. styttri námstíma fyrir þá, sem ekki geta sint skóla- göngu nema i hjáverkum. Með reynslu þeirri, sem nú er feng- in, er nú gert ráð fyrir að auka nýj- um deildum við skólann, og breyta lítið eitt kenslunni í aðalskólanum, þannig, að kenslan i félagsmálum sé aukin, en kensla í verslunarfræðum aðeins í síðari deild, fyrir takmark- aða tölu manna. Fer tala þeirra ár- lega eftir því, hve álíta má að sam- vinnuhreyfingin þurfi við margra nýrrá starfsmanna. Síðar, þegar kreppunni léttir, verður "verslunar- deildin að þriðja bekk, bætt ofan á tveggja vetra kenslu í félagsmálum og tungumálum. En til að gera náms- fólki léttai’a fyrir meðan dýrtíðin er sem mest, verður fyrst um sinn látið sitja við tveggja vetra nám, líka fyr- ir tilvonandi starfsmenn samvinnu- félaganna. ----o----- Kenslugreinarnar í Samvinnuskólanum. Svo sem sjá má af yfirlitinu um kensluna, gengur ein námsgrein eins og rauður þráður gegnum allar deild- ir. það er samvinnusagan, eða sam- vinnufi’æðin. Alt annað sem kent er í skólanum, eru stuðningsgreinar. Tungumál næstu þjóðanna eru óhjá- kvæmileg, af því að bókmentir okk- ar ei’u svo fábreyttar og að kalla má algerðir öreigar að því er snertir félagsmál. I þeim fræðigreinum er ómögulegt fyrir Islending að nenm nokkuð til muna, ef hann getur ekki lesið eitt eða fleiri mál. þeir sem taka styttri námsskeiðin, kvöldskól- ann eða aðra deild, sem fyrst um sinn starfar ekki nema einn vetur, eiga að geta lesið norðurlandamálin sér til gagns. Hinir, sem ganga 1 fyrstu deild, og eru tvo vetur, hafa auk þess ensku, og þýsku ef þeir óska. Túngumálanámið er aukabyrði á smáþjóðunum. því minni sem þjóð- in er, því þyngri er þessi byrði. í enskum og þýskum skólum af sama tægi er lítið um kenslu í útlendum málum. Félagsmálabókmentir þessara landa eru svo auðugar, að hver þjóð getur í því efni verið sjálfri sér nóg. Til að geta skilið félagslif nútím- ans, og þar með þá möguleika, sem samvinnustefnan hefir til að bæta kjör almennings, þarf að taka fleiri fræðigreinar til stuðnings. Koma þar helst til greina maiinkynssagan, fé- lagsfræðin, hagfræðin, siðfræðin og þegnfélagsfræði, þ. e. lýsing af stjórn- arskipún og stjórnarháttum lands- ins. þessar greinar eru, að viðbætt- um samvinnufræðunum, aðalatriðin í kenslu skólans, engu síður fyrir verslunarstarfsmenn félaganna. Verð- ur vikið að því í öðru sambandi, hversvegna einmitt þeim er óhjá- kvæmilegt að fá félagslega mentun. Kenslan í mannkynssögu er bygð á því, að nemendur hafi áður lesið stutt ágrip. Verður síðan kent með fyrirlestrum um helstu timabil sög- unnar, og vakin eftirtekt á sérein- kennum þeirra. Án þess að hafa nokk

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.