Tíminn - 04.03.1922, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.03.1922, Blaðsíða 2
32 T 1 M I N N idin jitondiig. Sá atburður varð aðfangadag jóla síðastl., að ritstjóri Bjarrna steig út fyrir virkisvegginn til að „leiðbeina" og senda mér nokkur skeyti. Er hann bísna borgin- mannlegur, þegar hann ræðst fram á völlinn og talsverður drýg- indakeimur í rómnum. Til allrar ólukku fer þó öll borginmenskan út um þúfur, þegar á líður pistil- inn, og drýgindin snúast upp í umkvartanir út af grein minni. það hefir dregist fyrir mér, að endurgjalda þenna jólaglaðning ritstjórans. Annað varð að sitja fyrir. 0g satt að segja var eg í nokkrum • efa um, hvort eg ætti að senda honum kvittun eða eigi. Fátt var í grein hans, sem svara þurfti. Og búast mátti við að svar frá mér yrði honum til nýrrar hrellingar. En eg hefi enga löng- un til að angra ritstjóra Bjarma. Vegna vissra atriða í grein hr. Sigurbjörns Á. Gíslasonar, þykir mér þó réttara að svara nokkrum orðum. Ef þau verða honum til ama, má hann sjálfum sér um kenna, því að h a n n hefir gefið efni til viðskifta okkar, bæði í fyrra og nú. Nafnlausar greinar. þess var getið í grein minni fyrir jólin, að það væri furðulegt hve liðsmenn Bjarma væri hug- deigir. Flestar hnúturnar til and- stæðinga þeirra kæmu í nafnlaus- um pistlum og bréfum. Hr. S. Á. G. reynir nú að fegra þetta framferði manna sinna, eins og vænta mátti. Hyggur hann að eg hefði hikað við að tala jafn- óvirðulega um þá, ef eg hefði þekt hvílíkir menn þeir eru. Og hann lætur í ljós að ýmislegt ann- að en hugleysi geti valdið að menn skrifi nafnlaust. Ef skrif manna eru laus við skammir um menn eða málefni, þá dettur mér ekki í hug að fetta fingur út í þótt menn setji ekki nöfn sín undir. En í grein minni var aðeins talað um á r á s a- og skammagreinar. 0g þær á aldrei að skrifa með dulnefni eða nafnlaust. 0g þegar um slíkar greinar er að ræða, verður varla séð nema ein ástæða til þess, að menn kjósa heldur að fara í felur með nöfn sín: þeir reyna að smeygja sér undan afleiðingunum af því, sem þeir hafa gert, enda þótt þeir viti vel, að líkindi eru til að þær afleiðingar lendi á ein- hverjum saklausum. Slíkt atferli nefnist hugleysi eða vesalmenska, — hvað sem liðsmenn ritstjórans vilja nú láta kalla það. Og þótt sumir þeirra kunni að vera ein- hverjir „magtarmenn", t. d. prest- ar eða prófastar eða annað enn meir, þá bætir það síst úr skák. Hugdeigjan fer öllum illa, en langverst þeim, sem eiga að hafa forystu að einhverju leyti. Eg held að flestir guðspekinemar líti svo á. Hitt má vel vera, að það sé talið kristilegt í herbúðum Bjarma, að skjóta að andstæðing- unum úr óhultum felustað. Ritstjórinn virðist hafa tekið sér nærri, að nokkur skyldi ætla að „borgarbúi í pilsum“ hafi skrif- að í blað hans undir nafninu sókn- arprestur. Að vísu er það leiðin- legt að hafa ætlað saklausum manni það, sem hann átti ekki. En hitt er þó öllu lakara að vera o r s ö k í þessu — eins og þeir sóknarpresturinn og ritstjóri Bjarma. Meðan blað hr. S. Á. G. flytur dulnefndar eða nafnlausar skammaklausur, má hann alt af búast við, að verða með því móti valdur að því, að einhverjum sak- lausum verði um þær kent. Allir, sem gefa út nafnlausar skamma- greinar, eiga slíkt á hættu. Og það er ekki minsta ástæða fyrir því, að mönnum, sem vandir eru að virðingu sinni, þykir minkun að slíkri bardagaaðferð. En hr. S. Á. G. ætti að vera í lófa lagið að komast hjá öllum getgátum um höfunda Bjarma- greinanna eftirleiðis. Vandinn er ekki annar en sá, að fá þá menn til að skrifa í blaðið, sem hafa liug til að setja nöfn sín undir 9- notin. þó má vera að þetta sé tor- veldara verk en mig varir. Ritstjórinn segir mig finna mjög að dulnefnum. Samt er nú sannleikurinn sá, að dulnefni er hvergi nefnt á nafn í grein minni. En á nafnlausu pistlana og bréfin er minst. Og af þeim hefir verið æði mikið í Bjarma. Mér skilst nú samt, að ritstj. vilja láta líta svo út, að þar sé ekki feit- an gölt að flá. En til þess að benda á, að sá góði mann á meira í pokahorninu, en hann vill vera láta, leyfi eg mér að gefa eftir- farandi skýrslu yfir nafnlausa skammapistla í Bjarma. Skýrsl- an nær aðeins yfir rúmt ár, frá því í fyrrahaust til síðustu árs- loka, og hljóðar þannig: 20.—-21. tbl. 1920: Nafnlaust bréf með ónotum til þeirra, sem höf. segir að telji „sér fullnægja andatrúarrugl og guðspekishúm- bug“. 1.—2. tbl. 1921: Nafnlaus skammapistill um mig, sagður vera eftir einn af drottins þjón- um þessa lands. 9.—10. tbl.: Nafnlaust bréf með sleggjudómum og skætingi til „andatrúar" og guðspeki. 12. tbl.: Grein, undirrituð sókn- arprestur, með áfellisdómi og hnútum til „nýguðfræði, andatrú- ar og guðspeki“. 14.—15. tbl.: Nafnlaust bréf með níði um Einar skáld Kvaran. Sama blað: Nafnlausar klausur með hnútum til andatrúar. 25. tbl.: Nafnlaust bréf með ó- notum til hinna „nýju kenninga“. þetta virðist allgóð eftirtekja yfir ekki lengri tíma, og má þó vera, að mér hafi yfirsést eitt- hvað af þessu nafnlausa dóti. Hr. S. Á. G. hefir nú opinberað nafn eins af höfundum þessara pistla, sóknarprestsins, sem ritaði greinina í 12. tbl. En allir hinir fela sig enn að baki Bjarma. Rit-. stjórinn telur þó sennilegt að hann muni geta fengið leyfi til að birta nöfn einhverra þeirra síðar. En ekki vil eg að hann sé að ganga hart að þeim mín vegna. Eins og um var getið í fyrri grein minni, eru þessir aumingja nafn- leysingjar bagalegastir fyrir rit- stjórann sjálfan. Ræða síra Skat-Hoffmeyers. í 5.—6. tbl. Bjarma f. á. birt- ist ræða, sem síra Hoffmeyer, danskur prestur, flutti hér í dóm- kirkjunni í fyrrahaust. Meðal ann- ars leitast ræðumaður við að inn- ræta mönnum, að ekki sé unt að finna guð nokkursstaðar í náttúr- unni. I-Iann verði ekki fremur fundinn í norðurljósunum en í þjáningu dýranna. Eftir nokkrar íhuganir um þetta efni segir svo presturinn þessi • hneykslanlegu orð: „Nei, ef vér hefðum ekkert annað en náttúruna til að styðj- ast, gætum vér alveg eins trúað að djöfullinn hefði skapað heim- inn, eins og að guð hafi gert það“. Skraf ritstjórans um, að þessi orð séu slitin úr öllu samhengi, er fyrirslátlur einn og annað ekki. Getur hver sem vill lesa ræðurn- ar gengið úr skugga um það. Til þessara orða var vitnað í fyrri grein minni. þau voru sett þar með öðru fleiru sem sýnis- horn af skoðunum rétttrúnaðar- manna. Og full ástæða ei; til að ætla að þau séu í besta samræmi við skoðanir rétttrúnaðarstefn- unnar hér í Reykjavík. Bjarmi flutti þau alveg athugasemda- laust. Hann segir að ræðan, sem þau eru í, muni „væntanlega kær- komin“ mönnum. Og sóknarnefnd dómkirkjusafnaðarins sæmdi prest inn gjöfum fyrir kenninguna og komuna. Alt bendir á að rétttrún- aðarstefnan hér hafi tekið fagn- andi móti fræðslu hans og verið harðánægð með hana. Og liðs- menn Bjanna ekki síður en aðrir. En nú virðist ekki örgrant um að komið sé annað hljóð í strokk- inn. Að vísu er ekki ymprað á því í gi’ein hr. S. Á. G. að hann sé ósammála áminstum orðum danska prestsins. En auðfundið er að ritstjórinn er hálfgramur yfir því, að eg skyldi ekki geta þess að síra Skat Hoffmeyer hefði sagt þau. Hversvegna átti endi- lega að geta þess? Er það af því, að hr. S. Á. G. þyki nú minkunn að þessum orðum og vilji þvo hendur sínar af þeim? Gott ef svo er. Öllum getur yfirsést. Rit- stjóranum hefir orðið það á þarna, að hugsa meira um h v e r sagði orðin, en h v a ð í þeim fólst. En nú virðist hann sjá hve óviðurkvæmileg þau ei’u og þykir mér vænt um það. því að í ein- lægni sagt finst mér þau eitthvert ljótasta og gálauslegasta guðlast, sem eg hefi nokkurn tíma lesið. Og mér finst þúi’fa rneira en með- alsljóa trúai’tilfinningu til þess að hneykslast ekki á þeim. Hið eina sem unt er að segja til af- sökunar manninum sem sagði þau er þetta gamla: að hann vissi ekki hvað hann var að gera. það væri vert að taka þessi orð til rækilegrar íhugunar og annað fleii’a í sambandi við þau. þó læt eg hér við lenda, nema frekara tilefni gefist. En þess vænti eg, að vinir síra Skat Hoffmeyers hér þýði fyrir hann það, sem honum viðkemur í greininni. Hann getur þá sent mér kvittun, ef honum sýnist og má vera að einhvei’jar umræður spinnist út af því. Trú og breytni. pá kemur að því, sem hr. S. Á. G. þykir einna grálegast mælt í grein minni. þess var getið þai’, að rétttrún- aðarstefnunni þyki mestu varða að menn trúi því, að Kristur hafi fiáðþægt fyrir syndir þeirra með blóðfórn sinni á krossinum. Hitt skifti minna máli hvei’nig þeir bi’eyti. Hr. S. Á. G. lætur í ljós að þessi orð mín séu hinar verstu „rangfærslur“. Hann lítur á þau „sem fjai’stæður af slæmri rót runnar, svo ekki sé kveðið fast- ar að orði“. Ekki skal eg misvirða það, þótt ritstjórinn taki munninn nokkuð fullan, einstöku sinnum. En við- kunnanlegi’a hefði nú samt verið að reyna að láta einhver rök fylgja þessum áfellisdómi. En þau hafa orð.ið eftir á hillunni heima — eða þá að þau eru engin til. Ritstjórinn má því ekki kippa sér upp við það, þótt dómur hans hafi ekki sannfæx-t marga. Eg hélt, satt að segja, að það væri alkunna og öllum rétttrúnaðar- mönnum ljóst, að stefna þeirra setur ti’úna ofar vei’kum manna og breytni. það hefir ekki verið neitt launungarmál hingað til. Ræður í’étttrúnaðai’manna, bæði hér heima og ei’lendis, hafa oft staðfest þetta í heyi’anda hljóði. þar með er ekki sagt að rétt- trúnaðarstefnan láti sig litlu skifta hvei’nig menn bi’eyta. Vit- anlega lætur hún það líka til sín taka. Og til eru menn undir mei’kj um hennax1, sem gagnteknir eru af kærleika til meistarans og lifa fyrirmýndarlífi. Samt er það eng- um efa undiroi’pið, að rétttrúnað- ai’stefnan hefir talið mest ríða á því að menn hefðu „rétta trú“. Auðvelt væri að tilgreina dæmi héðan úr Reykjavík þessu til sönnunar. En til þess að binda sem allra fyrst endal á málið og til handhægðar fyrir okkur hi*. S. Á. G. leyfi eg mér að leggja fyrir hann eina eða tvær spurningar: Hugsum okkur tvo menn, sem heita A og B. A er ágætisdrengur og fyrirmyndarmaður um fram- ferði og breytni. En hann er „trú- laus“, sækir ekki kirkju, skoðar Jesú Krist aðeins sem afburða- mann og afneitar alveg fi’iðþæg- ingu hans. Með þessar skoðanir sínar deyr A. — B er aftur á móti hálfgerður misindismaður, sem matar krókinn hvenær sem fæi-i gefst. En hann er trúmað- ur. Hann er kirkjui’ækinn, trúir því að hvert orð í’itningarinnar sé guðinnblásið, játar guðdóm Krists og friðþægingu og trúir að liann hafi afplánað syndir þeirra, sem á hann trúa. Og í þessai’i trú deyr B. Hvort kom nú að betra haldi annars heims, breytni A eða trú B. Hvor þeirra átti betri kjörum að fagna þegar þangað kom? þessum spui’ningum bið eg hr. S. Á. G. að svara skýrt og glögt, fi’á sjónai’miði trúbi’æðra sinna, sem teljast munu rétttrúnaðar- menn. Sömuleiðis bið eg hann að svai’a þeim frá sjónarmiði sjálfs sín, ef það kynni að vera eitthvað frábrugðið. Ef hann hyggur að A hafi ver- ið betur staddur eftir andlátið, þá er auðséð að Bjarmamenn setja breytnina ofar trúnni á friðþæg- ingu Krists. En þá eiga Bjarma- menn líka miklu fi’emur heima í guðspekifélaginu, en innan vé- banda í’étttrúnaðai’ins. En ef hr. S. Á. G. heldur hinu fram, að B hafi átt beti’a í vændum — ja, þá kannast hann við það að hafi verið hárrétt, sem eg sagði um út- sýni rétttrúnaðai’ins: að mest þyki ríða á vissri trú, en minna rnáli skifti hvernig menn 'breyti. Við bíðum nú og sjáum hvað setur. „Beina andstaðan“. Ritstjóri Bjarma hefir haldið fram í blaði sínu, að guðspeki- stefnan sé í „beinni andstöðu11 við lifandi ki’istindóm. f gi’ein minni Komandí ár. VI. Samyöngur. Engin þjóð í Evrópu hefir jafn illar og ómöguleg- ar samgöngur eins og íslendingar. Veldur því stœrð landsins, lega þess, ár og fjalllendi, en þó einkum mann- íæðin. Fólkið i lapdinu er svo fótt, að því er algerlega um megn að koma samgöngunum í það horf, sem gott þykir i nábúalöndunum. petta er ókaflega þýðingarmikið atriði. Góðar sam- göngur eru frumskilyrði framfara og menningar. Ónóg- ar samgöngur skapa kyrstöðu, almenna fótækt og ein- angrun i féiagsmálum. Til að skilja betur aðstöðuna, skal hér tekið til sam- anhurðar það land i Evrópu, sem er einna næst, og að mörgu leyti áþekt að náttúruskilyrðum. það er Noreg- ur. þar eru líka mikil og illfær fjöll milli bygða, stór- ir jöklar, miklar ár, löng og mjög vogskorin strand- Jengja. Fyrir einni öld stóðu Norðmenn hér um bil á sama stigi og íslendingar nú. þeir voru nýlega orðnir frjálsir, eftir margra alda undirokun og áníðslu i sam- bandi við Dani. þó skorti vegi, brýr og lientugan skipa- stól. þeir voru fótækir og lamaðir eftir langvinna styrjöld og liafnarbann. En á einni öld hefir þetta ger- breyst. Nú eru norsk skip svo að segja á hverri höfn um allan lieim. Meðfram landi, innan skerja, og eftir hinum löngu fjörðum ganga strandferðaskip, sumstaðar daglega yfir sumartímann, en aldrei sjaldnar en viku- lega, þar sem minst er um að vera. Ágætir vegir eru lagðir svo að- segja um alt landið, sumir geysidýrir, þar sem orðið hefir að sprengja úr hömrum og hlíðum, og jafnvel grafa jarðgöng. Frá Kristianíu liggja járn- brautir í margar áttir: til Svíþjóðar og Danmerkur, suð- ur með Kristjánsfirði að vestan, til Björgvinar á vest- urströndinni, og norður að þrándheimsfirði. Fró Stav- angri liggur járnbraut suður eftir Jaðrinum. Að sama skapi er séð fyrir símum og póstgöngum. Símar víðast hvar um allar bygðir, og póstferðir vikulega, þar sem aðstaðan er erfiðust, en víðast livar tíðari, og i þéttbýli mörgum sinnum á dag. Noregur hefir nú þær samgöngur, sem kalla má viðunandi, þegar tekið er tillit til landshátta. En sé borin saman landsstærð og fólksfjöldi í Noregi og á ís- landi, þá kemur í ljós, að ef íslendingar eiga að fá jafngóðar samgöngur eins og Noregur, þá verður hver maður hér á landi að bera 8 sinnunl þyngri byrði vegna samgangna, heldur en liver borgari í Noregi. þetta er vitanlega óhugsandi. Engin þjóð getur risið undir slik- um byrðum. Afleiðingin er auðsæ. Samgöngur á íslandi hljóta enn um langt skeið að verða mun ófullkomnari en hjá grannþjóðunum, þeim mun ófullkomnari, sem íslenska þjóðin er minni í hlutfalli við stærð landsins og erfiða staðhætti. Viðfangsefni íslendinga hlýtur í þessu efni að verða það, að koma samgöngum landsins í svo gott horf, sem efni og fólksfjöldi leyfa. En jaínframt verður þjóðin að vera viðbúin þeirri staðreynd, að samgöngur okkar hljóta að verða miklum mun ófullkomnari en hjá Norð- mönnum, sem þó má segja um að hafa næst erfiðasta aðstöðu i þessum málum allra Norðurálfuþjóða. Að öll- um líkindum geta íslendingar ekki liugsað hærra en að fá vikulegar strand- og póstferðir, þar sem Norðmenn hafa daglegar skipagöngur og póstflutninga. Nú er að líta á íslensku samgöngurnar. þar hefir talsvert verið aðhafst síðustu 40 árin. F’ram að þeim tíma hafði þjóðin ekkert gert sameiginlega til að bæta samgöngur. þá voru engir vegir til, engar brýr, sem teljandi voru, enginn innlendur skipastóll. Arfurinn var enginn. Eldri kvnslóðir höfðu átt nógu erfitt að verjast hungurdauða, meðan útlend þjóð réði hér lögum og lof- um, og stjórnaði landinu eftir sínum hagsmunum. Síðan um 1880 hafa verið lagðir þolanlegir vegir um Suðurláglendið, Reykjanes, Mýrasýslu, Fagradal eystra, og stúfar frá aðalhöfnum norðanlands upp eftir lielstu dölunum. Allmörg af stærstu straumvötnunum hafa verið brúuð, þau sem nokkur mannshönd ræður við. En þetta vegakerfi er alt í brotum enn þó. Suðurlág- lendið og Reykjanes eru einu héruðin, sem tengd eru saman með sæmilegum bílvegi. Öll hin undirlendin eru aðskilin með fjallvegum, sem ófærir eru hverskon- ar vögnum. Póstferðirnai- eru á borð við vegina. Landpóstai1 ganga um landið einu sinni á mánuði, að kalla má. Pósturinn fluttur á hestbaki sumar og vetur, í þungum kofortum, sem að sögn póstmanna eyða þriðjungi af burðarmagni liestanna. Alt þetta ferðalag gengur svo seint, að ef maður í Reykjavík skrifar norður á Langanes og biður um svar undir eins, getur svarið ekki komið fyr en Jiðið er töluvert á þriðja mánuð. Allir sjá, að slíkar samgöngur hljóta að gera þjóðlífið að innibyrgðum stöðu- polli. Verulega fjörugt og þróttmikið félagslíf er óhugs- andi í landi, sem á að búa við samgönguleysi á svo háu stigi. Um jórnbraut hefir verið talað milli Reykja- víkur og Akureyrar, og þó einkum frá Reykjavik og austur á Suðurláglendið. En þar hefir setið við orðin tóm. í sjósamgöngum landsmanna markar stofnun Eim- skipafélagsins og skipakaup landssjóðs nýtt tímabil. Landið á nú nokkur skip til mannflutninga og vöruferða. Skipshafnirnar eru íslenskar og að því er snertir hörku og þol í sjóferðum, standa íslenskir sjómenn engum að baki. En skipulagi útgeðarinnar er að mörgu leyti áfátt, eins og leidd munu verða rök að. Höfuðókostur sjósamgangnanna eru þrír:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.