Tíminn - 04.03.1922, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.03.1922, Blaðsíða 3
T 1 M I N N 33 var þess getið að þetta mundi mega til sanns vegar færa, ef mið- að væri við rétttrúnaðarstefnuna, sem telja mundi sig höfuðból lif- andi kristindóms. Og til þess að •glöggva menn á því, í hverju þessi beina andstaða væri fólgin, var reynt að gefa ofurlítið ágrip af trúarlegu útsýni guðspekinnar annarsvegar og rétttrúnaðarins hinsvegar. Hr. S. Á. G. virðist vera ofboð óánægður með þenna samanburð, enda þótt hann geri litla tiiraun til að hagga honum. Og hann kemur með sínar skýringar um það í hverju andstaðan sé fólgin: Hún er „fremur öllu öðru“ fólgin í því að guðspeki stefnan „hafn- ar friðþægingu og guðdómi Jesú Krists frá Nazaret", segir hann. það mun rétt vera, að flestir guðspekinemar hafna friðþæging- unni, eins og hún hefir venjulega verið skilin. Hitt er aftur alrangt, að þeir hafni guðdómi Krists. þeir halda einmitt mjög fram guðdómi hans. En þeir hyggja að fleiri séu guðssynir en Kristur. þeir líta svo á, að eitthvað af guðdómi sá í hverjum einasta manni. Og þar mun skilja með þeim og rétttrúnaðarmönnum. Auðsjáanlega þykist þó hr. S. Á. G. reka aðal smiðshöggið á með þessum undirstrikuðu orð- um: „Sannkristnir menn eiga frelsara, guðspekinemar vænta fræðara, það er munurinn mikli í fám orðum“. Hvort er sem mér sýnist að rétttrúnaðarhrokinn skjóti hér upp snjáldrinu? Og rétt á undan lætur ritstjórinn hylla undir hjálpræðiseinokunina gömlu. Guðspekinemum geðjast ekki að þeirri einokun. þeim finst rétt- læti og umhyggju Alföður mis- boðið með þeirri hugsun, að hann hafi aðeins einu sinni sent frels- ara í heiminn, sem miklum hluta mannkynsins var þó ókleyft að njóta góðs af. Að þeirra dómi hef- ir skaparinn margsinnis sent mönnum frelsara og mun gera það margoft enn. þrátt fyrir það sem að er í heimi hér, hyggja þeir þó að alt sé í höndum óum- ræðilegs kærleika, sem stýri öllu til æðri fullkomnunar með afli og snild, sem ekki skeikar. Og hér munar einmitt mestu frá skoðun- um innra trúboðsins og rétttrún- aðarstefnunnar, sem gengur sí og æ með lífið í lúkunum út af því að Alfaðir sé að missa tök- in og a,lt rambi á helvítis barmi. Auðvitað viðurkenna guðspeki- nemar að sannkristnir menn eigi frelsara. En það eiga líka Brahma- og Búddha-trúarmenn og allir helstu trúflokkar. Meira að segja: hver einasti maður á sinn frelsara, sem fyr eða síðar styður hann upp á efsta tindinn. það er því ekkert sérkenni á kristnum mönnum að þeir eiga frelsara. Og ekki heldur neitt ein- kenni á stefnu guðspekinema, að þeir vænti fræðara. það er félag- ið „Stjarnan í austri“, sem hefir boðað komu mannkynsfræðara innan skamrns. Guðspekifélagið eða guðspekinemar í heild sinni hafa aldrei látið neitt uppi í því efni. Margir þeirra láta boðskap „Stjörnufélagsins“ liggja alveg milli hluta. Og til munu þeir, sem eru honum fremur andvígir. Rit- stjórinn reynist því heldur sein- heppinn með samanburð sinn. — það sem hér hefir verið sagt um álit og trúarskoðanir guð- spekinema, á að mestu við hér- lenda félagsmenn, þá er mér eru kunnugir. Um aðra get eg ekkert fullyrt. Guðspekifélagið hefir aldrei átt neinar trúarj átningar, og allir sem í það ganga eru ger- samlega sjálfráðir um trúarskoð- anir sínar. það er engin trygging fyrir að þeir hafi neitt annað sameiginlegt um andleg mál, en samúðina með stefnuskrá fé- lagsins. þeirri samúð sinni lýsa þeir yfir, er þeir ganga í félagið, og engu öðru. Og þegar dæma á um stefnu félagsins, verður fyrst og fremst að miða við stefnu- skrána. Og það var einmitt gert í fyrri grein minni. Eigi að síður kann eitthvað upp úr því að hafast að rætt sé um ólíkar trúarskoðanir innra trú- boðsins o g guðspekistefnunnar. En samt hygg eg að farsælla mundi fyrir málefni andmælanda míns, að fremur væri haldið á lofti hinu, sem stefnunum er sameiginlegt. 27. febrúar 1922. Jakob Kristinsson. -----o----- Barnafræðslan. það er opinbert leyndarmál, að komið hefir til mála í einni nefnd þingsins eða tveimur annaðhvort að fella niður styrkinn til barna- skóla í landinu, eða skilja einar 100 þús. kr. eftir af 350 þús., og gangi þær einkum til kaupstaða- skólanna, sem engum mun þó detta í hug að hægt sé að leggja niður, þó menn vilji koma þeim að sem mestu leyti yfir á bæjar- félögin. Mér hefir verið tjáð, að þetta hafi engum andmælum mætt í þeirri nefnd, þar sem það kom fyrst til orða, og verið allvel undir tekið af mörgum þing- mönnum, þó fæstir muni nú fast- ráðnir í hvað gera skuli. þess skal þó getið, að mentamálanefnd á hér ekki hlut að máli. þetta kemur mjög á óvart, því það fer fjarri því, að nokkur undirbúningur hafi verið á þessu. Hefir mikið verið gert á síðari tínium til að bæta skilyrði barna- fræðslunnar, en varla orð heyrst um, að leggja hana niður. Flest- um mun hafa skilist, að ekki myndi koma til mála að afnema það barnafræðslufyrirkomulag, sem staðið hefir hér á landi síð- ustu áratugina. Ber og ótvírætt að skilja hin nýju lög um barna- kennaralaun svo. Yar þar og stig- ið hið heppilegasta spor að færa nokkuð af kostnaði til b'arna- fræðslu yfir á ríkissjóð. það kem- ur ekki heldur til af uppeldisá- huga, að ráðist er nú að barna- fræðslustyrknum, heldur af sparn- aðarástæðum. það er sparnaðurinn sem ligg- ur bak við. Sparnaður virðist nú vera lausnarorð þingsins. Við því er ekkert að segja. þjóðfélagið er í fjárþröng. En þegar aðal- bjargráðið verður að leggja nið- ur barnafræðsluna, þá mun mörg- um bregða í brún. Væri ekki heppilegra að byrja einhversstað- ar annarsstaðar ? þessar 350 þús. kr., sem fara til barnfræðslunn- ar, vaxa mönnum í augum. Sum- um finst þær fara út yfir allan þjófabálk. En gáið að: útgjöld ber ekki eingöngu að meta eftir fjár- hæðinni, heldur og eftir því, hve margir njóta. þessa styrks nýtur alþjóð. Ef honum er jafnað nið- ur, koma tæpar 50 kr. á barn, sem nýtur kenslu. það mun ekki vera leit á kenslu, er ríkið heldur uppi, sem mun vera þjóðinni 50— 100 sinnum dýrari á hvern nem- anda, og telja fáir eftir. Má barnakenslan vera lítils virði, ef byrja skal sparnaðinn á henni. Tillögumenn munu að vísu ekki vilja afnema eða banna alla barnafræðslu í landinu, heldur svífur fyrir þeim í þoku gamalt fyrirkomulag, sem rás viðburð- anna og breytingar á þjóðhátt- um hefir fyrir löngu neytt þjóð- ina til að hvarfla frá, en það er heimilisfræðslan. það er fagurt orð, og þess myndu allir helst óska, að á hverju heimili væri ein- hver, sem hefði tíma og kunn- áttu til að annast barnafræðsluna. En því er ekki að fagna. það eru aðeins efnaheimilin, sem hefðu getu til þess, og myndi þeim það þó dýrara en núverandi fyrir- komulag. Ef ástandið væri eins . og heimilisfræðslupostularnir vilja halda fram, þá myndu fræðslulög aldrei hafa orðið til í þessu landi, engin kennarastjett, enginn kenn- araskóli. þessar staðreyndir mót- mæla svo ákveðið, að það þarf ekki frekar vitnanna við. Menn mála ástandið eins.og það var áð- ur en þjóðin tók fræðslumálin að sér með alt of skærum litum. það er fjarlægðin sem veldur frægðar- Ijómanum. Oftast finst mér eg hafi heyrt hjá gömlu mönnunum kvart og kvein yfir allri heimil- isfræðslu í þeirra ungdæmi. þetta er hin sanna mynd af ástandinu, og væri vert að draga hana ein- hverntíma skýrar upp, svo að glansmyndirnar hyrfu úr sögunni. Gamla heimilisfræðslan var aldrei nein paradís, og voru skilyrði hennar þó ólíkt betri áður, með- an vinnukraftar voru nógir til sveita og kostuðu ekki annað en matinn. Við erum engir fallnir englar. í þessu efni er Eden fram- undan. þess ber og vel að gæta, að heimilisfræðsla er ekki lögð niður í landinu. Henni er enn hald- ið að hálfu leyti. Heimilin eiga að kenná áð stafa og draga til stafs. Og þar sem kennara nýtur ekki nema 8—12 vikur að vetrinum, hvílir mikil fræðsluskylda á heim- ilunum, svo mikil, að meiri er þeirn ekki ætlandi. Enn virðist það vera hugsun sumra, að afnema barnafræðsluna en Styrkja betur unglingafræðsl- una í þess stað, Sé þessi hreyf- ing fyrir einhverjum sprottin af áhuga á uppeldismálum, þá ber skyida til að útvega sömu fjár- hæð til annarar uppeldisstarfsemi. En það hygg eg myndi verða örð- ugt, því rót hreyfingarinnar er blindur sparnaður og önnur ekki. það er og hvorki staður eða stund til að bera fram unglingafræðslu- hugmyndir sínar í sambandi við þessa sparnaðaftillögu að fella nú þegar burtu að minsta kosti i/4 miljón af styrk til fræðslu- mála. því vitanlegt er, að slíkri umhverfing er ekki hægt að koma á nú að hverfa frá bamafræðslu og taka í þess stað upp unglinga- fræðslu eina. Til þess vantar hús, kennara, og eg veit ekki hvað og hvað. Slík hreyfing tæki áratug, og mætti síst hverfa að því ráði hugsunar- og undirbúningslaust, en eins og kunnugt er, hafa post- ular þessarar hugmyndar ekki virt hana þess að rita um hana eða aæða, eða koma af stað nokk- urri rannsókn eða breytingu í þessa átt, og eru þeir þó einir allra Evrópubúa um að láta sér detta slíkt í hug. Á þetta tal verð- ur því að líta hjá flestum sem afsökun vondrar samvisku, og er illa til fallið að orða þessa stefnu í sambandi við sparnað, þar sem unglingafræðslan þó kostar þjóð- ina vinnu unglinganna, auk hins opinbera styrks til hennar, en tfmi barnanna er verðlaus. En er nú svo gott sem þetta sé nokkur sparnaður? Ekki eykst framleiðsla í landinu við það, að barnafræðsla sé niður feld og ekki réttir það hag okkar gagnvart út- löndum. Eða hugsum okk- ur að sparnaðarmennirnir séu nú ekki meiri spamaðarmenn en það, að þeir vilji ekki spara sjálfa fræðslustarfsemina, heldur flytja kostnaðinn af ríkissjóði yfir á sveitar- og bæjarfélögin og halda sömu barnafræðslu sem nú er. Einkennilegt bjargráð þetta að flytja til útgjöldin úr einum stað í annan, af einum liðnum á hinn, og ef þetta væri bjargráð, þá væri það ekki nema mannsverk að reisa við fjárhag þjóðarinnar. það þyrfti ekki annað en að færa öll útgjöld yfir á sveitar- og bæj- arfélög, en láta ríkissjóð halda cekjunum. Annars öfunda eg þingmenn ekki af því, er þeir koma heim í sveit sína af þessu þingi með nokkuð af útgjöldum ríkissjóðs, þó ekki væri nema fræðslustyrkinn, ef ekki fylgdi með neitt af þeim rétti, sem rík- ið hefir til að leggja á skatta og tolla. Eg get ekki trúað því á neinn þingmann, að hann vilji, þegar á á að herða draga úr fræðsluskyldunni, þó sparnaðar- hugmyndin geti leitt menn langt í fyrstu hrifningunni. Jafngóð fræðsla og, börn nú njóti verður aldrei ódýrari þó ríkissjóður kippi að sér hendinni og alt verði gefið laust. Nei, hitt mun sann- ara, að það fyrirkomulag, sem nú er á barnafræðslu, sé sparn- aðarfyrirkomulag. Fræðslulögin eru samtök þjóðarinnar til að fá sem besta og þó ódýrasta fræðslu fyrir börn sín. Frestun fræðslu- laga og afnám fræðslustyrks væri því hinn hjákátlegasti sparnaður. það væri að spara sparnaðarráð- stafanir. Og þó þjóðin eyddi jafn- miklu eða meira fé eftir en áður til barnafræðslunnar, þá myndi á- rangurinn verða minni. þar sem hver hokrar fyrir sig og samtök- in eru engin, er alt dýrara. Og eng inn þarf að halda, að heimilin gætu annast alla barnafræðsluna. Menn þyrfti að fá til þeirra starfa eins og annara og borga þeim. Mennirnir yrðu aðeins óhæf- ari til starfsins og dýrari sveitun- um en áður, þar sem landssjóðs- styrkinn vantaði — því það veit eg, að meginið af hinum duglegri kennurum mundi ekki láta bjóða sér slíka meðferð. það gefst hver upp á því starfi, sem er vanþakk- að og illa launað, og kveði þingið nú upp þann dóm yfir barnakenn- ururn, að starf þeirra sé fánýtt og meir til spillingar en bóta, þá veit eg að ekki mun standa lengur á þeim að hverfa að einhverju þarf- ara. þó mun engin von um að þeir hverfi inn í hina nýju vín- kaupmannastétt, er út lítur fyrir 1. A8 skipin koma stundum mörg saman frá útlönd- um til sömu hafnar, en síðan líða langir tímar svo, að skipalaust er á sömu leiöum. 2. Að farrými vantar til mannflutninga, einkum með ströndum fram, þannig að á að giska 80% af íslending- um sem ferðast á annað borð með skipum, verða að nota lestina, sem ekki er einu sinni boðleg skepnum, livað þá mönnum. , 3. Að millilandaskip, strandferðaskip og flóabátar eru eign ýmsra manna og félaga, og sérstakt flutningsgjald með hverju skipi. Margar af hinum svo kölluðu lakari höfnum verða þessvegna að borga þrefalt flutnings- gjald, og hafa þar að auki alt of fáar skipaviðkomur. Samgöngurnar íslensku eru þá í stuttu máli sem hér segir: Vegarspottar um sum helstu bygðarlögin og nokkuð af nauðsynlegum brúm. En engin allsherjarþjóð- braut tengir saman vegakerfi hinna lielstu héraða. Milli bæja er óviða vagnfært, nema á Suðurláglendinu, þar sem mest hefir verið lagt af aðalvegum. Póstar fara sem næst einu sinni í mánuði, og alt þeirra ferðalag er með fullkomnum miðaldablæ. Skipaferðir eru nokkrar, en skipulagslausar að kalla má. Afar illa séð fyrir mann- flutningi með ströndum fram, þannig að lestin er aðal- farkostur þjóðarinnar. þegar stefnt verður að verulegum umbótum í sam- göngunum, er ali undir því komið, að láta gott skipu- lag bæta úr og vega upp á móti erfiðleikum, sem stafa af fámenninu og stærð landsins. Dýr samkepni, sem get- ur verið skaðlítil í ríku landi, sem hefir af miklu að taka, er alveg óviðeigandi, þar sem eins er ástatt og á íslandi, að þjóðinni dauðliggur á góðum samgöngum, en getur illa risið undir kostnaðinum. Hér má engu kasta á glæ. Af tveim ástæðum eru og verða skipin undirstaða allra samgönguendurbóta á íslandi. í fyrsta lagi af því, að landið er eyja, og þarf mikið saman við aðrar þjóðir að sælda. í öðru lagi af því, að bygðarlög landsins öll bin helstu horfa fram að sjónum. Vegurinn milli hér- aða á Islandi er eftir sjónum, fyrst og fremst með alla • þungavöru, og að nokkru leyti með mannflutninga. þessvegna er óhjákvæmilegt, vegna allrar þjóðarinnar, að koma skipulagi á siglingarnar, og taka síðan til óspiltra'- málanna með samgöngubætur á landi. Umbót í siglingum íslendinga hlýtur að snerta mikið Eimskipafélagið. það liefir verið reist með alþjóðar- samtölcum, ekki einungis hér á landi, heldur og af lönd- um vestan hafs. Langflestir hluthafarnir lögðu féð fram til að styrkja þjóðþrifafyrirtæki, en ekki til að fá háa vexti eða gróða, .sem venjulega er þó aðalhvöt þeirra, sem leggja peninga i lilutafélög. Eimskipafélagið helir gert mikið ýágn, en það hefði getað gert enn meira, ef valdið í félaginu hefði ekki smatt og smátt dregist úr höndum hinna mörgu smáu hluthafa og til nokk- urra stærri hluthafa, einkum kaupmanna,' sein samtök hafa um að komast í stjórn þess. Eitt vandræðamál hefir komið upp í sögu félagsins, þegar a. m. k. tveir menn úr stjórn þess ætluðu að bola Vestur-Islendingum út úr félaginu og eignast hluti þeirra. það varð að vísu ekki. En þetta atvik sýndi þó, hvar veila var í félagsmyndun- inni. Samkepnisforkólfarnir ætluðu að bæla undir sig fyrirtæki, sem átti að vera alþjóð manna til hagsmuna, en ekki einstökum mönnum. , Tveir menn, Páll Jónsson i Einarsnesi og Jónas þor- bergsson ritstjóri á Ákureyri hafa með tillögum sínum um siglingamálið beint því í nýtt horf. Skal nú leitast við að skýra stuttlega frá straumbreytingu, sem hér er um að ræða. Einískipafélagið á þrju góð skip, hefir traustan fram- kvæmdarstjóra, og einstöku áhugasama menn i stjórn. það hefir gert mikið gagn. En það hefir hikað á miðri leið, og 'er að verða meir og meir að sjálfstæðu gróða- fyrirtæki. það kaupir ekki strandferðaskip, og ekki flóa- báta. það gengst ekki fyrir stórhuga og nauðsynlegum breýtingum á starfssviði þess. Og þetta kemur af því, að peningar en ekki menn greiða atkvæði um málin á félagsfundum. Og peningarnir hafa engan áhuga eða skilning á þjóðþrifamálum. En Eimskipafélagið er þó sá stofn, sem þarf að styrkja og bæta, en ekki fella. það á að eflast svo að það bæti úr flutningaþörf landsmanna að mestu leyti, bæði að því er snertir strandferðir og hinar nauðsynleg- ustu ferðir miili íslands og útlanda. Fyrst á að auka félagið með þvi að leggja inn í það landssjóðsskipin þrjú. Bæta síðan við einu strandferðaskipi, og flóabátum eftir þörf. Félagið haldi áfram að vcra*hlutafélag, en landið eigi 50—55% af hlutafénu, og hafi þannig meiri hluta atkvæða á félagsfundum og í stjórn þess. Sama flutningsgjald sé að mestu leyti, þótt vörum sé umskipað úr millilandaskipum í stranferðaskip og flóabáta, að viðbættum óhjákvæmilegum kostnaði við um- skipun og geymslu. Rannsakað sé gaumgæfilega, að hve miklu leyti millilandaskipin eiga að koma á hinar minni hafnir, eða þar á að nota flóabáta. þegar yfirstjórn út- gerðarinnar sér að auka þarf við skipastólinn vegna ein- hvers héraðs, verða íbúarnir á þeim stað að leggja fram alt að helming skipsverðsins. Hitt leggur landið til, en ekki fyr en sá landshluti, sem hlut á að máli, hefir sýnt trú sina i verkinu og lagt fram fé til fyrirtækisins í réttum hlutföllum. Með þessu skipulagi má stækka Eimskipafélagið og bæta þáð, svo að það nái sínum upp runalega tilgangi. það lieldur áfram að vera hlutafélg. en verður í framkvæmdinni laust við lielstu ágallana, sem loða vilja við þann félagsskap. -----o-----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.